Morgunblaðið - 19.05.2001, Síða 49

Morgunblaðið - 19.05.2001, Síða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 49 Aðalfundur Heilsuhringsins verður haldinn í Norræna húsinu þriðjudaginn 22. maí kl. 20.00. Að loknum aðalfundarstörfum kl. 21.00 verður flutt erindi: Hefur geislun alvarleg áhrif á heilsu fólks? Fyrirlesari: Kári Einarsson, rafmagnsverkfr. Allir velkomnir á fyrirlesturinn. Stjórnin. Aðalfundur Íþróttafélagsins Gerplu verður haldinn mánudaginn 21. maí 2001 kl. 19.30 á Skemmuvegi 6, Kópavogi. Dagskrá: ● Venjuleg aðalfundarstörf. ● Framtíðarhúsnæði. ● Önnur mál. Þá er rétt að minna á Vorsýningu Gerplu í Laugardalshöll 20. maí kl. 14.00. Stjórnin. Gigtarfélag Íslands Aðalfundur Aðalfundur Gigtarfélags Íslands verður haldinn laugardaginn 26. maí kl. 14:00 á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún í Setrinu. Auk venjulegra aðalfundarstarfa heldur Jón Þorsteinsson, gigtarlæknir, erindi, sem hann nefnir: Gigt á þjóðveldisöld. Gigtarfélags Íslands. ÞORBJÖRN FISKANES hf. Aðalfundur Þorbjarnar Fiskaness hf. fyrir árið 2000 verður haldinn í húsnæði félags- ins í Hafnargötu 12 í Grindavík þriðjudaginn 22. maí 2001 kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 18. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega uppborin. Stjórn Þorbjarnar Fiskaness hf. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðumaður Aril Edvardsen frá Noregi. Allir hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir. gospel.is Laugardaginn 19. maí kl. 20.00 og sunnudaginn 20. maí kl. 16.30 sameiginlegar sam- komur í Hvítasunnukirkjunni. Arild Edvarsen talar. Allir velkomnir. Mánudaginn 21. maí kl. 15.00: Heimilasamband í Kirkjustræti 2. Síðasta sinn fyrir sumarfrí. Allar konur velkomnar. Göngudagur FÍ 20. maí 2001. Kl. 10.30 gönguferð á Reykjanesi; Þráinsskjöldur — Stóri Hrútur — Slaga, 6—7 klst. ganga. Fararstjórar Jónas Haraldsson og Agnar Björnsson. Verð kr. 1.500. Kl. 13.00 „Fast þeir sóttu sjó- inn“, ferð á Selatanga, þar sem skoðaðar verða einar merk- ustu minjar um forna verstöð og útræði. Komið við í Seltúni og Krísuvíkurkirkju. Fararstjóri Ólaf- ur Sigurgeirsson. Verð kr. 1.200. Veitingar í ferðalok innifald- ar í báðum ferðum. Brottför frá BSÍ, komið við í Mörkinni 6 og við kirkjugarðinn í Hafnar- firði. Frítt fyrir börn að 15 ára aldri í fylgd með forráðamönn- um. Hvítasunna með FÍ: Eiríksjök- ull 1.—3. júní, Hvannadals- hnúkur 1.—4. júní. Pantið strax á skrifstofu, sími 568 2533. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. Sunnudagsferð 20. maí kl. 10.30 Eldvörp - Méltunnuklif. 3. áfangi Reykjavegarins. Verið með í þessari vinsælu 10 ferða raðgöngu, en alls tóku 229 þátt í fyrstu tveimur áföngunum. Um 5 klst. fjölbreytt ganga. Brottför frá BSÍ, stansað í Hafn- arfirði við kirkjugarðinn. Verð. 1.500 kr. fyrir félaga og 1.700 kr fyrir aðra. Fimmtudagur 24. maí kl. 10.30. Fjallasyrpan 2. ferð: Akra- fjall. Bókið tímanlega í hvíta- sunnuferðirnar: 1. 1.—4./6. Látrabjarg-Rauði- sandur - Sjöundá. 2. 2.—4./6. Goðaland-Básar. 3. 2.—4./6. Fimmvörðuháls-Bás- ar. 4. 4. 2.—4./6. Fimmvörðuháls, skíðaferð inn á jökla. Minnum á Lónsöræfi 1.—4./7. og 11.—14./7. Kynnið ykkur sumarleyfis- ferðirnar á heimasíðu: www.utivist.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R ✝ Aðalbjörg Þorvaldsdóttirfæddist 1. október 1916 á Völl- um í Þistilfirði í Norður-Þingeyj- arsýslu. Hún andaðist á Sjúkra- húsinu á Húsavík 9. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorvaldur Pálmi Guð- mundsson bóndi á Völlum, f. 29.6. 1872, d. 15.11. 1953, og Jónína Kristveig Kristjánsdóttir, f. 7.10. 1874, d. 26.4. 1947. Aðalbjörg var tólfta í röðinni af þrettán systk- inum sem eru Laufey, f. 1.11. 1897, d. 26.4. 1965, Guðmundur, f. 20.12. 1898, d. 2.6. 1977, Kristín, f. 28.3. 1901, d. 23.2. 1902, Kristín, f. 6.12. 1902, d. 24.8. 1985, Kristján, f. 11.10. 1904, d. 19.1. 1930, Örn, f. 11.1. 1907, d. 29.12. 1989, Þór- björgu og Helga Viðar. b) Jónína Kristveig, f. 10.5. 1945, gift Helga Sigurði Ásgrímssyni, f. 10.4. 1944, verkstjóra, og búa þau á Dalvík. Þau eiga tvö börn: Aðalbjörgu Grétu og Árna Geir. Seinni maður Aðalbjargar er Njáll Hólmgeirsson. Þau giftu sig 3. júní 1962 og hófu þá fljót- lega búskap í Víðum í Reykjadal. Þar bjuggu þau til 1974, en fluttu þá í Narfastaði í sömu sveit. Þar bjuggu þau til 1986, en urðu þá að bregða búi og flytja til Húsavíkur. Bjuggu fyrst í Þórshamri, en síðan í Hvammi, dvalarheimili aldraðra. Síðustu árin dvaldi Aðalbjörg á Sjúkra- húsinu á Húsavík. Njáll, eftirlif- andi eiginmaður hennar, dvelur í Hvammi. Útför Aðalbjargar verður gerð frá Einarsstaðakirkju í Reykja- dal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. arinn, f. 15.1. 1909, býr á dval- arheimili aldraðra á Þórshöfn, Kristlaug, f. 24.10. 1910, d. 30.1. 1977, Hafliði, f. 5.11. 1911, d. 1.5. 1924, Þórey, f. 25.1. 1913, d. 12.5. 1957, Eiríkur, f. 11.1. 1914, d. 30.8. 1991, og Ingibjörg, f. 8.3. 1921, d. 25.7. 1988. Aðalbjörg giftist Katli Sigur- geirssyni 14. maí 1939. Bjuggu þau á föðurleifð hans, Stafni í Reykjadal í Suður-Þingeyjar- sýslu. Ketill lést 14.10. 1956. Dætur þeirra eru: a) Kristín Ingibjörg, f. 14.12. 1939, gift Tryggva Stefánssyni, f. 30.12. 1936, bónda á Hallgilsstöðum í Hálshreppi. Þau eiga fjögur börn; Ketil Ingvar, Stefán, Aðal- Bærinn Vellir í Þistilfirði stendur á hjalla í Viðarfjallinu, rétt við sjóinn. Niður und- an bænum er falleg vík, Viðarvík. Austan við hana er Rauðanes sæbratt með þver- hníptum björgum. Í Viðarvíkina fellur Víðinesá og frá bænum og niður að henni í snarbrattri, grasigróinni brekku, er bugðóttur göngustígur. Eftir honum þurfti áður að bera allt vatn til heim- ilisþarfa, líka allan varning og sjávarfang sem heimilið þurfti. (Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli.) Það er augljóst að á Völlum hefur lífsbaráttan verið hörð. Börnin far- in að hjálpa til strax og þau gátu. Uppeldi við þannig aðstæður skóp, undantekningarlítið, mannkosta- fólk. Harðduglegt, hjálpfúst, hisp- urslaust og fastheldið í skoðunum. Gestrisið með afbrigðum en þó fremur öllu öðru trygglynt og hjartahlýtt. Þessa eiginleika alla erfði Aðalbjörg, næst yngsta syst- irin á Völlum, sem hér er kvödd. Frá fermingaraldri var hún víða í vistum, en veturinn 1936-37 var hún á Húsmæðraskólanum á Laugum í Reykjadal. Árið 1939 giftist hún Katli Sigurgeirssyni í Stafni. Þar bjuggu þau þangað til hann lést, löngu fyrir aldur fram. Þau eign- uðust tvær dætur: Kristínu hús- móður á Hallgilsstöðum í Fnjóska- dal og Jónínu húsmóður á Dalvík. Aðalbjörg hélt áfram búskap í Stafni, eftir að hún varð ekkja. Vann einnig nokkra vetur í eldhúsi Laugaskóla. Hún giftist árið 1962 Njáli Hólmgeirssyni á Hjalla í Reykjadal. Þau bjuggu þar stutt og fluttu fljótlega í Víða, ásamt föður Njáls, Hólmgeiri Björnssyni. Hann andaðist hjá þeim í Víðum árið 1966. Í Víðum bjuggu Aðalbjörg og Njáll uns þau fluttu í Narfastaði ár- ið 1974. Aðalbjörg starfaði í kvenfélagi Reykdæla í mörg ár. Alstaðar þar sem hún vissi að þörf væri á kom hún til hjálpar. Hlaut fyrir það verðskuldaðar vinsældir. Sumarið 1973 var eg kominn, heimilislaus og hálfrótlaus, á fornar æskustöðvar. Það samdist svo um milli mín og Víðahjónanna, að eg teldi heimili mitt hjá þeim. Haustið eftir fluttum við í Narfastaði og þar var eg heimilisfastur öll ár þeirra þar, en stundaði vinnu annars stað- ar. En svo bilaði heilsa kæru hjónanna minna beggja í einu. Þá var þessum búskap á Narfastöðum sjálfhætt og lá þá leiðin okkar þriggja til Húsavíkur, á elliheimilið. Allt frá því í nóvember 1993 hefur Aðalbjörg verið ósjálfbjarga sjúk- lingur á sjúkrahúsinu á Húsavík. Dýrmæt umönnun hjúkrunarfólks er hér þökkuð hjartanlega. Þung- bært er slíkt ævikvöld og torskilin ákvörðun almættisins. Þá sjaldan eg náði sambandi við hana í heim- sóknum mínum, síðustu árin, var alltaf spurt hins sama: „Ætlarðu ekki að koma mér heim. Strax?“. Einu sinni spurði eg: „Hvert heim?“ „Nú auðvitað í Velli“ svaraði hún. Nú leyfi eg mér að vona að hún sé nú komin heim. Kannske í stóra hópinn sinn á Völlum? Mági mínum elskulegum og nánustu aðstandend- um votta eg samúð mína og umfram allt þökk fyrir mig. Í Guðs friði. Kæra Abba mín, hittumst heil hinum megin. Vertu nú sæl. Hákon. Nú sveipa heiðar næturfölva feldi um fætur hægt og döggvast gróin tún. Hnigin er sól, en aftangeisla eldi er ennþá dreift um hæstu fjalla brún. Um sævardjúp á lágum bárum bíður blikfegurð kvölds og vaggar dagsins þraut. Í aftanblævar fylgd mín ljóðúð líður til lags við röðulbjarmans töfraskraut. Kvöldhimins fögur litadýrð er dofnuð og döggva slungið græðis ljósatraf. Hver alda harms er lægð, hver sárkennd sofnuð, hver sorgarelfur tæmd í vordraums haf. (Sigurjón Friðjónsson.) Margar eru minningarnar sem leita á hugann, nú þegar Aðalbjörg er kvödd. Yfir þeim minningum öll- um er mikil birta, en efst er mér í huga þakklæti fyrir ógleymanlegar samverustundir og ástúð í minn garð. Aðalbjörg hlaut margt í vöggu- gjöf, þar á meðal fádæma eljusemi. Snemma gekk hún til búverka, jafnt innanhúss sem utan. Einnig vann hún lengi utan heimilis og eru hér þó ótalin öll þau verk er hún tók sér fyrir hendur þegar erfiðleikar steðjuðu að hjá vandamönnum, vin- um og sveitungum. Væri einhver hjálparþurfi var Aðalbjörg ætíð boðin og búin að liðsinna og líkna. Varð hún enda vinsæl og vinmörg og margir lögðu leið sína um lengri eða skemmri veg til samvista við hana. Eg kynntist ekki Aðalbjörgu að ráði fyrr en faðir minn eignaðist samastað hjá þeim hjónum, henni og Njáli. Var það hans gæfa að fá athvarf á þeirra heimili. Fyrir það vil eg þakka hér og nú. Margar stundirnar dvaldi eg hjá þeim, á Narfastöðum, í fríum mín- um. Ætíð var það mér mikið til- hlökkunarefni að fara norður til þeirra og finna hversu innilega eg var velkominn á þeirra heimili. Að- albjörg töfraði daglega fram veislu- borð á örskotsstundu, að mér fannst, og frá hennar borði gengu allir mettir. Sumardagarnir þar voru einkar sólríkir, en liðu ætíð allt of hratt. Nokkur jól dvaldi eg hjá þeim og verð að viðurkenna að yfir mín bernskujól slær nokkrum fölva við þann samanburð. Þar fann eg hinn sanna jólafrið sem allir leita. Það er nefnilega viðhorfið til lífs- ins og afstaðan til náungans sem öllu máli skiptir. Á heimili Aðal- bjargar og Njáls var kærleikurinn ætíð hafður í öndvegi. Þangað leit- uðu margir og þaðan fóru allir mett- ir á líkama og sál. Eg vil þakka Aðalbjörgu fyrir að fá að ganga með henni þessi spor í jarðvist okkar. Það var venja á hennar heimili að fylgja gestum út á dyrahelluna og veifa í kveðjuskyni uns þeir hurfu úr hlaði. Nú er það hlutverk okkar sem eftir sitjum, er hún fer til fundar við ástvini á öðr- um stað. Guð gefi henni góða heim- komu. Öllum ástvinum hennar votta eg samúð mína. Hólmgeir Helgi. AÐALBJÖRG ÞORVALDSDÓTTIR MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöð- ugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstak- ling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.