Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI 24 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Vandaðar og vel skipu- lagðar 4ra-5 herbergja íbúðir á góðum stað í Reykjavík til sölu. Íbúðirnar eru með stór- um svölum á móti suðri, þvottahús í íbúð- inni, rúmgott baðher- bergi, stór barnaher- bergi, rúmgott eldhús og fallegt útsýni. Upplýsingar í síma 896 1606 og 557 7060 Vönduð og vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á góð- um stað í Reykjavík til sölu. Íbúðin er með stórum svölum á móti suðri, þvottahús í íbúðinni, rúm- gott baðherbergi, stór barnaherbergi, rúmgott eldhús og fallegt útsýni. Upplýsingar í símum 896 1606 og 557 7060. DELTA hf. hefur náð samkomulagi um kaup á öllu hlutafé lyfjafyrirtæk- isins Pharmamed á Möltu fyrir 10,5 milljónir Bandaríkjadala, eða rúm- lega einn milljarð króna, og var skrif- að undir samning þess efnis á Möltu í gær. Undirritun kaupsamnings fór fram í húsakynnum Pharmamed á Möltu að viðstöddum bæði fjármála- ráðherra og heilbrigðisráðherra Möltu. Samningarnir eru undirritaðir með fyrirvara um tæknilegar og lagalegar samþykktir á Möltu. Þeim fyrirvörum verður aflétt fyrir 31. maí næstkomandi. Gefur forskot í þróun nýrra samheitalyfja Með kaupunum er Delta að renna enn styrkari stoðum undir framtíð- arvöxt og rekstur fyrirtækisins og tveir meginþættir gera fjárfestingu á Möltu að mjög áhugaverðum kosti að mati stjórnenda Delta. Annars vegar að nýta hagstæða einkaleyfalöggjöf á Möltu sem gefur forskot í þróun nýrra samheitalyfja og hins vegar að auka framleiðslugetu þar sem fram- leiðslukostnaður er lægri á Möltu en á Íslandi. Þannig skapast tækifæri fyrir Delta til að auka samkeppnis- hæfni fyrirtækisins á núverandi mörkuðum félagsins sem og á nýjum mörkuðum sem Delta hefur ekki lagt áherslu á hingað til, t.d. lönd A-Evr- ópu og Miðausturlönd. Pharmamed var í eigu Hollenska lyfjafyrirtækisins IDA. Pharmamed hefur yfir að ráða tveimur verksmiðj- um á Möltu með hæfu starfsfólki. Annars vegar 5.000 m² töfluverk- smiðju, sem hefur framleiðslugetu upp á 3,6 milljarða taflna og svipaðan framleiðslubúnað og Delta, og hins vegar nýlega 6.000 m² verksmiðju þar sem fyrirtækið framleiðir stungulyf. Verksmiðjur Pharmamed eru þegar samþykktar í nokkrum löndum V-Evrópu. EBITDA Pharmamed á árinu 2001 verður um 120 milljónir samkvæmt áætlunum, hagnaður af rekstrinum um 20 millj- ónir og veltufé frá rekstri um 100 milljónir. Áætluð velta félagsins á árinu 2001 er um 2 milljarðar. Í tilkynningu frá Delta kemur fram að á árinu 2000 varð ekki hagn- aður af rekstri Pharmamed, enda hafi það ekki verið markmið hol- lensku eigendanna, IDA, sem er hjálparstofnun. Þeirra hlutverk hef- ur fyrst og fremst verið að sjá stofn- unum á borð við UNICEF og Lækna án landamæra fyrir lyfjum á hag- stæðu verði. Í samningi Delta hf. og IDA skuld- bindur IDA sig til að halda áfram að kaupa hluta framleiðslu Pharmamed á næstu árum sem tryggja mun tekjugrunn verksmiðjunnar. Auk þess munu verkefni úr framleiðslu- deild Delta í Hafnarfirði verða færð yfir í verksmiðju Pharmamed þegar á þessu ári, enda er verkefnastaða Delta með þeim hætti að núverandi framleiðslugeta dugir tæpast til. Lögfræðistofan LOGOS, Íslands- banki FBA ásamt Deloitte & Touche hafa unnið að samningagerð með stjórnendum Delta. IDA naut aðstoð- ar ráðgjafarfyrirtækisins CDI og lögmannastofu Baker & McKenzie. Samkomulag um kaup Delta á Pharmamed á Möltu G. Pratt, stjórnarformaður IDA, og Róbert Wessman, framkvæmdastjóri Delta, við undirritunina á Möltu í gærmorgun. ● ALLS hafa 2.700 starfsmenn sænska fyrirtækisins Ericsson fengið uppsagnarbréf í samræmi við áætlanir fyrirtækisins um end- urskipulagningu og sparnað vegna afkomu undir væntingum. Um er að ræða starfsmenn í Svíþjóð og geta 1.300 starfsmenn til viðbótar búist við uppsagnarbréfi fyrir lok næsta mánaðar. Í fréttatilkynningu segir að markmiðið sé að starfs- menn fyrirtækisins verði færri en 90 þúsund í lok þessa árs. Auk þeirra 4.000 starfsmanna fyrirtæk- isins í Svíþjóð sem fá uppsagn- arbréf núna og í næsta mánuði, verður 4.000 ráðgjöfum fyrirtæk- isins í Svíþjóð sagt upp á sama tíma. Eins og kunnugt er, lagði Er- icsson fram áætlun um end- urskipulagningu á rekstri fyrirtæk- isins 27. mars sl. Þar var m.a. sett fram það markmið að draga úr árlegum kostnaði um sem nem- ur 200 milljörðum íslenskra króna. Áætlun Ericsson fylgt ● SÆNSKIR sérfræðingar segja að merkja megi aukinn áhuga fjár- festa á líftæknifyrirtækjum og þar í landi séu m.a. mörg spennandi fyr- irtæki í þessum geira. Líftæknifyr- irtækjum almennt er einnig spáð bjartari framtíð, sérstaklega þar sem nokkur niðursveifla hefur orð- ið í netgeiranum. Frá þessu er greint á viðskiptafréttavefnum ekonomi24. Hlutabréf nokkurra lyfja- og líf- tæknifyrirtækja verða skráð í Kauphöllinni í Stokkhólmi á þessu ári, eftir nokkurt hlé á skráningum slíkra fyrirtækja. Meðal þeirra fyr- irtækja sem verða skráð í Kaup- höllinni í Stokkhólmi í ár er líf- tæknifyrirtækið Bioinvent. Forstjórinn segir í samtali við e24 að hann verði var við mikinn áhuga fjárfesta og telji fyrirtækið vel búið undir skráningu á markaði. Annika Espander, sérfræðingur hjá Enskilda-verðbréfafyrirtækinu, segir að skilyrði á fjármálamark- aðinum séu nú betri en fyrir nokkr- um mánuðum. Nú ríki sú skoðun að botninum sé náð á hlutabréfa- markaðnum og uppgangur sé í nánd. Vaxtarmöguleikar líftæknifyr- irtækja séu miklir þar sem bæði stofnanafjárfestar og aðrir sýni slíkum fyrirtækjum mikinn áhuga. Annar sérfræðingur segir að bæði lyfja- og líftæknifyrirtæki geti búist við betri tímum ef þau taki saman höndum og geri með sér samstarfssamninga um rannsóknir og þróun. Aukinn áhugi á líf- tæknifyrirtækjum ● NORSKA lyfjabúðakeðjan Apo- kjeden mun hefja rekstur lyfjabúðar á Netinu innan skamms. Í fyrstu verða aðrar vörur en lyf til sölu í net- versluninni en forsvarsmenn Apokj- eden hyggjast einnig selja lyf á Net- inu í framtíðinni, að því er fram kemur í Dagens Næringsliv. Um er að ræða samstarf Apokj- eden og E-Line Group og í byrjun nóv- ember verður netapótekið orðið að veruleika á slóðinni www.apo- tek1.no. Í fyrstu verða viðbrögð við- skiptavina könnuð til að ganga úr skugga um að markaður sé fyrir apó- tek á Netinu, að sögn yfirmanns hjá Apokjeden, Bjarte Reve. Norskt netapótek STUTTFRÉTTIR HAGNAÐUR Skýrr hf. fyrir tíma- bilið 1. janúar til 31. mars nam 15,7 milljónum króna eftir skatta, en á síðasta ári nam hagnaður sama tíma- bils 103 milljónum króna. Þá var um 70 milljóna króna hagnaður af sölu á örbylgjukerfi. Rekstrartekjur tíma- bilsins námu alls 391 milljón króna, að meðtöldum söluhagnaði að fjár- hæð 12 milljónir króna. Á síðasta ári námu tekjurnar á sama tímabili 502 milljónum króna að meðtöldum 160 milljóna króna söluhagnaði, að því er segir í tilkynningu frá Skýrr. Rekstrartekjur félagsins, án sölu- hagnaðar, eru því að aukast um 11% á milli ára. Rekstrargjöld tímabilsins nema samtals 383 milljónum króna, samanborið við 370 milljónir króna árið áður og aukast um 4% á milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir, það er EBITDA, nemur 35 milljónum króna, samanborið við 154 milljónir króna árið áður. Hreinar fjármuna- tekjur nema 22,8 milljónum króna, samanborið við 23,4 milljónir króna árið áður, en áhrif dóttur- og hlut- deildarfélaga eru neikvæð um 9,1 milljón króna, samanborið við 5,9 milljónir árið áður. Fram kemur í tilkynningu Skýrr hf. að verkefnastaða félagsins hefur verið góð á tímabilinu og hafa tekjur aukist á flestum sviðum. Tímabilið hefur þó einkennst af mikilli þróun á nýjum vörum og þjónustu, en þar vegur þyngst aðlögun á Oracle e- Business Suite fyrir íslenska mark- aðinn, uppbyggingu á þjónustuveri vegna VeriSign og áframhaldandi þróun á Kerfisleigu Skýrr. Viðtökur á markaðnum fyrir þessar nýju af- urðir hafi verið mjög góðar og miklar væntingar bundnar við þær í fram- tíðinni. Jafnframt hafi útboð ríkisins á nýjum fjárhagskerfum verið fyr- irferðarmikið í rekstri félagsins að undanförnu. Þessi uppbygging leggst þungt á rekstur félagsins, bæði í formi minni tekna við útselda vinnu og mikils þróunarkostnaðar. Upphafleg rekstraráætlun félags- ins fyrir árið 2001 gerði ráð fyrir að almennar rekstrartekjur myndu vaxa um 15% milli ára og hagnaður ársins yrði um 120 milljónir króna. „Ljóst er að fyrstu þrír mánuðir árs- ins eru töluvert undir áætlun. Gert er ráð fyrir því að áætlunin verði tek- in til endurskoðunar við sex mánaða uppgjör félagsins,“ segir í tilkynn- ingu félagsins. Hagnaður Skýrr hf. undir áætlun INGVAR Kristinsson, formaður Samtaka íslenskra hugbúnaðarfyr- irtækja, segir að málefni grein- arinnar heyri nú undir þrjú ráðu- neyti, þ.e. iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, samgöngu- ráðuneyti og forsætisráðuneyti. Ingvar segir það ósk iðnaðarins að málefni greinarinnar séu öll á einum stað. Það væri eðlilegast að þau væru í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneyti. Það væri mjög mikil- vægt að það væri einn aðili sem fylgdist með öllum málefnum iðn- aðarins, svo sem laga- og reglu- gerðasetningu innan alls stjórnar- ráðsins og öðrum hagsmunamálum. Sá aðili væri í nánu sambandi við iðnaðinn og léti vita að hvaða málum væri unnið og hvar. Það væri til mikilla hagsbóta fyrir upplýsingaiðnaðinn að geta fylgst með öllu á einum stað, að sögn Ingvars. Upplýsingaiðn- aðurinn í þremur ráðuneytum REKSTRARNIÐURSTAÐA Tæknivals hf. fyrir fjármagns- liði og afskriftir (EBITDA) sýnir 28 milljóna króna tap á fyrsta ársfjórðungi 2001, í stað 16,7 milljóna króna hagnaðar í fyrra. Rekstrartekjur eru nán- ast hinar sömu og í fyrra eða 1.040 milljónir króna í stað 1.030 milljóna, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. Þá eru fjármagnsliðir neikvæð- ir um 45,4 milljónir króna. Á sama tíma í fyrra voru fjár- magnsliðir neikvæðir um 8 milljónir kr. en þá var gengis- hagnaður 8,8 milljónir kr. Unnið að endurskoðun á áætlun og rekstri Að teknu tilliti til afskrifta nemur því heildartap á fyrsta ársfjórðungi 88,5 milljónum króna. Í tilkynningu félagsins segir að rekstrarafkoman valdi að vonum vonbrigðum en hún skýrist m.a. af neikvæðum áhrifum örrar lækkunar gengis frá áramótum. Þá fellur mikill kostnaður á fyrsta ársfjórðung af opnun Office 1-verslana, en tekjur tóku að skila sér á öðrum ársfjórðungi. Einnig er um 20% samdráttur í tölvusölu frá sama tíma í fyrra. Velta BT jókst á fyrstu þrem mánuðum ársins en kostnaður hækkaði einnig. Unnið er að endurskoðun á áætlun og reksti félagsins fyrir þetta ár og munu niðurstöður verða kynntar fljótlega. Heildartap Tæknivals 88,5 millj- ónir króna ♦ ♦ ♦ ● YFIRMANNI sænska ríkissjón- varpsins SVT, Mariu Curman, hefur verið sagt upp störfum vegna þess að hún átti hlutabréf í fjölmiðlafyr- irtækinu MTG sem rekur m.a. sjón- varpsstöðvar í samkeppni við SVT. Allan Larsson, stjórnarformaður SVT, kallaði til stjórnarfundar í fyrri- nótt vegna skrifa dagblaðsins Vi- sion um málið. Eftir rannsókn málsins komst stjórnin að þeirri niðurstöðu að Curman skyldi sagt upp störfum samstundis. Curman hefur gegnt starfi yfirmanns SVT frá janúar á síðasta ári. Hún hafði ekki gefið stjórn SVT upplýsingar um hlutabréfaeign sína í MTG en seldi bréfin í fyrradag fyrir sem samsvarar 1,8 milljónum íslenskra króna. Í samtali við Aftonbladet segir Curman að hún feli verðbréfafyr- irtæki að sjá um hlutabréfa- viðskipti sín og geti því ekki vitað í hvaða fyrirtækjum hún eigi hluta- bréf á hverjum tíma. Sama blað greinir frá því að Curman fær greitt sem samsvarar 33 milljónum ís- lenskra króna við starfslokin. Forstjóra SVT sagt upp vegna hlutabréfaeignar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.