Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 65 DAGBÓK Árnað heilla GULLBRÚÐKAUP. Í dag laugardaginn 19. maí eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Aðalheiður Magnúsdóttir og Einar Gumundsson, Rauðhömrum 10. Ennfremur á Aðalheiður 70 ára afmæli. Þau taka á móti gestum í Félagsgarði í Kjós, UMF Dreng, sunnudaginn 20. maí frá kl. 15-18. 70 ÁRA afmæli. Nk.þriðjudag, 22. maí, verður sjötug Málfríður Halldórsdóttir, Ísafirði. Hún og eiginmaður hennar, Arn- ór Stígsson, taka á móti ætt- ingjum og vinum í Oddfel- low-húsinu 20. maí kl. 15-18. STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake NAUT Afmælisbarn dagsins: Þú ert ævintýragjarn í meira lagi en átt það til að gera meiri kröfur til annarra en sjálfs þín. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það kann ekki góðri lukku að stýra að halda of fast um taumana gagnvart öðrum því öll samskipti eiga að byggjast á gagnkvæmri virðingu og til- litssemi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er nauðsynlegt að hafa jafnan varaáætlun í bakhönd- inni ef eitthvað skyldi fara úr- skeiðis því oft má þá lítinn tíma missa ef allt á ekki að lenda í handaskolum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er víða hægt að finna sér kraft til athafna en affarasæl- ast er að vinna með samstarfs- mönnum sínum frekar en að vera í stöðugri samkeppni við þá. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það getur valdið vandræðum hversu ólíkt gildismat fólk hef- ur og þú ættir að sýna skoð- unum annarra þá virðingu sem þú vilt að aðrir sýni þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er stutt í einhvern stór- atburð sem þú þarft að vera reiðubúinn fyrir hvað sem það kostar. Gerðu þitt besta til þess að þú standir sem best að vígi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú þarft að endurskipuleggja starf þitt svo það gangi ekki jafnnærri heilsu þinni og nú er. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þótt þér finnist einhverjum minniháttar verkefnum að þér ýtt skaltu bara taka þau að þér og vinna þau því það mun verða talið þér til tekna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú þarft að fylgjast vel með heilsu þinni vegna þeirrar streitu sem þú býrð við. Var- astu að grípa til hvítrar lygi því hún er engu betri en önnur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er ástæðulaust að ganga með eitthvert steinbarn í mag- anum frá fornri tíð. Gerðu upp þau mál sem á þig leita og þá mun þér hverfa allur ótti. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það hefur ekkert upp á sig að vera stöðugt að sífra um hluti sem ekki fást. Einbeittu þér frekar að því sem er innan seilingar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þótt þér gangi eitthvað í móti er ástæðulaust að þú takir út vonbrigði þín á þeim sem næst þér standa. Reyndu frekar að vinna í þínum eigin málum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er alltaf hætta á misskiln- ingi svo þú skalt gera þér sér- stakt far um að vera skýr- mæltur svo enginn þurfi að velkjast í vafa um hvert þú ert að fara. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT ÞINGVELLIR Sólskinið titrar hægt um hamra og gjár, en handan vatnsins sveipast fjöllin móðu. Himinninn breiðir faðm jafn-fagurblár sem fyrst er menn um þessa velli tróðu. Og hingað mændu eitt sinn allar þrár, ótti og von á þessum steinum glóðu; og þetta berg var eins og ólgusjár, – þar allir landsins straumar saman flóðu. Minning um grimmd og göfgi, þrek og sár geymist hér, þar sem heilög véin stóðu, – höfðingjans stolt og tötraþrælsins tár, sem tími og dauði í sama köstinn hlóðu. Nú heyri ég minnar þjóðar þúsund ár sem þyt í laufi á sumarkvöldi hljóðu. Jakob J. Smári. FORMÁLALAUST fær lesandinn sér sæti í suður og tekur til við það verk- efni að spila sex tígla með spaðadrottningu út. Norður ♠ K ♥ ÁK103 ♦ ÁD109 ♣ KD102 Suður ♠ Á8 ♥ G642 ♦ K8763 ♣53 Vörnin mun alltaf fá á laufásinn, en það er hjartadrottningin sem spil- ið snýst um. Svíningar eru til að taka þær, er stund- um sagt, en aðeins þegar öll önnur sund eru lokuð. Það er hugsanlegt að byggja upp þrjá slagi á lauf, til dæmis ef vestur á ÁGx eða Áxxx. En þá verður að spila laufinu tvisvar að hjónunum: Norður ♠ K ♥ ÁK103 ♦ ÁD109 ♣ KD102 Vestur Austur ♠ DG105 ♠ 976432 ♥ 87 ♥ D95 ♦ G52 ♦ 4 ♣Á764 ♣G98 Suður ♠ Á8 ♥ G642 ♦ K8763 ♣53 Sem ekki er hægt ef blindur er látinn eiga fyrsta slaginn á spaða- kóng. Það verður að yf- irdrepa kónginn og spila laufi að blindum. Taka svo trompin í þremur umferð- um og enda heima til að spila aftur laufi. Gosinn reynist vera þriðji í austur svo tveir slagir fríast og svíningin í hjartað verður óþörf. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson. Nýbýlavegi 12, Kópavogi, s. 554 4433. Kvartbuxur Vinsælu kvartbuxurnar með uppábrotinu eru komnar. Kr. 1.990. Síðasta sending. AMERÍSKIR RAFHITAÐIR NUDDPOTTAR Glæsilegir nuddpottar í sedrus viðargrind. Innifalið í verði: Vatnsnudd 15 stútar, loftnudd 5 stútar. Einangrunarlok, ósone bakteríuvörn, höfuðpúðar, ljós, vetraryfirbreiðsla, trappa o.fl. Engar leiðslur, nema rafm. 16 amp. Verð frá aðeins kr. 490 þús. stgr. Tilbúnir til afhendingar. VESTAN ehf., Auðbrekku 23, Kópavogi, sími 554 6171, fax 898 4154. Guðrún Arnalds verður með námskeið í Reykjavík 26.—27. maí. Vorhreingerning á líkama og sál. Líföndun er góð leið til að leysa upp spennu og létta á hjartanu. Gleði er ávöxtur innri friðar. Guðrún Arnalds, símar 896 2396/551 8439. Líföndun 75 ÁRA afmæli. Í daglaugardaginn 19. maí verður 75 ára Sigrún Lax- dal, málfræðingur, Skild- ingatanga 2, Reykjavík. STAÐAN kom upp á Engh- ien-les-Bains ofurmótinu er lauk fyrir skömmu. Franska undrabarnið Etienne Bacr- ot (2.627) hafði svart gegn Viktor Bologan (2.676). 29. ...Hxb3! 30. cxb3 30. Ka1 Hxc2 er unnið á svart. 30. ...Rc1! og hvítur gafst upp enda verður hann mát eftir 31. Ka1 Rxb3#. Lokast- aða mótsins varð þessi: 1. Vladimir Akopjan (2.654) 6 v. af 9 mögulegum. 2. Joel Lautier (2.658) 5½ v. 3.-5. Etienne Bacrot (2.627), Evgeny Bar- eev (2.709) og Loek SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Van Wely (2.670) 5 v. 6. Al- exander Grischuk (2.668) 4½ v. 7. Laurent Fressinet (2.575) 4 v. 8.-9. Vladislav Tkachiev (2.672) og Viktor Bologan (2.676) 3½ v. 10. Christian Bauer (2.612) 3 v. Aðalfundur Skáksam- bands Íslands verður hald- inn kl. 11 í dag, 19. maí, á Hótel KEA á Akureyri. Með morgunkaffinu Er þetta ekki sæti gjaldkerinn í bank- anum? Í morgun þegar hann lofaði að kippa ávísanareikn- ingnum mínum í lag, þá var allt í lagi hjá honum.         MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúm- er. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FRÉTTIR VERKFRÆÐISTOFAN Vista hef- ur gefið Tækniskóla Íslands raf- magnsteikniforrit sem nefnist PCschematic. Það er frá DPS Cad Center í Danmörku, er ein- falt og þægilegt í notkun en öfl- ugt og með mikla sjálfvirkni. „Í þessari sérstöku skólaútgáfu geta nemendur og kennarar fengið afrit af hugbúnaðinum sem þeir geta svo sett upp á tölv- ur heima fyrir til vinnslu á verk- efnum. Þess má geta að fleiri skólum hefur verið afhentur hug- búnaður þessi að gjöf, þ.e.a.s. þeim sem kenna rafvirkjun eða sambærilega tæknimenntun, þeir eru: Fjölbrautaskólinn í Breið- holti, Iðnskólinn í Hafnarfirði, Iðnskólinn í Reykjavík, Verk- menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskóli Austurlands. 28. apríl síðastliðinn hélt verk- fræðistofan Vista kynningu fyrir kennara í húsakynnum Tækni- skóla Íslands. Kynningin stóð í tvo tíma þar sem forritið var sýnt, spurningum var svarað og rætt um kennslutilhögun. Eftir kynningu var boðið upp á léttar veitingar og notuðu Vistamenn það tækifæri til að afhenda Tækniskóla Íslands gjöfina.“ Á myndinni tekur Magnús Matthíasson, deildarstjóri raf- magnsdeildar Tækniskólans við gjöfinni úr hendi Halls Birg- issonar, stjórnarformanns verk- fræðistofunnar Vista. Gefur raf- magns- teikniforrit SÍMINN hefur gert þjónustusamn- ing við bandaríska gervihnattafyr- irtækið Iridium um gervihnatta- símaþjónustu. Samningurinn felur meðal annars í sér að Síminn veitir Iridium-þjónustu hér á landi, selur símakort og þann símabúnað sem notendur þurfa til að geta nýtt sér þjónustu Iridium. Með samningnum við Iridium geta viðskiptavinir Sím- ans fengið aðgang að þeim 66 gervi- hnöttum sem eru á braut umhverfis jörðu sem þýðir að með Iridium- síma geta þeir alltaf verið í síma- og gagnaflutningssambandi hvar sem er í heiminum. „Helsti kostur Iridium-þjónust- unnar er hversu víðtæk dreifingin er, hún nær um allan heim og er jafngóð á landi sem á sjó. Hafsvæðin í kringum landið eru t.d. í mjög góðu sambandi. Samskipti á milli Irid- ium-síma eru óháð öllum landkerf- um og henta þau því vel þeim aðilum sem þurfa að auka á öryggi sitt hvort sem er á landi eða úti á rúmsjó,“ segir í frétt frá Símanum. Iridium-símar fást bæði sem handsímar og einnig til fasttenging- ar t.d. í bíla og báta. Hver mínúta á milli tveggja Iridium-síma mun kosta í kringum 50 krónur án vsk. Hver mínúta úr Iridium síma í GSM, NMT eða í almennan síma mun kosta í kringum 150 krónur án vsk. Síminn semur við fyrirtækið Iridium Alltaf í sambandi með gervihnattasíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.