Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRETTAFÉLAG Reykjavík- ur, hagsmunasamtök bretta- áhugamanna sem styrkt er af Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, hafa tekið á leigu 800 fermetra húsnæði í Borgartúni á athafnasvæði Sindrastáls. Að sögn Arnars Steins Þorsteinssonar, sem á sæti í stjórn Brettafélagsins, er stefnt að því að koma á fót fullkominni brettaaðstöðu um miðjan júlí ef allt gengur að óskum. Gísli Árni Eggertsson, að- stoðarframkvæmdastjóri Íþrótta- og tómstundaráðs, hefur verið brettafélaginu innan handar en Reykjavík- urborg styrkir verkefnið og greiðir leigu á húsnæðinu til eins árs auk þess þess sem félagið var styrkt til kaupa og smíði á brettapöllum. Alls er því styrkur Reykjavík- urborgar til verkefnisins um 4 milljónir. Gísli segir frek- ari fjárútlát til verkefnisins í höndum Brettafélagsins og að sögn Arnars er ætlunin að leita til fyrirtækja varðandi peningaaðstoð. Stefnt er að því að reka go-kart bílabraut á um 2000 fermetra svæði samhliða brettaaðstöðunni og fer starfsemin fram í gömlu Sindrastálsskemmunni. Árni Björgvinsson veitingahúsa- eigandi mun sjá um rekst- urinn á go-kart brautinni og hjólabrettaaðstöðunni og er ráðgert að opna go-kart brautina á næstu vikum. Smíða pallana sjálfir Að sögn Arnars fer Bretta- félagið ekki sömu leið og ungmenni í Kópavogi og Mosfellsbæ sem hafa sótt teikningar að brettapöllum á Netið. „Við höfum ferðast mikið um Evrópu. Til dæmis fórum við til Málmeyjar og skoð- uðum stærstu innanhúss- hjólabrettaaðstöðu í Evrópu sem er 3000 fermetrar að stærð.“ Arnar segir smíði hjóla- brettapalla mjög erfiða og ekki á færi hvers sem er. Af þessum sökum hafi félagar úr brettasamtökunum að mestu leyti staðið að smíð- inni sjálfir. Allir pallarnir verða úr timbri og segir Arnar að bæði sé hentugra að eiga við þá auk þess sem húsnæðið verði notað til bráðabirgða næstu tvö til þrjú árin og því ekki ráðlegt að fara út í mjög kostnaðarsamar fram- kvæmdir eins og að steypa upp brettapalla. Hann segir rekstraraðila stefna að því að koma upp kaffiaðstöðu og áhorf- endapöllum svo að hægt verði að halda keppnismót þar með góðu móti. „Við vorum með aðstöðu vestur á Granda í tæpt ár en fórum þaðan í lok febrúar og erum búnir að vera heim- ilislausir síðan,“ segir hann og lofar því að nýja aðstaðan verði hin glæsilegasta þegar hún verður opnuð í júlí ef allt gengur að óskum. Ingólfstorg alið af sér marga góða brettastráka Arnar segir að enn megi finna hjólabrettapalla úr timbri á höfuðborgarsvæð- inu en þeir séu hins vegar fá- ir eftir og að hruni komnir. „Það gengur ekki að smíða palla úr timbri og láta þá standa úti allan ársins hring,“ segir hann og vill meina að varanleg aðstaða verði að vera innanhúss. Engu að síður eru gömlu pallarnir enn í notkun. „Þeir eru fínir fyrir yngri krakka en ekki þá sem eru lengra komnir í sportinu,“ segir hann. „Fyrir þá sem ætla að ná framförum er engin aðstaða til önnur en göturnar.“ Arnar nefnir Ingólfstorg í þessu sambandi sem hann segir hafa alið af sér marga góða brettastráka. Sjálfur segist Arnar hafa byrjað sinn brettaferil þar og verið far- inn að renna sér á torginu áður en það var tilbúið. Þar hafi þeir fengið að renna sér í friði þótt oft hafi verið þröng á þingi. „Ég held að fólki finnist bara gaman að koma þangað og fá sér ís og setjast í tröpp- urnar og horfa á strákana renna sér. Það er kannski helst um helgar þegar það er mikið af fólki á torginu sem vandræði geta skapast.“ Að sögn Gísla hjá ÍTR hef- ur ekki verið tekið ákvörðun um framtíðarhjóla- brettasvæði eftir að aðstöð- unni í Borgartúni sleppir að nokkrum árum liðnum. Að hans sögn eru hendur borg- aryfirvalda bundnar að ákveðnu marki þar sem íþróttin sé jaðarsport og iðk- endur hennar líti sjálfir svo á að þetta sé íþrótt götunnar. Þó svo að hjólabrettaiðkun sé götusport sé hins vegar nauðsynlegt, vegna veð- urfars, að færa starfsemina undir þak og það sé ekki á færi iðkendanna sjálfra. Þar hafi borgin komið að og í raun gert betur en mörg ná- grannasveitarfélaganna. Brettafélag Reykjavíkur setur upp aðstöðu í gömlu Sindrastálsskemmunni í Borgartúni Sérsmíðaðir pallar úr timbri í 800 fermetra húsnæði Morgunblaðið/Jim Smart Reykjavík ÞAÐ er ekki á hverjum degi að hestur tekur þátt í upp- færslu á leikriti, en hann Randver Brúnblesason hefur þó allt frá því í nóvember í fyrra troðið upp á fjölum Borgarleikhússins, í leikritinu Skáldanótt eftir Hallgrím Helgason. En nú er það hlut- verk senn á enda, því síðasta sýningin á verkinu er í kvöld. Í tilefni þessa hafði Morg- unblaðið samband við eiganda hestsins, Jens Pétur Högna- son, og spurði hvað hefði gert það að verkum að hann varð fyrir valinu í leikritið. „Það er þannig að ég er bú- inn að vera af og til í bíómynd- um sem teknar hafa verið hér á landi, þar sem hestar hafa á einhvern hátt komið við sögu,“ sagði Jens. „Ég byrjaði á því að hjálpa kunningja mín- um í Grundarfirði, þegar Nonni og Manni voru teknir, og tamdi gráu merina.“ Síðan hafa hestarnir hans Jens leikið í fjölmörgum kvik- myndum, bæði erlendum og innlendum, og má þar nefna Agnesi, Myrkrahöfðingjann, Engla alheimsins og fleiri myndir. „Og svo er ein mynd sem á eftir að koma út í Bandaríkjunum. Sú heitir Ófreskjan og þar leikur Rand- ver einmitt stórt hlutverk. Flestallir hestarnir mínir eru í þessum bransa, en Randver er bara í aðalhlutverki núna; það er eini munurinn.“ Ókyrrist þegar stundin nálgast Að sögn Jens unir Randver sér vel á fjölum Borgarleik- hússins. „Já, heldur betur. Hann er alsæll og ánægður þegar ég teymi hann upp í kerruna og við förum niðureftir. Hann veit alveg hvað er að gerast. Og um leið og verið er að biðja um sígarettuna í leikritinu fer hann að ókyrrast, því hann veit að það er að koma að hon- um eftir nokkrar mínútur að fara á sviðið.“ Umrætt atriði er á þá leið, að Jens kemur ríðandi á hon- um inn sviðið og á að vera höf- undur Njálu. „Við erum búnir að vera síðan fjórða nóvember í fyrra, einu sinni í hverri viku,“ segir Jens, og bætir því við, að Randver sé algjör höfðingi. „Þú getur sett þriggja ára barn á hann. Og ef það teymir hann og bíll kemur á móti, þá passar hann alltaf upp á það að fara á milli þeirra, til að skýla barninu.“ Jens var spurður að því að lokum hvort hann teldi að Randver Brúnblesason myndi sakna leikhúsljósanna. „Eflaust, en það tekur bara eitthvað annað við. Við höfum t.d. á þessum tíma verið að taka upp auglýsingu fyrir Hallbjörn Hjartarson og svo er einhver Englendingur að koma núna og ætlar að taka mynd.“ Þannig að Randver er orð- inn heimsfrægur? „Hann er það,“ segir Jens, eigandi og vinur þessa stærsta leikara sem komið hefur á svið Borgarleikhúss- ins frá upphafi. Randver Brúnblesasonur lék í Borgarleikhúsinu í vetur Síðasta sýning stórleikara í kvöld Kringlan Morgunblaðið/Jim Smart Jens og Randver, sem nýtur athyglinnar og brosir sínu blíðasta til ljósmyndarans. ORKUVEITA Reykjavík- ur telur sig hafa fullan og óskoraðan rétt til að leita eftir jarðhita sem finnast kann nú eða síðar í landi jarðarinnar Hliðs sem Bessastaðahreppur hyggst friðlýsa sem fólkvang. Hreppsnefnd bendir á að Orkuveitan hafi ekki gert athugasemdir við aðal- skipulag svæðisins sem allt frá árinu 1984 hefur gert ráð fyrir því að jörðin verði að mestu óbyggt útivistar- svæði. Morgunblaðið greindi frá því nýlega að hreppsnefnd hygðist friðlýsa jörðina. Nú hefur lögfræðingur Orku- veitunnar sent hrepps- nefnd bréf þar sem athygli var vakin á því að árið 1957 hafi bæjarsjóður Reykja- víkur, fyrir hönd Hitaveit- unnar keypt allan jarðhita sem er eða finnast kann í landi jarðarinnar Hliðs. „Nánar tilgreint er hið selda fullur og óskoraður einkaréttur til að leita eftir og hagnýta allan jarðhita, hvort sem er heitt vatn eða gufa, sem finnast kann nú eða síðar á eða í landi jarð- arinnar,“ segir í bréfi Orku- veitunnar. Þar segir að kaupunum hafi fylgt nægi- leg afnot landsins til jarð- borana og til hvers kyns annarra mannvirkja og at- hafna sem væru nauðsyn- leg til að ná vatni eða gufu og veita því eftir landar- eigninni og burtu þaðan með hverjum þeim hætti sem kaupandi kynni að ákveða á hverjum tíma. Eins hafi Orkuveitan eignast borholuna sem gerð hafði verið í landi Hliðs auk sama réttar til að leggja hitaveituæðar um landið annars staðar frá ef svo bæri undir. Stefna enn að friðlýsingu Gunnar Valur Gíslason, sveitarstjóri í Bessastaða- hreppi, segir að athuga- semdir Orkuveitunnar muni ekki hafa áhrif á frið- lýsingaráform sveitar- stjórnarinnar. „Það er búið að vinna að- alskipulagið að minnsta kosti tvisvar sinnum í heild sinni frá árinu 1957 auk þess sem það hefur verið endurskoðað nokkrum sinnum. Og ég man ekki til þess að nokkru sinni hafi borist neinar athugasemdir vegna þeirra áforma okkar sem hafa verið frá upphafi að hafa þarna óbyggt úti- vistarsvæði,“ segir hann. Hann segir sveitar- stjórnina verða að vinna á grundvelli skipulags- og byggingalaga og að mann- virki verði ekki grundvölluð á öðru en skipulagi. „Þann- ig að við véfengjum ekki þeirra rétt sem þeir telja sig eiga en hins vegar bend- um við á það að þarna eru ekki áform um að gera neitt þannig að sveitarstjórnin heldur sínu striki varðandi friðlýsinguna.“ Hann bendir á að áform um útivistarsvæði hafi ver- ið í aðalskipulagi sveitar- innar í 17 ár. „Þannig að það er ekki eins og menn hafi verið að hringla með neitt til eða frá. Orkuveitan hefur ekki séð þörf á að nota þessi réttindi núna í 44 ár og það segir sína sögu líka.“ Orkuveitan vegna Hliðs Keypti rétt til jarðhita árið 1957 Bessastaðahreppur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.