Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 35 MATARKÚRABÆKUR sem segj- ast geta fært konum heim leynd- armálið um hvernig öðlast megi grannan líkama geta gefið mjög vill- andi upplýsingar að sögn blaðsins The Daily Telegraph. Þannig valdi kúrar sem innihalda of fá kolvetni því að líkaminn breytir niðurbroti sínu á fitu með meðfylgjandi illa lyktandi andardrætti og ógleði. Kallast slíkt ástand „ketósa“. Eins geta kúrar sem hvetja til mikillar áreynslu á fastandi maga ásamt mjög takmarkaðri kolvetnaneyslu valdið mikilli vanlíðan og svima. Ráðgefandi bækur Bækur fræga fólksins um hvernig best sé að halda sér grönnum fá ekki allar háa einkunn hjá Helen Parker ritstjóra Which?. Fjórðung- ur þeirra Breta sem er í megrun fylgir leiðbeiningum Geri Halliwell, Vanessu Feltz og Carol Vonderman sem alls ekki eru viðurkenndar af næringarfræðingum heldur ein- göngu miðaðar við höfunda bók- anna. Helen Parker gagnrýnir einnig bækur sem endurspegla öfga í hina áttina og nefnir bók eftir Barry nokkurn Groves sem nefnist Eat Fat, Get Thin! en niðurstaða hans er sú að líkamsrækt skipti engu máli þegar fitusöfnun er annars vegar. Helen Parker leggur áherslu á að fólk fái sínar einstaklisbundnu ráð- leggingar ef það ætlar að ná var- anlegum árangri í baráttunni við aukakílóin. Fræga og ríka fólkið getur gefið villandi ráð Slæmir matarkúrar Reuters Á meðal þeirra sem þykja gefa fólki í megrunarhug hæpnar ráðlegg- ingar er kryddstúlkan fyrrverandi Geri Halliwell. The Daily Telegraph BEINSKEYTT nýtt lyf sem kemur í veg fyrir að krabbamein geti dregið sér næringu og vaxið hefur reynst vel við meðhöndlun dauðvona sjúklinga og eykur það bjartsýni lækna á að áratuga rannsóknir í krabbameinslíffræði séu loksins að skila árangri. Segja læknar að þeir vænti þess að lyfið verði að staðlaðri meðferð á ristilkrabba og líklega einnig öðrum gerðum krabba- meins. Meðferðin truflar flókið ferli efnaboða sem eru eitt af því sem gerir illkynja frumur frá- brugðnar eðlilegum frumum. Gíf- urlegum fjármunum hefur verið varið til leitar að nákvæmum skilningi á þessum mun og nýja lyfið er eitt af nokkrum dæmum, sem eru að koma í ljós, um að þessi nýja þekking sé að skila ár- angri. Hingað til hafa flest krabba- meinslyf ráðist vítt og breitt á alla hraðvaxandi vefi í líkamanum og er þess þá vænst að þau drepi meira af illkynja frumum en eðli- legum frumum. Nú er verið að þróa fjölda lyfja sem ráðast ein- göngu gegn þeim ferlum sem gera krabbameinsvöxt sérstakan. Nýjasta meðferðin, sem nefnd hefur verið IMC-C225, hefur ekki veitt lækningu en hún minnkaði æxli um að minnsta kosti helming í næstum því einum af hverjum fjórum sjúklingum með ristil- krabba á lokastigi. „Meðal þeirra sjúklinga þar sem við hefðum búist við að svör- unin yrði engin er þetta mjög spennandi. Þetta þýðir að fólk með þennan sjúkdóm fær nýja von,“ sagði dr. Leonard B. Saltz við Sloan-Kettering krabba- meinsmiðstöðina í New York. Saltz kynnti niðurstöður tilrauna- meðferðar á 120 sjúklingum á fundi Samtaka æxlafræðinga í Bandaríkjunum. Á markað í byrjun næsta árs? Tilraunin var kostuð af fram- leiðanda IMC-C225, fyrirtækinu ImClone Systems. Á grundvelli niðurstöðunnar mun fyrirtækið falast eftir leyfi bandaríska Mat- væla- og lyfjaeftirlitsins (FDA) til að setja lyfið á markað. Sagði framkvæmdastjóri ImClone að vonast væri til að lyfið kæmi á markað í byrjun næsta árs. Meðal annarra nýrra krabba- meinsmeðferða eru brjósta- krabbalyfið Herceptin, sem leyfi var veitt fyrir 1998, og STI-571, eða Gliveec, sem FDA samþykkti fyrir skömmu, eftir að það hafði reynst vel gegn illkynja merg- frumuhvítblæði. Nýtt krabba- meinslyf eykur bjartsýni lækna San Francisco. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.