Morgunblaðið - 19.05.2001, Page 23

Morgunblaðið - 19.05.2001, Page 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 23 ÍSINN fór alveg af Syðri-Flóa 14. maí en Ytri-Flói varð íslaus helgina 4.-5. maí og er þetta nærri meðalári samkvæmt yfirliti Sigurjóns Rist. Dæling á kísilgúr úr vatninu hófst 8. maí. Dælt er af svæði norðvestur af Ytri-Höfða. Síðastliðinn vetur var gúrinn kannaður með mælingum nið- ur um ísinn og er nú svæði valið í samræmi við þær mælingar. Segja starfsmenn að rífandi gangur sé í dælingunni, stutt leiðsla úti og gott hráefni. Sumarið 1956 var fyrst dælt kís- ilgúr úr Mývatni og var það gert und- ir stjórn Baldurs Líndal en á reikn- ing Raforkumálaskrifstofunnar, verkstjóri var Snæbjörn Pétursson í Reynihlíð. Slegið var þá saman stórum tunnufleka og þar gerður vinnupallur með bensíndrifinni mið- flóttaaflsdælu en 6" leiðsla til lands við Hrútavogstanga. Þangað var síð- an dælt allmiklu magni af botnleðju um sumarið til prufu. Haustið 1964 var sami fleki settur á vatn öðru sinni en þá var dráttarvél Jóns Aðalsteinssonar í Belg með spili og gálga höfð á flekanum og leðja krökuð upp af botninum með krabba og henni mokað í tunnur þar úti á flekanum, Jón Sigtryggsson í Syðri- Neslöndum sigldi síðan með tunn- urnar til lands á báti sínum, Sleipni. Þessari dælingu lauk þegar flekann rak upp á Birgissker í óveðri. Loks var það 5. september 1965 að dæling var fyrst reynd með dælu- búnaði þeim sem síðan hefur verið notaður við dælingu vegna Kísiliðj- unnar. Kuldalegt var við Helgavog í vik- unni, norðan hríðarhraglandi, all- hvasst með 4° frosti og eru það slæm umskipti frá annars ágætri veðráttu að undanförnu. Allur fugl er kominn í sveitina og þar með sáust nokkrir helsingjar á dögunum í Hofstaðaheiðinni í sól og sunnanátt. Er það fremur óvenjuleg sjón hér, því að þeirra leið liggur frekar um Langadalinn. Ísinn farinn og dæling á kísilgúr hafin Morgunblaðið/BFH Kuldalegt var um að litast við hafnarmannvirkin í Helgavogi í áhlaupinu á þriðjudaginn. Mývatn SILUNGAPOLLUR, Þórustöðum II, Ölfusi, hefur nú verið opnaður aftur eftir vetrarhlé. Þetta er annað sumarið sem þetta tilbúna veiðivatn er opið og er ekki annað hægt að segja en að þessari nýbreytni í ferða- þjónustu á svæðinu hafi verið mjög vel tekið, bæði af Íslendingum og er- lendum ferðamönnum. Nægur fiskur Alls veiddust um 1.200 fiskar á síð- asta ári, regnbogasilungur, lax og bleikja, en þess er gætt að alltaf sé nægur fiskur í vatninu og er sleppt í það vikulega, þannig að ávallt eru nokkur hundruð fiskar í því, sem á að tryggja góða veiði. Fyrsta opnunar- helgin í Silungapolli var lífleg og margir settu í og glímdu við fisk og sumir stóra og myndarlega fiska. Áhugi erlendra ferðamanna á veiði var ótrúlega mikill í fyrra og kom að sögn forsvarsmanna pollsins skemmtilega á óvart. Einnig lögðu veiðimenn úr öðrum byggðarlögum oft á sig langa leið til að koma í veiði og sumarbústaðafólk kunni líka vel að meta þessa afþreyingu. Ungir og upprennandi veiðimenn veiddu þar margir sinn fyrsta fisk með dyggri aðstoð foreldra sinna. Einnig nýttu sér þá vatnið eldri og reyndari veiðimenn, enda er góð að- staða fyrir alla aldurshópa við Sil- ungapoll. „Gullið tækifæri“ „Nú er gullið tækifæri fyrir flugu- veiðimenn reynda og ekki síst óreyndra að efna veiðiloforð vetrar- ins og æfa fluguveiði í réttum skil- yrðum,“ sagði Gunnar Sigurgeirsson einn forsvarsmanna Silungapollsins. Til stendur að halda fluguveiðinám- skeið við Silungapoll nú í byrjun sumars og eru þeir sem áhuga hafa hvattir til að hafa samband við um- sjónarmann. Opið er í maí, laugar- daga og sunnudaga frá kl. 13 til 18 en í júní verður opnunartíminn lengdur. Silungapollur í Ölfusi opnaður Selfoss Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fjölmenni var við Silungapoll fyrstu helgina eftir að opnað var. Kristján og Kristrún fengu sér bíltúr austur fyrir fjall og settu í þann stóra, 9 punda bleikju, sem veiddist á spún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.