Morgunblaðið - 19.05.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.05.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SENDIRÁÐ Japana á Íslandi var opnað formlega í gær, föstudag, þegar sendiherrann, Masao Kawai, afhenti forseta Íslands trún- aðarbréf sitt. Sendiherrann hélt veislu í tilefni opnunarinnar og bauð fjölda gesta, m.a. Davíð Odds- syni forsætisráðherra og Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra. Skrifstofa sendiráðsins tók til starfa í lok febrúar sl. og er bráða- birgðahúsnæði sendiráðsins við Hagatorg í Reykjavík. Japanski sendiherrann er jafn- framt sendiherra Japana í Noregi og situr í Ósló. Morgunblaðið/Golli Japanski sendiherrann á Íslandi, Masao Kawai, ásamt Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra og konu hans, Sigurjónu Sigurðardóttur, við opnun sendiráðsins síðdegis í gær. Japanska sendiráðið á Íslandi opnað Á SÍÐASTA borgarstjórnarfundi var lögð fram tillaga um að Reykja- víkurborg beitti sér fyrir stofnun sjóminjasafns Reykjavíkur. Safnið yrði á hafnarsvæðinu eða í nágrenni þess og yrði framkvæmdin unnin í samvinnu við aðila sem áhuga hafa á málinu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem flutti tillöguna fyrir hönd sjálf- stæðismanna, segir hana hafa hlotið nokkuð góðar undirtektir en henni var vísað til borgarráðs til frekari meðferðar. „Margir merkir munir sem tengj- ast sjósókn, útgerð og fiskvinnslu í Reykjavík hafa glatast á undanförn- um árum og áratugum þrátt fyrir ágætt starf safna, einstaklinga og fyrirtækja í þessum efnum. Ég tel mikilvægt að sem fyrst verði gerð út- tekt á þessu máli og athugað hvaða munir eru enn til,“ segir Vilhjámur. Aðdráttarafl fyrir ferðamenn Hann segir að sjóminjasafn myndi auka gildi varðveislu sögulegra muna, auka fjölbreytni í safnaflóru borgarinnar og auk þess hafa mikið aðdráttarafl fyrir innlenda og er- lenda ferðamenn. „Ég geri mér grein fyrir að hér er um kostnaðar- sama framkvæmd að ræða og því er nauðsynlegt að sem flestir aðilar ásamt Reykjavíkurborg tækju þátt í henni, til dæmis má nefna Eimskip, Samskip, LÍÚ, SÍF, SH, Sjómanna- félag Reykjavíkur og Sjómanna- dagsnefnd.“ Sjóminja- og sædýrasafn Vilhjálmur flutti tillögu svipaðs efnis í hafnarstjórn um áramótin 1992–1993 og var hún þá samþykkt. „Borgarstjóra var falið að vinna með málið en á þeim tíma var greinilegt að viðhorf til málsins voru ekki nægi- lega þroskuð. Síðan hafa viðhorfin breyst og nú er mikill áhugi og stuðningur við sjóminjasafn og jafn- vel sædýrasafn í tengslum við það. Mér finnst tími til kominn að Reykjavíkurborg komi upp slíku safni líkt og mörg minni sveitarfélög hafa gert vítt og breitt um landið.“ Sjálfstæðismenn með tillögu um sjóminjasafn í Reykjavík Margir merkir munir tengdir sjó- sókn hafa glatast „UPPSVEIFLA síðastliðinna ára hefur ekki verið notuð til að greiða niður skuldir Reykjavíkurborgar og tel ég það lykilatriði í niðurstöðum ársreikninga borgarinnar,“ segir Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfsstæðismanna, í gagnrýni sinni á niðurstöðu ársreikninganna sem ræddir voru á fundi borgarstjórnar í fyrradag. Annað meginatriði þeirra segir Inga Jóna vera, að þeir sýni af- leiðingar þeirrar nýju pólitísku stefnu meirihlutans að fara út í áhættusaman samkeppnisrekstur fyrirtækja eins og t.d. fjarskiptafyr- irtækisins Línu.nets. Tekjur fóru í aukningu útgjalda „Reykjavíkurborg hefur búið við einstakt tekjuumhverfi síðustu ár bæði vegna góðæris og skattahækk- ana á íbúa borgarinnar. Hver íbúi í Reykjavík borgaði á síðasta ári 197.000 krónur í beina skatta en þetta væru 157.000 krónur væru sömu viðmið notuð og árið 1997. Er þá ótalin hækkun á ýmsum öðrum gjöldum eins og t.d. holræsagjaldi og gatnagerðargjöldum. Þessi mikla aukning skatttekna umfram verðlag hefur ekki verið notuð til að greiða upp skuldir eða búa í haginn fyrir framtíðina.“ Hún segir skatttekjur að stórum hluta hafa farið í aukningu útgjalda sem á fjórum árum hafi hækkað um rúma 3,5 milljarða að undanskildum lífeyrisskuldbindingum. „Útgjöldin voru 13,6 milljarðar en hafa hækkað í 17,3 milljarða sem þýðir 27% hækk- un fyrir utan lífeyrisskuldbindingu. „vissulega hefur náðst sá árangur á undanförnum árum að hallarekst- ur er ekki til staðar en ég spyr hvort ekki skuli þakka það hinni miklu efnahagslegu uppsveiflu. Fari tekj- urnar að dragast saman stendur borgin á veikum grunni fjárhags- lega.“ Inga Jóna segir skuldalækkun borgarsjóðs upp á 1,5 milljarða sam- svara nánast þeirri upphæð sem kom inn vegna sölu Sjúkrahúss Reykja- víkur. Hefði salan ekki komið til væri ekki hægt að sýna fram á skulda- lækkun. Fjárfestingar úr böndunum Hún segir ársreikninginn birta af- leiðingar nýrrar pólitískrar stefnu meirihlutans sem felist í áhættusöm- um samkeppnisrekstri. „Af 5,2 millj- arða heildarskuldaaukningu borgar- innar á síðasta ári fóru aðeins 1,2 milljarðar af henni í framkvæmdir Orkuveitu Reykjavíkur. Skýringu á því sem eftir er, má að mestu leyti finna í rekstri fyrirtækja sem meiri- hlutinn kaus að fara út í. Ber þar helst að nefna rekstur fjarskiptafyr- irtækisins Línu.nets sem fór í 1 millj- arð á síðasta ári.“ Þá gagnrýnir Inga Jóna skulda- aukningu hjá Reykjavíkurhöfn. „Reiknað var með 135 milljóna króna hagnaði hjá Reykjavíkurhöfn en í staðinn varð 15 milljón króna tap á rekstri hennar. Skýringin er að hluta til fólgin í því að hún var látin taka lán sem var notað til að kaupa upp eignir á svæðinu fyrir 400 milljónir króna, verð sem við sjálfstæðismenn töldum allt of hátt.“ Oddviti sjálfstæðismanna segir að þó að fjárhagsáætlun standist í aðal- atriðum eftir leiðréttingar hafi kom- ið í ljós að fjárfestingarliður hennar hafi farið mikið úr böndunum. Í um- ræðunni á borgarstjórnarfundi hafi komið fram að sá þáttur hennar verði skoðaður betur og að borgar- stjóri hafi lofað að leggja fram frá- vikagreiningu vegna fjárfestinga. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna, gagnrýnir niðurstöðu ársreikninga Reykjavíkurborgar Auknar tekjur fóru ekki í greiðslu skulda FIMMTI ársfundur Rafmagns- veitna ríkisins, Rarik, var haldinn á Blönduósi í gær. Meginstarfsemi Rarik var með hefðbundnu sniði árið 2000. Rekstrartekjur fyrirtækisins voru 5.071 milljón króna. Rekstrar- gjöld ársins önnur en afskriftir og vextir námu 4.066 milljónum króna og voru orkukaup tveir þriðju hlutar kostnaðarins. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og vexti var 1.005 milljónir króna sem er 19% meira en árið áður. Þrátt fyrir þennan árangur varð 210 millj- óna króna halli á rekstri fyrirtæk- isins sem stafar fyrst og fremst af óhagstæðri gengisþróun. Rarik fjár- festi fyrir 605 milljónir króna í veitu- kerfum á árinu 2000 og 215 milljónir fóru í dreifikerfi Rafveitu Hvera- gerðis en heildarfjárfestingar námu 845 milljónum króna. Eignir fyrir- tækisins um síðastliðin áramót voru 14.345 milljónir króna og eigið fé 10.668 milljónir. 80.000 staurar standa undir dreifikerfinu Fram kom í máli Kristjáns Jóns- sonar rafmagnsveitustjóra að undir þessu öllu stæði raflínukerfi sem væri 8.000 km að lengd en það svarar til að þeir 80.000 staurar sem bera línuna uppi næðu frá Íslandi til Kyrrahafsstrandar Bandaríkjanna. Stjórn Rariks var endurkjörin en hana skipa Sveinn Þórarinsson for- maður, Árni Johnsen, Benóný Arn- órsson, Ingibjörg Sigmundsdóttir, Pálmi Jónsson, Stefán Guðmunds- son og Sveinn Ingvarsson. Fimmti ársfundur RARIK á Blönduósi Fjárfest fyrir 845 milljónir króna í fyrra Blönduósi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Kristján Jónsson rafmagns- veitustjóri flytur skýrslu á árs- fundi RARIK á Blönduósi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.