Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ eru nokkur ár síðan Ólafur Gaukur hélt síðast djasstónleika. Þá spilaði hann klassíska bandaríska söngdansa af slíkri lýrískri innlifun að maður sat agndofa. Nú var tekinn dálítið annar póll í hæðina og tempóið hraðara og sveiflan harðari. Ólafi var tíðrætt um djammsess- jónirnar í Breiðfirðingabúð fyrir rúmri hálfri öld þarsem hann lék ung- ur ásamt Guðmundi Steingrímssyni og öðrum fræknum köppum. Og Breiðfirðingabúð var nærri í tónlist- inni þetta kvöld og ef litið var útum glugga á efri hæð Húss málarans mátti sjá Skólavörðustíginn hvar Breiðfirðingabúð stóð í djassljóma. Kvartettinn hóf leikinn á klassík Henry Manchinis um daga víns og rósa, sem var að vísu samin löngu eft- ir að djammsessjónir voru haldnar í Búðinni. Manchini var einn af kenn- urum Ólafs er hann hélt fullorðinn maður til Los Angeles að læra að semja kvikmyndatónlist. Heldur var sveiflan stíf, en það lagaðist þegar næsti söngdans upphófst, hið sígilda verk Johnny Greens; Body And Soul. Þórir Baldursson brá undir sig Garn- erfætinum með eligans og hvelltóna einleikslínur gítarleikarans og mjúkir hljómar gældu við eyrað. Þá var kom- ið að meistara Gershwin: A Foggy Day og The Man I Love. Hið síðar- nefnda var fyrsta lagið sem Gaukur lærði að spila á gítar og lék á dans- æfingu endur fyrir löngu. Þó lagið sé einfalt er ekki einfalt að leika það vel. Laglínan er meistaraverk ljóðadjass- ins og hefur verið túlkuð af slíkri snilld af Billie Holliday að lengra verður vart komist. Ólafur lék lagið af innlifun, en brátt var hrynsveitin far- in að gefa í þannig að útkoman var ekki jafn mögnuð og er hann lék það á afmælistónleikum Eyþórs Þorláks- sonar í fyrra. Eftir blús í b var Misty eftir Erroll Garner á dagskrá og greinilegt að kvartettinn var á hörðu sveiflubux- unum. Þórir tók að sjálfsögðu Garn- errispu en sleppti þó öllu tónaregni, enda bauð tempóið ekki uppá slíkt. Hann er um margt líkastur Guð- mundi Ingólfssyni af íslenskum djasspíanistum sem enn eru í fullu fjöri. Grúfið alltaf sterkt og víða leitað fanga í stílbrigðum. Gaukur lék fínan sóló þarna og gítarinn söng af gleði. Gaukur sagði að eitt lag hefði alltaf verið leikið á djammsessjónum í Breiðfirðingabúð: On The Sunny Side Of The Street eftir Jimmy McHuges. Þeir hristu það auðveld- lega framúr erminni og luku síðan tónleikunum á Softly As In The Morning Sunrise eftir Sigmund Rom- berg, sem ég man fyrst eftir að hafa heyrt Módern djasskvartettinn leika en Björn Thoroddsen hefur túlkað manna oftast hérlendis. Þarna var rýþminn fínn. Guðmundur skifti með elegans úr latín bíti yfir í klassíska sveiflu og hinn nýi fimmstrengja plötubassi Bjarna Sveinbjörnssonar hljómar vel. Bjarna hef ég ekki heyrt leika djass í nær tvö ár og var hann bestur í sólóum þegar hann hélt sig sem næst laglínunni einsog í The Man I Love. Þetta var fínt kvöld með djamm- sessjón brag og einsog Gaukur sagði: ,,Ég veit ekki betri heilsubót en að leika djass,“ og get ég tekið undir það. Fátt lyftir geðinu betur en góð sveifla og vonandi þurfum við ekki að bíða í mörg ár eftir næstu sveiflutón- leikum Ólafs Gauks. DJASS M ú l i n n í H ú s i M á l a r a n s Ólafur Gaukur Þórhallsson gítar, Þórir Baldursson píanó, Bjarni Sveinbjörnsson bassa og Guð- mundur Steingrímsson trommur. Fimmtudagskvöldið 17.5. 2001. KVARTETT ÓLAFS GAUKS Heilsubót úr Breið- firðingabúð Vernharður Linnet HÓPUR kvenna, sem kalla sig Mósaík 2001 opnar sína fyrstu sýn- ingu á mósaíkverkum í Listmuna- húsi Ófeigs við Skólavörðustíg, í dag, laugardag. Tildrög sýningarinnar eru þau að á síðasta ári hélt listakonan Kjuregej Alexandra Argunova námskeið í gerð mósaíkverka. Af- raksturinn varð sá að 10 áhuga- samar konur stofnuðu með sér félagið Mósaík 2001. Þær eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á að fegra umhverfi sitt, endurnýta gamalt og brotið og komast í tengsl við sköpunarkraftinn. Félagið hyggst halda sýningu á verkum sín- um einu sinni á ári og auka með þeim áhuga almennings á að gera hlutina sjálfur. Kjuregej Alexandra segist fyrst hafa heillast af mósaíkgerð þegar hún kynntist mósaíkskreyttum borgum á Spáni og Ítalíu „Þetta smaug einhvern veginn inn í sálina hjá mér. Mig hafði lengi dreymt um að læra þetta, og árið 1993 tók ég lífeyrissjóðslán og skellti mér í nám við Listaakademíuna í Barcelona,“ segir Kjuregej. Hún efndi til nám- skeiðsins á síðasta ári og komst þá í kynni við þann hóp kvenna sem skipar Mósaík 2001. Á námskeið- unum leggur Kjuregej ekki síst áherslu á mikilvægi þess að geta bjargað sér sjálfur og að nýta gamla hluti, enda segir hún vanta alla alla sparnaðarhugsun í Íslend- inga. „Mósaíkið er svo skemmtilegt því þar er hægt að nota gamalt leir- tau og ýmsa dýrmæta hluti sem annars yrði hent. Þannig verða mósaíkverkin oft full af gömlum minningum.“ Kjuregej segir nem- endahópinn skipaðan kraftmiklum hugsjónakonum, sem koma úr öll- um mögulegum stéttum. Eitt af markmiðum hópsins er að vinna að því að skreyta borgina og umhverf- ið með mósaíkverkum. „List og feg- urð göfga mannshjartað og við í hópnum viljum bjóða fram krafta okkar til að fegra borgina með mósaíkverkum,“ segir hún. Á sýn- ingunni í Listmunahúsi Ófeigs er að finna bæði mósaíkmyndir og ýmsa nytjahluti, svo sem stól, borð og ramma. Hún stendur til 6. júní og er opin virka daga frá 10-20 og laugardaga frá 11-16. Sýning á mósaík- verkum hjá Ófeigi Mósaík-konurnar Bryndís, Kjuregej Alexandra, Linda og Fanný. KÓR Aðventkirkjunnar í Reykjavík hefur nýlega lokið við upptöku sönglaga Salómons Heiðar org- anista og tónskálds og hyggst senda frá sér hljómdisk fyrir lok ársins. Af þessu tilefni heldur kórinn tónleika í Aðventkirkjunni, Ingólfs- stræti 19, í dag laugardaginn 19. maí kl. 19. Stjórnandi er Garðar Cortes, undirleikari er frú Kry- styna Cortes og tæknimaður er Halldór Víkingsson. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Tónleikar Aðventkórsins PLASTRÓSIR er það fyrsta sem kemur í hugann eftir sýningu nýj- ustu myndar Pats O’Connor. Hvergi vottur af þeim raunsæja, skynsama og manneskjulega leik- stjóra sem á heiðurinn af jafnágæt- um myndum og Cal og Circle of Friends. Við blasir innantómt, líf- vana og lyktarlaust gervidrama þar sem allt er afskræmt. O’Connor setur nýtt met í Hollywood- óraunsæi; það er ekki að finna eitt einasta atriði í allri hinni ógnar- löngu Sweet November þar sem bólar á ósviknum eðlilegum tilfinn- ingum. Aðalpersónurnar eru auglýsinga- maðurinn Moss (Keanu Reeves), nýríkur hrokagikkur, tilfinninga- heftur vanviti sem elskar tvennt öðru fremur; sjálfan sig og farsím- ann. Inn í gleðisnautt líf hans brýst stúlkan Sara (Charlize Theron), um svipað leiti og Moss missir vinnuna og kærustuna. Sara er ólík öllu sem Moss þekkir. Grænmetisæta sem notar sjónvarpið fyrir blómapott, bjargar gæludýrum úr tilraunastof- um, telur köllun sína í lífinu að koma uppaflónum á borð við Moss til einhvers þroska. Til þess gefur hún hverjum og einum einn mánuð; Moss er herra nóvember. Jafnframt býr hún yfir vel geymdu leynd- armáli sem Moss kemst að þegar þau eru orðin yfir sig ástfanginn og hann fyrirmyndar valmenni. Best að hlífa lesendum við þeim ósköp- um. Sweet November er ein samfelld runa tilgerðarlegra uppákoma sem eiga ekkert skylt við raunveruleik- ann. Hvert atriðið á eftir öðru kem- ur manni á fremsta hlunn með að taka á rás út úr salnum. Sara hlaupandi á ströndinni með hund- um; Moss að bjarga vini sínum, sveinsstaula í næsta húsi, í sigl- ingakeppni; Moss með sveinsstaul- ann á foreldrafundi; Moss og Sara í húskofa, bernskuheimili þess fyrr- nefnda; hinn betrumbætti Moss sýnandi hrokanum langt nef á há- degisverðarfundi með stórkarli aug- lýsingabransans. Hver raunsæis- firrtur ófögnuðurinn rekur annan. Hollywood er jafnan í stökustu vandræðum með minnihlutahópa; vill vera svo ósköp sæt og hugguleg við þá alla. Afleiðingin sú, hvað hommana snertir, að þeir eru í nýrri lægð í Sweet November; skilningsríkar, hugumstórar og hjartgóðar kerlingardúllur. Það er ekki eitt heldur allt sem er afbakað í vonandi verstu mynd ársins. Reeves og Theron eru bæði fallegt fólk og prýðisleikarar, vonandi vanda þau val sitt betur í framtíð- inni. Sýning Sweet November sann- ar öðru fremur ráðaleysið í Hol- lywood, veruleikafirringuna og handritaskortinn. Endurgerð vondrar myndar getur seint talist góður kostur. KVIKMYNDIR B í ó h ö l l i n , K r i n g l u b í ó Leikstjóri Pat O’Connor. Handrits- höfundur Herman Raucher, Paul Yurick, Kurt Voelker. Tónskáld Christopher Young. Kvikmynda- tökustjóri Edward Lachman. Aðal- leikendur Keanu Reeves, Karina Andrews, Charlize Theron, Jason Isaacs, Liam Aiken. Sýningartími 119 mín. Bandarísk. Warner Bros. 2000. SWEET NOVEMBER1 ⁄2 Ástamál á gervigrasi Sæbjörn Valdimarsson AFMÆLISTÓNLEIKAR Lands- virkjunarkórsins verður í Laugar- neskirkju á morgun, laugardag kl. 14. Kórinn er að ljúka sínu 10. starfs- ári um þessar mundir og hefur á að skipa rúmlega 30 söngröddum og eru það starfsmenn Landsvirkjunar, makar þeirra og aðstandendur. Einnig hafa ráðgjafar frá Verkfræði- stofunum Hönnun og Línuhönnun lagt kórnum lið. Á tónleikunum verða flutt íslensk, amerísk, sænsk, þýsk og ítölsk lög. Einsöngvarar verða þau Þuríður G. Sigurðardóttir, sópran og raddþjálf- ari kórsins, og Þorgeir J. Andrésson, tenór, en þau syngja einnig dúett úr Kátu ekkjunni ásamt kórnum. Undirleikarar eru Kolbrún Sæ- mundsdóttir á píanó og Guðni Þor- steinsson á harmoniku. Aðgangur er ókeypis. Landsvirkjunarkórinn. Orkusöngur í Laugarneskirkju LISTASAFN Reykjavíkur á Kjar- valsstöðum býður upp á táknmáls- leiðsögn auk hefðbundinnar leið- sagnar um sýninguna Odd Nerdrum – kitschmálarinn á morgun, sunnu- dag, kl. 15, en táknmálsleiðsögnin er nú orðin fastur liður í dagskrá safns- ins. Táknmálsleiðsögn um listasýningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.