Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝ kort af gönguleiðum í Reykjavík voru formlega kynnt í rafstöðinni í Elliðaár- dal í gær. Þá var kynnt vegg- spjald og bæklingur um Fræðslustíg í Elliðaárdaln- um, kort af göngustígum í Heiðmörk og bæklingur um gönguleiðir í Reykjavík. Fræðslustígurinn í Elliða- árdal var formlega opnaður á síðasta ári. Stígurinn er þriggja kílómetra langur og liggur beggja vegna eystri kvíslar Elliðaánna. Efri mörk stígsins eru á göngubrúnni neðan við félagsheimili Orku- veitunnar en neðri mörk hans á hitaveitustokknum, neðan rafstöðvarinnar. Þar getur að líta forvitnilega staði svo sem Drekkjarhyl við Skötufoss, skammt neðan við Brúarfoss en þar var konum drekkt á öldum áður en ekki er vitað með vissu hve margar konur létu þar lífið. Skammt neðan Drekkjarhyls má finna fyrstu brúna sem reist var yfir Elliðaár en hún var byggð ár- ið 1883. Meðfram Fræðslu- stígnum eru skilti með mynd- um og texta þar sem fram koma upplýsingar um svæðið og tengjast meðal annars náttúru þess og sögu. Hjóluðu alla leið í Heiðmörk Meðal gesta við kynn- inguna voru Oddur Guð- mundsson og Björn Orri Her- mannsson, sem báðir eru nemendur í 6. bekk í Ártúns- skóla. Þeir voru ánægðir með stíginn og sögðust nota hann í hjólreiðatúrum þótt enn væri veðrið ekki orðið nógu gott til að hægt væri að fara í langar ferðir. Aðspurðir sögðust þeir hafa hjólað alla leið í Heið- mörk og lítið mál væri að hjóla þá leið. Fyrir nokkrum árum gaf Umhverfismálaráð Reykja- víkur út yfirlitsbækling um helstu gönguleiðir í Reykja- vík. Umhverfis- og heilbrigð- isnefnd hefur nú látið end- urgera þennan bækling en í honum má finna umfjöllun um ýmis útivistarsvæði höf- uðborgarinnar, svo sem í Öskjuhlíð, Viðey, við Esju og á Austurheiðum. Auk þess er í bæklingnum stórt kort af Reykjavík sem sýnir auk annars göngustíga borgar- innar allt frá Seltjarnarnesi að eystri mörkum byggðar í borginni. Umhverfisdagar um helgina Á Umhverfisdögum sveit- arfélaganna sem haldnir eru af sveitarfélögum höfuðborg- arsvæðisins um þessa helgi er boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Í dag, laugardag, verður leiðsögn um Grasa- garðinn í Laugardal milli kl. 10-12 og 13-15. Mæting er við garðskálann. Fræðslustígurinn í Elliða- árdalnum verður genginn kl. 10 og er mæting við Minja- safnið. Þá verður hreinsistöð- in Skólpa við Ánanaust opin gestum milli 13 og 16. Á sunnudag verður farinn hjólreiðatúr frá Seltjarnar- nesi til Hafnarfjarðar. Lagt er af stað frá Sundlaug Sel- tjarnarness kl. 12 með við- komu í Laugardalnum kl. 13.30, Engihjalla í Kópavogi kl. 14.30, Garðatorgi í Garða- bæ kl. 15.30 og endað við Víðistaðatún í Hafnarfirði kl. 16 Á áfangastöðum verður boðið upp á létta hressingu og er þátttakendum í sjálfs- vald sett hversu langt þeir hjóla. Klukkan 13 verður farin sameiginleg gönguferð Reyk- víkinga og Kópavogsbúa um- hverfis Elliðavatn. Gangan hefst við sunnanvert vatnið. Ný kort af gönguleiðum í Reykjavík og Fræðslustígur kynnt að viðstöddu fjölmenni Morgunblaðið/Sigurður Jökull Einar Gunnlaugsson jarð- fræðingur sýnir krökkun- um áhugaverða steina. Oddur Guðmundsson og Björn Orri Hermannsson, nem- endur í 6. bekk í Ártúnsskóla, skoðu göngustígana í fylgd umsjónarkennara og bekkjarfélaga. Elliðaárdalur Konum var drekkt í Skötufossi BONSAI-GARÐURINN í Hellisgerði verður opnaður á mánudaginn. Plönturnar hafa verið klipptar, snyrtar til og þeim hefur verið umpottað eftir dvala yfir vetrartímann og eru núna tilbúnar til sýningar. Í fréttatilkynningu segir að aðsóknin í garðinn í fyrra hafi verið góð og að meðaltali hafi um og yfir 400 manns heim- sótt garðinn mánaðarlega. Til loka ágúst verður Bonsai-garðurinn opinn milli kl. 15og 22 alla virka daga en um helgar milli kl. 13 og 18. Bonsai- garðurinn opnaður Hellisgerði FRAMKVÆMDIR við end- urbyggingu Reykjavíkurflug- vallar halda áfram og nú hef- ur Ístak tekið til við norður-suðurbrautina af full- um krafti. Brautin hefur frá síðustu mánaðamótum verið lokuð fyrir allri flugumferð. Jarðvegsskipti eiga sér stað á norðurenda brautarinnar en framkvæmdir við suðurend- ann eru langt komnar. Mal- bikun fer að hefjast þar fljót- lega. Mikið álag á austur-vestur-braut Að sögn Auðar Eyvinds, verkefnisstjóra hjá Flugmála- stjórn, eru framkvæmdir á áætlun og vonast til að suður- endinn, með um þúsund metra braut, verði tekinn í notkun 7. júlí næstkomandi. Áætlanir miðast við að braut- in í heild sinni verði tilbúin 1. október í haust, ásamt nýrri akbraut við norðurendann sem kemur til með að auka verulega öryggi vallarins. Allri flugumferð um Reykjavíkurflugvöll er nú beint á austur-vesturbrautina á meðan framkvæmdir standa yfir. Álagið er því mikið á þeirri braut en ekki hefur þurft að loka vellinum vegna óhagstæðra vindátta. Þó stóð tæpt í vikunni þegar stífar norðanáttir létu á sér kræla og við lá að leggja þyrfti niður áætlunarflug. Norður-suður-braut á áætlun Vatnsmýri Morgunblaðið/ÁsdísNorður-suður-braut Reykjavíkurflugvallar á að vera tilbúin 1. október í haust. HUGMYNDIR um bryggju- hverfi á landfyllingu í Arnar- nesvogi eru meðal þess sem skipulagsnefnd Garðabæjar mun hafa til hliðsjónar í vinnu við breytingar á aðalskipulagi svæðisins, sem verið hefur at- hafnasvæði Stálvíkur við Arn- arnesvog og svæðið vestan við það. Bæjarstjórn ákvað í vik- unni að fela skipulagsnefnd- inni að hefja vinnu við breyt- ingarnar og vill að hugmyndir, sem kynntar hafa verið um nýtt íbúðahverfi við Arnarnesvog, verði hafðar til hliðsjónar. „Það var ákveðið að í stað- inn fyrir iðnaðarsvæði við voginn yrði byggt íbúðasvæði og á öðrum reit þar sem fyr- irhugað er að hafa iðnað, verslun eða íbúðir yrðu líka byggðar íbúðir,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, forseti bæjar- stjórnar aðspurð um málið. Hún segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort af landfyllingu verður úti í vogn- um en að hugmyndir þar um verði teknar með í skipulags- vinnuna. „Það er verið að fara heildstætt í þetta verkefni og skipulagsnefnd er falið að skoða allar hugmyndir. Síðan þarf það að fara í kynningu og ef það nær fram þá verður það að endanlegu skipulagi.“ Laufey segir aðalskipulags- breytingar taka langan tíma en segist búast við að á haust- mánuðum fari fyrstu tillögur að aðalskipulaginu að líta dagsins ljós. Breyting á aðalskipulagi Bryggjuhverfi til skoðunar í skipulagsnefnd Arnarnesvogur EF bryggja er innan seil- ingar fylgir það ævinlega vorinu og sumrinu að menn taka að venja þangað komur sínar með veiðistöng og aðr- ar nauðsynlegar græjur sem þarf til að krækja í eitthvað úr djúpinu. Þetta sannaðist á feðgunum Helga Aroni Ágússyni 8 ára og Ágústi Helgasyni bakara, sem Morgunblaðið hitti fyrir á bryggjusporði við Suð- urbakka Hafnarfjarð- arhafnar í vikunni. Að- spurðir kváðust þeir vera nýkomnir og ekki hafa feng- ið neitt ennþá, en ættu von á þorski, og kannski ufsa eða kola. Og ef ekki einhverri þessara tegunda, þá allavega marhnúti. Þeir feðgar egndu með gervibeitu, svonefndum kraftnöggum. „Þetta virkaði ágætlega á silunginn í Hítar- vatni,“ sagði Ágúst, þegar hann var spurður að því hvort hafnfirsku fiskunum þætti slíkt girnilegur biti. Helgi sagðist ekki fara oft að veiða, en sér fyndist það samt mjög gaman. Hann kynni þó ekki að leysa fiskana af og yrði að fá að- stoð hjá pabba við það, enda gæti það stundum verið dá- lítið flókið mál. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Þeir voru glaðir í bragði, feðgarnir Helgi og Ágúst, enda eflaust nóg af fiski þarna niðri. Dorgað á bryggju- sporðinum Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.