Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 45 ÓHÆTT er að segja að vakning varðandi val á fæðingarstað hafi átt sér stað að und- anförnu. Konur eru orðnar meðvitaðir neytendur í heilbrigð- iskerfinu og velja að ala börn sín á þeim stað sem veitir þeim mest öryggi og vellíð- an. Borið hefur á því að konur úr Reykjavík aki til Keflavíkur eða Akraness til að taka léttasóttina vegna þess að þar mega konur ala börn sín í vatni. Það sem meiri athygli vekur er að kon- ur eru farnar að fæða börn sín í auknum mæli í heimahúsum, sem sannast á því að árið 1995 fæddust fjögur börn í heimahúsi á Íslandi en árið 2000 voru heimafæðingar orðn- ar 31. Um er að ræða mörg hundr- uð prósenta aukningu. Nú er líklegt að margir setji upp undrunarsvip og spyrji: Má það? Er það ekki hættulegt? Margir í íslensku samfélagi, fjöldi heilbrigðisstarfsfólks og áreiðan- lega tryggingafélög líta svo á að heimafæðing sé áhættusöm. Helstu rök þeirra sem mæla gegn heima- fæðingum er að áhætta sé meiri í slíkum fæðingum vegna fjarlægðar frá sjúkrahúsaðstöðu og að hættu- legt sé að flytja konu í barnsnauð. Margar konur hræðast auk þess þann möguleika að þurfa að flytjast og vilja frekar hafa vaðið fyrir neð- an sig innan öruggra veggja sjúkra- hússins. Í annan stað eru til konur sem finnst þær hvergi eins öruggar og innan veggja heimilis síns og jafnvel hræðast sjúkrahús og óþarfa inngrip í fæðingu. Þær líta á barnsfæðingu sem eðlilegan hluta af náttúrunni sem ekki þarfnist tæknilegrar íhlutunar. Á Íslandi er enn til kynslóð kvenna sem fæddu öll sín börn í heimahúsi, en það sýnir okkur glöggt að fæðingar innan sjúkra- húsa urðu að hefð á mjög skömm- um tíma. Upp úr seinni heimsstyrj- öld fóru konur í auknum mæli að fæða á sjúkrahúsum, og jókst það jafnt og þétt, en um og eftir 1960 varð aukningin gífurleg. Nú er svo komið að í flestum vestrænum ríkj- um eru heimafæðingar innan við 5%, nema í Hollandi, en þar er tíðn- in um 30%. Þau rök sem bent hefur verið á fyrir því að heimafæðingar séu hættulegar eru m.a. að nýbura- og burðarmálsdauði hefur minnkað frá því þegar amma mín átti sín börn, heima hjá sér. Aukinni tæknivæð- ingu og fæðingum innan sjúkrahúsa er gjarnan þakkaður sá ávinningur. Í sjálfu sér er ekki óeðlilegt að draga þá ályktun að orsaka- tengsl séu þarna á milli því þessi þróun átti sér stað á sama tíma. Hins vegar gefa nýlegar alþjóðlegar rannsóknir um þetta efni þær niðurstöður að engar sannanir séu fyrir því að öruggasti staður fyrir allar kon- ur að fæða á sé sjúkrahús. Einnig er talið að þótt tölfræði- legt samband sé milli aukningar á sjúkra- húsfæðingum og lækkunar dánar- tíðni sé ekki hægt að skýra það að öllu jöfnu eða að hluta með orsaka- tengslum. Þættir sem einkum má þakka lækkun nýbura- og burðar- málsdauða eru að heilsa kvenna á þessum tíma fór batnandi, heimilis- aðstæður fólks urðu betri, viðhorf til heilbrigðis breyttust og konur urðu meðvitaðri um mikilvægi góðr- ar næringar og heilbrigðs lífsstíls. Fjölmargar rannsóknir styðja val kvenna á heimafæðingum, og ekki eru finnanlegar haldbærar sannanir fyrir því að það sé minna öryggi í heimafæðingum mæðra sem flokk- ast með lága áhættu í meðgöngu. Á Íslandi er boðið upp á mæðravernd sem nánast allar konur nýta sér. Þar er fylgst með heilsufari kon- unnar á meðgöngu og í ljósi fyrri heilsufarssögu. Í mæðravernd er hægt að greina ef um svokallaða áhættumeðgöngu er að ræða. Konur geta verið metnar með litla áhættu eða mikla eftir því hvers eðlis og í hve miklum mæli heilbrigðisvandamálið er. Flestir eru sammála því að ráða eigi kon- um í áhættumeðgöngu frá því að fæða heima hjá sér. Verði heimafæðing fyrir valinu þarf samt að vera kostur á flutningi á sjúkrahús ef ljósmóðir metur ástandið þannig að inngripa sé þörf. Gott er til þess að vita að hægt er að grípa til tæknilegra aðgerða á sjúkrahúsi ef þörf krefur, og vissu- lega eru möguleikarnir fleiri og betri en þeir sem amma mín bjó við. Reikna má með að um 16% allra fyrirhugaðra heimafæðinga verði flutt á sjúkrahús einhvern tíma í fæðingarferlinu, þá er átt við fyrir fæðingu, í miðri fæðingu eða eftir fæðingu. Konur sem eru að eiga sitt fyrsta barn eru líklegri til flutninga eða um 40%. Aðstæður í heimahúsi þarf einnig að skoða með tilliti til þess að öryggi sé nægt fyr- ir verðandi móður og barn. Hér á Íslandi eru húsakynni fólks yfirleitt hlý og góð en æskilegar aðstæður fyrir heimafæðingu eru góð upp- hitun, rennandi heitt og kalt vatn, sturta eða bað og góð lýsing. Heimafæðing er því í boði sem raunhæfur kostur fyrir heilsu- hraustar barnshafandi konur sem búa við ákjósanlegar aðstæður. Barnshafandi konur eiga rétt á upplýsingum um almenna og sér- staka áhættu í heima- og sjúkra- húsfæðingum og mikilvægt er að fagfólk á fæðingarsviði gæti óhlut- drægni þegar upplýsingar eru veitt- ar. Jafnframt er öllum áhugasöm- um bent á að setja sig í samband við Félag áhugafólks um heimafæð- ingar til að fá nánari upplýsingar um heimafæðingar. Félag áhugafólks um heimafæð- ingar var stofnað hinn 11. nóvem- ber 1998. Meðlimir samanstanda m.a. af foreldrum sem hafa reynslu af heimafæðingum, verðandi foreldr- um, ljósmæðrum og öðru heilbrigð- isstarfsfólki. Meginmarkmið félags- ins er að upplýsa verðandi foreldra um að það sé raunhæfur valkostur að fæða börn í heimahúsum. Félag- ið stendur fyrir reglubundnum fræðslufundum og hefur einnig gef- ið út bækling sem hefur að geyma upplýsingar um heimafæðingar. Félagið er með heimasíðu sem m.a. inniheldur lista ljósmæðra sem gefa kost á sér til heimafæðinga auk lista yfir foreldra sem vilja deila reynslu sinni af heimafæðingum með öðrum. Slóðin er: www.sím- net.is/heimafaedingarfelag/. Einnig er áhugasömum bent á aðalfund félagsins hinn 22. maí kl. 20.00, haldinn í Húsmæðraskóla Reykja- víkur, Sólvallagötu 12. Þar verður auk almennra aðalfundarstarfa m.a. flutt reynslulýsing foreldra af heimafæðingu. Heimafæðing, raunhæfur valkostur Helga Harðardóttir Heimafæðing Heimafæðing er því í boði sem raunhæfur val- kostur, segir Helga Harðardóttir, fyrir heilsuhraustar barns- hafandi konur sem búa við ákjósanlegar aðstæður. Höfundur er ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. SAMKVÆMT spám mun nýgreind- um krabbameinstil- fellum á Íslandi fjölga stöðugt næstu ár og áratugi. Slík aukning mun vafalítið skapa verulegt heilsufars- vandamál meðal þjóð- arinnar, sérlega þegar haft er í huga að eng- in ein lækning við krabbameinum virðist í sjónmáli. Horfur þeirra sem greinast nú með sjúkdóminn hafa vissulega batnað, fleiri læknast og þeir sem læknast ekki lifa að jafnaði lengur með sjúkdóminn en áður. Þessi atriði knýja á um aukið fé, aukinn mannafla og húsnæði á næstu árum sem nýtist þó tak- markað ef ekki liggur fyrir skýr stefnumótun í krabbameinslækn- ingum af hálfu stjórnenda. Slík stefnumótun virðist nú vera í bí- gerð sem hluti af sameiningarferli stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík og er það vel. Tilvistarkreppa Enda þótt krabbameinslækning- ar á Íslandi sem sérgrein hafi slit- ið barnsskónum hefur óneitanlega borið á margsháttar bernskukvill- um í uppvextinum. Nú hafa ung- lingsárin tekið við með uppreisn- argirni og tilvistarkreppu ef marka má viðbrögð krabbameins- lækna við Hringbraut við auglýs- ingu tveggja yfirlæknisstaða við annars vegar lyflækningadeild krabbameina og hins vegar geisla- meðferðardeild (Mbl. 29.4. 01). Auglýsingin felur í sér þá ákvörð- un stjórnenda að skipta krabba- meinslækningadeildinni í tvær ofangreindar deildir. Kristján Sig- urðsson, yfirlæknir á Kvennadeild, ritar ágæta grein í Mbl. 11. maí sl. þar sem hann átelur þessa ákvörð- un. Er ýmislegt í greininni sem þyrfti að árétta en rúmast ekki hér. Menntun íslenskra krabbameinslækna Flestir krabbameinslæknar ís- lenskir hafa hlotið framhalds- menntun sína á Norðurlöndum þar sem innan sérgreinarinnar rúmast bæði lyfja- og geislameðferð krabbameina. Tveir krabbameins- læknar eru starfandi á Íslandi sem hlotið hafa framhaldsmenntun sína í Bandaríkjunum þar sem sér- greinin er undirgrein lyflæknis- fræðinnar en geislameðferð stunda þar í landi geislameðferðarlæknar. Sérhæfing Krabbameinslækningar sem sér- grein er tiltölulega ung að árum en hefur að sama skapi vaxið hratt og mikið síðustu tvo áratugi. Vegna vaxandi umfangs sérgrein- arinnar má heita ógerlegt fyrir einn og sama lækni að kunna skil á og fylgjast með öllu því helsta bæði í lyfjameðferð og geislameð- ferð krabbameina. Til að mynda hefur tækni og tækja- kostur geislameðferð- ar aukist svo mjög að hún útheimtir full- komna sérhæfingu lækna í þeirri grein ef halda á gæðum henn- ar í hámarki. Af þess- um sökum hefur gætt vaxandi tilhneigingar innan Norðurlanda undanfarin ár í þá veru að krabbameins- læknar sérhæfi sig í annaðhvort lyfja- eða geislameðferð krabba- meina og má segja að slíkrar tilhneigingar hafi að nokkru einnig gætt hér á landi. Ákvörðun stjórnenda rökrétt Það verður því ekki annað séð en að sú ákvörðun stjórnenda Landspítala – háskólasjúkrahúss, að skipta starfsemi krabbmeins- lækninga upp í tvær deildir, sé rökrétt framhald þeirrar þróunar sem sérgreinin hefur verið í og að í ákvörðuninni felist ákveðin fram- tíðarsýn. Hvort sú framtíðarsýn byggist á bandarískri fyrirmynd skiptir ekki máli. Endalaust má deila um aðferðir, markmið og leiðir – allt orkar tvímælis þá gjört er. Það sem skiptir máli er að ákvörðun hefur verið tekin, ten- ingunum hefur verið kastað, lítt tjóir að æða um sem óðir tuddar í flagi. Það bar brýna nauðsyn til að stokka spilin og gefa upp á nýtt. Nú þarf bara að spila rétt úr spil- unum. Teljum stigin seinna. Valkostir Krabbameinslæknar ættu að geta litið á það sem kost eða jafn- vel forréttindi að geta valið á milli þess að starfa á lyflækningadeild krabbameina eða geislameðferðar- deild allt eftir sérþekkingu og áhugasviði. Eða jafnvel á báðum deildum i misjöfnum hlutföllum. Ekki hef ég trú á því að það vefjist fyrir stjórnkænum yfirmönnum að leysa slík mál. Stríð og friður Illu heilli hafa stjórnunarerfið- leikar, innbyrðis deilur lækna og átök við stjórnendur spítalans ver- ið akkillesarhæll þessarar sér- greinar alltof lengi og verið drag- bítur á eðlilega framþróun hennar hér á landi. Oft og einatt hafa eðli- legir starfshættir þurft að víkja fyrir skorti á góðri samvinnu, met- orðagirnd og deilum um keisarans skegg. Ég mælist því til að menn beri klæði á vopnin, snúi bökum saman og fari að vinna af heilindum að því að hefja krabbmeinslækningar á Íslandi til þess vegs og þeirrar virðingar sem sérgreininni ber. Verkefnin framundan eru enda ærin eins og að framan greinir. Af krabba- meinslækna- kreppu Guðjón Baldursson Lækningar Oft og einatt hafa eðli- legir starfshættir þurft að víkja, segir Guðjón Baldursson, fyrir skorti á góðri samvinnu, met- orðagirnd og deilum um keisarans skegg. Höfundur er sérfræðingur í krabba- meinslækningum og er að ljúka sérnámi í heimilislækningum. Bankastræti 3, sími 551 3635 Póstkröfusendum Lífrænar jurtasnyrtivörur 24 stunda dag- og næturkrem BIODROGA Tvíbreiðar sængur og sængurverasett Skólavörðustíg 21, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.