Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 28
ERLENT 28 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALBANAR í bænum Slupcane sem leitað hafa skjóls í kjallara meðan sprengjuárás stjórnarhersins stendur yfir. Sumt fólkið á átaka- svæðunum hefur þurft að hírast dögum saman í kjöllurunum með börn sín og ekki orðið svefnsamt vegna hávaðans frá öflugustu vopnunum sem herinn og skæru- liðar beita. Skæruliðar hafa verið sakaðir um að nota óbreytta borg- ara sem eins konar mannlega skildi gegn stjórnarhernum og hindra þá í að komast burt. Fólkið er milli tveggja elda, margir styðja kröfur skæruliða um aukin réttindi Alb- ana en eru andvígir því að beitt sé vopnavaldi til að ná því markmiði. Ljósmyndarinn varð vitni að því er maður á dráttarvél með tengivagni ætlaði að reyna að aka á brott með hóp fólks en var þá stöðvaður af skæruliða með hríðskotabyssu sem hótaði manninum öllu illu. Thomas Dworzak/Magnum Photos Biðin langa í kjallar- anum NÆSTELSTI sonur Sadd- ams Husseins Íraksforseta, Qusai, hefur verið kjörinn í forystusveit Baath- flokksins, sem fer með stjórn Íraks. Þyk- ir það benda til að verið sé að búa hann undir að taka við leiðtogahlutverki í framtíðinni. Hingað til hefur elsti sonur Saddams, Odai, verið álitinn líklegasti arftaki föður síns, þótt hann hafi ekki gegnt mikilvægum embættum í rík- isstjórninni eða Baath-flokkn- um. Því kom það nokkuð á óvart þegar íraska ríkissjón- varpið tilkynnti á fimmtu- dagskvöld að Qusai hefði á landsþingi flokksins verið kjörinn í miðstjórn, en ekki Odai. Eins og við var að búast var Saddam Hussein endurkjör- inn aðalritari flokksins með atkvæðum allra fundargesta. Það bar hins vegar til tíðinda á flokksþinginu að kona var í fyrsta sinn kjörin í miðstjórn- ina, en Saddam hefur nýlega hvatt til þess að konur fái aukin áhrif í íröksku sam- félagi. Lítið í sviðsljósinu Qusai Hussein er 34 ára gamall og hefur verið mun minna í sviðsljósinu en eldri bróðir hans. Sagt er að fæstir Írakar myndu þekkja Qusai í sjón, en hann stýrir samt tveimur mikilvægum deildum innan Írakshers, þar á meðal lífvarðasveit Saddams. Hann er kvæntur dóttur hershöfð- ingja og eiga þau þrjá syni. Odai, sem er 36 ára, hefur á sér vafasamara orðspor og er kunnur fyrir kvennafar og skapofsa. Hann stjórnar einni herdeild og á sæti á þingi Íraks, auk þess sem hann á áhrifamesta dagblað landsins, Babil. Reynt var að ráða Odai af dögum í desember 1996 og særðist hann þá alvarlega. Sonur Saddams í forystuna Bagdad. AP. Odai LÖGREGLAN í Nýju-Delhí hefur komið á fót sérsveit til að hafa hendur í hári „apamanns“ sem hef- ur valdið mikilli skelfingu meðal íbúa borgarinnar. Yfirvöld hafa einnig boðið andvirði 100.000 króna fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku þessarar dularfullu veru sem er sögð hafa ráðist á tugi manna í skjóli nætur. Þá hafa ellefu hindúamunkar boðað til bæna- fundar í dag til að reyna að sefa veruna og biðja til apakonungsins Hanumans, guðs visku og lærdóms í hindúasið. „Apamaðurinn“ er sagður hafa verið á kreiki í rúma viku og af lýs- ingum borgarbúanna að dæma verður hann æ stærri, sterkari, loðnari og slóttugri með hverjum deginum sem líður. Að sögn ind- verskra blaða hafa fjórir látið lífið og um 60 slasast eftir að hafa lagt á flótta undan verunni. „Fólk stekkur fram af húsþökum jafnvel þótt það hafi ekki séð apamanninn. Fólkið hegðar sér óskynsamlega og ástandið getur orðið mjög hættu- legt,“ sagði lögreglustjóri borg- arinnar. „Apamaðurinn“ er einkum sagð- ur herja á fólk sem leggst til svefns á húsþökum í úthverfum borg- arinnar vegna mikils hita. Honum hefur ýmist verið lýst sem smávöxn- um hrekkjalómi, dulbúnum sem svörtum apa, eða rúmlega tveggja m hárri skepnu með risastóra járn- krumlu og græn sjálflýsandi augu. Borgarbúar hafa komið á fót varðflokkum ungra manna sem ganga um göturnar með barefli, hnífa og blys sem þeir segja að blindi „apamanninn“ og hreki hann burt. Öfgasamtök hindúa í borginni telja að Pakistanar standi á bak við árásirnar og hafa sent tugi vopn- aðra manna á göturnar. Lögreglan hvatti borgarbúana til að sýna stillingu eftir að æstur múgur réðst á mann sem var talinn vera „apamaðurinn“ þegar hann sást læðast upp á húsþak í fyrrinótt. Í ljós kom að hann var á leiðinni heim til sín eftir að hafa fengið sér í staupinu. „Hann var að reyna að laumast inn í húsið sitt þar sem hann kom of seint heim,“ sagði lög- regluþjónn sem bjargaði mann- inum. AP Teikningar af „apamanninum“, byggðar á lýsingum fólks sem segist hafa orðið fyrir árásum þessarar dularfullu veru. Reynt að handsama „apamanninn“ Nýju-Delhí. The Daily Telegraph, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.