Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 53 ✝ SveinbjörgPétursdóttir fæddist 15. maí 1912 í Vallanesi í Vallahreppi. Hún lést á sjúkrahúsi Egils- staða 8. maí síð- astliðinn. Stefán Eyjólfs- son fæddist 18. febrúar 1901 að Rangalóni á Jök- uldal. Hann lést á sjúkrahúsi Eg- ilsstaða 3. sept- ember 1995 og er jarðsettur í Vallaneskirkju- garði. Þau Sveinbjörg og Stefán giftu sig í maí 1936 og hófu búskap að Mjóanesi í Vallahreppi. Börn þeirra eru fimm: Reynir, f. 11.3. 1939, hann á þrjú börn, Sigur- laug, f. 4.11. 1940, hún á fjögur börn, Pálmi, f. 18.5. 1943, hann á fjögur börn, Víðir, f. 18.5. 1943, d. 22.12. 1975, hann eignaðist fimm börn, og Þuríður, f. 29.1. 1950, hún á fjögur börn. Útför Sveinbjargar fer fram frá Vallaneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar að minnast frænku minnar Sveinbjargar Pétursdóttur sem er nýlátin og manns hennar Stef- áns Eyjólfssonar. Sveinbjörg var dóttir hjónanna Péturs Péturssonar og Stefaníu Stefánsdóttur. Hún fæddist í Vallanesi í Vallahreppi, Suð- ur-Múlasýslu en fór strax á fyrsta ári að Strönd í sama hreppi og ólst þar upp hjá hjónunum Sigurlaugu Jóns- dóttur og Sigurði Sigurðssyni. Eftir farskólagöngu fór Sveinbjörg einn vetur í húsmæðraskólann á Hall- ormsstað. Stefán var sonur hjónanna Eyjólfs Marteinssonar og Þuríðar Hallgrímsdóttur, hann var fæddur á Rangárlóni á Jökuldal en flutti með foreldrum sínum að Brú í sömu sveit þriggja ára gamall og ólst þar upp. Stefán minntist þess oft hve gott hefði verið að búa á Brú. Hann fór í Gagn- fræðaskólann á Akureyri veturinn 1920 til 1921. Honum þótti alltaf vænt um gamla skólann sinn og þegar hann heimsótti mig til Akureyrar bað hann mig að keyra sig framhjá skólanum. Árið 1930 keyptu Stefán og faðir hans Mjóanes í Vallarhreppi og hófu þar búskap, Þuríður var þá látin. Stefán og Sveinbjörg giftu sig í maí 1936 og hófu búskap sinn í Mjóanesi. Ég sem þetta skrifa kom í Mjóanes til Stefáns og Sveinbjargar haustið 1938, þá átta ára gömul. Áður hafði ég búið hjá foreldrum mínum á Eskifirði en þetta haust fluttu þau með fjöl- skylduna til Akureyrar en ég flutti í Mjóanes. Sveinbjörg var systir mömmu og ég kallaði hana alltaf frænku. Í Mjóanesi bjó ég síðan fram á unglingsaldur. Stefán og Sveinbjörg voru barnlaus þegar ég kom til þeirra en vorið 1939 fæddist Reynir, þeirra fyrsta barn, síðan Sigurlaug 1940 og tvíburarnir Víðir og Pálmi 1943. Víðir lést árið 1975. Þuríður var yngst og fæddist 1950 en þá var ég farin að heiman. Þegar horft er um öxl er margs að minnast. Saga Sveinbjargar er eins og saga margra annarra íslenskra kjarnakvenna frá þessum tíma. Hún var bóndakona og störfin margþætt. Hún vann allan mat sjálf, sláturgerð, sauð niður, bakaði allt sitt brauð og vann úr mjólkinni smjör og osta. Öll störf vann hún af myndarskap og má segja að allt léki í höndunum á henni. Hún saumaði flest þau föt sem fjöl- skyldan þurfti og snemma eignaðist hún prjónavél sem var mikið notuð. Oft var saumað upp úr gamalli flík og rangan þá gjarnan látin snúa út. Svona var nýtnin í þá daga. Einnig finnst mér sem Stefán hafi oft verið skrefi á undan sinni samtíð. Hann lét til dæmis setja upp vindraf- stöð í Mjóanesi. Það ríkti mikil eft- irvænting þegar kveikt var rafmagns- ljós í fyrsta sinn. Þessi vindrafstöð gekk í mörg ár og var til mikilla þæg- inda. Hann lagði líka vatn í bæinn, því var dælt upp í tunnu í fjósinu, en rann síðan í eldhúsið. Mér er líka minn- isstætt þegar fyrsta rakstrarvélin kom í Mjóanes og gamla Jarpi var beitt fyrir hana og ég fékk að sitja á henni, hann tölti síðan með vélina í eftirdragi um túnið eins og hann hefði aldrei gert annað. Þetta þótti manni mjög merkilegt í þá daga. Minningar tengdar jólunum í Mjóanesi eru mjög sérstakar, hvítskúruð gólf fyrir jólin, bökunarilmur frá gömlu eldavélinni sem þurfti að kynda mikið svo hægt væri að baka. Á jólanóttina mátti láta loga ljós, sem gerði hana sérstaka, og á jóladagsmorgun færði frænka mér alltaf kakó og smákökur í rúmið, það er minning sem gleymist seint. Sveinbjörg var mjög ljóðelsk og kunni mikið af kvæðum og vísum. Hún hafði fallega rödd og spilaði á orgel. Stefán og Sveinbjörg reistu nýtt íbúðarhús árið 1952 og bættu jörðina á allan hátt enda bæði miklir dugnaðarforkar. Þau höfðu einnig mikinn áhuga á skógrækt eins og sjá má þar í dag. Eftir að Stefán lést flutti Sveinbjörg á dvalarheimilið á Egils- stöðum og bjó þar til dauðadags. Í dag eru barnabörn Stefáns og Svein- bjargar 20 og barnabarnabörnin orð- in 32. Elsku frænka, nú ert þú farin í þá ferð sem bíður okkar allra. Á kveðju- stund þakka ég þér allar góðar sam- verustundir og sendi börnum þínum og fjölskyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Guðlaug Pétursdóttir. Elsku amma mín. Þá er kallið þitt komið. Ég veit að þú varst orðin lúin og þreytt og þráðir ekkert frekar en að yfirgefa þessa jarðvist. Og ef það er líf eftir þetta líf þá hafa orðið fagn- aðarfundir hjá ykkur afa sem fór fyrir rúmum fimm árum. En það er svo sárt að hugsa til þess að ég sjái ykkur ekki framar. Eftir að afi dó og amma þurfti að fara út í Egilsstaði var svo skrítið að koma á neðri hæðina í Mjóanesi og þar var enginn. Það var eins og stórt tómarúm myndaðist í hjartanu sem aldrei verður fyllt. Þessi fasti punktur í tilverunni að koma til ykkar var nú allt í einu horf- inn. Meðan þið bjugguð heima og vor- uð hress var alltaf svo notalegt að koma í eldhúsið ykkar og spjalla, mót- tökurnar alltaf svo innilegar. Það voru viss forréttindi að fá að alast upp svona nálægt ykkur og heyra sögurn- ar frá því í gamla daga, hvað líf ykkar var svo allt, allt öðruvísi en okkar að það er ekki hægt að ímynda sér það. Að það sé ekki lengra síðan en þú varst lítil amma, að þú varst tekin frá foreldrum þínum því þau voru vinnuhjú og máttu ekki hafa börnin sín hjá sér. Ekki var fyrsta vistin góð en fóstra þín tók þig svo að sér og ól þig upp. Og afi sem talaði um sínar æskuslóðir af svo mikilli hrifningu að hann varð ungur í annað sinn. Mínar bestu minningar tengjast afa þegar ég var að fara í húsin og gefa með honum. Sérstaklega á björtum vetr- arkvöldum þegar við vorum að fara inn aftur. Þá gaf hann sér alltaf tíma til að stoppa smástund og skoða stjörnurnar. Það fannst mér æðislegt. Ósjaldan bað afi mig að koma með sér og gerast ljósmóðir til að bjarga ein- hverju lambinu í heiminn, eða eitt- hvað að stússast við ærnar. Og elsku amma mín, þegar ég var lítil, þá var svo notalegt að fá að liggja í rúminu þínu ef ég var lasin eða þreytt og sofna við tikkið í stóru klukkunni sem hékk í herberginu ykkar. Það var líka gaman að hlusta á þig fara með alls konar vísur og stundum varst þú sjálf að leika þér að setja saman eitthvað sjálf og gerðir grín að sjálfri þér. Núna þegar þið bæði eruð farin frá okkur hrannast upp alls konar minn- ingar og söknuðurinn er mikill. Ekki voru kveðjustundirnar síður innilegar en móttökurnar. Alltaf var maður kvaddur með kossi og þéttu faðmlagi og í huganum kveð ég ykkur bæði á sama hátt. Takk fyrir allt elsku amma og afi. Elsa Reynisdóttir. Látin er á Egilsstöðum á Héraði tengdamóðir mín, Sveinbjörg Péturs- dóttir. Í kveðjuskyni langar mig að stinga niður penna. Kynni okkar hafa staðið í þrjá áratugi, en verið slitrótt, því að aðstæður höguðu því þannig, að langur vegur aðskildi okkur jafn- an, nema um skamma hríð í senn. Samt er hún mér ákaflega nákomin í minningunni. Upphaf þessara kynna voru þau, að sumarið 1972 var nokkuð strekktur verkfræðinemi kynntur fyrir verðandi tengdamóður sinni, húsmóðurinni í Mjóanesi á Völlum. Við náðum strax góðu sambandi hvort við annað, þó að úr ólíkum jarð- vegi værum. Ræturnar eru líklega svipaðar, en þó þakka ég þetta helzt næmum skilningi tengdamóður minn- ar á mannlegum samskiptum. Af Sveinbjörgu var margt að læra. Hún var vel að sér til munns og handa og kunni vel listina að miðla þekkingu sinni. Hún var af kynslóð Íslendinga, sem gjörbreytti aðstæðum sínum og barna sinna miðað við það, sem við- gengizt hafði. Þessari kynslóð eiga yngri Íslendingar margt upp að unna. Þegar ég, t.d. í heimsóknum að Mjóa- nesi, fylgdist með Sveinbjörgu að störfum, hlustaði á hana eða ræddi við hana, sá ég fyrir mér hina beztu eig- inleika genginna kynslóða, sem jafn- an hafa vel gagnazt, svo sem dugnað, ósérplægni, þrautseigju og virðingu fyrir tungunni, landinu og þjóðararf- inum. Slík kynni eru ómetanleg og fyrn- ast ei, en greinarkorni þessu er ætlað að vera þakklætisvottur frá mér fyrir þessi kynni. Blessuð sé minning Sveinbjargar Pétursdóttur. Bjarni Jónsson. SVEINBJÖRG PÉTURSDÓTTIR STEFÁN EYJÓLFSSON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.                                      !!"#  $!!%     &' "#  $!( )  (   * !  +"   *( $!'! #  &*, "#  %#( -"   . ). #  # /0/'  ( .)  * 1 *# #2 ) ! "#    # "  $    %       % #       #   #   1   013  %  %2'!'  ) &'   "          ( )  &% %%  *  + %  $   ##   ( % % ,+ *#    !$!    .  !1    !!.4 .#  $! 1 #  . !1 #  !+2     1 #  %#( 56   76 1 #  .*7.*    * 6* +     ( !#  # 2 ) -     (  %. (   $58- -$  799 # :; *,+6  '  /    % %   & ( "  0  1 #   $ 0 0!'*  *  %  .*0   7 # *,*   *,*  .*' 0#  3  '& 0!'*  *  .!   (   "#* #,  )                        !! "#  $ %!                ! &!! '  &!! '" '" (  ')* '  ! &*!+ ' ' (  '(   #  ("     # ,                 +( < .$  $7  %==# :> ." "      23  4   #   $ .*.*  #"+2, )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.