Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Anna GuðmundaMarkúsdóttir fæddist í Hákoti í Þykkvabæ 2. nóvem- ber 1913. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Markús Sveinsson, f. 2. apríl 1879, d. 26. júní 1966, og Katrín Guð- mundsdóttir, f. 23. ágúst 1883, d. 17. október 1957. Börn þeirra auk Önnu voru: Vigfús, f. 18.10. 1903, d. 18.12. 1946, Ólafur, f. 29.01. 1905, d. 13.12. 1980, Guð- mundur Valdimar, f. 28.2.1906, d. 30.7. 1906, Guðmundur, f. 17.7. 1907, d. 15.11. 1993, Kristjana, f. 29.1. 1909, d. 8.2. 1909, Ólöf, f. 27.12. 1909, d. 2.4. 1995, Sveinn, f. 25.6. 1911, d. 25.10. 1942, Vikt- oría, f. 2.8. 1912, d. 13.7. 1996, María, f. 20.9. 1915, d. 17.2. 1962, Yngvi, 23.4. 1917, d. 5.6. 1991, Kristinn, f. 14.4. 1918, d. 5.3. 2000, Ármann Óskar, f. 12.1. 1920, d. 17.5. 1943, Ársæll, f. 16.12. 1922, d. 31.10. 1985, og Ingibjörg, f. 14.1. 1924. Eiginmaður Önnu var Ólafur Guðjónsson, f. 5.4. 1918, d. 5.7. 1998. Þau giftu sig 12.12. 1942. Elsti sonur Önnu er Sigmar Karl Óskarsson, f. 1.7. 1932, kvæntur Ingimundu Þorvaldsdóttur. Börn Önnu og Ólafs eru: Sigrún, f. 18.6. 1940, gift Sigurði Óskarssyni; Mar- grét, f. 5.7. 1942, gift Gunnari Guðjóni Baldurssyni, Óskar, f. 7.2. 1944, kvæntur Sigríði Valdimars- dóttur; Guðjóna, f. 28.7. 1945, gift Har- aldi Gunnarssyni; Ármann, f. 13.10. 1948, kvæntur Bjarnveigu Jóns- dóttur; Svanhildur, f. 22.6. 1951; Anna Ólöf, f. 16.6. 1953, gift Garðari Óskarssyni; og Hulda Katrín, f. 24.09. 1956. Afkomend- ur Önnu eru nú 80. Anna vann við hefðbundin sveitastörf á æskuheimilum sín- um, Hákoti og Dísukoti. 1941 keypti hún ásamt Ólafi eigin- manni sínum jörðina Vesturholt í Þykkvabæ og stunduðu þau þar blandaðan búskap. Anna var ein af stofnendum kirkjukórs Hábæj- arkirkju árið 1947 og söng þar til 1993. Einnig tók hún virkan þátt í leiklistarstarfi í sveitinni á yngri árum. Útför Önnu fer fram frá Þykkvabæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Ég hugsa um mynd þína hjartkæra móðir og höndina mildu, sem tár strauk af kinn. Það yljar á göngu um ófarnar slóðir þó yfir sé harmþrungið rökkur um sinn. Ljósið er slokknað á lífskerti þínu, þú leiddir mig örugg á framtíðarbraut. Hlýja þín vakir í hjartanu mínu, frá hamingjudögum, er fyrrum ég hlaut. Minningarljósið á lífsvegi mínum , lýsir upp sorghúmið, kyrrlátt og hljótt. Höfði nú drúp’ ég hjá dánarbeð þínum þú Drottni sért falin, ég býð góða nótt. (Hörður Björgvinsson.) Hjartans þakkir. Hvíl í friði. Börnin þín. Elsku mamma mín, þú sem varst besta mamma í heimi. Þakka þér allt en þó mest söngstundirnar okkar í eldhúsinu þínu í Vesturholtum síð- ustu árin. Takk fyrir mig og mína. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (M. Jak.) Guðjóna. Rétt eins og velheppnaður dagur endar í notalegum svefni, deyja þeir hamingju- samir sem hafa varið lífi sínu vel. (Leonardo da Vinci.) Þessi orð koma sem orðin hennar ömmu, á afmælisdegi hennar þann 2. nóvember í bókinni Listin að lifa. Elsku Amma, með söknuði kveðj- um við þig og finnum um leið tóm- leika, en við biðjum ekki um meira frá þér, þú hefur alltaf verið til stað- ar í Vestó og verðum við ævinlega þakklát fyrir það að þú varst með okkur svona lengi. Nú ert þú komin til afa og ykkur líður vel. Það var alltaf svo gott og notalegt að koma í Vestó til ykkar afa, að labba um og fá svo það allra besta hrossakjöt í matinn. Elsku amma, við erum glaðar yfir því að börnin okkar fengu að njóta þess að koma til langömmu í sveitinni, og fara með Svönu og kíkja á lömbin, því þetta er okkur svo minnistætt frá því við vor- um litlar, þessar minningar eigum við og margar margar fleiri, þær verða alltaf með okkur. Elsku Svana okkar, megi Guð styrkja þig í sorginni því þinn missir er mestur. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Guðbjörg, Sonja, Ólöf Ósk, Svanhildur og fjölskyldur. „Þakklát“ er orðið sem mér finnst best við eiga á þessum tímamótum. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að í lífinu allt fram til þessa. Það er margs að minnast þegar ég hugsa til baka. Samveran með þér og afa í Vesturholtum, hugurinn leitar inn í eldhús og að eldhúsborðinu þar sem áttu sér oft stað, vegna ólíkra skoðana, litríkar og yndislegar sam- ræður. Barnaskarinn, sem sá til þess að allan daginn, að sumri til, var ekki stundarfriður. Þá fannst þú upp á verkefnum fyrir okkur. Við stelpurn- ar fengum yfirleitt það frábæra verkefni að hreinsa til í garðinum. Reyta arfa og slá var nokkuð sem okkur fannst ekki mjög leiðinlegt að gera fyrir þig. Launin eftir erfiði dagsins voru svo mæld í yndislegu bakkelsi sem reitt var á borð en bestu launin samt var ánægjan með gott verk sem þú lést í ljós. Það var frábært að sjá hvað þú varst sátt þegar garðurinn var kominn í stand, þótt ég viti nú ekki hversu vel þetta verkefni var leyst hjá 11–13 ára gömlum stelpum, en þú lést okkur að minnsta kosti líða eins og meisturum í garðrækt, svo hamingjusöm varstu með okkur. Tískusýningar voru nú eitt atriðið líka. Við uppi á lofti að reyta og tæta fram allan fatnaðinn sem til var eftir þig og stelpurnar þínar síðan fyrir 40–50 árum. Það var nú ekkert smástuð þegar barnabörnin komu niður stigann í halarófu, uppstríluð í tísku síðan 1950–70. Þá var nú ekki hægt að sjá hver skemmti sér betur við eða þú. Elsku amma, það eru þessar minningar og svo ótal fleiri sem ég á eftir að geyma í hjarta mínu frá okk- ar samverustundum. Minningar sem aldrei gleymast. Ég elska þig amma mín og takk fyrir samveruna. Farin ert á fegri stað friður með þér vakir, dauðinn okkur skilur að nú um stundar sakir. (II.) Þín Hrafnhildur. Anna mín, Anna mín, heyri ég kallað þegar ég stíg út úr bílnum í hlaðinu í Vesturholtum. Það er fögn- uður og þessi ömmuléttleiki í rödd- inni. Ég kem fyrir hornið á tröpp- unum og þarna stendur amma með opinn faðm og bíður eftir að ég hverfi til sín. Er hægt að heilsa barnabörnun- um sínum á yndislegri hátt? Þetta þekkjum við öll fólkið hennar – þetta fagnandi faðmlag sem bauð okkur alltaf svo innilega velkomin. Þessi háa og tignarlega amma mín hafði yndi af söng og gleði, leiklist og bókmenntum, hvort heldur það var Þórbergur eða Guðrún frá Lundi. Síðan var hún, eins og Svana frænka kallaði það, haldin mikilli blóma- dellu. Fyrsta blómið sem ég eignað- ist var gjöf frá ömmu. Það var Iðna- Lísa, besta blóm sem hægt er að láta í hendurnar á barni því hún blómstr- ar kröftuglega og hneigir blöðin þeg- ar hún þarfnast vökvunar. Þegar ég kvaddi ömmu í desember stakk hún að mér afleggjara af jólakaktusnum sínum, sem var í fullum blóma. Ég passaði plöntuna eins og sjáöldur augna minna því ég vissi að þetta yrði síðasta blómið frá ömmu. Amma mín, amma mín, bestu þakkir fyrir allt og allt. Þín Anna Sigrúnardóttir. „Gangi þér sem allra best í lífinu, Guðjón minn!“ Þetta hvíslaði amma að mér af veikum mætti nokkrum tímum áður en hún kvaddi þennan heim. Þessháttar ósk frá manneskju sem maður virti svo mikils er ómet- anleg. Þetta var reyndar í hennar stíl því hennar aðalsmerki var hrós, kærleikur og heillaóskir í garð sam- ferðarmanna sinna. Auk þessara mannkosta stendur það uppúr hve róleg og yfirveguð amma var og ekki minnist ég þess að hún hafi nokkurn tíma skipt skapi. Þó kemur upp í hugann eitt atvik þar sem amma komst næst því að skamma mig. Ég hafði átt í einhverjum útistöðum við Svönu frænku og fór víst yfir strikið eins og 5-6 ára krökkum hættir til. Amma kallaði á mig með áherslu og sagði: „Ekki gera svona“. Mér krossbrá því ég hélt að svona nokkuð ætti hún ekki til og hvorki fyrr né seinna heyrði ég hana beita rödd sinni með þessum hætti. Sýnir þetta vel jafnaðargeð ömmu að slík setn- ing, sem fráleitt gæti talist skammir á almennan mælikvarða, skuli sitja svona fast í minningunni. Eitt sinn sagði amma mér að þeg- ar hún var ung stelpa í Dísukoti þá hefði hún verið talin af systkinum sínum alveg sérstaklega tápmikil og fjörug stelpa. Þetta fannst mér svo- lítið skrítið því að eins og ég þekkti ömmu verður seint sagt að hún hafi verið sérstaklega ærslafull. Þó virð- ist þetta hafa blundað undir niðri í þeirri gömlu því það er ekki langt síðan að Jón bróðir var á hestbaki fyrir utan hjá henni. Amma sem hélt sig nú mest innandyra sá Jón koma, dreif sig út og vildi fara á hestbak. Okkur leist nú ekkert á þetta en skjálfandi á beinunum hjálpuðum við henni á bak. Henni varð ekki meint af en við áttum ekki til orð af undrun. Það eru forréttindi að hafa átt svo góða ömmu og um það eru öll barna- börnin hennar sammála. Okkur bræðrunum í Vesturholtum finnst það reyndar enn meiri forréttindi að hafa fengið að búa við hliðina á ömmu og afa alla okkar tíð. Nábýlið gerði það að verkum að þau fengu að taka þátt í uppeldi okkar þannig að án efa höfum við bræðurnir mótast töluvert af því sem þau lögðu til. Fyrir það þökkum við sérstaklega nú. Breyting verður nú á lífinu heima í Vesturholtum, nær daglegar ferðir yfir ömmu eru nú að baki og verðum við að fara að sjá um okkar brjóst- sykursmál sjálfir. Að þessum fátæklegu orðum sögð- um kveð ég þig í dag, elsku amma mín! Guðjón Ármannsson. Elsku amma Anna. Þegar maður sest niður og ætlar sér að skrifa minningargrein hellast yfir mann minningar úr barnæsku og frá ný- liðnum tímum. En það er skrýtið hvað sumir hlutir og atburðir sitja fast í minningunni. Maður gleymir sem dæmi aldrei stundunum í eld- húsinu í Vesturholtum þar sem setið var og spjallað, spilað, sungið eða gert hvaðeina sem hverjum og einum lá á hjarta. Hvergi gat manni fundist maður eins velkominn og heimakom- inn eins og hjá þér, afa og Svönu. Alltaf kom maður frá ykkur með bros á vör og fullur af kærleik og hlýju því einmitt það var einkenn- andi fyrir ykkur. Oft átti maður erf- itt, en það var ekkert sem þú gast ekki leitt mann í gegnum. Þú kennd- ir manni að fyrirgefningin og trúin væri það sem mestu máli skipti og alltaf skyldi maður líta á björtu hlið- arnar, sem og maður gerði og þá virtist allt í einu allt vera svo auðvelt. Þú gafst okkur styrk og hugrekki til að takast á við allar þær þrautir sem fyrir okkur liggja á lífsleiðinni og með þig í minningunni er ekkert sem maður getur ekki sigrast á. Tímarnir okkar saman í Vestó eru ómetanlegir og verða þeir varðveitt- ir innst við hjartarætur því þar ert þú. Guð geymi þig. Góðar og glaðar stundir geymast í huga og sál vina, sem orna sér ennþá við æskunnar tryggðamál. Þær stundir leiftrandi lifa, svo ljúfsárt minningaflóð. Og okkur til æviloka yljar sú forna glóð. Og tendra eld, sem að endist, þótt annað flest reynist hjóm. Hann logar fegri og fegri, þótt fölni hin skærustu blóm. (Ómar Ragnarsson.) Harpa Rós og Jónína Kristbjörg. Elsku amma okkar. Við þökkum þér samfylgdina í gegnum lífið, alla hjartahlýjuna og þolinmæðina sem aldrei virtist þverra. Núna líður þér vel, komin aftur til afa. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guð blessi þig og minningu þína. Guðrún og fjölsk., Gunnar og fjölsk., Lóa, Linda og Haukur. Móðursystir mín, hún Anna í Vesturholtum, eða Vestó eins og við krakkarnir segjum, verður jarð- sungin frá Hábæjarkirkju í Þykkva- bæ í dag. Ingibjörg móðir mín er þá ein eftir úr stóra glaða og söngelska systkinahópnun frá Dísukoti. Þær systur voru mjög samrýmdar og þá sérstaklega hin síðustu ár þegar börnin voru komin upp og nægur tími var í spjall og heimsóknir. Þegar þær töluðu saman var hressileikinn og glaðværðin ávallt í fyrirrúmi og oft hlegið mikið og innilega. Stutt var milli fráfalls pabba og Óla manns Önnu og eftir að þeir féllu frá fundu þær mikinn styrk hvor hjá annarri. Gróðurhús áttu þær báðar sem þær dunduðu sér í og fræddu hvor aðra um það sem þær voru að gera þá og þá stundina. Meðan Óli lifði komu þau oft austur í sumarbústað til mömmu og pabba því Óli naut þess að keyra þangað með Önnu. Þaðan skelltu þau sér svo öll saman í ferða- lög eins og t.d. á Höfn til Lóu og Garðars. Minnist ég þannig símtals sem pabbi hringdi í mig, þá staddur uppi á Skálafellsjökli, en þangað keyrðu þau upp eins og ekkert væri, á leið sinni til Hafnar. Það var mikil upplifun fyrir þau öll og eins þær ferðir sem Lóa og Garðar fóru með þeim í. Þessar samverustundir gáfu þeim öllum svo mikið. Í Vesturholtum var ávallt mikið líf og fjör enda fjölskyldan stór og glað- værð þeim í blóð borin. Þangað var því gott að koma og finna þá hlýju sem tók á móti manni. Anna hafði einstaklega hlýtt viðmót og öllum leið ákaflega vel í nærveru hennar. Nú seinni árin var mjög gaman að koma til hennar í Vesturholt og sýna henni börnin því hún naut þess svo að fá að faðma þau og umvefja þau hlýju sinni og kærleika. Á döfinni var að fara austur og sýna henni þann yngsta, Sigurð Leó, en kallið kom fyrr. Hetjulegri og aðdáunarverðri baráttu hennar við hinn illvíga sjúk- dóm var lokið. Ég og fjölskylda mín þökkum allar ljúfu stundirnar og það sem hún var okkur. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð gefa ykkur öllum sem og móður minni styrk á erfiðri stundu og leiða ykkur um ókomna daga. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ármann Óskar Sigurðsson. Í dag er til grafar borin einstök kona, Anna G. Markúsdóttir, ömmu- systir mín. Söngurinn hennar hefur hljóðnað. Ég hélt alltaf að kallið kæmi ekki strax, en við fáum víst engu um það ráðið. Það er sá sem við treystum á og trúum sem ræður því. Það verður skrítið að koma að Vest- urholtum og þú verður ekki þar. Ég varð, snemma á mínum yngri árum, þess heiðurs aðnjótandi að fá að koma í sveit til Önnu, Óla og Svönu að Vesturholtum. Ég hef líklega ver- ið 9 eða 10 ára gömul og var mér strax tekið sem einu af barnabörn- unum. Ég var ekki, frekar en hinir krakkarnir, látin vinna mikið við erf- ið störf. Okkar vera í sveitinni var aðallega skemmtun og leikur, þó hjálpuðum við aðeins til ef brýna nauðsyn bar til. Ég fékk að koma í nokkur sumur og ég man hvað ég hlakkaði alltaf til á vorin þegar ég beið eftir að geta hringt og spurt hvort ég mætti koma. Svarið var allt- af já. Það var alltaf tekið vel á móti mér. Svana úti á plani, Óli ekki langt á eft- ir og svo Anna á tröppunum. Allir með opinn faðm sem ég hvarf inn í. Það er söknuður í huga mér þegar ég hugsa til þessa tíma. Þeir voru ómetanlegir. Ég gleymi seint matn- um og kaffinu sem Anna gat töfrað fram. Hveitikökunum, hafragrautnum og kökunum. Og ekki má gleyma hrossakjötinu hans Óla og mjólkinni sem var engri lík. Ég gæti haldið lengi áfram. Ég tala oft við mömmu um hrossakjötið því það var það besta sem ég fékk, svo ég tali nú ekki um fituna, hún var góð. Elsku Anna, það er erfitt að kveðja þig. Ég átti eftir að koma svo oft með Viktoríu með mér í heim- sókn. Við erum búnar að tala um það oft í vetur, en við verðum bara að hittast seinna. Og þá hittumst við öll, ég, þú og Óli og amma Viktoría. Ég vil votta börnum, tengdabörn- um, ömmubörnum og langömmu- börnum Önnu G. Markúsdóttur mína dýpstu samúð, og ég bið Guð um að vaka yfir þeim öllum. Minning hennar lifir áfram í huga okkar allra. Guð blessi okkur öll. Hrafnhildur V. Garðarsdóttir. Á mildum vetrardegi fyrir átta ár- um fékk ég þriggja daga sonardóttur mína í fangið í fyrsta sinn. Þegar ég fann ylinn frá henni fór um mig und- arleg kennd, líkt og leiftur löngu lið- innar gleði. Ég vissi samstundis að hún myndi líkjast móðurömmu minni. Hafa þennan sérkennilega innri styrk, kyrrð og ótruflanleika í skaphöfn sinni. Vera jarðbundin og ANNA G. MARKÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.