Morgunblaðið - 19.05.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.05.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þetta er nú meiri ofurkappinn sem við eigum, Davíð minn, hann vinnur bara alltaf. BÖRN undir 18 ára aldri gátu í 42% tilvika keypt tóbak í söluturnum höf- uðborgarinnar skv. niðurstöðum könnunar sem Íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur, ÍTR, gerði í apríl í tengslum við átaksverkefnið Seljum börnum og unglingum ekki tóbak, en að því standa Reykjavík- urborg, Tóbaksvarnarnefnd og VR. Farið var í 161 verslun og gátu ung- lingarnir sem voru á aldrinum 13–15 ára keypt tóbak í 67. Niðurstöðurnar voru misjafnar eftir hverfum, unglingunum var oft- ast neitað um afgreiðslu í Vestur- bænum, í 13% tilvika en auðveldast var að kaupa tóbak í Voga-, Lang- holts- og Lauganeshverfi, þar var það afgreitt í 68% tilvika. Í mars 1999 var gerð sambærileg könnun og gátu þá unglingar keypt tóbak í 68% tilfella. Í fyrstu könnun átaksins í nóvember í fyrra fengu þeir af- greiðslu í 58% tilvika og um mán- aðamótin janúar-febrúar á þessu ári í 49% tilvika. Hlutfallið hefur því lækkað umtalsvert. 24 sölustaðir neituðu að selja unglingum tóbak í öllum þremur könnunum. Kannanirnar skila greinilega ár- angri en 42% er samt sem áður of hátt hlutfall, sögðu fulltrúar þeirra sem standa að átakinu þegar niður- stöðurnar voru kynntar. Fram kom að söluturnar sem seldu unglingum tóbak fengju viðvörunarbréf eftir fyrsta brot, næst formlega áminn- ingu en eftir þriðja brot væri gert ráð fyrir að viðkomandi yrði bannað að selja tóbak í þrjá mánuði. Hrannar B. Arnarsson, formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, sagði að nú ættu 22 sölustaðir yfir höfði sér sölubann en slíkum úrræðum hefði ekki verið beitt áður. „Í apríl samþykkti um- hverfis- og heilbrigðisnefnd hvernig staðið yrði að takmörkuðu sölubanni. Þá var einróma samþykki í nefndinni en á síðustu tveimur fundum hafa komið upp efasemdir frá fulltrúum atvinnulífsins um hvort þetta sé eðli- legur framgangsmáti.“ Hann sagði málið í skoðun hjá borgarlögmanni en til stæði að framfylgja samþykkt- inni. Þorgrímur Þráinsson, fram- kvæmdastjóri tóbaksvarnarverndar, sagði með ólíkindum að fulltrúar at- vinnulífsins mótmæltu aðgerðunum, því löngu væri tímabært að draga menn til ábyrgðar. „Þó ljóst sé að miklir viðskiptahagsmunir séu í húfi fyrir þá sem selja tóbak er það á kostnað unglinganna ef ekki er tekið á þessum málum.“ Morgunblaðið/Jim Smart Þorgrímur Þráinsson, Hrannar B. Arnarsson, Soffía Pálsdóttir og Sigrún Sveinbjörnsdóttir. Hér má sjá hluta sígarettupakkanna sem unglingarnir gátu keypt samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. 22 staðir eiga yfir höfði sér tóbakssölubann                               !"   # $% #&  $ % '    ()$ * +, %-' .   / 0   0  *12 %  * 2   %   ( 3 $  3 $    (      3 *           4 5 4 6 74 56  58 6 98 7 59          ZEN-fyrirlestur í Gerðubergi Þar verður hug- hjartað snortið Á mánudagskvöldklukkan 20 verðurí Gerðubergi fyrir- lestur Zen-meistarans Jakusho Kwong - roshi sem kom hingað til lands á fimmtudagskvöld. Fyrir- lesturinn fer fram á ensku. Kwong - roshi var spurður um hvað fyrirlestur hans fjallaði. „Ég hugsa aldrei um titla en ég ætla að tala um aðalatriði Zen, grundvall- aratriðin í Zen-iðkun, hvað það raunverulega þýðir. Í Zen-hugleiðslu er reynt að vinna gegn þeirri tví- hyggju sem í daglegu lífi lokar fólk inni í sínum einkaheimi og hefur áhrif á þær þjáningar sem við upplifum í veröldinni, bæði okkar eigin veröld og hinni stóru veröld. Ekki það að Zen leysi öll vandamál fólks – en ef, í hátækni- samfélögum, það getur áttað sig á hvað er í bakgrunni og hvað er í forgrunni þá hjálpar það. Sam- félagið er að kljást við það sem upp snýr en hefur misst samband við það sem á bak við býr. Við get- um tekið sem dæmi börn sem eiga enga foreldra, hin glötuðu börn í okkur sjálfum. Ég ætla að tala um vímuefni sem fólk leitar í þegar það hefur misst tengsl við sinn innri mann. Ég ætla líka að ræða um sjálfsmorð sem það grípur til þegar allt er orðið vonlaust. Margt fólk tekur alls kyns lyf til þess að deyfa sig, ekki aðeins ólögleg efni heldur líka efni sem eru lögleg og ávísuð fólki frá læknum. Sjálfur er ég 66 ára og nota engin lyf af neinu tagi, ég var háður reykingum í 40 ár en nú hef ég losnað undan því. Af því við höfum glatað sambandi við hinn innri mann og þann sköpunar- kraft sem býr í okkur öllum, þá er svo mikilvægt að við tökumst á við það að nálgast þennan grunn með einhvers konar uppbyggilegri iðk- un. – Hefur fólk verulegt gagn af Zen-hugleiðslu? „Mörg okkar upplifa streitu og vonleysi í hinu daglega lífi. Auk- inn hraði og spenna í þjóðfélögum nútímans hefur í för með sér skort á mikilvægum mannlegum eigin- leikum á borð við kyrrð, hlýju og samúð. Zen-iðkun, sem byggist á öndun og vakandi huga, býður upp á tækifæri til þess að staldra við, beina huganum inn á við og kynnast sjálfum sér. Grunnurinn að Zen-iðkun og þjálfun í hug- leiðsluæfingum er Zazen (sitjandi Zen) en Zen-iðkun kemur frá Búdda. Á sjöttu öld barst Zen frá Indlandi til Kína með Indverjan- um Bodhidharma. Zen sem iðkað er í dag má rekja til hans. Upp- hafsmaður Soto Zen-hefðarinnar, sem er önnur af tveimur aðal- greinum Zen-Búddismans, er Japaninn Eihei Dogen (1200- 1253). Zen á Íslandi til- heyrir þeirri hefð. Áhersla er lögð á hóp- iðkun. Flest vandamál sköpum við vegna þess að við þekkjum okkur ekki sjálf. Markmið þess að kynna sér Búddisma er að kynn- ast sjálfum sér.“ – Er fegurðin hluti af Zen? „Fegurðin er í forgrunninum en hún kveikir á tengslum við það sem á bak við býr. Ég spyr á móti: Hvaðan sprettur fegurðin? Fólk þarf að vita hvaðan fegurðin kem- ur, það er það mikilvægasta. Allir vilja komast til himnaríkis en fæstir hafa uppgötvað að við erum þar nú þegar, við þurfum bara að komast í snertingu við það.“ – Er Zen stór hreyfing í Banda- ríkjunum? „Ekki kannski verulega stór en í henni er fólk af ýmsu tagi, þar á meðal listamenn, rithöfundar og aðrir sem hafa veruleg áhrif til út- breiðslu hennar. Fólk verður að fara inn í þessa iðkun, þjálfa sig, það er ekki nóg að lesa um Zen eða tala, þú verður að iðka hug- leiðslu og komast þannig í snert- ingu við bakgrunninn sem allt sprettur upp úr. Zen merkir að þú opnar fyrir og snertir alheiminn í sjálfum þér. Zen leiðir til Zazen sem er sitjandi Zen en á það er lögð mikil áhersla. Í sitjandi Zen situr þú kyrr og lætur ekki trufl- ast af öllum þeim tilboðum sem í gangi eru í kringum okkur og öll- um þeim óróleika sem því fylgir. Þegar við iðkum sitjandi Zen þá getum við nálgast þá uppsprettu sem tengir okkur við okkar innra sjálf. Forgrunnurinn er eins og hið íslenska veður – sviptivinda- samur – en bakgrunnurinn er hins vegar eins og eilíft sólskin.“ – Heimsækir þú mörg önnur lönd? „Ég heimsæki núna reglulega Pólland og fer víða um Bandaríkin til þess að halda fyrirlestra. Ég hef komið margoft til Íslands, þetta er í fimmtánda skiptið sem ég held hér fyrirlestur. Zen-hóp- urinn á Íslandi telur um tuttugu manns en það hafa miklu fleiri far- ið í gegnum námskeið og lært þessa iðkun þótt þeir séu ekki virkir þátttak- endur í hópnum. Yfir vetrartímann getur fólk stundað reglulega Zen-iðkun. Frá árinu 1999 hefur Zen á Ís- landi verið skráð opin- berlega sem trúfélag. Ég gegni hlutverki kennarans hér.“ – Munt þú standa fyrir nám- skeiði í hugleiðslu nú? „Eftir fyrirlesturinn heldur hópurinn út fyrir bæjarmörkin þar sem verður haldið svokallað „sesshin“, sem merkir að snerta hughjartað og byggist á hinni fornu hefð Zen-iðkunar.“ Jakusho Kwong - roshi  Jakusho Kwong - roshi fædd- ist í Santa Rosa í Kaliforníu 1935. Hann byrjaði að iðka Zen með japanska Zen-meistaranum Shunryu Suzuki árið 1959. Kwong - roshi stofnaði Sonoma Mountain Zen-setrið í Norður- Kaliforníu árið 1974 og hefur starfað þar og haft aðsetur síðan. Roshi hefur verið kennari „Zen á Íslandi – Nátthagi“ síðan 1987 og kemur hingað til lands árlega. Forgrunnurinn eins og ís- lenskt veður – bakgrunn- urinn er eilíft sólskin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.