Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 68
FÓLK Í FRÉTTUM 68 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ER óhætt að fullyrða að fyrsta mynd Ró- berts I. Douglas í fullri lengd, Íslenski draum- urinn, hafi verið ágætis byrjun. Myndin varð óvæntur smellur og endaði sem þriðja best sótta kvikmyndin á Íslandi á síðasta ári og skaut þar með stórmyndum frá Hollywood, sem skörtuðu stjörnum eins og Tom Cruise, Jim Carrey og Harrison Ford, ref fyrir rass. Róbert og framleiðendur Íslenska draumsins, Júlíus Kemp og Jón Fjörnir Thoroddsen, voru með á Cannes til þess að fylgja mynd sinni eftir á sölumarkaðnum og þeir Róbert og Júlíus not- uðu um leið tækifærið til þess að kynna fjár- festum næsta verkefni „Maður eins og ég“ sem Róbert og Árni Óli Árnason, sem skrifaði með honum Drauminn, hafa þegar skrifað handrit að og Róbert mun leikstýra en Júlíus framleiða. Þótt þeir séu nánir samstarfsmenn, upplifa þeir Cannes á gjörólíkan máta því Júlíus er á hátíð- inni í þriðja sinn, en Róbert í sinni jómfrúrferð. Ótrúleg borg „Ég verð að játa það að þetta er með því skemmtilegasta sem ég hef upplifað“, svarar Róbert, spurður um fyrstu reynslu sína af kvik- myndahátíðinni í Cannes. „Þetta er alveg ótrú- leg borg, ströndin, sólin og geðveikin sem fylgir hátíðinni. Ég kann vel að meta þessa geðveiki.“ – Þér finnst sem sagt freistandi tilhugsun að venja komur þínar hingað hér eftir? „Já, já en kannski á nýjabrumið eftir að fara af þessu, kannski á maður eftir að þreytast á þessu eftir því sem maður kemur oftar.“ – Er eitthvað sem kemur þér á óvart við há- tíðina? „Nei, hún er nokkurn veginn í ætt við það sem ég hafði ímyndað mér, séð umfjöllun um og mér tjáð í smáatriðum. Ef eitthvað er, þá átti ég jafnvel von á aðeins meiri hasar. En reyndar hefur mér verið sagt að hátíðin í ár sé fremur dauf, miðað við venjulega. Nú er t.d. hægt að labba um göturnar!“ – Hvernig hefur gengið að koma Íslenska draumnum á framfæri? Róbert: „Hún var sýnd á tveimur markaðs- sýningum hér, líkt og hinar íslensku myndirnar Villiljós, Íkingut og Óskabörn þjóðarinnar og virtist hafa gengið vel í kaupendurna sem sáu hana. Við skynjum alveg þokkalega mikinn áhuga.“ Júlíus: „Við viljum helst að myndin fari í bíó og þá koma nær eingöngu listrænu bíóin til greina, ekki stóru fjölsalakeðjurnar. Norður- löndin hafa áhuga, Bretland og Þýskaland. Löndin við Miðjarðarhafið eru erfiðari.“ – Hverjir eru spenntastir fyrir myndinni? Róbert: „Við skynjuðum áberandi mestan áhuga frá enskumælandi löndum, Kanada og Bretlandi. Bretarnir tengja það örugglega við fótboltahúmorinn. Ég hef ekki enn hitt Breta sem kann ekki að meta húmorinn í henni.“ Hvað tekur við hjá myndinni eftir hátíð? Júlíus: „Að reyna að koma henni á sem flest- ar aðrar hátíðir en þær eru svo gott sem óplægður akur. Það gerist á fyrstu tveimur vik- unum eftir Cannes.“ – Þá er komið að „Maður eins og ég“. Hvern- ig er með hana? Júlíus: „Við erum núna að reyna að finna fjármagn og svo líka að líta í kringum okkur eft- ir leikkonu í aðalkvenhlutverk myndarinnar en það verður að vera asísk kona. Þetta er gam- anmynd sem fjallar nefnilega um samband ís- lensks manns og asískrar konu sem búsett er á Íslandi en við höfum ekki gengið endanlega frá þeim hlutverkum.“ – Hefur ykkur miðað eitthvað áfram í þessari leit að konu og peningum? Róbert: „Við erum búnir að finna leikkonu en erum ekki búnir að gera upp við okkur hvort hún sé sú rétta. Þetta er asísk fyrirsæta og við höfum rætt við umboðsmann hennar hér í Can- nes og hann er áhugasamur fyrir hennar hönd en við erum hinsvegar ekki alveg vissir.“ Júlíus: „Svo erum við með nokkrar þekktari Hong Kong-leikkonur í sigtinu.“ – Er þetta kannski sama par og í Íslenska draumnum? Róbert: „Nei, nei. Kannski þótti okkur bara hugmyndin úr Draumnum skemmtileg og vild- um þróa hana frekar. Þetta eru samt ekki sömu persónur, reyndar gerólíkar og forsendur og aðstæður allt aðrar. Myndin kemur svo til með að fjalla um fjölskyldur þeirra beggja og mun gerast bæði á Íslandi og í Austurlöndum fjær, væntanlega Kína. Ég hafði þar fyrir utan pælt nokkuð í þessu efni og var á sínum tíma á leið- inni að gera heimildarmynd um nýbúa á Ís- landi. Þeir félagar segja myndina fara í tökur í lok júlí og sjá fram á að hún geti verið tilbúin í maí á næsta ári. Kostnaðaráætlunin hljóðar upp á 60 milljónir en gæti hæglega hækkað ef þeir ákveða að veðja á frægari leikkonu. Þeir sem leika í myndinni eru auk íslenska karlleik- arans og asísku leikkonunnar, Baldur Trausti Hreinsson, Þorsteinn Guðmundsson, Sigurður Sigurjónsson, Steinn Ármann Magnússon, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Jóna Guðrún Jónsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir auk fjölda annarra. – Júlíus, þú varst útnefndur í hóp sem gekk undir nafninu „Framleiðendur á uppleið“ hér í Cannes; hvernig var það? „Þetta voru aðallega óformleg matarboð þar sem tilgangurinn var að láta okkur kynnast og bera saman bækurnar. Það er alltaf gott að kynnast nýju og áhugaverðu fólki þegar maður stendur í þessum bransa sem gengur út á að hafa góð og náin sambönd sem allra víðast.“ – Hvert var viðhorf hinna framleiðendanna til íslenskrar kvikmyndagerðar? „Flestir voru alveg gáttaðir á því hvernig kvikmyndagerðarmenn á Íslandi, hinum Norð- urlöndunum og Frakklandi fara að því að gera vinsælar myndir sem taka Hollywood-fram- leiðslunni fram hvað aðsókn varðar.“ – Hvað mynduð þið gera ef þið fengjuð tæki- færi til að gera mynd á ensku í Hollywood? Róbert: „Það væri ekki hægt að segja nei við því og maður myndi bara gera eins góða Holly- wood-mynd og maður mögulega gæti. Það var náttúrlega frá Hollywood-myndunum sem maður fékk áhugann á bíói á sínum tíma.“ Róbert I. Douglas og Júlíus Kemp buðu upp á Íslenska drauminn í Cannes Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Róbert Douglas og Júlíus Kemp. Í leit að asískri konu Þótt Róbert I. Douglas og Júlíus Kemp þyki enn til- heyra hinni ungu kynslóð íslenskra kvikmyndagerðar- manna eiga þeir samanlagt að baki þrjár myndir í fullri lengd. Skarphéðinn Guðmundsson hitti þá í Cannes þar sem þeir eru við kynningarstörf. skarpi@mbl.is „VIÐ erum búnir að koma hingað saman í ein sjö ár, eða allt síðan fyr- irtækið var sett á laggirnar,“ segir Þórir Snær. Ég rek upp stór augu og spyr gáttaður hvort árin séu virkilega orðin sjö, fyrirtækið virki einhvern veginn enn eins og nýtt: „Tíminn líður,“ segir Þórir Snær og brosir. „Það var nokkuð langur að- dragandi að fyrstu myndinni.“ Skúli er kominn inn í samræðurn- ar. „Við höfum alltaf haft að mark- miði að fara okkur hægt og varlega í sakirnar. Okkur gekk reyndar bara býsna vel þetta fyrsta ár. Við byrj- uðum á að koma hingað með eitt handrit og ætluðum okkur að ná í pening til að gera mynd eftir því. Þrátt fyrir að við værum eins blá- eygðir og hugsast gat þá tókst okk- ur einhvern veginn að fá Evrópu- styrk upp á þrjár milljónir, sem var ansi mikið þá.“ Handritið var eftir Ragnar Bragason og Huldar Breið- fjörð og hét Felldur. „Það fór í salt þegar menn urðu sammála um að það væri barn síns tíma,“ segir Þórir Snær. „En þeir eru ennþá til sem spyrja okkur hvernig gangi með gerð myndarinnar,“ bætir Skúli við og þeir félagar hlæja. Þórir Snær segir horfna verkefnið samt hafa tekið svo langan tíma frá þeim, ein tvö ár. „Við lærðum heilmikið inn á bransann á þeim tíma.“ Ennþá áhugi á Fíaskó Þórir Snær og Skúli segja að þeim hafi gengið betur í Cannes með hverju árinu og í ár hafi t.a.m. geng- ið enn betur en í fyrra „Það er auð- veldara að fá fundi og nú vitum við betur hverjir kunna að hafa áhuga á myndum okkar og hverjir ekki,“ segir Skúli. Breyttist ekki líka viðhorfið til Zik Zak eftir að það var búið að gefa út eina mynd? „Jú, hiklaust,“ svarar Þórir Snær strax og Skúli tekur við: „Það er fullt af fólki steinhissa á því að við séum á okkar fjórðu mynd.“ Þórir Snær segir að það hafi í sjálfu sér ekki opnast neinn heimur, heldur hefði fyrsta myndin sýnt fram á að þeim væri alvara og „væru ekki neinir bullarar“. Eruð þið ekki búnir að afgreiða Fíaskó núna? „Nei, fólk er ennþá að spyrjast fyrir um hana,“ segir Skúli. „Þeir á Toronto-hátíðinni vilja t.d. enn fá hana, hún var svo nálægt því í fyrra,“ bætir Þórir Snær við. „Það var vissulega óheppni að lenda á sama ári og þurfa að bítast um pláss á alþjóðahátíðum og tvær vinsæl- ustu og bestu íslensku myndir síð- asta áratugar, Englar alheimsins og 101 Reykjavík.“ Rosalega þolinmóðir Hvernig hefur gengið að selja Villiljós og koma henni á hátíðir? „Við erum alveg rosalega þolinmóðir hvað hana varðar því við ætlum að gera alveg rétt núna,“ svarar Skúli ákveðinn. „Við lærðum heilmikið á Fíaskó og erum búnir að setja okkur í samband við fullt af góðum sölufyr- irtækjum sem hafa lýst áhuga. Við förum rólega í sakirnar með þetta og gerum okkur fulla grein fyrir að hún er alls ekki söluvænleg. Hvað hátíðir varðar þá kemur slíkt ekki í ljós fyrr en eftir Cannes og jafnvel ekki fyrr en í haust.“ Nú hafa fyrstu tvær myndir ykk- ar kannski ekki fengið þær viðtökur sem þið gerðuð ykkur væntanlega vonir um. Hefur það ekki komið nið- ur á rekstrinum? „Við vissum fyr- irfram að hvorug þessara mynda væri vinsældavæn,“ svarar Þórir Snær án þess að hika. „Þær eru báð- ar mjög tilraunakenndar og við viss- um að það gæti brugðið til beggja vona.“ Skúli áréttar að Fíaskó hafi gengið upp fjárhagslega en hvað Villiljós varðar þá hafi þeir átt von á að hún yrði þung, en bætir við að hún eigi náttúrlega langt í land á al- þjóðamarkaði og of snemmt sé að tala um endanlega útkomu. „Um leið og maður fer að velta sér allt of mik- ið upp úr markaðnum og viðtökum þá fara hlutirnir endanlega til fjand- ans,“ segir Þórir Snær. „Auðvitað verður maður að taka tillit til mark- aðarins en það er stórhættulegt að einblína um of á hann. Maður verður að treysta tilfinningu sinni og hafa trú á þeim verkefnum sem eru í gangi.“ Framtíðarverkefni Hvað framtíðarverkefni varðar þá segja þeir Zik Zak-menn þrjú verk- efni vera kominn vel á veg en þó mislangt. Nói albínói eftir Dag Kára Pétursson er um það bil að verða tilbúin og fjármögnun lokið. Tökur gengu vel og hún verður væntanlega frumsýnd einhvern tímann á næsta ári. Myndin fjallar um ungan einfara sem býr í litlu sjávarþorpi á Vest- fjörðum. Hann er litinn hornauga af þorpsbúum sem þykir stafa ógn af honum því það veit ekki hvort hann er snillingur eða viðundur, útvalinn eða útskúfaður. „Það er fínt svona til tilbreytingar að þurfa bara að ein- beita sér að einni sögu,“ segir Þórir Snær og kímir. Gemsar segja félag- arnir að sé í góðum gír þrátt fyrir sögusagnir um annað og ætti að líta dagsins ljós með haustinu eða jafn- vel um jólin. „Það hefur einfaldlega verið mjög erfitt fyrir okkur og Mikael að finna tíma til þess að leggja lokahönd á hana vegna anna beggja aðila,“ segir Þórir Snær. Þeir vilja nú samt ekki meina að „gems- arnir“ í myndinni séu orðnir hálf gamaldags. „Við vorum með nýjasta nýtt þá og þeir eru ennþá í góðu gildi,“ segir Þórir Snær og glottir. Síðast en ekki síst eru þeir að kynna og fjármagna Niceland, mynd sem Friðrik Þór Friðriksson mun leikstýra eftir handriti Huldars Breiðfjörð, en myndin hefur þegar fengið vilyrði um styrk frá Kvik- myndasjóði. Aðspurðir hvort það verði ekki undarlegt að vinna með vönum manni eins og Friðriki Þór eftir að hafa hingað til aðallega unn- ið með samferðamönnum segjast þeir ekkert vera að pæla í því. Þeir segja að fjármögnun hafa farið vel af stað og að tökur hefjist 2002. Íslenska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Zik Zak stendur í ströngu í Cannes Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Zik Zak-bræðurnir Skúli Malmquist og Þórir Snær Sigurjónsson. Fullt af fólki steinhissa Skúli Fr. Malmquist og Þórir Snær Sig- urjónsson eiga saman kvikmyndafyrirtækið Zik Zak. Skarphéðinn Guðmundsson hlust- aði eftir hvað þeir hafa verið að bardúsa í Cannes og hvað er framundan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.