Morgunblaðið - 19.05.2001, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.05.2001, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ hefur verið býsna fróðlegt að vera þingfréttamaður síðustu dægr- in. Enda gerist það ekki í hverri viku að sett séu lög á verkfall sjómanna með tilheyrandi látum, efnt til al- mennra stjórnmálaumræðna á eld- húsdegi og lög afgreidd um um- fangsmestu einkavæðingu Íslandssögunnar, stórfelldar breyt- ingar á Seðlabanka og margt fleira. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti þingfrestun að verða í gær, en þeir bjartsýnustu segja að hún geti orðið í dag eða þá í næstu viku, jafn- vel á miðvikudag. Hér spilar margt inn í, m.a. titr- ingur vegna væntanlegar kvótasetn- ingar á smábáta, og auðvitað ekkert aðalatriði hvenær hlé verður gert á fundum löggjafarsamkundunnar. Aðalatriðið hlýtur að vera að ljúka þeim verkum sem fyrir liggja. Umræðan um frumvarp sjáv- arútvegsráðherra um lög á verkfall sjómanna var löng og að mörgu leyti fróðleg. Sjósóknarar fjölmenntu á þingpalla og fylgdust með fulltrúum sínum rökræða um málið og er óhætt að segja að menn hafi síst sparað stóru orðin í umræðunni. Eftir á að hyggja er einna eft- irminnilegust snerra þeirra Árna Johnsen og Steingríms J. Sigfússon- ar þar sem skiptust á skattyrði og frammíköll með tilheyrandi lát- bragði. Steingrímur sagði í ræðustól að það væri andstæðingum Sjálf- stæðisflokksins jafnan ávinningur þegar Árni kæmi í ræðustól og til- kynnti að hann hygðist gefa út ræð- ur Árna um frumvarpið og dreifa meðal sjómanna. Árni svaraði því til að á sama hátt og fiskimiðin við Ísland væru auð- lind, væri tunguflæðið í Steingrími J. það líka, enda þótt umdeilanlegt væri hvort það væri virkjanlegt. Bætti Árni því við að Íslendingar búi við pólitískar afturgöngur; gömlu góðu kommana sem vakni upp og hlæi veikum hlátri mús- arhugans, en slíkt sé ekki mjög hríf- andi á að hlýða. Þótt margir ljóðrænir þingmenn hafi þannig átt sína spretti í allri um- ræðunni um kjör sjómanna, skal það fullyrt að aðili utan þinghússins, skáldið góðkunna Þórarinn Eldjárn, hafi komist einna best að orði um ástandið í vísu sem gekk eins og eld- ur í sinu meðal þingmanna þegar slagurinn sem hæst: Á þingpöllum sitja sjómenn feitir sveigja þar og kremja bekki. Þeir eru að verja í hamsi heitir sinn heilaga rétt til að semja – ekki. Sá sem þetta ritar er vafalaust ekki einn um þá skoðun að eldhús- dagurinn hafi ekki verið með hressi- legasta móti í þetta sinnið. Líklega er kominn tími til að endurskoða formið á útsendingu umræðunnar í sjónvarpi; fækka ræðumönnum og hafa fremur pallborð með líflegri umræðu. Fyrir og eftir gætu blaða- og fréttamenn sem skrifa um pólitík bæst í umræðuna, sett fram spurn- ingar og vegið málin og metið undir stjórn þingfréttamanna Rík- isútvarpsins, hljóðvarps og sjón- varps. Þannig mætti auka að nýju veg og virðingu almennra stjórn- málaumræðna, sem þrátt fyrir allt eru og eiga að vera fastur punktur í tilveru Alþingis. Það sem einna helst stóð upp úr umræðunni voru endurtekin skeyti milli framsóknar og Vinstri grænna. Hefur berlega komið í ljós að hveiti- brauðsdögum VG er lokið, því það gerist nú ítrekað að þingmenn flokksins fari í vörn út af stefnu hans. Eflaust eru forystumenn Sam- fylkingarinnar hvíldinni fegnir, en þær lýsingar Guðna Ágústssonar landbúnaðaráðherra að Vinstri grænir séu ekki annað en allaballar og gömlu kommarnir og svo Hol- lywood-liðið í umræðunni fengu Árna Steinar Jóhannsson til að sleppa tilbúinni ræðu sinni og þruma blaðlaust yfir Framsókn. Líklega fer leikkonan og leikstjór- inn Kolbrún Halldórsdóttir næst því að vera fulltrúi Hollywood í her- búðum Vinstri grænna, en líkingin þótti nokkuð langsótt hjá Guðna sem mælti af ljóðrænu og rómantík um sól og sumar meðan hríðin buldi á gluggum þinghússins. Nýr heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra var ekki lengi að rýna ræðu Guðna: Þjóð mín grænmetisgúrkan er mín. Það er gróður og frelsi og vor ég strunsa inn í stofu til þín með styrk minn og kraft og þor. Fas ykkar vott um bjartsýni ber það er birta yfir Framsókn og mér.      Þrautir á þingi og dauflegur eldhúsdagur EFTIR BJÖRN INGA HRAFNSSON ÞINGFRÉTTAMANN bingi@mbl.is LÖG um Seðlabanka Íslands og heimild til að selja hlut ríkissjóðs í Landsbanka og Búnaðarbanka voru samþykkt á Alþingi í gærkvöldi ásamt fleiri frumvörpum efnahags- og viðskiptanefndar. Þar með er komin í lög heimild til að selja hlutafé ríkissjóðs í Lands- banka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. Hlutur ríkissjóðs í Lands- banka Íslands hf. er rúm 68%, en í kringum 72,5% í Búnaðarbanka Ís- lands hf. Fram kom í frumvarpi til laga um þessi mál, að stefnt sé að því að sala á hlutafé ríkisins í bönkunum hefjist árið 2001 og henni ljúki fyrir lok kjörtímabilsins árið 2003. „Gera verður þann fyrirvara að sala á hlutabréfum hlýtur ætíð að taka mið af aðstæðum á hlutabréfa- markaði, öðrum þjóðhagslegum að- stæðum og þeim mögulegu sölutæki- færum sem til staðar eru hverju sinni. Því er ekki hægt að ákveða útboð hlutabréfa með löngum fyrirvara,“ kom m.a. fram í athugasemdum með frumvarpinu. Þar kom einnig fram að í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um sölu fyrirtækja í eigu ríkisins verður lögð áhersla á sölu til almennings og til- boðssölu, auk þess sem kannaður verði áhugi kjölfestufjárfesta um kaup á stórum hlut í bönkunum. Í því sambandi verði sérstaklega hugað að fjárfestingu erlends fjármálafyrir- tækis í bönkunum. Við val á slíkum fjárfesti verði tekið mið af verklags- reglum um einkavæðingu. 35 þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með frumvarpinu en fimm þingmenn Vinstri grænna voru á móti. Nítján greiddu ekki atkvæði. Þrír þingmenn gerðu grein fyrir at- kvæði sínu og sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir, þingmaður Samfylkingar- innar, að Samfylkingin hefði lagt fram breytingartillögur við frum- varpið sem miðað hefðu að því að standa með eðlilegri hætti að sölu á ríkisbönkunum miðað við markaðsað- stæður, m.a. í því skyni að þjóðin fái hámarksverð fyrir eign sína og koma í veg fyrir einokun og markaðsráðandi stöðu í bankakerfinu og tryggja starfsöryggi starfsmanna. Þessar til- lögur hefðu allar verið felldar og því treystu þingmenn Samfylkingarinnar sér ekki til að styðja málið í óbreytt- um búningi og sitji því hjá við loka- afgreiðslu málsins. Vilhjálmur Egilsson, Sjálfstæðis- flokki og formaður efnahags- og við- skiptanefndar, kvaðst hins vegar fagna lagasetningunni. „Það er með mikilli ánægju sem ég segi já í þessu máli,“ sagði hann og bætti við að sam- þykkt frumvarpsins væri stórt skref til eflingar íslensks fjármálamarkað- ar og hlutabréfamarkaðar og til efl- ingar bankanna tveggja sem fyrir- tækja. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, var á annarri skoðun og lýsti því yfir að VG væri andvígt sölu ríkisbankanna. „Við teljum mikilvægt að tryggja kjölfestu í fjármálalífinu með öflugum þjóðbanka. Það spornar gegn fjármálaeinokun og stuðlar að góðri þjónustu við landsmenn alla,“ sagði hann. Mikil samstaða um Seðlabankann Samstaðan var hins vegar mikil um frumvarp um ný lög um Seðlabanka Íslands. Það var samþykkt með 56 samhljóða atkvæðum sem lög frá Al- þingi. Þar með eru orðin til ný heildarlög um Seðlabanka Íslands, en eldri lögin voru að stofni til frá árinu 1986. Með lögunum er sjálfstæði Seðlabankans aukið og leitast við að laga löggjöf um hann að breyttum aðstæðum á ís- lenskum og alþjóðlegum fjármála- markaði. Meginmarkmið bankans með nýjum lögum er að stuðla að stöðugu verðlagi hér á landi og með samþykki forsætisráðherra er bank- anum heimilt að lýsa yfir tölulegu markmiði um verðbólgu. Skýr ákvæði eru um stjórnskipulag bankans og bankaráðsmönnum fjölgað og banka- ráðinu falin veigameiri verkefni. Lög um Seðlabanka Íslands samþykkt á Alþingi Samþykkt að selja hlut ríkissjóðs í Landsbanka og Búnaðarbanka GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði að umtalsefni á þingfundi í gærkvöldi, undir liðnum fundar- stjórn forseta, að þingmenn hefðu ekki fengið í hendur skýrslu Sam- keppnisstofnunar um eignatengsl í íslensku atvinnulífi. Úttektin var unnin samkvæmt beiðni sem Sam- fylkingin lagði fram á Alþingi á síð- asta ári en skýrslan var kynnt fjöl- miðlum í gær. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra bað þingmenn afsökunar á þessum töf- um sem væru vegna tafa í prentun. Guðmundur Árni sagðist fyrir sitt leyti taka afsökunarbeiðnina gilda en benti á að þingmenn hafi beðið eftir skýrslunni árum saman og sagðist ekki skilja hvers vegna hafi þurft að kynna hana fjölmiðl- um áður en þingmenn hafi séð hana. „Meginatriði málsins er það að hér er um virðingu þingsins að tefla. Það sem þingið biður um skal berast þingheimi fyrst og síðast,“ sagði hann. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, tók því næst til máls og sagði: „Ég veit ekki hvort ég get tekið undir það að það sé um virðingu þingsins að tefla þegar við erum að tala um skýrslu frá Samkeppnisstofnun.“ Skýrslan rædd utan dagskrár Þess má geta að skýrsla Sam- keppnisstofnunar um eignatengsl í íslensku atvinnulífi verður rædd utan dagskrár í dag kl. 14:00. Málshefjandi er Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylkingarinn- ar, en til andsvara er Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Ekki kynnt þingmönnum fyrst Skýrsla Samkeppnisstofnunar rædd á þingfundi EFNAHAGS- og viðskiptanefnd hef- ur lagt fram breytingartillögu við frumvarp fjármálaráðherra til laga um lækkun eða afnám tolla á græn- meti. Frumvarpinu er ætlað að veita landbúnaðarráðherra aukið svigrúm til að fjölga þeim grænmetistegund- um sem unnt er að flytja inn á lægri tollum eða án tolla. Gert er ráð fyrir að hugsanlegt tekjutap ríkisins, nýti ráðherra heimildir sínar samkvæmt frumvarpinu til fulls, nemi í mesta lagi 150 –170 millj. kr. Önnur umræða um frumvarpið fór fram seint í gærkvöldi og kom þá meðal annars fram að við meðferð málsins í nefndinni var töluvert um það rætt hvort sú heimild, sem frum- varpið gerir ráð fyrir að landbúnaðar- ráðherra hafi til að lækka tolla, væri of opin. Bent er á að í stjórnarskránni segi að ekki megi fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema. „Með hliðsjón af því, að með því fyrirkomulagi sem frumvarpið gerir ráð fyrir kynni ráðherra að vera framselt of víðtækt vald til að taka ákvörðun um skattamál, leggur nefndin til að bætt verði við 3. mgr. 6. gr. A tollalaga ákvæði um að ákvörð- un landbúnaðarráðherra um lækkun tolls í samræmi við þá hundraðshluta verð- og/eða magntolls, sem skil- greindir eru í greininni, skuli ráðast af því hvort nægilegt framboð af við- komandi vörum á hæfilegu verði sé til staðar á innanlandsmarkaði. Hundr- aðshlutar tolls hverrar vöru skuli vera hærri eftir því sem framboð á inn- lendri framleiðslu er meira en lækka að sama skapi eftir því sem framboð á innlendri framleiðslu minnkar. Við ákvörðun um hundraðshluta tolls skuli landbúnaðarráðherra leitast við að jafnræði ríki milli innlendrar og innfluttrar framleiðslu í samkeppnis- legu tilliti,“ segir í áliti nefndarinnar. Með lögfestingu framangreinds ákvæðis telur nefndin að ráðherra séu sett ákveðin efnisleg viðmið sem hon- um beri að hafa til hliðsjónar við mat á því hvort umræddum heimildum skuli beitt. Lítur nefndin svo á að með til- lögunni sé frekar komið í veg fyrir framsal skattlagningarvalds til ráð- herra. Nefndin vekur aukinheldur at- hygli á að starfshópur um fram- leiðslu- og markaðsmál gróðurhúsa og garðávaxta, sem skipaður var af landbúnaðarráðherra, stefnir á að ljúka heildarendurskoðun á verð- myndun á garð- og gróðurhúsaafurð- um fyrir haustið og telur mikilvægt að það takist. Fram kom í máli Vilhjálms Egilssonar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar, er hann mælti fyrir álitinu, að með frumvarpinu sé stigið fyrsta skrefið í breytingum á umgjörð þessa markaðar. Nefndin bendi einn- ig á að rétt sé að skoða stöðu garð- yrkjubænda heildstætt og kanna hvaða leiðir eru færar til úrbóta hvað samkeppnisstöðu þeirra varðar. Jafn- framt gengur nefndin út frá að ráð- herra nýti að fullu þær heimildir sem honum eru veittar með frumvarpinu. Morgunblaðið/Þorkell Framsóknarmennirnir Kristinn H. Gunnarsson og Páll Magnússon stinga saman nefjum á Alþingi. Kristinn er formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins og Páll er varaþingmaður flokksins á Reykjanesi, en er jafnframt aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherrra. Gengið út frá því að heimildir verði fullnýttar Efnahags- og viðskiptanefnd um lækkun grænmetistolla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.