Morgunblaðið - 19.05.2001, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 19.05.2001, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 9 RÚMLEGA helmingur þeirra sem hafa aðgang að Netinu, eða 57,5%, nota það fimm sinnum í viku eða oft- ar, þar af nota ríflega 49% Netið oft á dag eða daglega. Þetta kemur fram í nýrri könnun um netnotkun lands- manna. Aukning í notkun hefur orðið á þann veg að nú segjast fleiri nota Netið oft á dag en í september 2000. Eftir mikla aukningu síðustu ár á netaðgengi landsmanna mælast nú litlar breytingar á aðgengi miðað við niðurstöður könnunar sem gerð var í september 2000. Ríflega 8 af hverj- um 10 nota farsíma. Í lok mars og byrjun apríl 2001 lét Verkefnisstjórn um upplýsingasam- félagið sem starfar á vegum forsæt- isráðuneytis gera könnun þar sem mældir voru ýmsir þættir er snúa að netnotkun landsmanna. Slíkar kann- anir hefur Verkefnisstjórnin látið gera með reglubundnum hætti und- anfarin ár. Líkt og í september síð- astliðnum annaðist Pricewaterhouse- Coopers framkvæmd könnun- arinnar. Fram kom í könnuninni að eftir mikla aukningu síðustu ár á netað- gengi landsmanna mælast nú litlar breytingar á aðgengi miðað við nið- urstöður könnunar sem gerð var í september 2000. Helstu niðurstöður nýjustu könnunarinnar eru að 76,9% landsmanna hafa aðgang að tölvu með nettengingu. Í september 2000 mældist aðgengi 77,8% og er mun- urinn á aðgengi í september og apríl ekki marktækur. Ekki kemur fram marktækur munur á aðgengi eftir kynjum en fólk eldra en 55 ára hefur síður aðgang en þeir sem yngri eru. Þeir sem lokið hafa framhaldsmenntun hafa frekar aðgang að Netinu en þeir sem minni menntun hafa. Yfir 90% stjórnenda, sérfræðinga, tækna og nema hafa að- gang að Netinu. Íbúar höfuðborgar- svæðisins hafa frekar aðgang að Net- inu en þeir sem búsettir eru úti á landi. Rúmlega 87% þeirra sem hafa nettengingu eru með tölvupóstfang. Rúmlega 63% fólks með netaðgang nota tölvupóst mjög eða frekar oft. Rúmlega helmingur þeirra sem hafa aðgang að Netinu, eða 57,5%, notar það fimm sinnum í viku eða oft- ar, þar af nota ríflega 49% Netið oft á dag eða daglega. Aukning í notkun hefur orðið á þann veg að nú segjast fleiri nota Netið oft á dag en í sept- ember 2000. Karlar nota Netið mark- tækt oftar í viku en konur. Þeir sem elstir eru fara sjaldnast á Netið. Með hækkandi tekjum og auknu námi eykst netnotkun fólks. Tæplega 27% þeirra sem vinna launaða vinnu vinna hluta hennar heima hjá sér með aðstoð tölvu og/ eða Netsins. Fleiri karlar en konur vinna heima með aðstoð tölvu og/eða Netsins. Hærra hlutfall íbúa á höf- uðborgarsvæðinu vinnur hluta af vinnunni heima hjá sér samanborið við íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. 14,5% hafa keypt vöru á Netinu Um 14,5% landsmanna hafa keypt vöru á Netinu á síðastliðnum 3 mán- uðum og 2,2% hafa keypt þar þjón- ustu. Þetta er mjög svipað hlutfall og kom fram í könnun Pricewaterhouse- Coopers í september síðastliðnum. Þegar eingöngu þeir sem eru með að- gang að Neti eru skoðaðir kemur í ljós að nærri 19% hafa keypt vörur og tæplega 3% þjónustu. Öryggi greiðslna skiptir fólk mestu máli þeg- ar verslað er á Netinu en tímasparn- aður og verð skiptir fólk einnig nokkru máli. Mikill meirihluti landsmanna nýtir sér GSM-síma eða ríflega 8 af hverj- um 10. Fleiri nýta sér ferðatölvur nú en í fyrra og hið sama gildir um Vit. Karlar nýta sér ýmis samskiptatæki og þjónustu (s.s. ferðatölvur og Vit) í ríkari mæli en konur. Ríflega helmingur svarenda hefur farið á tölvunámskeið eða stundað einhvers konar tölvunám. Munur kemur fram eftir kynjum en konur hafa frekar farið á tölvunámskeið eða stundað tölvunám en karlar. Þessi munur kemur þó ekki fram á meðal fólks á aldrinum 16–29 ára. Stöðugt fleiri nota Netið oft á dag ÓVENJUMARGT hefur verið um manninn á Langjökli undanfarna daga, en ítalski dekkjaframleiðandinn Pirelli hefur boðið 400 blaðamönnum og dekkjakaupmönnum til Íslands til að prófa nýjustu gerð vetr- ardekkja við alvöru vetraraðstæður. Ís- lenskar ævintýraferðir og Island Tour, dótturfyrirtæki Flugleiða í Þýskalandi, hafa séð um að undirbúa komu fólksins síð- astliðin tvö ár, en blaðamennirnir koma í tíu hópum og fer einn hópur, um 30-40 manns, upp á jökul á hverjum degi. Fyrsti hópurinn kom hingað til lands á mánudag og sá síðasti er væntanlegur hingað í næstu viku. Fólkið hrætt í vondu veðri Arngrímur Hermannsson hjá Íslenskum ævintýraferðum segir að vel hafi gengið til þessa, þótt þeir hafi fengið mjög slæmt veður í tvo daga. „Við sáum ekki handa okkar skil og þurftum að þreifa okkur á milli bílanna“, segir Arngrímur og bætir við að fólkið hafi verði mjög smeykt. „Við þurftum að aka eftir siglingartækjum, sem gekk vel enda erum við með fullkomnustu staðsetningartæki sem völ er á. Þessi tækni kallast Debra-ferilsskáning og við getum séð á tölvuskjá hvar allir bílarnir eru nið- urkomnir,“ segir Arngrímur. Hann segir að í vonda veðrinu hafi menn leitað skjóls í snjóhúsi sem var byggt sérstaklega fyrir þetta verkefni og Arngrímur fullyrðir að það sé stærsta snjóhús í heimi. „Þar vorum við með hlaðborð og svo gátum við lýst upp sprungu sem er inni í snjóhúsinu og sýnt ferðamönnunum snjólögin, en hægt er að sjá þau fimmtíu ár aftur í tímann.“ Alls var tæplega 1.000 rúmmetrum af snjó mokað út úr snjóhúsinu og er tréplata í þakinu, en Arngrímur segir að hún verði fjarlægð þegar snjórinn hefur frosið fastur. „Þetta verður einskonar snjóborg í framtíðinni. Við ætlum að halda áfram að nota þetta snjóhús næstu árin og grafa nýjan inngang ár hvert, því það sekkur tvo til þrjá metra á ári.“ Arngrímur segir snjóhúsið vera hugsað sem neyðarskýli, en að í framtíðinni sé ætlunin að bjóða upp á gistingu í snjó- húsum á þessu svæði og í sumar verður Ís- lendingum boðið upp á ferðir til að berja snjóborgina augum. Snjóborgin er staðsett austan við topp jökulsins í um 1.300 metra hæð og er jökullinn 600 metra þykkur á því svæði. Útvarp Pirelli FM 106,1 Þegar Morgunblaðið náði tali af Arn- grími var hann að kenna ferðamönnunum að aka breyttum jeppum. „Við erum með leyfi fyrir útvarpstíðnina FM 106,1 og ég lýsi því sem þeir eiga að gera úr mínum bíl og ferðamennirnir heyra lýsinguna í út- varpinu,“ segir Arngrímur og gefur fyr- irmæli í útvarpið að nú eigi að skipta yfir í háadrifið því nú eigi að aka hraðar. Arn- grímur segir að ferðamennirnir, sem koma víðs vegar að úr Evrópu, séu hæst ánægðir með ferðirnar. „Þetta eru mikil viðbrigði fyrir þá, þeir koma hingað kannski beint frá Mílanó, þar sem er um 25 stiga hiti, en hér á jöklinum er 10-15 stiga frost,“ segir Arngrímur og kallar á ensku í útvarpið „farið beint í ána, ekki til hægri, ekki til hægri...“ Ljósmynd/Gunnar Ö. Pétursson 30 tonna Caterpillar-grafa var notuð til að grafa snjóhúsið, sem Arngrímur segir það stærsta í heimi. Þrjár innkeyrslur eru á því, en snjóhúsið er notað sem bílageymsla. Arngrímur segir að einnig séu þar þakgluggar, loftræsting og meira að segja neyðarútgangur. Alls koma um 400 manns hingað frá allri Evrópu til að prófa að aka bíl á nýju vetrardekkjum Pirelli. Snjóborg að rísa á Langjökli ÞRJÚ tilboð bárust í malbikun- arframkvæmdir Vegagerðar- innar á Reykjanesi en tilboð voru opnuð á mánudag. Um er að ræða tvenns konar verk, ann- ars vegar hefðbundna malbiks- yfirlögn aðallega við Lækjar- botnabrekku á Suðurlandsvegi og við Blikadalsá á Vesturlands- vegi, hins vegar annars konar lagfæringar á malbiki sem gerð- ar verða á yfir 20 stöðum á Reykjanesi samkvæmt upplýs- ingum frá Vegagerðinni. Lægsta tilboð í fyrra verkið átti Malbikunarstöðin Höfði í Reykjavík upp á 33.876.990 krónur en lægsta tilboð í seinna verkið átti Loftorka Reykjavík en það hljómaði upp á 61.550.500 krónur. Öll tilboðin voru undir kostnaðaráætlun verkkaupa. Höfði og Loft- orka með lægstu tilboðin 20% afsláttur af gallabuxum, stretsbuxum, kvartbuxum, síðbuxum og pilsum Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Afmælis-og sölusýning Ekta síðir refapelsar á kr. 75.000. 10% afsláttur af öllum ljósum. Allt að 50% afsláttur af handunnum húsgögnum. Mikið úrval af púðum, rúmteppum og dagdúkum. Verið velkomin. Opið virka daga frá 11—18 og laugard. frá 11-16 Sigurstjarnan Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545.                                     Neðst við Dunhaga sími 562 2230 Opið virka daga kl. 10–18 Opið laugardaga kl. 10–14 ÚTSKRIFTARFATNAÐUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.