Morgunblaðið - 19.05.2001, Side 55

Morgunblaðið - 19.05.2001, Side 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 55 ✝ Júlíus Berg Júl-íusson fæddist í Rauðahúsinu í Hrísey 14. apríl 1946. Hann varð bráðkvaddur í Hrísey 10. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Júlíus Stefánsson, smiður í Hrísey, f. 18. desem- ber 1903 á Eyri í Fjörðum, d. 11. júlí 1970 í Hrísey, og kona hans Lovísa Sigurgeirsdóttir, f. 18. apríl 1905 í Uppibæ í Flatey á Skjálfanda, d. 20. marz 2000, dótt- ir Halldóru Guðmundsdóttur frá Brettingsstöðum. Systkini Júlíus- ar Bergs eru: 1) Þorsteinn, f. 1924, dó ungur; 2) Þor- steinn, f. 1926; 3) Sigurgeir, f. 1929; 4) Axel, f. 1930; 5) Hall- dóra, f. 1931; 6) Esther, f. 1934; 7) Hafdís, f. 1936; 8) Sigríður, f. 1941, dó í bernsku; 9) Sigrún, f. 1943. Júlíus Berg ólst upp hjá foreldr- um sínum á Norður- vegi 15, við gott at- læti, í stórum systkinahópi og eftir að faðir hans andað- ist hélt hann heimili með móður sinni. Útför Júlíusar fer fram frá Hríseyjarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Mig langar að minnast þín, Júlli minn, í örfáum orðum. Ég trúi því ekki að þú sért farinn frá okkur og ég bíð alltaf eftir að þú hringir eins og þú varst vanur að gera. En á svona stundum yljar maður sér við allar góðu minningarnar. Í mínum augum varst þú miklu meira en bara bróðir mömmu, þú varst líka svo mikill félagi og vinur. Þínu fólki fylgdir þú svo vel eftir og þú vildir alltaf vita hvort það gengi ekki allt vel hjá okkur. Oft hringd- irðu til að spjalla en svo fórstu að spyrja hvort ég væri ekki hress, hvernig mér líkaði í vinnunni, hvern- ig litla vininum liði og hvernig Robba liði. Það var eins og þér gæti ekki liðið vel nema að þú vissir að allir aðrir væru ánægðir og hressir. Þú varst einn af þeim sem leyfðu manni svo innilega að vita það að þér þætti vænt um mann. Best leið þér ef þú gast verið að gefa eitthvað af þér, og hjálpa öðrum. Oft sagðirðu við mig „Karen mín, þú veist það að ef þú þarft að tala við einhvern, þá getur þú leitað til mín“. Þú talaðir líka oft um það að ég þyrfti að passa mig á því að vinna ekki of mikið, það þyrfti að passa það að hvílast vel vegna þess að pen- ingar væru ekki allt og heilsuna gæti ég ekki keypt. Eftir að ég eignaðist son minn minntirðu mig oft á það að ég væri bara með hann að láni, og ég skyldi varðveita hann. Það skipti þig líka miklu máli að honum liði vel. Þú hringdir til að spyrja hvernig litli vinurinn hefði sofið og hvort hann væri ekki hress. Ég á svo ótal margar góðar minn- ingar um þig, elsku frændi, og ég mun ylja mér við þær í framtíðinni. Ég veit að amma og afi hafa tekið vel á móti þér og þið munið vaka yfir okkur öllum. Ég kveð þig með söknuði. Karen Dögg. Sumir logar skína bjart og skærast, en skammur bjarmi þeirra oftast er. Eins er það sem okkur er hér kærast, alltof snemma burtu frá oss fer. Það var okkar lán á lífsins vegi, að leið þín skyldi liggja okkur hjá. Ég trúi að á tímans hinsta degi, takir þú á móti okkur þá. Þó sakni ég þín, í svefni og í vöku, og sár er núna hugarróin mín. Með gleðibros og góða létta stöku, gjarnan vil ég þannig, minnast þín. Með kærri þökk fyrir allt. Þín frænka og vinur, Lovísa María Sigurgeirsdóttir. Sumir eru á einhvern hátt merki- legri en aðrir þótt þeir vilji síst við- urkenna það sjálfir. Þannig var Júlli, frændi minn og vinur. Hans lífssýn var á margan hátt á allt öðru stigi en við nemum í daglegri umræðu. Það var þó allt of sjaldan sem fólk fékk að njóta þess að hlusta á spakmælin sem hrundu af vörum hans, hans stíll var að draga sig í hlé og hlusta á aðra. Það var í fámennum hópi góðra vina eða ættingja sem hann naut sín best og þá lá hann ekki á skoðunum sínum. Júlli var sér vel meðvitandi um sérstöðu sína meðal þeirra sem í almennu tali kallast „venjulegt fólk“. Eins og aðrir sem falla ekki í hópinn þurfti hann oft að meðtaka athugasemdir sem honum mislíkaði en hans aðferð var ekki að svara í sömu mynt. Hann fyrirgaf þeim sem létu orð falla sem særðu hann en gleymdi því ekki. Hann mundi vel föst skot allt frá æskudög- um þegar umræða um sérþarfir barna og unglinga var ekki komin í þann farveg sem er í dag og með- ferðarúrræði engin. Ef Júlli væri ungur drengur í dag hefði ævi hans sennilega orðið ólík því sem varð og hann hefði átt kost á góðri aðstoð við að komast í gegnum þau verkefni sem almenna skólakerfið krefst. Það eru svo margir sem ekki falla alveg að hinum staðlaða ramma sem fólk gefur sér að sé mælikvarði á eig- inleika fólks. Júlli féll aldrei í neinn slíkan ramma en hans hæfileikar lágu á fjölmörgum sviðum, hann var mjög laghentur og ekkert fannst honum skemmtilegra en að semja vísur og skora á fólk að botna fyrri- parta. Fyrir nokkrum árum kvikn- aði mikill áhugi hans á dulrænum málefnum og hann var mjög virkur í því starfi. Kynni hans af þessum málum höfðu mjög mikil áhrif á líf hans og hans mesta hugsjón var að hjálpa öðru fólki með fyrirbænum og á annan hátt. Það var ómetanlegt að eiga þenn- an frænda sinn að góðum vini. Hann vildi ekki gera mikið úr sjálfum sér og gaf lítið út á það þegar honum var bent á hve hann gæfi mikið af sér til fólks með hlýjum orðum og góðum óskum. Það er ekki sjálfgefið að fá símtöl í erli dagsins, þar sem kvatt er með orðunum „Guð varðveiti þig“. Það voru síðustu orðin hans Júlla til mín, símtalið tveimur dögum fyrir andlát hans þegar hann var að segja frá sólarlandaferðinni með Steina og Siggu, fyrstu ferð hans til útlanda, ferð sem hann greinilega hafði upp- lifað á einstakan hátt. Hann var ný- kominn af miðilsfundi þar sem hann hafði upplifað margt jákvætt, hafði fengið verkefni við að þvo kirkju- gluggana, smíðaverkefni beið hans og allt virtist mjög bjart í kringum hann. Það er stutt síðan hann fylgdi móður sinni til grafar, móður sem hann hafði búið með allt sitt líf og verið stoð og stytta. Það er ótrúlegt að nú sé komið að hans kveðjustund, rétt þegar hann var nýkominn heim úr sinni fyrstu utanlandsferð sem opnaði honum nýjan heim. Þá var hann kallaður burt mjög skyndilega, heima í Hrísey, á staðnum sem hon- um var kærastur. Kæri vinur, þú varst boðberi kærleikans, þú áttir alltaf hlý orð að gefa og varst alltaf tilbúinn að fyrirgefa þeim sem höfðu sært þig með einhverjum hætti. Það er mikils virði að hafa fengið að kynnast manneskju eins og þér. Síð- ast kvaddirðu mig með orðunum: „Guð varðveiti þig þangað til við sjáumst næst.“ Þá óraði engan fyrir að þetta væru lokaorðin. Aðstandendum og vinum eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Anna Karólína. Júlíus fór snemma að taka til hendi, eins og alsiða var á þessum árum, var hann bæði starfssamur og vandvirkur. Fyrsti vinnuveitandinn var fiskverkunarstöð KEA í Hrísey og vann hann þar ýmist við saltfisk- verkun, í frystihúsinu, við skreiðar- verkun eða í fiskimjölsverksmiðj- unni. Hann keypti dráttarvél og kerru, sem hann gerði út á leigu- markaðinn. Í nokkur ár sá hann um sorphreinsun kauptúnsins, sem verktaki. Eftir það hóf hann störf hjá Rifi h/f, við fiskverkun og vann þar meðan heilsan leyfði. En vinnu- semin var söm. Hann dyttaði að hús- inu bæði utan sem innan og hafði smíðað snoturt líkan af burstabæ og skreytt með því garðinn við heimili sitt. Vegfarendur, sem leið áttu um, stöldruðu við og dáðust að bænum. Varð það til þess að hann hóf að smíða burstabæi í tugatali fyrir skrúðgarðaeigendur víða um land. Hann kom sér upp smíðastofu í kjallaranum og undi þar löngum við smíðar ýmissa nytjahluta og skraut- muna. Júlíus var jafnan glaður og reifur, gamansamur og oft láu hon- um vísur á tungu, hjálpsamur var hann og greiðvikinn. Eftir að heilsan bilaði heimsótti Júlíus oftar systkini sín og frændfólk og var hann au- fúsugestur hvar sem hann kom. Þeir góðvina hans utan fjölskyld- unnar, sem hann nefndi oft og með mikilli virðingu, voru Jóhann Sigur- björnsson, Óli Björnsson á Sela- klöpp, Alfreð Konráðsson og Skúli Lórenz. Fyrir nokkrum vikum kom Júlíus úr sjö daga skemmtiferð til Portú- gals. Var hann þar í fylgd hjónanna Þorsteins bróður síns og Sigríðar. Hann hafði ekki gert svo víðreist áð- ur og hafði mikla ánægju af ferðinni. Júlíus var á leið til nafna síns og frænda, með burstabæ í garðinn hans, þegar kallið kom. Þar mun Júlíus Stefánsson reisa síðasta burstabæinn til minningar um Júl- íus frænda sinn. Glaður og reifur skyli gumna hverr, unz sinn bíður bana. Þannig var Júlíus Berg. Skarð er nú höggvið í stóra sam- heldna systkinashópinn og er yngsta bróðurins, Júlíusar Bergs, sárt saknað af systkinunum og fjölskyld- um þeirra. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Einar Vilhjálmsson. JÚLÍUS BERG JÚLÍUSSON    "     *     $   (          $     %     % #      #  .  $8  0' :: !& ) ,+ *#  ! 66   $!( 3=.   4 .*.   0,  +.  )        -8 $<  * !* ;? *,+6     !    # @ !)      !         "  !  !     " #    $       -. /01/. *!2'++ 33 , %      !  #      '  (   )#( !    )    *"  *#  $     * ( ! ! * 0"  -  ')* ' *+ /!% "'+) ( *!'"  *+)* ' " 4* 56  ( "'+) *+( ! & -  7#  *+)* ' &! ' * '( ' *+( ("  ' # ,           +(       3 . 8   !'>A 76  '   "  0  1 #     5   # 60 ))  7      +  * 8* 60+2$!'!    *B     0+26 9*  #  6* 1 #  !!% * 1 .*  6* #  0, 0, +   .2!.*  6* #     !.    &!.*  6* #   +&'   $!')  1   #  $!( %# &   -#*!%  $!'!     # #  . *  $!'! # ) 9  "   *  $  % $     % # #   +( 0 7 $< 9 % 9  .! @C> *,+6 ) $!( 60    "!  0 #  .   !0    D -0 #  . '. *) 7#  $   %           #   #   $8-$5  ",6* ," " 2!'     * EF *,+6 ) &'  "      (   ,6 :*  * (     $    - *  '   & ) !    ( &#  $!(  !   *  6* #  %   !   # 2 )

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.