Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ármúla 21 - 108 Reykjavík- Bréfsími 533 2022 Tilboð á hreinlætistækjum, stálvöskum, sturtuklefum, blöndunartækjum o.fl. 20% afsláttur Stendur aðeins í nokkra daga ÞEIR, sem er sagt að þeir séu lítils virði nógu oft, fara á endanum að trúa því sjálfir. Slík skilaboð fáum við tón- listarmenn í launaum- slögum okkar í hverjum mánuði. Þau skilaboð að störf okkar séu ekki þess virði að launa þau með mannsæmandi kjörum, þótt það hafi tekið bróðurpartinn af ævi okkar að undirbúa okkur. Það er af okkur dregið. Um þessar mundir fara fram viðræður full- trúa tónlistarmanna og saminganefndar sveitarfélaganna um kjaramál tónlistarkennara. Mikið ber á milli og höfum við beðið síðan um áramót eftir því að þessar viðræður færu loksins af stað vegna seinagangs nefndarinnar og óskiljanlegrar tregðu til að setjast að samninga- borði. Þetta er aðeins ein af mörgum birt- ingarmyndum þeirrar niðurlægingar sem tónlistarmenn hafa búið við í bar- áttu sinni fyrir mannsæmandi kjör- um. Launin sjálf eru helsta speglun þess virðingarleysis og skilnings- skorts sem einkennir viðhorf viðsemj- enda okkar. Nú er nýafstaðinn opinn fundur sem fram fór í Ráðhúsi Reykja- víkur hinn 16. maí um þessi mál á vegum Félags tónlistarkenn- ara og Félags íslenskra hljómlistarmanna. Þar fluttu framsöguerindi þeir Ágúst Einarsson hagfræðingur og Þór- ólfur Þórlindsson félagsfræðingur, pró- fessorar við Háskóla Ís- lands. Þessi erindi vörp- uðu nýju ljósi á stöðu okkar mála og færðu okkur ný sjónarhorn og sýn fram á við. Hluti uppeldis okkar sem tónlistarmanna felst í að kenna okkur virðingu fyrir tónlistinni og sýna henni þá auðmýkt sem hún kall- ar óhjákvæmilega á. Þetta er nauð- synlegur liður í þeirri mótun sem verður að eiga sér stað á löngum og krefjandi námsferli, sem krefst skil- yrðislausrar helgunar allra þeirra krafta sem við búum yfir. Þetta er af hinu góða, fyrir utan þá aukaverkun að tónlistarmenn hafa oft átt erfitt með að tjá sig um hina praktísku hlið eins og slíkt væru svik við málstaðinn og tónlistinni til minnkunar. Þetta hugarfar þurfum við að hrista af okk- ur og horfa á þá staðreynd að við þurfum ekki að vera talsmenn tónlist- arinnar í kjarabaráttu okkar. Gildi hennar er ótvírætt. Hins vegar er það gildi starfskrafta okkar sem tónlist- arfólks sem er stórlega vanmetið, eins og laun okkar sanna, og mikið liggur við að við leggjumst á eitt því til leiðréttingar og eignumst rödd til að krefjast þess að úr okkar málum verði bætt. Gæðastjórnun á vinnustað og afkastatengdar launagreiðslur eru okkur tónlistarmönnum algerlega framandi hugtök í reynd og allt eins víst að ef laun tónlistarmanna væru afkastatengd væru flest okkar há- tekjufólk. Önnur er reyndin. Eins og fram kom í erindi Þórólfs á tónlistarnám stóran þátt í að styrkja sjálfstraust og sjálfsvirðingu þeirra nemenda sem hana stunda. Þetta hef- ur verið sýnt fram á með rannsóknum sem m.a. sýna fylgni tónlistarnáms og notkunar áfengis og ólöglegra vímu- efna. Forvarnargildið er hægt að sýna fram á með tölum. Aukið sjálfs- traust hlýtur að vera eitt besta vega- nesti sem hægt er að bjóða ungu fólki upp á. Ekki síst þegar litið er til þeirr- ar þróunar að ungt fólk grípur í aukn- um mæli til ofbeldis til að útkljá deilur og hingað berast hratt þau áhrif sem við óttumst mest og ógna friðsæld okkar og vellíðan. Það sem kom kannski mest á óvart á þessum fundi var sú staðreynd, sem Ágúst Einarsson sýndi fram á, að tekjur ríkisins af menningu nema rúmum 2% af þjóðarframleiðslunni og erum við þar að tala um hvorki meira né minna en u.þ.b. 15 milljarða króna. Hún skilar því meiru í kassann en hún kostar. Þáttur tónlistarinnar er þar umtalsverður og því ótvíræður ávinningur fyrir þjóðarbúið að vel sé búið að þeim sem í hlut eiga, þ.e. þeim sem flytja tónlist og kenna hana. Það er því augljóst að hér er um að ræða framtíðarfjárfestingu sem við eigum öll sameiginlega. Mannauður og músík eru dýrmæt, en hvorugt verður nokkurn tímann verðlagt. Ef viðsemjendur okkar eiga erfitt með að átta sig á því sem ekki verður metið til fjár ættu þeir þó að geta tileinkað sér þessa einföldu út- reikninga um framlag menningar í landsframleiðslu og lagt þá til grund- vallar þegar þeir verðleggja starfs- krafta okkar í komandi samningum. Sjálfsvirðing okkar og lífsafkoma eru í húfi. Mannauður og músík Steinunn Birna Ragnarsdóttir Kjarabarátta Launin sjálf eru helsta speglun þess virðing- arleysis og skilnings- skorts, segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, sem einkennir viðhorf viðsemjenda okkar. Höfundur er píanóleikari. SUNNUDAGINN 13. maí síðastliðinn birtir Morgunblaðið ágæta samantekt yfir stöðu og þróun mála í þjóðgarðinum á Þing- völlum undanfarin ár. Er þar einnig sögð saga Þingvallapresta- kalls. Eitt skortir þó á þá mynd sem dregin er upp af starfi og sögu þjóðgarðsins á Þing- völlum. Á ég þar við þann rekstur er sókn- arprestar önnuðust sem starfsmenn Þing- vallanefndar fram til ársins 1995. Tel ég nauðsynlegt að sú saga sé sögð að einhverju leyti. Faðir minn, sr. Heimir Steinsson, hafði með höndum embætti þjóð- garðsvarðar á Þingvöllum og sókn- arprests árin 1981–1991. Samtímis var hann fram- kvæmdastjóri Þing- vallanefndar. Árið 1985 var framkvæmd talning að hans til- stuðlan á gestum er þá sóttu þjóðgarðinn heim. Voru þeir um 500.000. Nú er talið að þeir séu nálægt 600.000, fimmtán árum síðar. Þó segir gesta- fjöldi ekki alla söguna. 1981–1991 voru gisti- nætur feikilega marg- ar í þjóðgarðinum. Ekki var óalgengt að um 3.000–4.000 gistu í tjöldum um hverja helgi yfir sum- arið. Sjálfur taldi ég um 900 tjöld eina nótt sumarið 1985. Voru þá ekki taldir með hestamenn er gistu á Skógarhólum. Hefur nú dregið mjög úr þessum gistinóttum en daggestum fjölgað að sama skapi. Til að þjónusta þessa 500.000 gesti og 3.500 næturgesti störfuðu um tólf landverðir í þjóðgarðinum undir stjórn prests og þjóðgarð- svarðar. Önnuðust þeir rekstur á þjónustumiðstöð, viðhald og ræst- ingu á tjaldstæðum, sorphirðu, næt- urgæslu í samvinnu við lögreglu á Selfossi og í Reykjavík, slökkviliðs- þjónustu, skyndihjálp, skiltagerð, stígagerð, slátt, veiðileyfasölu og eftirlit, aðstoð við hjálparsveitir ef slys átti sér stað og talstöðvarþjón- ustu svo fátt eitt sé nefnt. Auk þessa tóku landverðir þátt í fræðslu og móttöku hópa, leiðsögn og upp- lýsingaþjónustu. Urðu landverðir að hafa fulla þekkingu á a.m.k. ensku og einu Norðurlandamáli og gott var að geta talað fleiri mál. Störfuðu þá landverðir mælandi á þýsku, ítölsku, frönsku, spænsku, Norðurlandamál og ensku. Í hópn- um voru kennarar, sagnfræðingar, lögreglumenn, guðfræðingar, mann- fræðingar, hjálparsveitarmenn, náttúrufræðingar og listamenn, að ótöldum heimamönnum úr Þing- vallasveit. Sjálfur tók Þingvalla- prestur fullan þátt í móttöku gesta og leiðsögn, auk þess að annast daglegan rekstur þjóðgarðsins fyrir hönd Þingvallanefndar. Var það há- punktur þúsunda gesta á Þingvöll- um að enda leiðsögn um staðinn með helgistund í Þingvallakirkju þar sem prestur sagði sögu lands og þjóðar og undirstrikaði helgi staðar með bæn og blessun. Hundr- uð þakkarbréfa til sr. Heimis frá þessum árum og síðar bera þess vott. Þau hafa skrifað m.a. Elísabet Englandsdrottning, George Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Jóhannes Páll páfi, sem messaði með Þingvallapresti í Þingvalla- kirkju vorið 1989, tugir ráðamanna innlendra sem erlendra, Íslending- ar úr hverjum landsfjórðungi og ferðamenn frá öllum heimshornum. Allir voru velkomnir heim að Þing- vallabænum. Ekki er heldur neitt nýmæli að tekið sé á móti skóla- börnum á Þingvöllum. Þúsundir skólabarna sóttu staðinn heim ár hvert samkvæmt dagbókum á þessu tíu ára tímabili. Svo dæmi sé tekið komu rúmlega 1.000 skóla- börn til fundar við Þingvallaprest í Þingvallakirkju í maílok árið 1989 – á einni viku. Þegar haustaði hélt þessi gesta- gangur áfram í þjóðgarðinum og á prestssetrinu þó í breyttri mynd væri. Kirkjukaffi á Þingvallabæ í boði frú Dóru Þórhallsdóttur stend- ur upp úr í minningu margra sem á staðinn komu um miðjan vetur og var tekið opnum örmum. Á vetrum var Þingvallabær oft miðstöð hjálp- arsveita í leit að týndum ferðalöng- um í hörðum veðrum, eða annarra gesta. Þar bjó þjóðgarðsvörður í nánu samfélagi við sveitunga sína og forsætisráðherra, þá Gunnar Thoroddsen, Steingrím Her- mannsson og Þorstein Pálsson. Tók hann jafnan á móti gestum þeirra og lýðveldisins í kirkjunni við Öx- ará. Hér hefur aðeins verið nefnt brot af því starfi sem fram fór árin 1981–1991 á vegum þjóðgarðsins undir stjórn Þingvallaprests í sam- vinnu við Þingvallanefnd. Ekkert hefur verið talað um fornleifarann- sóknirnar, skipulagsvinnuna og hugmyndavinnuna sem m.a. endur- speglast í þeirri fræðslumiðstöð sem nú á að rísa. Ekki er heldur fjallað nánar um fræðsluefni sem samið var og gefið út á íslensku, ensku, þýsku, frönsku og dönsku, né alla þá náttúruvernd sem unnið var að. Saga annarra presta á Þing- völlum frá árinu 1959 hefur ekki heldur verið rakin. Til þess er rým- ið of lítið. En vonandi eru lesendur Morgunblaðsins einhverju nær um það altæka starf er fram fór undir handleiðslu Þingvallaprests í þjóð- garðinum á þessum árum. Þjóðgarðurinn Þingvöllum 1981–1991 Þórhallur Heimisson Þingvellir Ekki er neitt nýmæli að tekið sé á móti skóla- börnum á Þingvöllum, segir Þórhallur Heim- isson, en þúsundir skólabarna sóttu stað- inn heim ár hvert sam- kvæmt dagbókum á þessu tíu ára tímabili. Höfundur er prestur. Eru vandamál á toppnum? Ofnæmi, flasa, exem, psoriasis, feitur eða þurr hársvörður? ÚTSÖLUSTAÐIR: HEILSUVÖRUVERSLANIR OG APÓTEK UM ALLT LAND. HÁRVÖRUR LEYSA VANDANN OG ÞÚ BLÓMSTRAR. Yfirhafnir Neðst á Skólavörðustíg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.