Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 21 ALLTAF er stór stund í lífi foreldra og barna þegar kemur að því að út- skrifast úr leikskóla. Við tekur tíu ára skólaganga í grunnskóla og því mikið til að hlakka til. Krakkarnir 34, sem fædd eru ár- ið 1995, voru að útskrifast nú á dög- unum úr leikskólanum við Dalbraut í Grindavík og færðu skólanum sín- um peningagjöf af því tilefni. Að sögn Albínu Unndórsdóttur aðstoðarskólastjóra er hér á ferð- inni sérlega stilltur og prúður hóp- ur sem hefur verið að vinna í vetur verkefni tengd heimabyggðinni. Gott samstarf hefur verið við Grunnskóla Grindavíkur og senni- lega með því betra sem gerist. Krakkarnir buðu foreldrum sínum upp á kaffi, djús og kökur sem þau höfðu bakað ásamt því að taka á móti útskriftarmöppu sinni. Að sjálfsögðu sungu þau lög fyrir við- stadda og fyrir valinu urðu það lög- in „Í Grindavík“ og „Hafið bláa, hafið“. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Börnin í árganginum 1995 frá leikskólanum við Dalbraut eru stillt og syngja vel. Prúður hópur út- skrifast Grindavík KJARASAMNINGUR Starfs- mannafélags Suðurnesja og launa- nefndar sveitarfélaga hefur verið samþykktur. Á kjörskrá voru 453, 130 greiddu atkvæði. Þar af sögðu 105 já en 25 sögðu nei. Starfsmanna- félagið á enn ósamið við ríkið fyrir hönd starfsmanna við Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja og við Hita- veitu Suðurnesja. Samningur samþykktur Suðurnes BÆJARSTJÓRN Grindavíkur hef- ur ráðið nýjan byggingarfulltrúa og samþykkt starfslokasamning við menningarfulltrúa. Á síðasta bæjarstjórnarfundi í Grindavík var samþykkt tillaga bæj- arráðs að ráða Odd Thorarensen sem byggingarfulltrúa. Jafnframt var samþykktur starfs- lokasamningur við Guðmund Emils- son, menningarfulltrúa bæjarins. Menningar- fulltrúi hættir Grindavík ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ LAGT er til að parket verði lagt á gólf Íþróttahúss Keflavíkur en dúk- urinn hefur skemmst og er auk þess talinn of harður. Íþróttahús Keflavíkur er heima- völlur Keflvíkinga í körfuboltanum. Húsið er rúmlega 20 ára gamalt og á gólfi þess er gúmmídúkur sem kvartað hefur verið undan. Í skýrslu sem VSÓ gerði fyrir tómstunda- og íþróttaráð Reykja- nesbæjar kemur fram að gólfefnið er víða sprungið og rifið. Við þvotta á vatn greiða leið niður í gúmmílag- ið. Auk þess er talið líklegt að fjöðr- un þess hafi minnkað með árunum. Á fundi TÍR fyrir skömmu kemur fram að það muni taka mið af þess- ari skýrslu við stefnumörkun um uppbyggingu íþróttamannvirkja en mælir með því að parketgólf verði fyrir valinu. Að sögn Stefáns Bjarkasonar íþróttafulltrúa er von- ast til að hægt verði að ráðast í þessa framkvæmd þegar á næsta ári. Parket á gólf íþrótta- hússins Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.