Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á MEÐAN atvinnulífiðhefur í heild vaxið umfjórðung hefur hluturríkisins í atvinnulífinu vaxið um þriðjung milli áranna 1993 og 1999. Fákeppni einkennir ís- lenskt atvinnulíf þar sem eitt til fjögur fyrirtæki eru leiðandi á mörkuðum, ekki síst í nýjum at- vinnugreinum, fyrirtækjablokkum hefur fjölgað og hinar eldri haldið umsvifum sínum. Þetta er meðal helstu niðurstaðna skýrslu Sam- keppnisstofnunar um stjórnunar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífi sem Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, kynnti í gær á fundi með fjölmiðlum. Skýrslan miðast við upplýsingar um atvinnulífið frá árinu 1999 en sambærileg skýrsla kom út árið 1994 og miðaðist þá við gögn frá 1993. Í apríl 2000 fól ráðherra Sam- keppnisstofnun að gera þessa út- tekt þar sem þingmenn Samfylk- ingarinnar höfðu lagt fram þá beiðni á Alþingi. Skýrslunni var einnig dreift til þingmanna í gær. Svipaðar niðurstöður og frá árinu 1993 Samkeppnisstofnun vekur at- hygli á því að þrátt fyrir ýmsar breytingar í íslensku atvinnulífi frá 1993 og umhverfi þess, s.s. nýjar atvinnugrein- ar, ný kynslóð eigenda, aukin einkavæðing og frjálsræði í viðskiptum, séu niðurstöður úttekt- arinnar svipaðar nú. Meðal niður- staðna er sú að lítil tengsl séu á milli eignar og valds í fyrirtækjum. Meg- inskýringin sé sú að ríki og sveit- arfélög, ásamt lífeyrissjóðum og sjálfseignarstofnunum, eigi drjúg- an hluta atvinnulífsins. Þá séu mörg stærstu hlutafélög landsins að stórum hluta í dreifðri eign almenn- ings sem hafi lítil afskipti af stjórn- un þeirra. Stofnunin segir að stjórnarmenn og stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins eigi sjálfir lítinn eða engan hlut í þeim fyrirtækjum sem þeir séu í forsvari fyrir. Eignarhaldið sjálft hefur þróast þannig að stærstu eigend- urnir eiga stærri hlut 1999 en árið 1993. Þá segir í niðurstöðunum að aukinn hlutur lífeyrissjóða í at- vinnulífinu og dreifð sala hluta til almennings hafi dregið úr tengslum milli eignar og valds. Sem skýringu á aukinni hlutdeild ríkisins nefnir Samkeppnisstofnun að stærstu greinarnar þar sem ríkið á stóran hlut, s.s. fjármál, fjarskipti og orkumál, hafi vaxið meira en aðr- ar. Um þetta segir m.a. í skýrsl- unni: „Áhrif ríkisins í atvinnulífinu byggjast að hluta á umsvifum sam- fara vel á annað hundrað milljarða króna eignarhluta í atvinnufyrir- tækjum, að hluta á valdi til að út- hluta takmarkaðri aðstöðu til at- vinnurekstrar og að hluta á því að setja atvinnulífinu reglur og líta eft- ir framkvæmd þeirra. Þrátt fyrir einkavæðingu og sölu á fyrirtækj- um ríkisins hefur hlutur ríkisins í atvinnulífinu vaxið að verðgildi og hlutfalli. Helsta skýringin er að fyr- irtæki í ríkiseign hafa vaxið og dafnað umfram atvinnulífið í heild. Síðan 1999 hefur þó heldur dregið úr þátttöku ríkisins í atvinnulífinu og virðist að svo muni fram halda á næstu misserum.“ Nýjar fyrirtækjablokkir Nýjar blokkir eru sagðar hafa komið til sögunnar frá 1993 og þrjár mest áberandi. „Ein er á sviði verslunar en hinar tvær eru í hátæknigreinum. Önnur þeirra er á sviði margmiðlunar með ljósvakafjölmiðlun sem burðarás en hin er í upplýsingaiðn- aði þar sem samþjöppun eykst hröðum skrefum,“ segir m.a. í skýrslunni. Vakin er í skýrslunni athygli á umfangi lífeyr- issjóðanna á fjármagnsmarkaði. Í ljós kemur tilhneiging hjá t.d. Sam- vinnulífeyrissjóðnum til að fjárfesta frekar í fyrirtækjum sem áður höfðu tengsl við Samband íslenskra samvinnufélaga, SÍS. Lífeyrissjóð- ur verslunarmanna fjárfesti aftur á móti gjarnan í annarri blokk. Skýrsluhöfundar Samkeppnis- stofnunar telja eðlilegt a hvað hafi verið haft að lei þessum fjárfestingum. Eignarhald olíufélagann um útgerðarfélögum veku athygli Samkeppnisstofnu þetta atriði segir í skýrslun „Þótt það hafi ekki veri má ætla að þessi fjárfes komið til vegna greiðslue útgerðarfyrirtækja frekar íufélögin hafi haft það á st sinni að eignast hlut í útg irtækjum. Olíufélögin hafa selt þessa hluti sína þeg hefur árað hjá útgerðinni. beinir sjónum sérstaklega inu er hinn sterki réttur ú fyrirtækjanna til að nýta fi sem flestir líta á sem fjöre arinnar, og hið nána samband olíufélaganna við erlend stórfyrirtæki. Rétt er að vekja athygli á að „fyrirtækjablokkir“ hafa aukið hlut sinn í út- gerð frá 1993 og spyr gjarnan saman hagsmunir eldsneyti, tryggingar og f saman við hagsmuni útger Við þessar aðstæður mynd útboð á aðföngum útger stuðla að aukinni samkepp Samkeppnisstofnun kem að þeirri niðurstöðu að ei Fákeppni einken – aukinn hlutur r Fákeppni einkennir ís- lenskt atvinnulíf sam- kvæmt skýrslu Sam- keppnisstofnunar, bæði meðal eldri og nýrri fyrirtækjablokka. Val- gerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir aukinn hlut ríkisins í atvinnulífinu hafa komið sér á óvart. Lítil tengsl milli eignar og valds    #& $   )2      !" - 88:/ # $   -< 1;:/ # $ % - 88:/ &    -<516:/ '()* - 88:/ # $  ! -98:/ *+*,- - 88:/ 8 5 7 4 9 8 9     $   -7;1;:/      - 88:/   " @ $- 5:/ (  3 $  " -58:/ ?,   "  )  - 88:/ 2  "$  & $  - 88:/ 3   $" - 88:/ A &0 " $ -48:/ !) $" -9 :/ 3   $" - 88:/ A $ "$ -781 :/ Skýrsla Samkeppnisstofnunar um s og eignatengsl í íslensku atvinnu SAMSKIPTIN VIÐ JAPAN TÍMI AÐHALDS Þjóðin hefur búið við mikiðgóðæri undanfarin ár. Slíktímabil standa aldrei til ei- lífðar eins og allir vita. Þótt há- punktur þessa góðæris sé að öllum líkindum að baki þýðir það ekki að kreppa blasi við. Þvert á móti; efnahagur þjóðarinnar er mjög traustur en það er augljóst, að tími aðhalds er genginn í garð. Seint á síðasta ári mátti merkja, að fyrirtæki voru byrjuð að und- irbúa sig undir aukið aðhald í rekstri og niðurskurð útgjalda. Gera má ráð fyrir að flest atvinnu- fyrirtæki landsmanna hafi frá ára- mótum unnið skipulega að því að auka aðhald með útgjöldum og draga úr þeim eins og kostur er. Slíkar samdráttaraðgerðir draga úr viðskiptum. Þær þurfa hins veg- ar ekki að leiða til versnandi af- komu fyrirtækja heldur geta þær í mörgum tilvikum leitt til þess að reksturinn verður árangursríkari og allavega skilvirkari. Líklegt má telja, að einstakling- ar og fyrirtæki verði varkárari í fjárfestingum en tíðkazt hefur síð- ustu árin. Lækkun á gengi krón- unnar er áminning um, að miklar erlendar lántökur til fjárfestinga í íslenzkum eignum, sem ekki skila tekjum í gjaldeyri fela í sér mikla áhættu. Búast má við að fyrirtæki, sem hafa stefnt á aukin umsvif haldi að sér höndum um skeið. Landsmenn eru smátt og smátt að vakna til vitundar um breyttar aðstæður. Fyrirtæki og heimili munu draga úr útgjöldum og auka sparnað eftir því, sem kostur er. Hið sama á við um ríki og sveit- arfélög. Raunar hafa alger um- skipti orðið í ríkisfjármálum á und- anförnum árum og að einhverju leyti hjá sveitarfélögunum einnig. Það skiptir máli, að aðhald í út- gjöldum verði aukið á öllum svið- um á næstu mánuðum en það er líka mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir, að við erum ekki að sigla inn í nýtt krepputímabil af því tagi, sem við kynntumst fyrir áratug. Þvert á móti má segja, að við séum að stefna að eðlilegu ástandi í efnahagsmálum. Góðæri síðustu ára hefur verið svo mikið að það getur ekki fallið undir skil- greiningu á eðlilegu ástandi í efna- hags- og atvinnumálum. Undirstöðugreinar atvinnulífsins standa traustum fótum. Sjávarút- vegurinn er fjárhagslega sterkari en fyrir áratug. Vísbendingar eru um hækkandi afurðaverð á erlend- um mörkuðum en að vísu hafa menn áhyggjur af verri stöðu þorskstofnsins en búizt var við. Við eigum ýmissa kosta völ varð- andi uppbyggingu stóriðju og nýj- ar atvinnugreinar hafa skotið rót- um. Þjóðin á töluverðar eignir í útlöndum eftir þetta mikla góð- æristímabil og atvinnufyrirtækin hafa byggt upp starfsemi í öðrum löndum, sem skilar tekjum hingað heim. Það er þess vegna engin ástæða til svartsýni. En óhófleg bjartsýni undanfarinna ára á að heyra fortíðinni til. Það getur verið auðveldara að venjast góðum tímum en venja sig af þeim. Í gær var fastaskrifstofa sendi-ráðs Japans á Íslandi opnuð með formlegum hætti. Í haust verður íslenzkt sendiráð opnað í Tókýó. Þetta eru mikilvægir áfang- ar í samskiptum Íslands og Japans. Við Íslendingar höfum um langt árabil átt þýðingarmikil viðskipti við Japan. Íslenzk fyrirtæki hafa starfrækt skrifstofur þar. Íslenzk ungmenni hafa leitað þangað til náms og m.a. lært að tala japönsku en sú þekking er mikilvæg í sam- skiptum okkar við Japan. Japanir eru ein auðugasta þjóð í heimi og Japan er mikilvægur markaður fyrir íslenzkar sjávaraf- urðir og margvíslegar framleiðslu- vörur, sem tengjast sjávarútvegi. Ekki er ólíklegt að með opnun ís- lenzks sendiráðs í Japan og auk- inni starfsemi Japana hér eigi ferðamönnum frá Japan eftir að fjölga . Víða um lönd eru Japanir mikilvægir viðskiptavinir þeirra fyrirtækja, sem starfa við ferða- þjónustu. Þeir eiga áreiðanlega eftir að verða það líka hér á Ís- landi. Í samtali við Morgunblaðið í gær, sagði Masao Kawai, sendi- herra Japans á Íslandi, m.a.: „Hefðbundin mynd af Íslandi er kannski sú, að landið sé mjög langt í burtu, mjög kalt land þar sem fiskveiðar skipta öllu máli. En ég tel, að þetta sé ekki alveg rétt mynd af landi og þjóð. Síðan ég kom hingað hefur mér þótt mikið koma til árangurs ykkar í efna- hags- og atvinnumálum. Sá árang- ur hefur ekki aðeins orðið til vegna nýtingar á náttúruauðlindum í landinu og umhverfis það, heldur er þetta árangur, sem byggist á miklu hugviti og mikilli vinnu íbú- anna. Íbúafjöldi er innan við 300.000 manns, en samt er hér þetta stórkostlega samfélag.“ Þetta eru vinsamleg orð í garð okkar Íslendinga. Með opnun fastaskrifstofu japanska sendiráðs- ins á Íslandi og íslenzks sendiráðs í Japan síðar á þessu ári hefur grundvöllur verið lagður að stór- auknum samskiptum okkar og Jap- ana. Þótt mikill kostnaður sé þessu samfara fyrir okkur Íslendinga má telja víst að hann skili sér með margvíslegum hætti í auknum við- skiptum á milli landanna. Við lærum margt af samskiptum við aðrar þjóðir. Eitt af því, sem við getum lært og höfum lært vegna aukinna samskipta við As- íuþjóðirnar, er betri nýting á fisk- afurðum okkar. Fólk, sem hingað hefur flutt frá Asíu, hefur vakið at- hygli okkar vegna dugnaðar og iðjusemi. Þegar á allt er litið er rík ástæða til að fagna auknum samskiptum okkar við Japani og aðrar Asíu- þjóðir. SAMKEPPNISSTOFNUN segir í skýrslunni um stjórnunar- og eignatengsl að merki séu um blokkir fyrirtækja í atvinnulífinu og eldri blokkir hafi haldið stöðu sinni frá síðustu könnun 1993. „Stærstu fyrirtækin á sviði trygginga, olíuverslunar, flutn- inga og ferðaþjónustu tengjast með gagnkvæmu eignarhaldi. Stjórnunartengsl eru einnig mikil þar sem sömu aðilar sitja í stjórnum þessara fyrirtækja og veita þeim forystu. Lýsingin hér að framan fyrir árið 1999 er lík lýsingu á stöðunni 1993 en nýjar blokkir hafa síðan litið dagsins ljós,“ segir m.a. í skýrslunni. Í skýrslunni kemur ein fram að á ýmsum sviðum vinnulífsins tengist stór irtæki. Er þar átt við blo sem kenndar hafa verið legu tali við „kolkrabban „smokkfiskinn“. Tekið er um Eimskip og Flugleiði flutningamarkaði og þeim ist Sjóvá-Almennar, Skel og fleiri fyrirtæki eins o bílaleigur og ferðaskrifs flutningamarkaði sé einn skip sem tengjast ferðas stofu auk Vátryggingafé lands og Olíufélagsins hf Samkeppnisstofnun segir sé þetta með líkum hætt 1993. Staða fyrirtækja blokka svipuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.