Morgunblaðið - 19.05.2001, Page 47

Morgunblaðið - 19.05.2001, Page 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 47 þó nokkuð meiri áhrifum, er ákveðinn hópur fólks, sem festist á sjúklegan hátt í þeirri hegðun að spila fjárhættuspil. Skynsemin segir þeim að líkur á því að koma í heild út í gróða eru mjög litlar, en púkinn minnir á að svo gæti nú einmitt verið, akkúrat í dag, núna. Hér er aðeins um tiltölulega lítinn hóp að ræða. Í bandarískum rann- sóknum er yfirleitt talað um að um 0,7-0,8% séu haldin sjúklegri spila- áráttu. Hins vegar er allstór hóp- ur, sem haldinn er ákveðinni spila- áráttu og er mjög hætt við að festast í þráhyggju. Skynsemin hefur heldur betri ítök í þeim og þeir ná öðru hvoru að stjórna spilahegðun sinni og oft er hægt að hjálpa þeim út úr þessu á með- an hinum hópnum getur verið mjög erfitt að hjálpa. Þessi hópur er miklu stærri en sá fyrri og í bandarískum rannsóknum sýnist hann vera á bilinu 4-7%. Annars er kvartað undan því í skýrslu sér- fræðinga til Bandaríkjaþings og Bandaríkjaforseta árið 1999 að all- ar rannsóknir þar í landi séu ófull- komnar og takmarkaðar. Íslend- ingar eru 280.000 og 0,75% eru því 2.100 manns, en 5% er 14.000 manns. Rétt er að halda sig við neðri mörk niðurstaðna banda- rískra rannsókna hér á landi ef miða á við þær, þar sem aðgegni að fjárhættuspilum er almennt minna hér á landi en þar. Það hlýt- ur því að teljast varlega áætlað að í heild geti verið um 12.000 manns samanlagt í báðum fyrrgreindum hópum hér á landi. Aðrir hópar spilamanna Að framan er getið vel innan við 10% allra einstaklinga. Hvað með alla hina? Langstærstur hluti fólks getur spilað fjárhættuspil á sama hátt og flestir geta hlaupið inn og kannað eldavélina án þess að fest- ast í slíku atferli. Þó eru alltaf ein- hverjir, sem þurfa átak til þess að takast á við það, einkum ef kveikt hefur verið á eldavélinni eða til- viljun réði góðum vinningi við til- viljanakennda spilamennsku. Ákveðinn hópur getur því flakkað á milli þess að vera laus við áráttu og þess að festast tímabundið í henni á meðan annar hópur virðist algerlega laus við neikvæð áhrif af spilamennsku. Hvorugur þessara hópa er í mikilli áhættu og gjarnan nægir góð fræðsla um uppbygg- ingu spilakerfa og það hvernig ætíð er stefnt að því að í heild sé það „bankinn“ eða „eigandinn“ sem græði, til þess að þeir haldi sig réttu megin við strikið eða hætti alveg að spila. Íslenska könnunin Skoðanakannanir eru vandmeð- farnar bæði í gerð og túlkun á nið- urstöðum. Í kynningu til frétta- manna um niðurstöður könnunar- innar kemur m.a. fram sú túlkun ÍSK að almennt jákvæði sé ríkjandi hér á landi gagnvart happdrættum og peningaspilum. Hins vegar kemur þar einnig fram að svörin við spurningu um þetta efni hafi dreifst þannig að 49% telja að áhrif happdrætta á ís- lenskt samfélag séu góð, 24% telja þau slæm og 27% segja hvorki né. Hvort túlkunin sé í samræmi við raunverulegar niðurstöður er um- deilanlegt. Í sömu kynningu er einnig sagt frá því að spurt hafi verið 17 spurninga um spilahegð- un, t.d. „Hefur einhvern tíma kom- ið tímabil þar sem þú hefur tapað pening einn daginn og reynt síðan að vinna hann til baka næsta dag?“ Hins vegar er þar ekki staf að finna um niðurstöður þessara spurninga. Skoðum nánar niðurstöður könnunarinnar. 2% svarenda telja sig hafa lifað tímabil þar sem þeir hafa eytt miklum tíma í að hugsa um happdrætti, eða í að skipu- leggja veðmál eða áhættu tengda happdrættum og þetta tímabil hafi staðið í 2 vikur eða lengur!! (Hjá hversu mörgum stóð þetta tímabil skemur?) Heil 5,4% svarenda segj- ast hafa reynt að hætta, minnka eða hafa stjórn á spilahegðun sinni. 22,4% þeirra sem reynt hafa að hætta, minnka eða að hafa stjórn á spilahegðuninni lýsa eirð- arleysi og pirringi við það og 18,4% segja að þeim hafi mistekist tilraunin. (Það útaf fyrir sig þýðir að 15.120 manns hafi reynt að hætta og að tæplega 2.800 þeirra hafi mistekist það, ef alhæfinga- gildið, sem ÍSK gefur sér, stenst.) 1% heildarsvarenda segjast hafa spilað til að flýja persónuleg vandamál og 1,3% til að losna við óþægilegar tilfinningar. Heil 6,5% heildarsvarenda (eða 18.200 manns, gildi alhæfing) segjast hafa átt tímabil, þar sem þeir hafi tapað einn daginn og reynt að vinna tap- ið til baka næsta dag. 1,3% ( rúm- lega 3.600 manns, gildi alhæfing) segjast hafa logið að fjölskyldu- meðlimum, vinum eða öðrum um hversu mikið þeir leggja undir eða tapa. Er líklegt að það standist að aðeins 0,6% eða 1.700 manns hér á landi séu haldnir spilaáráttu? Hvar á þá að taka peningana? Ég ætla mér ekki þá dul að geta svarað þessari spurningu með ein- földu svari. Ég vil þó leyfa mér að velta upp hugmynd. Hreinn ágóði af spilakössum á árinu 1999, sam- anlagt til ÍSK og HHÍ, virðist hafa verið um 1.200 milljónir króna skv. upplýsingum sem gefnar voru til Alþingis og ÍSK hefur staðfest fyr- ir sinn hluta. Þetta jafngildir um 350 kr. á mánuði á hvert manns- barn á Íslandi (280.000) eða 1.750 kr. á mánuði á hverja hinna 69.000 fjölskyldna í landinu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar líta 18,4% landsmanna þannig á að framlög frá einkaaðilum sé heppi- legri fjáröflunarleið en rekstur spilakassa og að meðaltali eru þeir reiðubúnir til að greiða 1.611 kr. á mánuði í slík framlög. 18,4% lands- manna eru 51.520 einstaklingar og framlag þeirra yrði því með þessu móti rétt um einn milljarður króna. Það er því ljóst að þessi félög gætu reynt að koma sér upp stuðningsmannaneti, sem greiddi mánaðarlega til þeirra og safnað þannig 1.200 milljónum króna. Stuðningsmannanetið gæti saman- staðið af einstaklingum og fyrir- tækjum. Slíkt stuðningsmannanet væri þá að styðja allt í senn, Há- skólann, Rauða krossinn, SÁÁ og Slysavarnafélagið-Landsbjörg, allt í einum pakka. Við það að miða einungis við hreinan ágóða þessara stofnana og samtaka sparast þær u.þ.b. 600 milljónir króna á ári, sem fara beint í rekstur spilakassanna. Að ekki sé talað um að með fjáröflun á þennan hátt fækkum við veru- lega þeim harmleikjum sem fylgja spilaáráttu víða í þjóðfélaginu. Til eru margar aðrar leiðir til fjáröfl- unar, sem ekki taka toll af líðan og fjárhag stuðningsmanna þessara góðgerðarstofnana, það þarf bara að finna þær. Höfundur er sálfræðingur og í áhugahópi gegn spilafíkn. SKOÐUN Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi AÐALFUNDUR félagsins verður haldinn 22. maí í Norræna húsinu kl. 20. Að loknum aðalfundarstörfum kl. 21 flytur Kári Einarsson rafmagns- verkfræðingur erindi er hann nefnir „Hefur rafgeislun og öflug jarðgeisl- un áhrif á heilsu manna?“. Öllum er velkomið að hlusta á er- indið. Heilsuhring- urinn er að hefja 23. starfsár sitt MIÐSTJÓRN Bandalags háskóla-manna ályktaði eftirfarandi á fundi sínum 16. maí sl. „Miðstjórn Bandalags háskóla- manna fordæmir grófa íhlutun rík- isins í kjaradeilu sjómanna. Frjáls samningsréttur er grundvöllur heil- brigðra samskipta á vinnumarkaði og afskipti Alþingis nú grafa undan þeim til lengri tíma. Gegn slíkum vinnubrögðum verður barist.“ Mótmæla íhlutun í sjó- mannadeilu Í LISTAKLÚBBNUM mánudags- kvöldið 21. maí verður dagskrá helg- uð Taílandi og taílenskri menningu. Taílendingar, sem sest hafa að hér á landi, munu sjá um að skemmta, fræða og kitla bragðlauka gestanna. Kynning verður á landafræði Taí- lands í máli og myndum: Sonjai Siri- makha. Blessunardans: Kanjana Loma-in, Junphen Sriyona, Kesorn Noppronprasert, Sudarat Sawatdee. Lífshættir í Taílandi: Sonjai Siri- makha. Taílensk matargerð verður kynnt og síðan er sólhlífardans, sýning á taílenskum þjóðbúningum og um- ræður. Dagskráin hefst kl. 20.30, húsið opnað kl. 19.30. Aðgangseyrir 1.000 kr. Taíland kynnt í Lista- klúbbnum ÍSLANDSPÓSTUR hefur flutt rekstrarvörulager sinn frá Reykjavík til Blönduóss. Þær vörur sem ekki fara í gegnum lager fyrirtækisins verða keyptar í heimabyggð hvers afgreiðslu- staðar fyrir sig. Afgreiðslustaðir Íslandspósts eru 85 víðs vegar um landið. Með þessari breytingu tekur Ís- landspóstur virkan þátt í flutningi verkefna út á land og með því styrkist starfsemi pósthússins á Blönduósi og húsnæði fyrirtæk- isins á staðnum fær viðunandi nýtingu. Starfsmenn rekstr- arvörulagers í Reykjavík snúa til annarra starfa innan Íslandspósts. Starfsmenn hins nýja lagers Íslandspósts á Blönduósi; Ása Jóhanns- dóttir, Gréta Jósefsdóttir, Kristín Ágústsdóttir stöðvarstjóri og Erla Sigurbjörnsdóttir. Íslandspóstur flytur lager til Blönduóss NÝJA dulkóðunarlausn sem dulkóð- ar allar tegundir af skjölum er hægt að nálgast frítt á heimasíðu Arcis ehf., www.arc.is. Dulkóðunarlausnin heitir Private Crypto og notar nýtt algrím sem heitir Rijndale AES og dulkóðar það 128 bita dulkóðun. Private Crypto hentar til að dulkóða skjöl sem send eru með tölvupósti. Við uppsetningu á Private Crypto verður til valmynd í Windows Explor- er, þar sem hægt er að velja dulkóðun á skjölum, einnig er hægt að velja skjal og smella með hægri músar- hnappi, þá kemur valmynd sem gefur kost á að velja dulkóðun. Ekki er nauðsynlegt að móttakandi sé með Private Crypto til að geta tekið á móti og skoðað dulkóðað skjal. Private Crypto með Rijndale-algríminu hlaut 1. verðlaun í samkeppni sem „Americ- an National Institute of Standards and Technology“ hélt á seinasta ári. Ný dulkóð- unarlausn frí á Netinu ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.