Morgunblaðið - 19.05.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.05.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÍKIÐ greiðir um 1.050 kr. fyrir hvern fermetra í leigu fyrir sjö rík- isstofnanir í Borgartúni 21, sem er lægra leiguverð en gerist og gengur á markaðnum, að sögn Þórhalls Arasonar, skrifstofustjóra í fjár- málaráðuneytinu. Þórhallur telur að húsaleigusamningurinn borgi sig fyrir skattgreiðendur og jafnframt að kostnaður við flutningana og að- lögun stofnana að húsnæðinu eigi sér eðlilegar skýringar og séu ekki úr takt við það sem gerist við flutn- inga af þessu tagi. Það hafi legið ljóst fyrir þegar húsnæðið var tekið á leigu að kostnaður hlytist af því að aðlaga það fyrir stofnanirnar. „Við sjáum að verið er að bjóða nýtt húsnæði til leigu á allt að 2.000 kr. á fermetrann og oft liggur verð- ið á bilinu 1.500–2.000 kr. fermetr- inn,“ segir Þórhallur. Vaxtakostnaður væri 100 milljónir króna Hann segir að byggingarkostnað- ur við fullbúið skrifstofuhúsnæði sé á bilinu 160–180 þúsund kr. á fer- metrann. Húsnæðið í Borgartúni er um 10.000 fermetrar og miðað við það hefur byggingin kostað á bilinu 1.600–1.800 milljónir kr. Væri reikn- að með 6% vöxtum af þeirri fjárhæð er vaxtakostnaðurinn einn við slíka byggingu um 100 milljónir kr. á ári. Þá væri eftir að reikna með öðrum kostnaði, afskriftum og gjöldum. Þetta sparar ríkið sér með leigu. Þórhallur telur að húsaleigu- samningurinn borgi sig tvímæla- laust fyrir ríkið. Gert var mat á því hvort hagstæðara væri fyrir ríkið að eiga húsnæðið eða leigja það og leiddi sá samanburður í ljós kosti þess að leigja. „Lengi hefur verið vitnað í þá þumalfingursreglu að leigukostnaður á fermetra á mánuði ætti að vera 1% af byggingarkostn- aði. Miðað við þetta ætti leigukostn- aður í nýju, fullbúnu húsnæði að vera 1.600–1.800 kr. á fermetra,“ segir Þórhallur. Gerður var leigusamningur við Eykt ehf. sem var staðfestur 30. mars 1999 og var leiguverðið 950 kr. á fermetrann. Leiguverðið er bund- ið vísitölu og er á verðlagi í dag um 1.050 kr. „Við höfum auglýst eftir húsnæði, t.a.m. fyrir sýslumanninn í Kópavogi, og tilboðin sem við feng- um voru á bilinu 1.200 kr. fermetr- inn upp í 2.000 kr. Ég held því að menn megi vel una við þennan samning og ég efast um að við hefð- um getað náð svona samningi jafn- vel svo seint sem á síðasta ári.“ Þórhallur segir að kostnaður við flutning stofnana í Borgartún 21 eigi sér eðlilegar skýringar. Þarna sé um að ræða kostnað við að koma upp milliveggjum umfram það sem leigusamningur gerði ráð fyrir og fyrir lá að þær stofnanir sem flyttu inn í húsnæðið vildu haga innrétt- ingum eftir eigin höfði, enda mis- munandi þarfir hjá þeim. Þórhallur segir að þessi kostnaður sé greiddur af fjárveitingum stofnananna og þær beri ábyrgð á þessum kostnaði því þær höfðu síðasta orð um það hvernig innréttingar skyldu vera. „Ég held að breytingakostnaðurinn sé ekkert óeðlilegur. Hann er upp á um 20.000 kr. á fermetra sem er ekkert umfram það sem mátti búast við,“ segir Þórhallur. Hann bendir á að fasteignir hafi jafnframt verið seldar á móti þess- um leigusamningi. Eykt ehf. keypti húsnæði Fasteignamatsins og var gerður sjálfstæður samningur um söluna. Húsnæði Íbúðalánasjóðs á Laugavegi var selt, húsnæði Rík- issáttasemjara í Borgartúni er autt og til sölu en aðrar stofnanir voru í leiguhúsnæði. Guðrún Árnadóttir, formaður Félags fasteignasala, segir að leigu- verð á húsnæði ríkisstofnana í Borgartúni 21 sé eðlilegt sé tekið mið af almennum markaði. Hús- næðið sem ríkið hefur þar tekið á leigu af byggingarfyrirtækinu Eykt ehf. er alls um 9.000 fermetrar og greiðir ríkið fyrir það samtals um 119,7 milljónir kr. á ári. Guðrún segir að fermetraverðið leggi sig því á um 1.100 kr., sem er í takt við markaðsverð. Telur leiguverð hagstætt miðað við 20 ára samning Guðrún segir að miðað við 20 ára leigusamning sé leiguverðið fremur hagstætt og ljóst að ríkið hafi notið einhvers afsláttar vegna þess hve leigutíminn er langur. Eðlilegt mætti telja að leiguverð miðað við 4–5 ára leigusamning væri 1.400– 1.500 kr. fermetrinn. Því sé vel hugsanlegt að fermetraverð hafi verið lækkað vegna langs leigutíma. Guðrún segir að sífellt fleiri fyr- irtæki sjái sér hag í því að eiga ekki fasteignir heldur leigja þær. Með því að eignast fasteignir hafa fyr- irtæki bundið í þeim ákveðið fjár- magn og svo bætast við fasteigna- gjöld og viðhaldskostnaður. Hún segir að í mörgum tilvikum sé hag- stæðara fyrir fyrirtæki að selja fast- eignir og fara út á leigumarkaðinn. Sem dæmi nefnir Guðrún að Kaup- þing hafi selt sínar fasteignir til eignarhaldsfélags og leigi síðan sitt húsnæði. Leigusamningur stofnana í Borgartúni 21 er hagstæðari en gengur og gerist á markaðnum Ríkið greiðir 1.050 kr. á fermetra en algengt verð er 1.200–2.000 kr. HJARTALÆKNARNIR Davíð O. Arnar og Bjarni Torfason gerðu í gær fyrstu aðgerðina á Íslandi þar sem hjartsláttarnema með nýrri tækni var komið fyrir í sjúklingi sem hefur átt við ítrekuð óútskýrð yfirlið að stríða og hefur orðið fyrir miklum óþægindum vegna þeirra. „Það er óhemjumikilvægt að kom- ast að orsökum yfirliða þar sem þau geta verið lífshættuleg. Það er reg- inmunur á „góðkynja“ orsökum yf- irliða og þeim sem þessi sjúklingur og margir aðrir lenda í,“ sagði Davíð aðspurður um mikilvægi tækisins. „Hin fyrrnefndu gerast oft við sér- stakar aðstæður t.d. þegar fólk sér blóð eða er sprautað. Undir slíkum kringumstæðum finna menn gjarnan fyrir svima, ógleði, verða náfölir, sortnar fyrir augum og líða hægt út af. Þetta eru yfirleitt hættulaus yf- irlið. Hin gerast hins vegar skyndi- lega og gjarnan án forboða og eru oft vegna hjartsláttartruflana Hjartað getur þá ýmist slegið of hratt eða of hægt. Sjúklingurinn getur misst meðvitund fyrirvaralaust. Fólk í þessum hópi getur skaðað sjálft sig illa og valdið slysum.“ Greining orsaka yfirliða oft erfið Yfirlið eru mjög algengt vandamál og greining orsaka þeirra getur ver- ið erfið. Orsakirnar eru óþekktar í tæplega helmingi tilfella. Hjarta- sjúkdómar eru að sögn Davíðs al- gengasta orsök yfirliða og eru hjart- sláttaróþægindi og yfirlið með algengari vandamálum sem sjást í hjartalækningum. Tæknin er notuð ef grunur er á hjartsláttartruflunum sem orsökum yfirliða hjá sjúklingi en ekki hefur tekist að sýna fram á þær þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir. Tækið vaktar hjartsláttinn stöðugt og hefur verið líkt við svokallaðan svarta kassa eða sírita í flugvélum. „Þetta er bylting og mikil viðbót við þær aðferðir sem áður hefur ver- ið notast við þegar þurfti að tengja leiðslur með skjá við hjartað sem sjúklingurinn bar í einn sólarhring og upp í hálfan mánuð. Sjúklingur- inn fékk oftar en ekki engin yfirlið á meðan rannsóknartímanum stóð og því fundust ekki nýjar ástæður yf- irliðanna. Við hefðbundna orsaka- greiningu yfirliða er sjúklingur feng- inn til að lýsa aðdraganda, forboðaeinkennum, hvað hann var að gera og hvernig honum leið eftir að hann vaknaði. Einnig er spurt út í fyrri yfirlið og hvort þau komu fram við sömu aðstæður. Upplýsingar þarf að veita um öll lyf sem sjúkling- urinn tekur og jafnvel leitað eftir lýs- ingu sjónarvotta. Vandamálið við greininguna er að þegar fólk kemur á sjúkrahús eftir yfirlið eru einkenn- in liðin hjá og öll líkamsstarfsemi orðin eðlileg að nýju. Þetta litla tæki nemur óhemjumiklar upplýsingar á einfaldan hátt en það gefur færi á að nema allar upplýsingar frá hjartanu í allt að fjórtán mánuði. Allar þessar upplýsingar fást án þess að leiðslur séu tengdar við hjartað en leiðslurn- ar geta valdið sjúklingum óþægind- um við jafnvel einföldustu daglegu athafnir eins og að baða sig,“ segir Davíð sem kynntist Reveal fyrst í Bandaríkjunum þar sem það er tölu- vert notað. Tæknin hefur verið leng- ur að ryðja sér til rúms í Evrópu. Árangur í tæplega 90% tilfella Stór kostur við þessa aðferð er hversu einföld skurðaðgerðin er. Tækinu, sem er minna en tyggjó- pakki, er stungið undir húð sjúklings í gegnum tveggja sentimetra skurð á brjósti og svo lokað fyrir. Aðgerðin tekur aðeins um 10 til 15 mínútur og er sjúklingurinn staðdeyfður. Hann eyðir lágmarkstíma á sjúkrahúsinu, kemur inn að morgni og er farinn heim fyrir kvöldmat. Þegar næsta yfirlið stendur yfir tekur tækið upp mikilvægar upplýsingar sem hægt er að spila aftur síðar og læknar fá tækifæri til að greina upplýsingarn- ar nákvæmlega. Tækið veldur sjúk- lingnum litlum sem engum óþægind- um og sk. vöndur, nk. skanni, er notaður til að lesa upplýsingar af tækinu í gegnum húðina á rannsókn- artímanum á svipaðan hátt og strika- merki er lesið af vörum. Sjúklingurinn sem gekkst undir þessa frumraun á Íslandi í gærmorg- un er karlmaður á sextugsaldri sem hefur ítrekað fallið í yfirlið en orsak- ir þeirra ekki verið greindar. Hann hefur orðið fyrir óþægindum af völd- um yfirliðanna, dottið og hlotið meiðsl. Í eitt skiptið var hann við stýri þegar leið yfir hann og þegar hann rankaði við sér hafði hann misst bílinn út af. Fólki sem á við þennan vanda að stríða er ráðlagt að hætta að keyra þar til skýring hefur fundist á vandamálinu. Lífsgæði sjúklinganna eru því oft verulega skert þar sem áhrifa sjúkdómsins gætir víða á daglegt líf þeirra. „Tækið skilar verulegum árangri þar sem í tæplega 90% tilfella fæst vissa um hvort þetta fólk á við hjart- sláttartruflanir að stríða eða ekki. Möguleikar okkar á því að finna lífs- hættulegar orsakir yfirliðanna og meðhöndla þær margfaldast því með þessu tæki og lífslíkur og lífsgæði sjúklinganna batna.“ Nýrri tækni við meðhöndlun óútskýrðra yfirliða beitt í fyrsta sinn á Íslandi Getur fundið orsakir lífshættulegra yfirliða Morgunblaðið/Ásdís Davíð O. Arnar og Bjarni Torfason í miðri skurðaðgerð. Tækinu er komið fyrir undir húð sjúklingsins í gegnum skurð á brjósti. SIGURGEIR Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtaka Ís- lands, segir suma bændur vera í þeirri stöðu að geta hvorki leitað til Atvinnuleysistryggingasjóðs eða tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga, svonefnds einyrkja- sjóðs. Oftast sé um að ræða bændur í hlutastarfi sem hafa aðra aðalvinnu sem þeir síðan missa og geta þá að- eins fengið atvinnuleysisbætur úr einyrkjasjóði að hluta, t.d. 20% bæt- ur miðað við jafnstóran búrekstur. Með lagabreytingum 1998 varð til einyrkjasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga, þ.e. vörubílstjóra, trillusjómanna og bænda, og greiða þeir ekki lengur tryggingargjald í Atvinnuleysistryggingasjóð. Nýlega komst umboðsmaður Al- þingis að þeirri niðurstöðu að ákvörðun úthlutunarnefndar at- vinnuleysisbóta fyrir Norðurland vestra um að fella niður bætur til konu í búrekstri á þeim forsendum að hún væri sjálfstætt starfandi hafi verið ólögmæt. Úrskurðarnefnd at- vinnuleysisbóta staðfesti niðurfell- ingu bótanna og beindi umboðsmað- ur því til nefndarinnar að taka mál konunnar fyrir að nýju. „Það er spurning hvort ekki þurfi að taka á þessu þannig að skilgreint verði að menn verði með lágmarks- rekstur til þess að vera færðir úr At- vinnuleysistryggingasjóði yfir í ein- yrkjasjóðinn. Annars lítum við ekki á þetta sem vandamál innan land- búnaðarins. Við höfum ekki orðið varir við hnökra á starfsemi ein- yrkjasjóðsins, þannig að bændur hafi verið að kvarta undan afgreiðslu hans, enda snýr álit umboðsmanns Alþingis að mínu mati ekki að okkar sjóði. Frekar er að þarna hefur fólk lent á milli skips og bryggju í kerf- inu. Konunni er úthýst úr Atvinnu- leysistryggingasjóði á þeim forsend- um að hún eigi að vera í sjóði einyrkjanna en reksturinn sé það lít- ill að þar getur konan aldrei öðlast nema sáralítil réttindi. Þetta getur átt við víðar en á vonandi ekki við í þeim tilfellum þar sem fólk er í bú- skap af einhverri alvöru,“ segir Sig- urgeir. Bændasamtökin um álit umboðsmanns Alþingis Bótastaða sumra bænda óljós
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.