Morgunblaðið - 19.05.2001, Page 20

Morgunblaðið - 19.05.2001, Page 20
SUÐURNES 20 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ 2 • 2001 • 690 kr Kynlífsþrælar á Íslandi Vigdís Finnbogadóttir Píkusögur Konur og jaðaríþróttir Ana frá Filippseyjum Kynlífsvæðing Bréf ASÍ Klámefni skoðað einkamal.is Áskriftarsími: 552 2188 - Heimasíða: www.vera.is ÞÆR Helga Sigrún Harðardóttir, Toby Herman og Anna Sigurðar- dóttir eru allar með próf í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Ís- lands. Helga, sem býr í Reykja- nesbæ, var að hugsa um að fara til Bandaríkjanna í framhaldsnám, en óx nokkuð í augum að flytja úr landi, þegar hún hitti kennara úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem sagði henni frá því að mögulegt væri að taka háskólapróf í mann- legum samskiptum (Human Relat- ions) frá Oklahoma-háskóla á Keflavíkurflugvelli. Þær Toby og Anna ákváðu svo að fara líka. „Skipulagið er allt annað en við þekkjum úr skólakerfinu hér heima. Í hverjum mánuði er eitt námskeið kennt og tekur það eina viku. Kennararnir koma þá hingað til lands og er kennt á hverju kvöldi og um helgar, þá viku sem þeir eru hér,“ segir Helga Sigrún. Í lok kennsluvikunnar er síðan prófað í námsefninu. Tíminn milli kennslutímabila er svo nýttur til að lesa fyrir næsta námskeið og skrifa verkefni og ritgerðir. Skyldunámskeið eru fjögur og því talsvert val í boði, en námið er alls 34 einingar. Meðal námskeiða sem eru í boði eru aðferðafræði, nám- skeið um fíkn og ávana, stjórnun, lausn vandamála, fullorðinsfræðsla og fleira. Þær segja að námið henti vel stjórnendum, sem og náms- og starfsráðgjöfum, svo dæmi séu tekin. Námið er ekki ósvipað námi í almannatengslum og mannauðsstjórnun. Oklahoma-háskóli er sá eini sem býður upp á þessa gráðu, að sögn Helgu Sigrúnar, og er námsgrein- in kennd á sama hátt við aðrar herstöðvar Atlantshafsbandalags- ins víða um heim. Þetta er eina námið á meistarastigi sem er í boði á Keflavíkurflugvelli, en þær segja að Maryland-háskóli bjóði þar upp á grunnháskólagráður. Námið stendur öllum sem stand- ast inntökuskilyrðin til boða, en til að komast inn þarf að taka ensku- próf, svokallað TOEFL-próf sem hægt er að taka hjá Fulbright- stofnuninni, en þetta próf þurfa allir að hafa sem fara í bandarísk- an háskóla. Námið kostar um 8.000 bandaríkjadali alls. Kennslan fer að mestu fram í gömlu flugstöðv- arbyggingunni, sem flestir Íslend- ingar ættu að kannast við. Um 20–25 nemendur eru í bekknum og segja þær stöllur að þeim hafi verið vel tekið af hinum nemendunum. „Þetta er ósköp venjulegt fólk, ekki bara hermenn heldur einnig eiginkonur eða eig- inmenn þeirra og almennir starfs- menn á Vellinum. Það er enginn í hermannabúningi í skólanum,“ segir Anna og Toby skýtur hlæj- andi inn í: „Nema einn sem mætti í eitt skipti í fullum herklæðum! Anna spurði hann þá bara í hvaða múnderíngu hann væri eiginlega.“ Helga Sigrún segir að þær hafi eignast góða vini á Vellinum og að ein stelpa hafi gengið upp að þeim þegar námið var rétt að byrja og spurt hvort hún mætti ekki kynn- ast þeim betur því að hún þekkti hreinlega enga Íslendinga og lang- aði til að kynnast þeim betur. Langlífir fordómar Toby segir að þær hafi orðið varar við fordóma Íslendinga gagnvart því að þær séu í námi á Vellinum. „Mér finnst alveg ótrú- legt að fólk hafi fordóma enn þann dag í dag,“ segir hún og hlær. Þær segjast t.d. hafa orðið varar við það að fólk, t.d. gamlir herstöðva- andstæðingar, sem langar í þetta nám hafi ekki viljað fara í það vegna staðsetningarinnar. Helga, Toby og Anna segja að kennararnir séu mjög góðir og þeir hafi mikla reynslu. „Okkur hefur gengið mjög vel í náminu og hafa kennararnir tekið okkur vel,“ segja þær. Toby segir að þær séu eiginlega betur undirbúnar en margir hinna nemendanna, þar sem þær hafa allar viðbótarnám úr háskóla og einnig starfsreynslu. Allar vinna þær fulla vinnu með náminu. Helga Sigrún á Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykja- nesbæjar og Toby og Anna eru námsráðgjafar í Reykjavík. „Við erum sem sagt hættar að horfa á sjónvarpið,“ segir Anna og kímir. Ætlar út til að útskrifast „Við mælum alveg eindregið með náminu þarna,“ heldur Anna áfram. „Þetta er mjög hentugt fyr- ir fólk sem langar í framhaldsnám, en á erfitt með að flytja úr landi. Fólk getur haldið áfram að vinna og tekið þetta á þeim hraða sem því hentar, en hámarkstíminn til að taka námið er þó fimm ár.“ Helga Sigrún bendir á að allar upplýsingar um skólann og námið sé að finna á vefslóð Oklahoma- háskóla http://www.goou.ou.edu. Þær Anna, Helga Sigrún og Toby byrjuðu í náminu síðasta haust og stefna á að útskrifast sumarið 2002. „Ég ætla að fara út til Oklahoma til að útskrifast, það var eitt af því sem ég ákvað strax,“ segir Helga Sigrún spennt. „Fyrst og fremst til að kanna möguleika á framhaldi og líka til að halda tengslum við alla þessa frábæru kennara sem við höfum kynnst. Annars er haldin útskrift- arhátíð á Vellinum líka að banda- rískum sið þannig að nemendurnir klæðast fjólubláum skikkjum og bera höfuðfat sem notað er við út- skriftir í bandarískum háskólum.“ Morgunblaðið/Þorkell Helga Sigrún Harðardóttir, Toby Herman og Anna Sigurðardóttir stunda nám í mannlegum samskiptum við Oklahoma-háskóla í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Enginn í hermanna- búningi í skólanum Þrjár íslenskar konur stunda nú meist- araprófsnám í mannlegum samskiptum í herstöð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Nína Björk Jónsdóttir hitti þær yfir kaffi- bolla til að ræða um námið og fordóma sem þær hafa mætt í samfélaginu. Keflavíkurflugvöllur Háskólinn í Oklahoma kennir í gömlu flugstöðvarbyggingunni á Keflavíkurflugvelli REKSTUR málaflokka hjá Gerða- hreppi lækkaði á síðasta ári úr tæpum 85% af skatttekjum niður í 78,5%. Stafar það af auknum tekjum. Reikningar Gerðahrepps verða teknir til síðari umræðu og afgreiðslu á fundi hreppsnefndar næstkomandi mánudag. Samkvæmt ársreikningi Gerða- hrepps fyrir árið 2000 námu skatt- tekjur 213 milljónum kr. og jukust þær um 31 milljón kr. frá árinu á undan en það er 14,6% breyting milli ára. Til samanburðar má geta þess að vísitölur hækkuðu um rúm 4% milli áranna 1999 og 2000. Mest jukust tekjur af útsvörum og fast- eignaskatti, um 16 og 19%. Rekstur málaflokka hækkaði einnig en þó mun minna en skatt- tekjurnar, eða um tæpar 11 millj- ónir kr. sem er 6% aukning frá árinu á undan. Í greinargerð end- urskoðunarstofunnar Pricewater- houseCoopers til sveitarstjórnar kemur fram að sveitarfélagið hafi rúmlega 20 milljónum kr. meira til ráðstöfunar til greiðslu, vaxta, af- borgana og fjárfestinga en árið á undan. Rekstur málaflokka hafi lækkað úr 84,81% af skatttekjum niður í 78,48% sem verði að teljast góður árangur. Eign í Hitaveitu vanmetin Skuldir jukust umfram eignir og eru skuldir á íbúa nú 260 þúsund kr. á móti 236 ári fyrr. Endurskoð- endurnir láta þess getið að eign- arhlutur Gerðahrepps í Hitaveitu Suðurnesja sé verðlagður á 33 milljónir kr. í reikningunum. Sam- kvæmt verðmati sem gert hafi ver- ið á Hitaveitunni vegna breytingar í hlutafélag á árinu 2001 nemi eign- arhlutur sveitarfélagsins 500 millj- ónum kr. „Eignarhluturinn er því verulega vanmetinn í ársreikningi sveitarfélagsins en rétt verð á hlutnum kemur ekki í ljós fyrr en félagið er komið á markað og hægt verður að fá rétt markaðsverð,“ segir í greinargerð endurskoðend- anna. Meiri afgangur af tekjum Garður Ársreikningur Gerðahrepps HARÐUR árekstur varð í Keflavík í gærmorgun. Ökumaður annars bíls- ins var fluttur á sjúkrahús. Áreksturinn var tilkynntur til lög- reglunnar fimmtán mínútum fyrir klukkan átta í gærmorgun. Jeppa- bifreið var ekið út af bílastæði við fiskbúð við Hringbraut, til móts við Norðurtún, og í veg fyrir fólksbíl sem ók norður götuna. Áreksturinn var harður, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Ökumaður annarrar bif- reiðarinnar var fluttur á sjúkrahús vegna meiðsla á fótum og víðar. Hinn ökumaðurinn ætlaði sjálfur að leita til læknis. Fjarlægja þurfti báða bílana með dráttarbíl. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bárðarson Báðir bílarnir voru dregnir af slysstað. Harður árekstur á Hringbraut Keflavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.