Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 11 NÝ könnun Samkeppnisstofnunar á verðmerkingum í matvöruverslun- um, sem gerð var í apríl og maí, leiðir í ljós að ástand strikamerk- inga hefur aldrei verið jafnslæmt. Stofnunin kannaði 50 vörutegundir í 70 matvöruverslunum og í 7% til- vika var verð vörunnar við kassa hærra en það sem gefið var upp við hillu. Þetta er mun hærra hlutfall en í fyrri könnunum Samkeppnis- stofnunar. Dæmi voru um í einstökum versl- unum að kassaverð var hærra en í hillu í 36% tilvika, eða í verslun 11- 11 í Laugalæk. Þá er dæmi um að verðmunurinn geti numið allt frá nokkrum krónum og upp í nokkur hundruð krónur. Samkeppnisstofnun hefur haft veik úrræði til að framfylgja reglum um verðmerkingar en samkvæmt nýjum samkeppnislögum tók reglu- gerð gildi í gær þar sem heimildir eru rýmkaðar til að beita verslanir dagsektum og geta þær numið frá 50 til 500 þúsund króna Eftir að strikamerkingar urðu almennar hefur borið töluvert á því að vörur séu óverðmerktar eða að verðmerk- ing í hillu stemmi ekki við kassa- verð. Í flestum tilvikum hefur verið um að ræða sinnuleysi í einstökum verslunum, að mati Samkeppnis- stofnunar. Rétt er að taka fram að í 87,6% tilvika reyndust verðmerkingar í lagi í þessum 70 verslunum, í 7,3% tilvika var kassaverð hærra en við hillu, í 3% tilfella var engin verð- merking í hillu og í 2,1% tilvika var kassaverðið lægra. Samkeppnisstofnun vekur at- hygli á sjö verstu tilvikunum. Allt eru það verslanir 10-11 og 11-11, þar sem kassaverðið var hærra í 22- 36% tilvika. Þetta voru verslanir 10- 11 í Laugalæk, Langarima og Stað- arbergi og 11-11 við Skipholt, Norð- urbrún, Skúlagötu og Brekkuhús. Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra vék athygli á þess- ari könnun áður en hún kynnti skýrslu Samkeppnisstofnunar um stjórnunar- og eignatengsl í ís- lensku atvinnulífi í gær. Hún sagði að ástandið væri orðið það alvarlegt í verðmerkingum að stofnunin hefði grunsemdir um að í einhverjum til- vikum væri um ásetning verslan- anna að ræða. Vonaðist hún til að ný reglugerð gæti auðveldað Sam- keppnisstofnun að grípa inn í. Georg Ólafsson, forstjóri Sam- keppnisstofnunar, sagði að könnun- in sýndi að ástand þessara mála hefði snarversnað frá því í fyrra. Hann áréttaði að þó að heimild fengist til að beita verslanir dag- sektum yrði ekki gripið til þess úr- ræðis nema í neyð. Kynna ætti nýju reglugerðina fyrir verslunareigend- um. „Við höfum verið að fá sífellt fleiri kvartanir neytenda vegna þessa og við höfum varla áttað okk- ur á hvað málið er stórt,“ sagði Georg. Verðmerkingum í matvöruverslunum ábótavant Hækkun frá hillu að kassa í 7% tilvika „NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN Íslands er ekki umsagnaraðili um mat á umhverfisáhrifum,“ segir Jón Gunnar Ottósson, forstjóri stofnun- arinnar, en margir hafa gagnrýnt hana fyrir að sitja báðum megin borðsins, það er vinna að mati á áhrifum virkjana á umhverfi sitt og gefa síðan umsögn um matsskýrsl- una. Stofnunin vann náttúrufars- þáttinn í mati á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar fyrir Lands- virkjun, eins og lög gera ráð fyrir, en hún kemur, eins og fyrr segir, á eng- an hátt að umsagnarferlinu. „Þótt stofnunin taki að sér þetta verk fyrir Landsvirkjun felur það ekki í sér neina afstöðu með eða á móti virkj- un,“ segir Jón Gunnar. Í Morgunblaðinu á fimmtudag var m.a. sagt frá því að á aðalfundi Land- verndar hefði stofnunin verið gagn- rýnd fyrir að koma að mati á um- hverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunnar. „Einnig hef ég heyrt þetta frá Vegagerðinni og meira að segja frá þingmönnum sem ættu að vita betur,“ segir Jón Gunn- ar. Hann segir að Náttúrufræði- stofnun Íslands sé vísindastofnun sem hafi m.a. það hlutverk að meta verndargildi náttúrunnar og gefa ráð sem lúta að landnotkun og auð- lindanýtingu. Það er aftur á móti Náttúruvernd ríkisins sem er um- sagnaraðili. Jón Gunnar segir að í einstaka tilfellum vinni Náttúru- fræðistofnun sérfræðiálit fyrir Skipulagsstofnun vegna mats á um- hverfisáhrifum framkvæmda, en það sé einungis í tilfellum þar sem stofn- unin hefur ekki komið að málinu áð- ur. „Okkur finnst mjög slæmt hvað þessi misskilningur er útbreiddur.“ Mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar Náttúrufræðistofnun ekki umsagnaraðili PÓST- og fjarskiptastofnun veitti í maíbyrjun, Íslenska útvarpsfélaginu (ÍÚ) tilraunaleyfi til stafrænna sjón- varpsútsendinga. Fleiri hafa ekki sótt um slíkt leyfi, en munnlegar fyr- irspurnir hafa þó borist frá nokkrum aðilum. Leyfi ÍÚ var veitt með því skilyrði, að félagið sendi Póst- og fjarskipta- stofnun greinargerð fyrir 1. júní. nk. um hvernig félagið hygðist haga til- raunútsendingunum. Félagið þarf ennfremur að fylgja Evrópustöðlum varðandi þann tækjabúnað sem nota á, og lúta ákvæðum um að stöðva strax tilraunaútsendingar leiði þær til truflunar á annarri sjónvarps- starfsemi. Þá fer Póst- og fjarskipta- stofnun fram á það við ÍÚ að við til- raunaútsendingarnar verði hagsmunir dreifbýlisins hafðir í huga. ÍÚ sótti um umrætt leyfi á síðasta ári og sendi þá Póst- og fjarskipta- stofnun greinargerð til samgöngu- ráðuneytisins þar sem óskað var stefnu ráðuneytisins á þessu sviði. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra lagði síðan til við Póst- og fjar- skiptastofnun í bréfi sínu til stofn- unarinnar 12. mars sl., að hún veitti tilraunaleyfi til stafrænna sjón- varpsútsendinga hér á landi. Rök ráðherra eru m.a. þau að vaxandi áhugi sé á dreifingu fræðslu- og af- þreyingarefnis með stafrænum miðl- um. Nýta þarf nýjustu tækni Einn þátturinn í því að gera Ísland allt sigurstranglegt í samkeppni um búsetu, sé öruggur og greiður að- gangur að menningu og fréttum alls staðar að úr heiminum. Til að ná verulegum árangri í þessu efni sé þörf á að nýta nýjustu tækni, en víð- tækt samstarf þeirra sem selja sjón- varpsþjónustu og þeirra sem reka fjarskiptanet hér á landi, er til þess fallið að efla útbreiðslu sjónvarps- sendinga. „Stafrænt sjónvarp er á næsta leiti og núverandi tækni við útbreiðslu sjónvarps því væntanlega á undanhaldi,“ segir í bréfi ráðherra. „Með stafrænu og gagnvirku sjón- varpi mun verða mikil breyting á nú- verandi hlutverki framleiðslu- og dreifingaraðila sjónvarpsefnis og dreifingaraðila annars konar gagna- flutnings.“ ÍÚ veitt tilraunaleyfi til stafrænna sjón- varpsútsendinga EGGERT Haukdal, fyrrum oddviti í Vestur-Landeyjahreppi, hyggst krefja hreppinn um greiðslu á millj- ónum króna sem hann telur sig eiga inni hjá hreppnum. Eggert segir að í lok árs 1998 hafi hann greitt hreppnum 2,8 milljónir að kröfu KPMG endurskoðunar, sam- kvæmt skýrslu fyrirtækisins. Hann hafi síðar verið ákærður á grundvelli þessarar skýrslu. Nú hafi hann hins- vegar verið sýknaður af flestum ákæruatriðum þótt eftir standi sak- felling fyrir fjárdrátt í opinberu starfi upp á 500.000 krónur. Hann eigi því milljónir inni hjá hreppnum vegna þessarar greiðslu með vöxtum og ógreiddum launum. Hæstiréttur staðfesti á fimmtudag niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands um sakfellingu fyrir ofangreindar 500.000 krónur. Áður hafði Hæsti- réttur ómerkt fyrri dóm héraðsdóms og sent hann til nýrrar meðferðar hjá héraðsdómi. „Í fyrri dómnum var ég sakfelldur fyrir ákæruatriðin. Í seinni dómi héraðsdóms er ég hins vegar sýknaður af öllum meginatriðum ákærunnar en eftir stendur að ég er dæmdur fyrir að draga mér 500.000 krónur. Þessum dómi áfrýjaði ég til Hæstaréttur sem síðan staðfesti þessa niðurstöðu,“ segir Eggert. Dæmdur án fullnægjandi sannana Eggert hafnar því alfarið að hann sé sekur um fjárdrátt og segir að Hæstiréttur hafi dæmt sig án þess að fullnægjandi sannanir hafi legið fyrir. Því hafi bæði héraðsdómur og Hæsti- réttur í raun dæmt hann fyrir hand- vömm endurskoðanda síns. Eggert gagnrýnir mjög vinnubrögð ríkissak- sóknara og ríkislögreglustjóra. Hann segir embættin hafa tekið gagnrýn- islaust upp niðurstöður rannsóknar sem KPMG endurskoðun gerði á bók- haldi Vestur-Landeyjahrepps og not- að þær til að útbúa ákæru á hendur sér. Eggert segir niðurstöður rann- sóknar KPMG endurskoðunar hafa verið alrangar. Reyndar hafi Héraðs- dómur Suðurlands og Hæstiréttur staðfest að þær hafi verið rangar í öll- um meginatriðum. Eggert Haukdal, fyrrverandi oddviti Vestur-Landeyjahrepps Neitar sök og hyggst krefja hreppinn um milljónir KÖNNUN sem Verslunarmanna- félag Reykjavíkur lét gera meðal félagsmanna sinna leiðir í ljós að á mörgum vinnustöðum VR hefur ekki verið mótuð jafnréttisstefna. Í könn- uninni sem Félagsvísindastofnun HÍ vann, var spurt hvort starfsmenn teldu að jafnréttisstefna hefði verið mótuð á vinnustað þeirra og hvort þeir teldu að kynin hefðu jafnmikla möguleika til starfsframa. Að jafnaði töldu bæði kynin, allir aldurshópar sem spurðir voru, stjórnendur og almennir starfsmenn að karlar hefðu meiri möguleika en konur til að ná lengra í starfi. Því eldri sem starfsmennirnir eru þeim mun frekar töldu þeir að karlar hefðu betri möguleika til starfs- frama. Yngsti hópurinn, 18–25 ára, taldi svo síst vera. Einnig töldu starfsmenn stórra fyrirtækja frekar að karlar hefðu yf- irburði yfir konur hvað þetta varðar, en starfsmenn minni fyrirtækja. Þetta er athyglisvert þar sem að könnunin leiðir einnig í ljós að jafn- réttisstefna hefur frekar verið mót- uð á stærri vinnustöðum, þar sem 50 eða fleiri VR-félagar starfa, en þeim minni. 20% starfsmanna stærri fyr- irtækja töldu að jafnréttisstefna hefði verið mótuð, en 11 prósent starfsmanna á minni stöðum. Konur og karla greinir á Konur töldu almennt frekar að jafnréttismálum væri ábótavant á vinnustöðum sínum en karlar. 69% kvenna töldu að jafnréttisstefna hefði ekki verið mótuð á vinnustað sínum, en 58% karla. 22% karlanna segja jafnréttisstefnu vera til staðar, en einungis 15% kvenna. Athygli vekur að stjórnendur telja almennt frekar en almennir starfs- menn að jafnréttisstefna hafi verið mótuð. 26% hærri stjórnenda telja svo vera en einungis 14% almennra starfsmanna eru á sama máli. Könnun meðal félagsmanna VR Karlar hafa meiri möguleika til starfs- frama en konur AÐFARANÓTT föstudagsins 18. maí bar hreinkýrin Snotra, og eignaðist hún myndarlegan tarf. Í lok vetrar er það svo að kelfdar kýr eru einu hreindýrin sem ekki eru búin að fella hornin, en þær fella síðan hornin á 1.–11. degi eftir burð. Voru starfsmenn garðsins því komnir í viðbragðs- stöðu vegna þess að Snotra var nýbúin að fella bæði hornin og farin að draga sig frá hinum dýr- unum. Burður gekk mjög vel og heils- ast þeim báðum eins og best verð- ur á kosið, að sögn starfsmanna garðsins. Venjulega bera kýrnar fyrstu dagana í maí, en þær ganga aðeins lengur með tarfana, einhverra hluta vegna, og þess vegna gerist þetta núna, í áliðn- um mánuðinum. Fyrstu hreindýr komu í Hús- dýra- og fjölskyldugarðinn í des- embermánuði 1992. Þetta voru dýr af Fljótsdalshéraði – þrjár kýr, sem allar voru kálffullar, og einn tarfur. Í dag eru einnig þrjár fullorðnar kýr og einn tarf- ur þar – Snotra, Kólga og Dögun, og svo Draupnir, en það eru ekki sömu dýr og komu af Héraði. Nýfæddi kálfurinn er ekki enn kominn með nafn, en eflaust fær hann það von bráðar. Hreindýrskálfur fæddist í Húsdýragarðinum í fyrrinótt Morgunblaðið/Ásdís Er brattur þrátt fyrir nafnleysið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.