Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 51
yfirlætislaus í viðmóti en með inn- borna tign í stilltu fasinu. Þegar ég var hjá ömmu minni og afa á Seyð- isfirði á sumrin, var ég helst einhvers staðar í grennd við hana ef ég var innandyra, hvort sem ég var að lesa eða gera eitthvað annað. Hún var bein í baki og létt í spori og maður fylltist öryggiskennd í nánd við hana. Henni féll aldrei verk úr hendi en hamaðist ekki heldur vann stöðugt og fallega og ræddi við mig ef því var að skipta eða raulaði með sjálfri sér. Ég varð þess áskynja að hún hafði unun af bókum og tónlist en hún gerði sín áhugamál ekki að umtals- efni svo að ég heyrði til. Ekki minnist ég þess að hafa nokkurn tíma orðið vitni að því að einhver andmælti henni, hvorki barn né fullorðinn, enda var hún ekki með óþarfa fjas og þurfti ekki mörg orð til að rata að kjarna mála. Hún bað mann ekki um að gera hlutina og þaðan af síður skipaði hún fyrir. Sagði einfaldlega „Nú ferð þú að sofa, Ninna mín“ – og maður gegndi því umyrðalaust, jafn- vel með gleði. Mér fannst hún alltaf fín, hvort sem hún var í morgunkjól eða peysufötum enda vildi hún að fatnaður væri vel sniðinn og úr góðu efni, væri þess kostur. Svart hárið var í fléttum um höfuðið og þegar hún lést sjötug að aldri var það ekk- ert farið að grána. Hún var ótrufluð af áliti annarra og vegna þess hvað hún var sterk dróst fólk að henni, ekki síst það sem þurfti á stuðningi að halda. Henni var eðlislægt að lið- sinna fólki á þann veg að því þyrfti ekki að finnast það vera þiggjendur eða skuldbundið henni á nokkurn hátt og síst hefði hún farið að gera það að umtalsefni. Maður komst kannski að slíkum hlutum eftir und- arlegum leiðum síðar á ævinni. Ég var tólf ára þegar þessi amma mín dó og hef alla ævi búið að samvistum við hana á bernskuárum mínum. Þegar vinkona mín, Sigurbjörg Ingvars- dóttir, spurði frétta af nýja barna- barninu, en hún er úr Þykkvabænum eins og móðurfjölskylda barnsins, sagði ég að hún myndi líkjast ömmu minni sem hefði verið eins og að framan greinir. – Ég skal segja þér Jónína mín, að það getur vel verið að þú sért að tala um ömmu þína, en þú ert að lýsa Dísukots-fólkinu og einkum og sér í lagi móðurömmu sonardóttur þinn- ar, henni Önnu í Vesturholtum, sagði Sigurbjörg. Æðruleysi og stillingu þessara systkina við allar aðstæður er viðbrugðið og því til viðbótar er þetta framúrskarandi söngfólk, bætti hún við. Mér voru þessi orð ofarlega í huga þegar ég hitti Önnu Markúsdóttur fyrst. Þessi tígulega og fallega kona bar með sér milda ró og innri styrk. Hún var hlý og innileg í viðmóti og virtist hvíla algjörlega í sjálfri sér. Ég vissi að ævi hennar hafði ekki alltaf verið auðveld, en hún hafði augljóslega gert lífið að vini sínum og bandamanni. Börn okkar áttu samleið um tíma og þó að það breytt- ist og þau slitu samvistir var við- mótshlýja Önnu í garð sonar míns og fjölskyldunnar söm og jöfn. Öll sam- skipti við hana hafa einkennst af þeirri háttvísi og fágun sem henni var í blóð borin. Sameiginlegt barnabarn okkar ber nafn ömmu minnar og er lifandi vitnisburður um það sem er sameig- inlegt með henni og Dísukots-fólk- inu. Hún er í eðli sínu náttúrubarn og dýravinur og hefur verið svo gæfusöm að dveljast í lengri og skemmri tíma í sveitinni hjá ömmu sinni, bæði ein og með móður sinni, Huldu Katrínu Ólafsdóttur. Hún hefur þannig bæði notið sveitalífsins og fengið að kynnast ömmu sinni í því umhverfi sem fólkið hennar er sprottið úr og er það ómetanlegt. Anna Markúsdóttir hélt reisn sinni til hinstu stundar. Hún kvaddi lífið á sjúkrahúsi umvafin ástríki barna sinna og hvarf inn í birtuna og vorið. Á kveðjustund þakka ég fyrir stutt en góð kynni. Huldu Katrínu, Hrafnhildi, Hörpu Rós og nöfnu minni, Jónínu Kristbjörgu Björns- dóttur, færi ég einlægar og innilegar samúðarkveðjur, sem og öðrum að- standendum þessarar merkiskonu og bið Önnu Markúsdóttur guðs blessunar. Jónína Michaelsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 51 ✝ Ásgeir Péturs-son fæddist á Ás- unnarstöðum í Breiðdal 24. desem- ber 1918. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 8. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Herborg Marteins- dóttir frá Árnagerði í Fáskrúðsfirði, f. 15.5. 1879, d. 28.6. 1946, og Halldór Pétur Jónsson, f. á Ásunnarstöðum 20.6. 1884, d. 24.11. 1966. Systk- ini Ásgeirs eru Herbjörn, f. 5.10. 1910, d. 6.7. 1953, Jóhann, f. 17.2. 1915, d. 27.10. 1996, og Sigmar, f. 21.2. 1922, d. 18.12. 1988. Eftirlif- andi eiginkona Ásgeirs er Sigríð- ur Reimarsdóttir, f. 8.12. 1935. Foreldrar hennar voru Stefanía Jónsdóttir og Reimar Magnússon frá Víðinesi í Fossárdal í Beru- firði. Börn Ásgeirs og Sigríðar eru sjö. Elstur Halldór Pétur, f. 17.5. 1954, kvæntur Björgu Frið- marsdóttur og eiga þau tvö börn: Helga Friðmar og Kristínu Hrönn; Herborg, f. 6.4. 1955, hennar börn eru Ásgeir Örn, Halldóra Kolka og Ingibjörg; Ómar, f. 2.6. 1958, kvæntur Jónu Kristínu Þor- valdsdóttur og eru dætur þeirra Sigríð- ur, Berta Dröfn, Selma Rut, Marín Ösp og Bríet Irma; Kristín Hjördís, f. 19.12. 1959, gift Hjalta Ævarssyni; Ásgerður, f. 25.3. 1962, gift Eggerti Finnbogasyni, synir þeirra eru Eyþór Örn, Aron Geir og Vignir Ingi, Stefán Rún- ar, f. 18.11. 1966, hans kona er Guðrún Friðriksdóttir, börn þeirra: Aðalheiður Björk, Hildur Ellen og Svanur Steinar; yngstur er Reimar Steinar, f. 23.9. 1970, sambýliskona hans er Ásdís Sig- urjónsdóttir. Ásgeir var lengst af starfsæv- innar bóndi í Ásgarði í Breiðdal. Útför Ásgeirs fer fram frá Heydalakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Okkur langar að minnast afa í örfá- um orðum. Við áttum ekki von á að hann færi frá okkur strax, hann var ekki búinn að vera veikur og við héld- um að við hefðum nógan tíma til að gera svo margt með honum. Við hefð- um viljað fara áfram með honum í fjósið, hjálpa honum að hugsa um kýrnar, fara með honum á Breiðdals- vík í nammileiðangur og svo margt fleira. Við gleymum aldrei þegar við fórum að ná í andarungana með hon- um, og hvað hann var alltaf ánægður með það þegar við vorum að hjálpa honum. Afi var alltaf ánægður með það þegar við seldum mikið af stein- um fyrir hann á steinasafninu og hann verðlaunaði okkur ef vel gekk. Hann var mikill tónlistarunnandi og hlust- aði mikið á músík. Hann sat alltaf í sama stólnum og drakk úr sama glas- inu, en núna eru bæði stóllinn og glas- ið tómt. Það verður allt breytt úr því að afi er farinn. Núna verður ekki eins að koma í sveitina, þegar þar er eng- inn afi en við ætlum samt að halda áfram að vera dugleg að heimsækja ömmu því það er alltaf svo gott að koma til hennar. Afi var einstaklega barngóður og börn hændust að hon- um. Við eigum alltaf eftir að sakna hans því að hann var okkur svo góður. Blessað veri grasið sem grær kringum húsin bóndans og les mér ljóð hans, þrá og sigur hins þögula manns. Blessað veri grasið sem grær yfir leiðin, felur hina dánu friði og von. Blessað veri grasið sem blíðkar reiði sandsins grasið sem græðir jarðar mein. Blessað veri grasið, blessað vor landsins. (Snorri Hjartarson.) Eyþór Örn og Ingibjörg. Ásgeir frændi í Ásgarði er dáinn. Dillandi hláturinn og hljómfögur röddin eru aðeins minning ein. Margt gæti ég skrifað til að minnast þín, sér- staklega hvað þú varst alltaf til í að hlusta á það sem maður hafði að segja þegar maður var krakki og svaraðir venjulega með aðeins einni setningu sem dugði til umhugsunar það sem eftir var dags. Ég held að sem krakk- ar á Ásunnarstöðum höfum við haft mikið dálæti á þér og smáprakkara- strik urðu aðeins til að laða fram glottið sem alltaf var stutt í. Já, ég gæti skrifað heila bók um föðurbróð- ur minn sem alltaf var til taks. Þar sem stutt var á milli bæja verður vin- átta sú sem myndaðist þar á milli aldrei metin að verðleikum. Síðan seinni ár var sama uppi á teningnum, þá tókst þú bara dóttur mína í fangið eins og þitt eigið barnabarn enda löð- uðust börn mjög að hlýjum faðmi þín- um. Það voru forréttindi að fá að alast upp í návist þinni og einnig að eiga þig fyrir nákominn frænda. Eins og fjög- urra ára dóttir mín sagði þegar hún frétti um andlát Ásgeirs (afa) „en ég elska hann nú samt og hann er vinur minn“, mér finnst þessi orð segja mik- ið um hvernig maður þú varst. Elsku Ásgeir, ég veit að þér mun líða vel þar sem þú ert núna. Elsku Sigga frænka, megi guð styrkja þig og fjölskylduna frá Ásgarði í sorginni og gleymum ekki að minning um góð- an mann lifir um aldur og ævi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hinsta kveðja. Guðlaugur frá Ásunnarstöðum, Anna og Hildur Dögg. Minningabrot. Í lok síðari heims- styrjaldarinnar réðst móðir mín, þá ung fráskilin móðir, með okkur tvö af þremur börnum sínum sem ráðskona að Ásunnarstöðum í Breiðdal. Þar bjó bóndi með tveimur uppkomnum son- um sínum en kona hans var þá látin. Þessi bóndi var Pétur, faðir Ásgeirs sem nú er kvaddur. Það var algengt á þessum tímum að konur með ung börn réðu sig í sveit til að geta haft börn sín hjá sér þar sem dagvistarúr- ræði voru fá. Liggur í augum uppi að ekki hefur alltaf verið auðvelt að koma því heim og saman þannig að öllum líkaði. Minningar okkar systk- inanna hefjast á ferð með sjóflugvél frá Reykjavík til Reyðarfjarðar. Þangað sóttu Ásgeir og Jóhann Pét- urssynir okkur á bíl. Mamma sat fram í með bróður minn tveggja ára í fang- inu. Ég, þriggja ára, vildi líka sitja fram í hjá mömmu, þreytt eftir erfiða flugferð. Þeir bræður gáfu sér góðan tíma til að tala mig til þannig að þegar bílferðin hófst lá við að bróðir minn öfundaði mig af að fá heldur að sitja aftur í hjá Jóa. Þetta var upphaf að farsælli dvöl okkar systkinanna næstu ár með mömmu á Ásunnar- stöðum. Pétur afi varð afi okkar til dauðadags. Guðmann bróðir minn taldi Ásgeir sinn mann og ég átti Jóa. Margar minningar koma upp í hug- ann sem allar eiga sameiginlegt að rifja upp hve þolinmóðir og barngóðir þeir feðgar voru allir. Sigmar bróðir þeirra var farinn að heiman en kom í heimsóknir er sköpuðu kynni sem endurnýjuðust seinna hér syðra þeg- ar við eltumst. Minningar í leik með barnabörnum Péturs afa, sem bjuggu með foreldrum sínum í Ásgarði, þá nýbýli frá Ásunnarstöðum, vekja upp glaðværð og gaman. Við systkinin þurftum aldrei að berjast fyrir okkar tilveru, það voru einfaldlega allir jafn- ir. Ásgeir, sem síðastur þeirra feðga kveður, var oft með harmonikkuna á maganum og spilaði fyrir fólkið. Bróðir minn sýndi snemma mikla músikhæfileika og gat staðið tímun- um saman fyrir framan Ásgeir og sungið með þegar hann spilaði. Ég sem ekki hélt lagi fékk þá bara að sitja við hliðina á honum þannig að ég fann aldrei fyrir vanmætti vegna þeirrar miklu athygli sem bróðir minn óneitanlega naut. Þess ár okkar hnýttu streng sem aldrei slitnaði. Þegar við eltumst svöruðum við sjálf bréfunum frá Pétri afa og fengum þá fréttir af bræðrunum sem stofnuðu sínar fjölskyldur og eignuðust sjálfir mörg börn. Bjuggju þeir hlið við hlið á Ásunnarstöðum og Ásgarði. Guð- mann bróðir minn fór í brúðkaups- ferðinni sinni í heimsókn til þeirra bræðra og fjölskyldna. Hann sagði mér stoltur að vandi hefði verið að velja milli náttstaða, báðir hefðu vilj- að hýsa þau hjón. Sjálf kom ég ekki í Breiðdalinn fyrr en tuttugu og fimm árum eftir að við fórum frá Ásunn- arstöðum. Heyskapur stóð sem hæst eftir langan óþurrkakafla og allir í önnum. Ég gat ekki ekið hjá án þess að gera vart við mig og stoppaði þeg- ar ég sá mann sem ég sá að var Ásgeir á dráttarvélinni. Eins og siður var í sveitum stoppaði hann og kom til að athuga mannaferðir þessar. Við heils- uðumst og ég spurði hvort hann þekkti mig? Hann horfði á mig smá stund og sagði síðan, er þetta ekki hún Hrefna litla? Hrefna litla hafði stækkað og var þegar hér var komið sögu með hærri konum og stæðileg á velli. Ásgeir bauð mér umsvifalaust heim en ég vildi ekki tefja bústörfin og bað hann bara að ná í Jóa svo ég gæti heilsað upp á hann. Jói vildi líka endilega að við hjónin kæmum heim í kaffi og taldi heimsókn mína réttlæta smá hlé í önnunum. Ég gat ómögu- lega fengið mig til að tefja fólkið og við héldum áfram. Ég held að þeim hafi sárnað við mig þarna, vonandi í fyrsta og eina sinnið, þá langaði auð- vitað að sýna mér barnahópana sína. Ásgeir átti afmæli á aðfangadag og því kærkomið tilefni að hringja í hann seinni ár þann dag. Hann sagði mér fréttir af fjölskyldum þeirra bræðra og var hvað glaðastur þegar von var á sem flestum í heimsókn. Hann gleymdi samt aldrei að spyrja um hagi okkar systkina og fjölskyldna okkar og eftir að Guðmann bróðir minn dó, spurði hann alltaf um konu hans og börn. Í mínum huga eru þess- ir æskudagar óendanlega mikils virði og þeir feðgar órjúfanlegur hlekkur í okkar lífi. Með einlægri þökk fyrir mig, Hrefna Kristbergsdóttir. Okkur langar til að minnast í örfá- um orðum góðs vinar sem má segja að hafi verið „sumarpabbi“ okkar. Okk- ur hlotnaðist sá heiður að kynnast Ás- geiri þegar við, borgarstúlkurnar, vorum sendar austur í Breiðdal til sumardvalar hjá þeim heiðurshjónum Ásgeiri og Siggu. Þau reyndust okkur ávallt vel og létu okkur finna að við værum ætíð velkomnar og hluti af fjölskyldunni. Okkur leið alltaf vel í sveitinni og sést það kannski einna best á því að alltaf sóttumst við eftir að koma þangað aftur, sumar eftir sumar. Þessi sumarkynni þróuðust svo í traustan vinskap og reglulegt samband. Óunnt er að telja upp hér alla þá mannkosti sem Ásgeir hafði til að bera en þeir sem hann þekktu ættu að þekkja þá. Ásgeir var góður bóndi og minnumst við góðra stunda í fjós- inu þar sem hann kenndi okkur að mjólka og ræddum við þar um daginn og veginn. Hann treysti okkur fyrir hinum ýmsu verkum og þar á meðal að mála fjósið nokkrum sinnum. Það var nú ekki beint hefðbundin máln- ingaryfirferð en hann var okkur samt sem áður þakklátur og bara hló að þessum listaverkum. Ásgeir var hreinskilinn og sagði það sem honum bjó í brjósti. Til dæm- is var ekki óalgengt að heyra hann segja barnabörnunum að reyna nú að vera „gráðug“ eins og hún Gunna, ef honum fannst þau ólystug. Tíminn leið og önnur okkar undirritaðara eignaðist tvo drengi, með tveggja ára millibili. Á skírnardagana hringdi Ás- geir til að spyrjast fyrir um nöfnin. Ekki fannst honum mikið til þeirra koma og sagði: „Þeir hefðu nú alveg eins getað heitið Ásgeir!“ Þetta var nú bara Ásgeir og enginn tók svona athugasemdum illa frá honum. Hann var einlægur og meinti ávallt vel. Ásgeir gaf okkur mikið og verðum við ævinlega þakklátar fyrir að hafa kynnst honum eins vel og raun ber vitni. Elsku Sigga og aðrir aðstandend- ur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Hans „sólskinsdætur“, Helga Jóna og Guðrún. ÁSGEIR PÉTURSSON Aldrei verður það skýrar en við fráfall einhvers sem manni er kær, hversu afstæður veruleikinn er. Hugur- inn reikar til baka og mér verður æ betur ljóst að hún Jóna móðursystir mín var engin venjuleg frænka – fátt sem hana snerti var bara venjulegt. Gleðin og sorgin – þessar and- stæðu tilfinningar – eru mér efst í huga er ég kveð Jónu frænku mína. Gleðin vegna þeirra gleðistunda sem ég hef upplifað í tengslum við þessa frænku mína, sorgin vegna þess að nú er hún ekki lengur meðal okkar. Mínar fyrstu minningar um Jónu eru sterkar – minningar fullar hlýju og geði. Hlýju sem lýsti sér best í því að fljótlega leit ég á heimili hennar sem mitt annað heimili – heimili þar sem hlutirnir voru krufnir til mergjar af hreinskilni og alúð – heimili er stóð mér alltaf opið – heimili þar sem ekki var hlaupið eftir efnislegum gæðum – heimili sem var mér skjól þegar ég þurfti á JÓNÍNA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR ✝ Jónína GuðrúnJónsdóttir fædd- ist í Reykjavík 24. júlí 1917. Hún lést þriðju- daginn 1. maí síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 11. maí. að halda – þar sem Jóna var alltaf til stað- ar. Þær voru ófáar stundirnar sem við sát- um í eldhúsinu í Gnoð- arvogi 30 og leystum vandamál þessa heims og annars – stundir þar sem við ræddum í trúnaði og hreinskilni. Þessar stundir gleym- ast ekki. Jóna, ég þakka þér. Agnar Hákon Kristinsson. Nokkur kveðjuorð frá okkur úr Tónabæjarhópnum eins og við köll- uðum okkur, en við vorum nokkrir foreldrar sem um 10 ára skeið kom- um saman að svokölluðu opnu húsi í Tónabæ með skemmtanir fyrir þroskahefta. Og Jóna okkar var þarna á meðal, einstaklega jákvæð og dugleg með sitt góða skap. Jóna var félagi í Styrktarfélagi vangef- inna og var ötull og góður félagi. Það hefur fækkað í þessum for- eldrahópi og nú bætist Jóna við þau sem látist hafa síðastliðin ár. Við undirritaðar minnumst Jónu með þakklæti fyrir allar góðar sam- verustundir. Börnum hennar sendum við sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning góðrar konu. Elín, Kristín og Hallfríður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.