Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÉG VAR ansi lengi að átta mig á því til fulls með hve áhrifamiklum og listrænum hætti Tómas Guðmundsson andæfði kynþáttafordómum í ljóðabók sinni Stjörnum vors- ins 1940. Ég ráðlegg ykkur eindregið að þrautlesa kvæð- in Jerúsalemsmær og Ljóð um unga stúlku frá Súdan. Húmor (skopskyn) er jafn- an hin hliðin á mikilli alvöru, sársauka og vanþóknun. Tómas fór ekki leið skamma eða stóryrða. Á sinn óviðjafn- anlega hátt beitti hann húm- ornum, og kannski hafa sum- ir af þeirri sök ekki áttað sig á boðskapnum. Þegar gyð- ingaofsóknir Hitlers voru öll- um heimi ljósar, yrkir Tómas kvæði sitt Jerúsalemsmær og gerir stúlkuna Júdit að unn- ustu sinni. Og þau voru full- komnir jafningjar: Ó, gullnu kvöld á Café de la Paix! Kyrrlátar nætur, ljósin rauð og bleik! Og ekkert skeði, er enn ei myndi ske, ættum við kost á því á nýjan leik. Hve kveðjustundin reyndist sæl og sár, er síðla nætur ég til ferðar bjóst. Ég felldi eldheit, arísk sorgartár yfir þín heitu Jerúsalemsbrjóst. Sjálfsagt hefur kvæðið um svertingjastúlkuna hneykslað einhverja fordæmendur sýnu meira, og þar fer Tómas með enn þá meiri gáska á yfir- borðinu, en boðskapurinn um að allir menn séu jafnrétt- bornir er þá enn áhrifameiri og það svo að niðurlag kvæð- isins er nú orðskviður: Og meðan kvöldljósin kynjabirtu um kristal og silki hlóðu og naktir armar og hrjúfir hljómar hverfðust í glitrandi móðu, mér dvaldist við hennar dökku fegurð. Samt dáðist ég enn meir að hinu, hve hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu. Listræn tjáning af þessu tagi er auðvitað margfalt áhrifameiri en gífuryrði og skammaflaumur.  Hlymrekur handan kvað: Páll stórbóndi stakk af í fyrra, þegar Styrgerður tók hann að pirra. Í aflausn guði hann gaf það hann gnótt hafði af, sem var gull, reykelsi og mirra. Þorkell Jóhannesson sendi mér svofellt bréf sem þarfn- ast hvorki athugasemda né skýringa: „Kæri Gísli: Fátt fer verr í skapið í mér en óþarfar breytingar á merkingu orða eða örnefna eða brenglanir þeirra. Ég ætla ekki að þreyta þig á löngum tölum um þetta, en einungis halda mig við sögn- ina að borða. Ég er uppalinn við þann skilning, að menn borði við borð eða utan borðs, ef svo verkast vill, enda þótt þeir séu einnig að éta, þegar þeir eru að borða, og geti því ým- ist verið seinætnir eða fljót- ætnir eða eitthvað þar á milli. Ég hef einnig vanist því, að dýr éti, en borði ekki. Nú bregður hins vegar svo við, að í blöðum (m.a. í mynda- textum) hef ég oftar en einu sinni séð, að hross eru tekin að borða gras eða hey. Að vísu éta hrossin enn í mínu hesthúsi og sem betur fer víðast annars staðar. Þá hef ég séð á prenti, að Keikó karlinn borði vel í kví sinni í Klettsvík og dafni vel. Það er vissulega gott, enda er Keikó dýrasta spendýr, sem lokið hefur upp augum í íslenskri lögsögu. Mér finnst samt sem um þverbak keyri, þegar mynd birtist af uglu á bak- síðu Morgunblaðsins 6. apríl. Um þessa snotru uglu segir svo: „Auðvelt hefur verið að ná henni og hafa verið veidd- ar handa henni mýs sem hún hefur borðað.“ Af fréttinni má enn ráða, að uglan hefur gert sig heimakomna í hlöðu á bæ í Aðaldal. Þótt gestrisni bænda í Að- aldal kunni að vera slík, að þeir dúki borð með músum handa uglum í útihúsum, vil ég samt biðja þig, Gísli, að brýna fyrir þeim, sem skrifa, leika eða lesa til þjóðarinnar, að menn skuli enn fá að borða í friði, en dýr að éta! Sem betur fer er þó ekki allt svart í þessu efni. Af bak- síðu Morgunblaðsins í gær (11.4.) er sem sé ljóst, að bröndótta kvígan, sem send var Dönum fyrir skemmstu, étur af bestu lyst meðal frænda vorra. Með bestu kveðjum.“ Umsjónarmaður bætir því við, að fyrir nokkrum árum var dregið að því mikið spé, þegar í íslensku blaði kom að „bavíanar borðuðu kaffi“. Vonandi að ekki þurfi menn að læra notkun sagnanna að éta (eta) og borða með þýsku reglunni: „Der Mann isst, das Vieh frisst.“  Þá er hér smákafli úr bréfi frá Bjarna Sigtryggssyni í Kaupmannahöfn um hnignun dönskunnar. „Ég kynntist ljómandi fólki, rosknum hjónum á Jót- landi, sem kvörtuðu undan því að það væri orðið erfitt fyrir þau að skilja danskar sjónvarpsfréttir, því þar væri slett svo mikið ensku, að þeir Danir sem ekki hefðu lært ensku skildu ekki hvað verið væri að segja! Það má segja að Danir tali nú ensku á sunnudögum. Trúlega er málfar tölvu- fólks hér verra en annarra; það er þó bita munur en ekki fjár. Ég er þér sífellt þakklátur fyrir pistlana. Þeirra vegna legg ég leið mína niður á brautarstöð á sunnudögum að ná í laugardagsmoggann flestar helgar. Get varla beð- ið eftir að fá hann í pósti á mánudegi. En Mbl. mætti setja pistilinn líka á Netið.“  Inghildur austan kvað: Fiskilínum tók Friðrik að hampa og fékk eina 70 stampa. Svo keypti ’ann sér miða sínar fýsnir að friða til Flórída, í glaðhýsi í Tampa. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1110. þáttur LOKS hefur verið gerð könnun á spilafíkn/spilaáráttu á Íslandi og við skulum ganga út frá því að nið- urstöður hennar standist, hún sé vel og fræðilega úr garði gerð og að hún standist kröfur um rétt- mæti og áreiðanleika. Aðstandendur könn- unarinnar, Íslenskir söfnunarkassar, hafa kynnt niðurstöður sem sýna að „aðeins“ 1.700 „spilafíklar“ séu á Ís- landi. Það fór ekki á milli mála í Kastljósi á dögunum að fulltrúar Íslenskra söfnunar- kassa voru ánægðir með að geta kynnt þessa niðurstöðu og sögðust jafnvel sjálfir hafa búist við því að „spilafíklar“ væru fleiri á landinu. Þeir kynntu jafnframt að þeir hygðust áfram standa að rekstri söfnunarkassa, en hækka aldurstakmark þeirra, sem fá að spila, upp í 18 ár, opna hjálparlínu fyrir „spilafíkla“ og dreifa bæklingnum „Ekki lengur leikur einn“, sem þeir hafa fram- leitt í samvinnu við HHÍ sem einn- ig rekur spilakassa. Hvert stefnir umræðan? Í Kastljósinu saknaði ég þó um- ræðunnar um það hve marga aðra einstaklinga þessir 1.700 spilarar draga með sér niður í sorg og öm- urleika vegna spilaáráttu sinnar. Hversu mörg börn verða skilnað- arbörn, hversu margir foreldrar lifa í angist og ótta, hversu margir makar er stöðugt á varðbergi gagnvart tekjum og eyðslu spil- arans á meðan þeir á annað borð endast í sambúðinni, hversu marg- ir vinir, ættingjar og vinnufélagar verða fyrir fjárhagstjóni vegna lána til spilarans o.s.frv.? Þá sakn- aði ég umræðunnar um það hvers konar lífi sá lifir, sem haldinn er spilaáráttu, hvernig löngun hans til að spila getur orðið óviðráð- anleg, hve skömmin, lygin og svik- semin við nánustu vini og ættingja er stöðugur fylgifiskur, hve afneit- unin á eigin vanda er alger, hve trúin á það að geta bætt fjárhags- stöðuna, „bara ef ég fæ nægilega mikla peninga til að spila nokkrar umferðir til viðbótar“ er staðföst. Eða hve angistin, depurðin, kvíð- inn og sjálfsvígshugmyndin er daglegur förunautur þeirra, sem lengst og dýpst eru sokknir og hve mörg sjálfsvíg má beinlínis rekja til spilaskulda, sem skipta tugum milljóna króna hjá einum og sama spilaranum. Ég saknaði umræð- unnar um hvernig mögulega má draga úr fjölgun þeirra sem haldn- ir eru spilaáráttu, hvað það er sem ýtir undir það að spilaárátta verði til og hvernig vinna má gegn því. Ég saknaði umræðunnar um það „hvort þau samtök, sem um ræðir, telji sér sæmandi að afla fjár með rekstri fjárhættuspila“ eins og höf- undur forystugreinar Mbl. orðaði það 3. apríl sl. Að fórna fáum fyrir heildina Það fer ekki milli mála að að- standendur Íslenskra söfnunar- kassa (ÍSK), Rauði kross Íslands, SÁÁ, Slysavarnafélagið-Lands- björg sem og HHÍ vinna gott og þarft verk fyrir íslenskt samfélag og utan þess. Enda er það fjarri mér, starfandi bæði við HÍ og sem ráðgjafi hjá RKÍ, að draga úr mik- ilvægi annarrar starfsemi þessara félaga og stofnana. Ég get hins vegar ekki fallist á þá röksemda- færslu að það að fólk greiði meira fé í annars konar spilamennsku en á spilakassa eða að „aðeins“ 1.700 Íslendingar séu haldnir spilaár- áttu, réttlæti það að einmitt þessi félög og stofnanir reki spilakassa. Viðbrögð ÍSK virðast þó vera að réttlæta starfsemina einmitt á þessum forsendum. Ég hélt satt að segja að það væri röksemdafærsla hers- höfðingja í stríði að réttlætanlegt væri að fórna fáum fyrir heildina, en ekki þeirra sem standa að góðgerðarstörfum í þjóðfélaginu. Þá fellst ég heldur ekki á það að réttlæting geti verið fólgin í því að bjóða meðferð þeim er falla. Áráttu-þrá- hyggju-hegðun Íslenska hugtakið „spilafíkn“ er óheppi- legt hugtak, en orðið mjög fast í huga fólks. Hér er ekki um að ræða sambærilega fíkn og áfengis- eða vímuefnafíkn, sem er óviðráðanleg löngun í inntöku á efni. Sjúkleg spilaárátta einkennist af áráttu-þráhyggjuhegðun, sem er óviðráðanleg þörf fyrir að gera eitthvað og skynsemin ræður lítið við það, þar sem lítill púki dregur ætíð í efa það sem skynsemin seg- ir. Langflest okkar kannast við það að hafa verið komin út úr húsi þegar okkur datt í hug að við hefð- um ekki slökkt á eldavélinni. Við förum inn og athugum málið og síðan er það úr sögunni. En það á ekki við um alla. Til er ákveðinn hópur fólks, sem þetta atvik festir í áráttu-þráhyggju hegðun og ein- staklingur, sem tilheyrir þeim hópi getur aldrei yfirgefið heimili sitt án þess að þurfa margoft að kanna hvort hann hafi slökkt á eldavél- inni. Skynsemin segir honum að hann hafi munað eftir því að slökkva, en púkinn dregur það í efa. Annar einstaklingur vaknar einn morguninn og rifjar upp hversu mikilvægt er að fundurinn í vinnunni í dag heppnist vel. Um leið og hann gengur annars hugar út úr svefnherberginu, strýkur hann létt yfir myndaramma, sem hangir á veggnum. Þetta litla atvik situr fast í minningunni og til við- bótar gengur þokkalega vel á fundinum seinna um daginn. Lang- flestir sleppa við áráttu-þráhyggju hegðun vegna svona atviks, en sá sem tilheyrir litla hópnum okkar festist í þeirri hugsun að sérhver dagur verði ómögulegur, ef raminn er ekki strokinn í upphafi dags. Skynsemin veit að það er ekkert samhengi þarna á milli, en púkinn minnir á að svo gæti nú þrátt fyrir allt verið. Sjúkleg spilahegðun – spilaárátta Fyrrnefndir tveir einstaklingar festast í sjúklegri hegðun. Önnur hegðunin hefur engin áhrif á aðra og lítil áhrif á viðkomandi ein- stakling, en hin hefur meiri áhrif á einstaklinginn og getur haft áhrif á fjölskyldu viðkomandi og valdið pirringi en varla mikið meira en það. Á báða hefur þetta þó viss hamlandi áhrif og þeir gætu viljað losna úr þessu. Á sama hátt, með SPILAFÍKN Á ÍSLANDI Sjúkleg spilaárátta, segir Sigtryggur Jónsson, einkennist af áráttu-þráhyggju- hegðun. Sigtryggur Jónsson NOKKUÐ hefur verið fjallað um vænt- anlega ráðningu rekt- ors við Skálholtsskóla sem auglýst var laus fyrir stuttu. Sex um- sækjendur voru um stöðuna og varð nið- urstaða skólaráðs að mæla með Guðmundi Einarssyni kennara í stöðuna. Skólaráð skipa m.a. fulltrúi fræðsludeildar kirkj- unnar, fulltrúi guð- fræðideildar Háskóla Íslands, fulltrúi bisk- upsstofu, fulltrúi prestafélags Íslands, vígslubiskup, fulltrúi Collegium Musicum í Skálholti og fulltrúi sveitarfélagsins, Biskupstungna- hrepps. Hagsmunir skólaráðs og skólans hljóta að liggja saman í því að bjóða fram þann einstakling sem það telur best fallinn til þess að gegna starfi rektors. Eftir ítarlega yfir- ferð varð niðurstaðan sú að ráða þann aðila sem talinn var hæf- astur, hefði persónu- legan styrk, metnað, menntun og reynslu til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem felast í starfi rektors. Það voru því nokkur vonbrigði að ráðning Guðmundar skyldi dragast á langinn á þeirri for- sendu að efast væri um gildi kennaramenntunar hans við að skipuleggja kennslu og námskeiðahald við skólann. Fjöl- margir íbúar í uppsveitum Árnes- sýslu þekkja vel til Guðmundar og styðja þá ákvörðun skólaráðs að ráða hann í starf rektors. Vitað er að stjórnunarreynsla, skipulagshæfileikar og víðsýni Guðmundar munu nýtast Skálholti vel. Meirihluti skólaráðs stendur því einhuga að ráðningu hans. Ég tel mikilvægt að til skólans sé ráð- ið í góðri sátt við skólaráð og væntingar heimamanna um nýjan skólastjórnanda. Það er ósk mín að hægt verði að staðfesta ráðn- ingu Guðmundar hið fyrsta og að góð eining og friður ríki við val rektors í Skálholti. Val rektors í Skálholti Ragnar Sær Ragnarsson Rektorsstaða Vitað er, segir Ragnar Sær Ragnarsson, að stjórnunarreynsla, skipulagshæfileikar og víðsýni Guðmundar munu nýtast Skálholti vel. Höfundur er sveitarstjóri í Biskupstungum. SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.