Morgunblaðið - 19.05.2001, Side 59

Morgunblaðið - 19.05.2001, Side 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 59 AÐALFUNDUR Hverfafélags Setbergs og Mosahlíðar verður haldinn þriðjudaginn 22. maí nk. í Setbergsskóla og hefst hann kl. 20 með aðalfundarstörfum. Að því loknu hefur stjórn félagsins boðið fulltrúum frá skipulags- og skóla- nefndum bæjarins að sitja fyrir svörum um málefni sem brenna á hverfisbúum, s.s. um Reykjanes- braut, tímasetningar, umfang o.fl., frágang hverfisins, íþróttahús við Setbergsskóla, einsetningu hans og sjálfsagt fleira. Vonast stjórnin eftir því að nefndarmenn eða starfsmenn skipulagsins og skólaskrifstofu sjái sér fært að mæta. Sitja fyrir svörum á aðalfundi SKARTGRIPAVERZLUN Jóns Sig- mundssonar hefur opnað útibú í verzlunarkjarnanum Spönginni í Grafarvogshverfi. Verzlunin býður þjónustu sem viðkemur skart- gripum; nýsmíði, viðgerðir eða breytingar. Opnunartími verzlunar- innar er mánudaga til föstudaga frá 11 til 18 og laugardaga frá 11 til 16. Eigendur verzlunarinnar eru hjón- in Halldóra Arthúrsdóttir og Símon Ragnarsson gullsmíðameistari. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Eigendur Skartgripaverzlunar Jóns Sigmundssonar, hjónin Halldóra Arthursdóttir og Símon Ragnarsson gullsmiður, í nýju búðinni. Skartgripaverslun opnuð í Spönginni SELATANGAR eru áfangastaður á göngudegi Ferðafélags Íslands 2001 sem að þessu sinni er haldinn sunnu- daginn 20. maí. Selatangar eru forn og merkur útróðrastaður á sunnan- verðu Reykjanesi. Þar var fyrrum ein stærsta verstöð Suðurlands og þótt víðar væri leitað og enn eru miklar og merkar menjar um mann- vistir þar. Skammt frá rústunum eru merkar hraunborgamyndanir. Á leiðinni að Selatöngum er áformað að stoppa við Seltún og Krísuvíkurkirkju. Far- arstjóri í þessari ferð er Ólafur Sig- urgeirsson. Þetta er frekar þægileg ferð og hentar allri fjölskyldunni en þeim sem vilja leggja meira á sig er boðið upp á 6 – 7 klst. göngu á Reykjanesi. Ekið verður áleiðis að Keili og gengið þaðan í átt að Þráins- skildi, sem Þráinsskjaldarhraun dregur nafn sitt af, þaðan stefnt á Stóra-Hrút og að lokum komið niður við Slögu, skammt vestan við Sela- tanga. Fararstjórar eru Jónas Har- aldsson og Agnar Björnsson. Þátttakendum verður boðið upp á léttar veitingar í göngulok. Sela- tangaferðin kostar 1.200 kr. en lengri gönguferðin 1.500 kr. Brott- för í báðar ferðir er frá BSÍ og kom- ið verður við í Mörkinni 6 og við kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Sela- tangaferðin hefst kl. 13:00 en lengri gönguferðin kl. 10:30. Börn að 15 ára aldri í fylgd með forráðamönnum greiða ekki þátttökugjald og allir eru velkomnir í ferðir Ferðafélags Íslands. Göngudagur FÍ SKAGFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykavík heldur hið árlega gestaboð fyrir eldri Skagfirðinga búsetta á Suðvesturhorninu sunnudaginn 20. maí. Boðið verður upp á skemmtiatriði og borðin svigna undan kræsingum að vanda. Húsið verður opnað klukk- an 13.30 og eru Skagfirðingar hvattir til að fjölmenna. Gestaboð eldri Skagfirðinga KAJAKKLÚBBURINN mun halda kynningu á kajaksportinu og starf- semi klúbbsins í Reykjavík í dag, laugardaginn 19. maí. Kynningin verður frá 11.00 til 15.00 við ylströndina í Nauthólsvík. Verslanir og ferðaþjónustuaðilar kynna sig, félagar úr klúbbnum veita upplýsingar um sportið og hægt verður að prófa kajaka. Kajakklúbb- urinn kynntur í Nauthólsvík Í TILEFNI af uppsetningu skilta og merkinga við Sönghelli við Jökuls- hálsveg við rætur Snæfellsjökuls, skammt frá Arnarstapa, verður hátíð næstkomandi sunnudag kl. 15. Þar verða afhjúpuð upplýsingaskilti og verður ýmislegt á dagskrá. Í hellinum mun Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari syngja við undirleik Grettis Björnssonar harmónikuleikara. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Árni Johnsen, formaður samgöngunefndar Alþingis, munu stjórna fjöldasöng í hellinum og leika þeir einnig á gítara. Skiltin eru sett upp að tilhlutan heimamanna undir forystu Guðrúnar Bergmann og annars áhugafólks á heimaslóðum. Boðið verður uppá kaffi á eftir. Hátíð í Sönghelli á Snæfells- nesi EKIÐ var á bifreiðina KK-775 á bif- reiðastæði við verslunina Nóatún í Rofabæ miðvikudaginn 16. maí um kl. 18.30. Tjónvaldur fór af vettvangi. Bifreiðin KK-775 er Volkswagen Caravelle grá að lit og skemmdist á hægra afturhorni. Þeir sem geta gef- ið upplýsingar um óhapp þetta eru beðnir að hafa samband við umferð- ardeild lögreglunnar í Reykjavík. Vitni vantar SUMARBÚÐIRNAR Ævintýraland eru að hefja sitt fjórða starfsár. Bæklingur hefur verið gefinn út öll árin og í honum hefur alltaf verið getraun sem börnin hafa svarað og sent inn. Fyrir þrjá getspaka krakka er sem endranær vikudvöl í sumarbúðunum í verðlaun. Vinningshafar þessa árs eru þau Laufey Sunna Guðlaugsdóttir, 8 ára, frá Skagaströnd, Elías Eyþórs- son, 9 ára, frá Reykjavík og Hannes Þorkelsson, 10 ára, frá Hveragerði. Skráning í sumarbúðirnar stendur enn yfir og aðeins örfá pláss eru laus. Starfsemin fer fram í tíu vikur að Reykjum í Hrútafirði, í Reykja- skóla. Aldurshópurinn í ár er fyrir 7-15 ára og skiptist niður á aldurs- flokkana 7-12 ára, 10-12 ára og 13- 15 ára. Allar vikurnar verður boðið upp á námskeið í kvikmyndagerð, myndlist, grímugerð, tónlist, leik- list og íþróttum og eru þau innifalin í dvalargjaldi. Unnu í getraun Ævintýra- lands Þessi ungi piltur, Davíð, sá um að draga úr innsendum lausnum. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.