Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LEIRLISTAKONURNAR Helga Unnarsdóttir og Ingibjörg Klem- enzdóttir hafa á undanförnum mánuðum starfað í vinnustofunni Straumi í Hafnarfirði. Nú sýna þær afrakstur dvalarinnar, sem að þeirra sögn hefur verið mjög gef- andi. Sýningin opnar í Straumi í dag, laugardag, kl. 16 og ber yf- irskriftina Náttúra. Heitið vísar til verkanna sem sýnd eru, en inn- blástur sinn rekja listakonurnar til náttúrunnar, forma hennar, lita og áferðar. „Verkin eru öll unnin út frá nátt- úrunni,“ útskýra Helga og Ingi- björg. „Það er kjörið tækifæri að fá að vera hér í Straumi, bæði vegna tengslanna við náttúruna en einnig vegna þess að aðstaðan hérna er mjög góð. Við höfum getað brennt bæði úti og inni og haft tækifæri til að nota margvíslegar brennslur, hvenær sem er. Áður vorum við með raku-ofninn í bakgarðinum hjá mér, inni í miðju íbúðahverfi! Þetta hefur því verið allt annað,“ segir Ingibjörg. Samsýning Líta má á sýninguna sem sam- sýningu listkvennanna tveggja og eru verk þeirra um margt ólík, þrátt fyrir að hugmyndirnar megi rekja til sama grunns. „Við vinnum báðar með náttúruna í huga, þó að við séum að gera tvo ólíka hluti,“ segir Ingibjörg. „Ég hef unnið meira með áferð, en Helga með form og liti. En þetta tengist hjá okkur, þó við höfum ekki unnið saman að neinum verkum á sýning- unni.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þær halda sýningu saman. Í fyrra héldu þær sýningu á Eskifirði, við vígslu kirkjunnar þar. „Venjulega er maður einyrki sem vinnur í sín- um bílskúr,“ segir Helga. „Það hef- ur því verið mjög gefandi að geta unnið hér í Straumi, nálægt öðrum listamanni sem er að fást við sama hlutinn. Og svo hefur verið gaman og gefandi að kynnast hinum lista- mönnunum sem eru líka með vinnustofur hérna, en vinna með annan miðil.“ Leirinn heillandi Báðar vinna þær Helga og Ingi- björg listaverk sín eingöngu í leir. „Heimur leirsins er svo heillandi,“ segja þær. „Efnið sjálft býður upp á svo marga möguleika, ólíkar brennslur og ólíkar aðferðir.“ Þær hafa notast við ýmsar brennsluað- ferðir meðan á dvölinni í Straumi hefur staðið, bæði úti- og inni- brennslur, við opinn eld, í holu og raku-brennslur. „Með því náum við fram litaspili í leirnum og ólíkum áferðum,“ útskýrir Helga. „Það er þetta sem er svo spennandi við leir- inn, þessir ótal möguleikar. Leirinn hefur svo mikinn karakter,“ segir Ingibjörg og Helga heldur áfram: „Í raun stendurðu í eilífum samn- ingum við eldinn, reykinn, eldmat- inn og ekki síst leirinn sjálfan, til að ná fram góðum hlut að endingu. Ferlið er svo langt, frá hugmynd að veruleika.“ Gestir þátttakendur Helgu og Ingibjörgu þykir mik- ilvægt að sýningargestir upplifi umhverfið sem listaverkin verða til í. „Á opnunardaginn bjóðum við gestum að vera með í gerð eins verks hérna fyrir utan húsið,“ segir Helga. „Það er brennandi skúlptúr. Allir sem koma geta tekið þátt með því að mata eldinn með spýtum sem stungið er inn í skúlptúrinn. Með þessu erum við að bjóða gestunum að koma aðeins við gerð slíkra hluta sem við erum að vinna.“ „Skúlptúrinn mun svo standa hér fyrir utan þangað til náttúran sér um að eyða honum,“ bætir Ingi- björg við. Auk þessarar uppákomu á opnunardaginn, verða Ingibjörg og Helga með vinnustofur sínar opnar á hverjum degi meðan á sýn- ingunni stendur. Í húsinu eru einn- ig aðrir listamenn, tveir íslenskir málarar, spænskur ljósmyndari og þýskur málari. Þau verða einnig við vinnu og bjóða gestum sýningar- innar að skyggnast inn í heim sinn. „Það er afskaplega mikilvægt að fólk sjái umhverfið sem listin kem- ur úr. Margir eru hræddir við að koma inn á vinnustofur, en í raun held ég að flestum listamönnum þyki gaman að fólk komi og skoði. Þá fær áhorfandinn aðra tilfinn- ingu fyrir listmununum og skilur betur hvað liggur þeim að baki,“ segir Helga að lokum. Síðasti sýningardagur er 4. júní. Sýningin er opin alla daga milli 14 og 18. Í eilífum samn- ingum við leirinn Morgunblaðið/Sigurður Jökull Ingibjörg og Helga við vinnslu skúlptúrsins fyrir utan Straum. VORTÓNLEIKAR Barna- og ung- lingakórs Hallgrímskirkju verða í kirkjunni á morgun, sunnudag, kl. 17. Kórarnir flytja m.a. tvo þætti úr Mesa Basse eftir Gabriel Fauré. Ein- söngvari er Hrund Ósk Árnadóttir. Lára Bryndís Eggertsdóttir spilar á orgel með kórnum en stjórnandi er Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. Barnakórar í Hallgríms- kirkju LÖGREGLUKÓR Reykjavíkur heldur sína árlegu vortónleika í Sel- tjarnarneskirkju í dag, laugardag, kl. 16. Í ár verða sérstakir gestir Kvennakórinn Léttsveit Reykjavík- ur. Dagskrá þeirra er byggð á suð- rænni og léttri stemmningu. Á dagskrá Lögreglukórsins verða m.a. lög eftir Árna Thorsteinson og Oddgeir Kristjánsson, einnig ýmis erlend lög með íslenskum eða er- lendum textum. Einsöngvari með Lögreglukórn- um er Eiríkur Hreinn Helgason. Stjórnandi Lögreglukórsins er Guðlaugur Viktorsson og stjórnandi Kvennakórsins Léttsveitar Reykja- víkur er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Lögreglu- kórinn í Seltjarnar- neskirkju ÓLAFUR Kjartan Sigurðarson barytonsöngvari heldur tónleika í Safnaðarheimili kirkjunnar í Vestmanna- eyjum á morg- un, sunnudag, kl. 16. Með hon- um í för að þessu sinni er Jónas Ingimund- arson píanóleik- ari. Á undan- förnum árum hefur Ólafur Kjartan tekið þátt í fjölda óp- eruuppfærslna auk tónleika af margvíslegu tagi víða um heim. Síðastlið- inn vetur söng hann hlutverk Shaunard í La Bohéme hjá Ís- lensku óperunni. Þeir Ólafur Kjartan og Jónas munu flytja og kynna efnisskrá með íslenskum lögum og erlend- um, aríur úr óperum og einnig mun Jónas flytja einleiksverk fyr- ir píanó. Ólafur Kjartan og Jónas í Eyjum Ólafur Kjartan Sigurðsson Jónas Ingimundarson Í FJÖLBREYTTRI kóraflóru landsins leynast kórar af ýmsu tagi. Kórar starfsmannafélaga eru ekki svo óalgengir, og fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa á að skipa kórum, og má þar nefna Grundartangakór- inn, Landsbankakórinn og Lög- reglukórinn sem dæmi. Sjaldgæfara er að finna kóra sem ekki hefur spurst til áður nema af afspurn, kóra sem hafa starfað jafnvel árum saman án þess að til þeirra hafi heyrst. Á sunnudaginn gat að heyra tvo kóra syngja á söngskemmtun í Hveragerðiskirkju, Kór Orkuveit- unnar annars vegar og svo kamm- erkór sem kallar sig Veirurnar. Stjórnandi beggja kóranna er Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Kór Orku- veitunnar hefur starfað einhvern tíma og hefur sungið áður opinber- lega en til Veiranna held ég að hafi ekki heyrst áður opinberlega, þótt þær muni hafa sungið á skemmtun- um og í einkasamkvæmum. Þema tónleikanna var vorkoman, og var efnisskrá beggja kóranna blanda af íslenskum, norrænum og amerískum lögum. Sérstakur gestur á tónleik- unum var Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona, en píanóleik ann- aðist Kristinn Örn Kristinsson. Kór Orkuveitunnar er um margt ágætur kór, en glímir þó við sínar veiku hliðar eins og vænta má af fólki sem hefur sönginn fyrst og fremst að frístundaiðkun. Það besta í söng kórsins er sönggleðin og einlægnin í glímunni við tónlistina. Kórinn söng að jafnaði hreint, en helsti veikleiki kórsins er þó sá hvað sópraninn á erfitt með háa tóna, og á þeim brá við óhreinum nótum hér og þar. Það besta hjá Kór Orkuveitunnar voru fyrstu lögin á efnisskránni, Listhús- kvæðið og Enn syngur vornóttin, þar sem kórinn söng skínandi vel. Glím- an við þrjá söngva eftir Gunnar Persson var kórnum erfiðari, en þó var aðdáunarverð frammistaða alts og bassa í flóknum rytma fyrsta lagsins. Veirurnar voru undur og stór- merki þessara tónleika. Þess ágæti kammerkór kom sannarlega á óvart með mjög góðum söng. Veirurnar munu hafa æft saman í áratug eða meir, og að sögn mest til gamans. En í kórnum er ungt, en þaulvant söng- fólk og margt vel söngmenntað, og það skilar sér vel í söngnum. Jafn- vægi milli raddanna og raddblöndun er afburða gott, og kórinn er vel samsunginn, enda varla við öðru að búast eftir jafn langt starf. Veirurn- ar sungu afar fallega lag Jóns Lax- dals, Oft um ljúfar ljósar sumarnæt- ur, og lag Jóns Ásgeirssonar, Hjá lygnri móðu, var sungið af sérstök- um innileik og hlýju. Færeyska lag- ið, Fagurt er um sumarkvöld við sæ- inn eftir Höjgaard var sérstaklega vel flutt, og á eftir síðasta erindi var lagið sungið einu sinni enn án orða, á lú-lú. Þar kom vel fram hvað kórinn á auðvelt með að syngja fallega á veikustu tónum. Söngur kórsins var jafnan afar blæbrigðaríkur og góður, og ekki hægt annað en að vonast til að fá meira að heyra frá Veirunum. Kórarnir sungu saman nokkur lög, og þar var best lag Jóns Nordals, Smávinir fagrir, þar sem kórarnir sungu með fallegri og vel mótaðri dýnamík. Signý Sæmundsdóttir prýddi tónleikana með söng sínum, bæði með kórunum og ein og sér. Einsöngur hennar í norrænu lögun- um Tonerna eftir Sjöberg og Flickan kom ifrån sin älsklings möte eftir Sibelius var frábær og meðleikur Kristins Arnar skínandi góður. Söngskemmtunin í Hveragerðis- kirkju stóð vel undir nafni og tónlist- arfólkinu ákaft klappað lof í lófa. Virus vocalis TÓNLIST H v e r a g e r ð i s k i r k j a Kór Orkuveitunnar og kammerkór- inn Veirurnar sungu íslensk, nor- ræn og amerísk lög. Einsöngvari Signý Sæmundsdóttir, píanóleikari Kristinn Örn Arnarson og stjórn- andi Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Sunnudag kl. 17.00. KÓRTÓNLEIKAR Bergþóra Jónsdótt ir Á ÁRSFUNDI Norrænu glæpa- sagnasamtakanna hlaut sænski rit- höfundurinn Karin Alvtegen nor- rænu glæpasagnaverðlaunin Glerlykilinn fyrir skáldsöguna Sak- nad. Áður hefur hún sent frá sér bókina Skuld árið 1998. Karin er fædd 1965, alin upp í Huskvarna en býr nú í Stokkhólmi með tveimur börnum sínum. Hún hefur unnið við framleiðslu kvikmynda, tekið þátt í handritagerð og er um þessar mundir á samningi við gerð tveggja handrita. Eftir að hafa tekið á móti Glerlyklinum gaf hún það reyndar í skyn að nú mundi hún reyna að losa sig undan þeim störfum og helga sig glæpasögunum. „Það er ólíkt þægilegra fyrir rithöf- und að vinna einn að sköpun sinni en þurfa að fara eftir óskum og dutl- ungum 10 samstarfsaðila við gerð kvikmyndahandrits,“ sagði hún. Kirsten Holst lét af af formanns- störfum á fundinum og í hennar stað var kosin Kim Småge frá Noregi (Sub Rosa, M&m 1995, Konan í gámnum, M&m 1999). Viktori Arnari Ingólfssyni til vinstri, Karin Alvtegen frá Svíþjóð sem fékk Glerlykilinn í miðju og Mark Ørsten frá Danmörku til vinstri. Glerlykillinn afhentur fyrir besta reyfarann ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.