Morgunblaðið - 19.05.2001, Síða 64

Morgunblaðið - 19.05.2001, Síða 64
DAGBÓK 64 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Júpi- ter fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ostroe fór í gær. Fréttir Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. Mannamót Árskógar 4. Í dag verð- ur hin árlega handverks- sýning í félagsmiðstöð- inni, Halldóra Björnsdóttir leikkona flytur vorljóð kl. 14.30. Kaffi og meðlæti verður selt á meðan sýningin er. Sýningin verður opin milli kl. 13 og 17. Dalbraut 18-20. Handa- vinnusýning í dag laug- ardag frá kl. 13-17. Kaffi. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Laugardagsgangan verður kl. 10 frá Hraunseli. Gíróseðlar fyrir ársgjöldum hafa verið sendir út, félags- skírteini fást í Hraunseli gegn kvittun félags- gjalds. Dagsferð á Njáluslóðir fimmtudagin 7. júní nk. og þriggja daga ferð til Horna- fjarðar 9. júlí. Skráning hafin, allar upplýsingar í Hraunseli, sími 555- 0142. Félag eldri borgara, Kópavogi, heldur al- mennan félagsfund í félagsheimilinu Gjá- bakka laugardaginn 26. maí nk. kl. 14. Dagskrá: Sagt frá landsfundi LRB. Starf og staða félagsins. Kjaramál eldri borgara. Önnur mál er fram kunna að koma. Vestmannaeyjaferð verður 20. júní nk. Þátttökulistar eru í félagsheimilunum Gjá- bakka og Gullsmára. Félagsstarfið, Furu- gerði 1. Handavinnu- og listmunasýning í dag frá kl. 13-17. Kórsöngur, kaffiveitingar. Allir vel- komnir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós. Félagsstarfið í Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Pútttímar í Íþróttahús- inu á Varmá kl. 10–11 á laugardögum. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeginu. Söngfélag FEB ásamt þremur öðrum kórum syngja í Breiðholts- kirkju í dag 19. maí kl. 15. Mánudagur: Brids kl. 13. Þriðjudagur: Skák kl. 13.30. Miðviku- dagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Þriðju- daginn 29. maí verður farin stutt vorferð í Hafnarfjörð og Heið- mörk. Lagt af stað kl. 13 og leið lögð um Hafn- arfjörð og þar litast um undir leiðsögn Rúnars Brynjólfssonar. Síðan er ekið um Heiðmörkina, staldrað þar við og Vatnsveita Reykjavíkur skoðuð. Að lokum eru kaffiveitingar í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Brottför frá Glæsibæ kl. 13. Leiðsögn Páll Gísla- son og Pálína Jónsdóttir. Skráning hafin. 6.-8. júní ferð til Vestmannaeyja. Skoðunarferðir um eyj- una. Gisting á Hótel Þórshamri. Nokkur sæti laus. Ath. lækkað verð. 10.-12. júní Skaftafells- sýslur. Þriggja daga ferð um Skaftafells- sýslur komið að Skóga- fossi o.fl. fallegum stöð- um á Suðurlandi. Gist á Hótel Eddu, Kirkjubæjarklausti. Silf- urlínan er opin á mánu- dögum og mið- vikudögum frá kl. 10–12. Ath. skrifstofa FEB er opin frá kl. 10–16. Upp- lýsingar í síma 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug falla niður um tíma. Umsjón Edda Baldursdóttir íþróttakennari. Boccia á þriðjudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 9.30, um- sjón Óla Stína. Allar upplýsingar á staðnum og í síma 575 7720. Hvassaleiti 56–58. Handavinnusýning verð- ur sunnudaginn 20. og. mánud 21. maí Skemmtiatriði, harm- ónikkuleikur og karla- kórssöngur, veislukaffi. Opið báða dagana frá kl. 13-17. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Sýning á handavinnu og listmun- um aldraðra verður sunnudaginn 20. maí og mánudaginn 21. maí frá kl. 13.30-17 í matsal félagsstarfsins, hátíðar- kaffi. Á mánudaginn kemur kór frá Vitatorgi og syngur í kaffitím- anum. Á sunnudaginn verður Guðný við píanó- ið í kaffitímanum. Allir velkomnir. Vesturgata 7. Söng- fuglar: Kór félagsstarfs aldraðra, Söngfélag FEB, Gerðubergskórinn og kór eldri borgara í Garðabæ verða með tón- leika í Breiðholtskirkju laugardaginn 19. maí kl. 15. Mánudaginn 21. maí verður farið á hand- verkssýningar í Hvassa- leiti og Norðurbrún. Lagt af stað kl. 13. Flóa- markaður verður á Vest- urgötu 7 miðvikudaginn 23. og föstudaginn 25. maí kl. 13-16.30. Á mið- vikudeginum verða pönnukökur með rjóma með kaffinu. Á föstudeg- inum kl. 15 kynna Árni Sighvatsson bariton- söngvari og Jón Sigurðs- son píanóleikari nýút- kominn geisladisk sem heitir úr Söngvasafni Kaldalóns. Veislukaffi og dansað í kaffitím- anum. Dagsferð verður farin fimmtudaginn 7. júní. Lagt af stað kl. 10. Viðkoma í Eden í Hvera- gerði. Farið verður á Njáluslóðir, Njálusafn skoðað með leiðsögn Arthurs Björgvins Bollasonar. Ekið um Stokkseyri og Eyrar- bakka, Eyrarbakka- kirkja skoðuð. Sr. Úlfar Guðmundsson tekur á móti hópnum. Kvöld- verður og dans á Hótel Örk. Sundlaug og heitir pottar fyrir þá sem vilja. Leiðsögumaður Nanna Kaaber. Upplýsingar og skráning í síma 562- 7077. Ath. takmarkaður miðafjöldi. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur verð- ur í kvöld kl. 21 í Konna- koti, Hverfisgötu 105, Nýir félagar velkomnir. Munið gönguna mánu- dag og fimmtudag. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Félag breiðfirskra kvenna. Ferð á Njálu- slóðir fimmtudaginn 24. maí, uppstigningardag, farið frá Umferðarmið- stöðinni kl 10. Skráning fyrir 21. maí í s. 553- 2562, Ingibjörg eða s. 568-1082, Svanhildur. Seyðfirðingar. Aðal- fundur Seyðfirðinga- félagins verður haldinn sunnudaginn 20. maí kl. 15. í Gjábakka, Fann- borg 8. Mætum vel og stundvíslega. Önfirðingafélagið í Reykjavík. Aðalfund- urinn verður haldinn sunnudaginn 27. maí kl. 14 í matsal Granda, Norðurgarði. Lokadags- kaffi félagsins verður eftir fundinn kl. 15–17 á sama stað. Ljósmynda- sýning. Félag áhugafólks og að- standenda Alzheimers- sjúkra og annarra minn- issjúkra. Aðalfundurinn verður haldinn mánu- daginn 21. maí kl. 20 í Thorarensenlyf, Vatna- görðum 18, Reykjavík. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa mun Að- alsteinn Guðmundsson læknaforstjóri Hrafn- istuheimilanna flytja er- indi um minnissjúkdóma og svara fyrirspurnum. Einnig segir Guðríður Ottadóttir frá ráðstefnu norrænu Alzheimers- samtakanna sem hald- inn var í mars í Finn- landi. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Þriðju- daginn 22. maí verður farið til Þingvalla og í Grímsnes, lagt af stað frá kirkjunni kl. 10, skráning hjá Önnu, s. 554-1475. Gönguklúbbur Hana- nú. Munið ferð á Njálu- slóðir 29. maí. Allir vel- komir. Upplýsingar í Gjábakka, 554-3400 og Gullsmára, 564-5260. Í dag er laugardagur 19. maí, 139. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Kristur dó í eitt skipti fyrir öll fyrir syndir, réttlátur fyrir rangláta, til þess að hann gæti leitt yður til Guðs. Hann var deyddur að líkamanum til, en lifandi gjörður í anda. (1. Pt. 3, 18.) ÉG vil hér í nokkrum orð- um tala um það sem ég kýs að kalla stripp-flipp. Næst- um daglega geng ég niður Laugaveginn til þess að fara að versla í Bónus. Á leið minni þangað geng ég framhjá kvenfataverslun- inni Knickerbox. Auglýs- ingarnar í þeirri búð eru svo djarfar, að ég væri ekki hissa ef einhver ferðamað- ur mundi halda að þarna væri það sem sumir kjósa að kalla listdansstaður. Annars finnst mér ekkert listrænt við slíka staði. Ég held áfram og næ mér í kerru í Bónus og tíni til það sem ég ætla að kaupa. Ég geng að kass- anum og hvað sé ég? Jú meira stripp-flipp. Ég er að tala um það skaða blað Bleikt og blátt, sem sett er í rekka í augnhæð barna og er þeim þar með kennt að það sé í lagi að vera ber- rassaður í Bónus og listinn heldur áfram. Stripp-flipp í dagblöðum, sjónvarpi og fleira. Ég hef þessar áhyggjur, því ég veit að svona lagað veldur skaða. Hva? Ein og ein mynd hér og þar er ekki svo skaðleg, gæti einhver sagt. Hafið þið heyrt málsháttinn oft veltir lítil þúfa þungu hlassi? Hér er dæmi. Mig grunar að til séu menn hér á landi sem leiðst hafa út í framhjáhald út af því að þeir fóru í Bónus að versla. Framhjáhald veldur oftast skilnaði og skilnaður veld- ur sorg. Þess vegna vil ég að stripp-flipp fari úr þess- ari borg. Bjartmar Leósson, Nóatúni 28, Rvík. Að finna frið í huganum Í DAGSINS önn getur ver- ið erfitt að finna frið í hug- anum. Þó eru tvær út- varpsstöðvar, sem hafa hjálpað mér og fleirum til þess að slaka á nánast við allar aðstæður. Þær eru Klassík FM 100,7 og Vit- und á FM 87,7. Ég hvet fólk til að leggja við hlustir og njóta. Pálína. Krossgátuna á réttan stað GJÖRIÐ svo vel að setja krossgátuna á sinn rétta stað vinstra megin í Morg- unblaðinu, þar sem hún hefur alltaf verið, svo að við rétthent fólk getum leyst hana hvar sem er, á flugi, í skipum, járnbraut- um og í rúminu okkar. Konan sem skrifaði í Vel- vakanda fyrir stuttu og vill breyta þessu, hlýtur að vera örvhent. Við skulum halda upp á gamlar hefðir eins og Morgunblaðið gerir alltaf, eða hvað finnst ykkur, les- endur góðir? Látið í ykkur heyra. Takk fyrir. Sigríður Johnsen. Veskjakaup FYRIR stuttu fór ég í verslunina Drangey á Laugaveginum til að kaupa mér veski. Afgreiðslukon- unni var mjög í mun að selja mér útsöluveski og vildi ekki sýna mér veskin sem voru uppi á palli. Hún hefur sennilega talið að ég hefði ekki ráð á þeim veskjum. Ég kom þarna í nokkur skipti og keypti loks veski á útsölu. Það veski hentaði mér hins veg- ar ekki þegar til kom og þegar ég kom þarna í síð- asta skiptið, sá ég veski uppi á pallinum, fékk skipt og borgaði 1.000 kr. á milli. Ég hef hingað til verið liðlegur kúnni, en framveg- is kem ég ekki til með að troða þeim um tær. Ingigerður Guðmunds- dóttir, Hátúni 10, Rvk. Bekkjaleikfimi KONA hafði samband við Velvakanda og langaði að vita hvort einhver vissi hvar hægt væri að komast í bekkjaleikfimi. Hún er bú- in að hringja á nokkra staði, en enginn virðist vita hvar hægt er að komast í hana. Ef einhver veit um slíkan stað, endilega látið í ykkur heyra. Barnablað Moggans AUÐUR hafði samband við Velvakanda og vildi taka undir skrif í Velvak- anda fyrir stuttu um barnablað Moggans. Þessi breyting er algjör hörm- ung og mjög til hins verra. Ég veit að ég tala fyrir munn margra foreldra. Er ekki hægt að breyta blaðinu aftur eins og það var? Tapað/fundið Hjól í óskilum GRÁTT Sportsman-hjól fannst á göngustíg á milli Brautarlands og Bjarma- lands. Upplýsingar í síma 891-9285. Dýrahald Tveir kettlingar fást gefins TVEIR yndislegir kett- lingar fást gefins á góð heimili. Upplýsingar í síma 581-3973. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Góðan daginn! Víkverji skrifar... FYRIR nokkrum vikum sagðiVíkverji frá því að köttur hefði komið og fært honum þröst og af þeim sökum væri hann ekki í náð- inni þegar hann kæmi í garðinn því Víkverji hélt að þetta væri annar þrösturinn sem var að byggja sér hreiður í garðinum hans. Það kom á daginn að það var annar þröstur sem kötturinn kom með handa Víkverja því í hreiðrinu fyrir utan sjónvarpsholið á heim- ilinu búa nú þrastarhjónin með þrjá unga. Það hefur verið ævintýri líkast fyrir fjölskylduna að fylgjast með parinu. Fyrst var fylgst með hjón- unum að tína strá í hreiðrið og síð- an mömmunni liggja á eggjunum og pabbinn fylgdist stoltur með úr næsta tré að allt væri í lagi á þessu myndarheimili. Það var ekki van- þörf á að fylgjast með því einhverra hluta vegna virtist stari nokkur hafa það hlutverk í lífinu að vera þessu þrastarpari til ama. Hann kemur reglulega og storkar þrast- armömmu sem fyrst lá á eggjum og sinnir nú ungunum. Þrastarpabbinn hefur gætur á sínu og stuggaði hon- um á braut. Þetta hefur starinn margendur- tekið parinu til armæðu svo og fjöl- skyldu Víkverja sem hefur verið með lífið í lúkunum. Nú og svo kom mikið suðaustan rok og þá þurfti að passa hreiðrið því það stendur á syllu og gat alveg eins fokið veg allrar veraldar. Allt hefur þetta blessast og nú eru þrír litir goggar sjáanlegir í hvert skipti sem mamma og pabbi koma með ormagóðgæti. Víkverji tók eftir því að þegar hann var búinn að róta í einhverju beði í garðinum og sinna vorverkum var hátíð í bæ. Fugl- arnir voru eins og í akkorði að bera björg í bú. Og eftir rigningu er vart líft við sjónvarpið því fuglarnir eru stöðugt á ferð að leita ætis fyrir þessa svöngu litlu gogga. Víkverji vonar bara að sem flest- ir eigi þess kost að vera í návígi við þrastarpör eða hreiður annarra fuglategunda og fylgjast með þeim á þessum árstíma. x x x OG yfir í aðra sálma. Víkverjitalaði um það fyrir skömmu hversu hvimleitt væri þegar fólk er að hringja á kvöldin og reyna að selja vöru eða biðja um stuðning fyrir samtök af einhverjum toga. Hann er gjörsamlega búinn að fá nóg af þessum hringingum sem eru alltaf á matmálstímum eða þegar fréttirnir eru í sjónvarpi. Síðastliðið fimmtudagskvöld hringdu nokkur góðgerðarsamtök til að biðja um stuðning á sama hálftímanum, ein- mitt þegar Víkverji var að sinna barni sínu í próflestri og undirbúa kvöldmat. Hversvegna í ósköpunum finna samtök ekki upp á öðrum leiðum til að ná inn fjármagni? x x x ÞAÐ er mikill verðmunur á sum-um sætindum eftir því hvar þau eru keypt. Vinur Víkverja keypti Gajol töflupakka á 70 krónur í sjálfsala sem er á vinnustaðnum hans. Hann lagði svo leið sína í Bónus sama dag og þá rak hann augun í að hann gat fengið þrjá pakka af sömu sælgætistegund fyr- ir 90 krónur sem reyndar var búið að hækka í 109 krónur síðar í sömu viku. Honum fannst þetta mikill verðmunur, að borga 210 krónur fyrir þrjá pakka af þessum munn- töflum eða 90 krónur. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 verslunin, 8 varpaði geislum, 9 blettir, 10 keyri, 11 verkfæri, 13 tekur, 15 karlfugl, 18 moð, 21 korn, 22 oft, 23 krók, 24 alúðin. LÓÐRÉTT: 2 marklaus, 3 fífl, 4 rotin, 5 reiðum, 6 ómeiddur, 7 ósoðinn, 12 ótta, 14 rengja, 15 garfa, 16 sjúk- dómur, 17 aldin, 18 gras- lítil, 19 minni, 20 slæmt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 nötra, 4 kemur, 7 fífls, 8 regns, 9 aur, 11 aðal, 13 bali, 14 álasa, 15 hörð, 17 körg, 20 ósa, 22 móður, 23 næðir, 24 armur, 25 augað. Lóðrétt: 1 nefna, 2 tefja, 3 assa, 4 kurr, 5 mugga, 6 rosti, 10 unaðs, 12 láð, 13 bak, 15 hamla, 16 ræðum, 18 örðug, 19 gerið, 20 órar, 21 anda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.