Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 25
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 25 STJÓRNENDUR SAS segjast hafa áhuga á að kaupa minni flugfélög í Eystrasaltslöndunum og á heima- markaði en samruni við annað stórt evrópskt flugfélag komi ekki til greina. Ætla má að þessi áhugi SAS taki líka til Íslands og talsmenn félagsins vilja ekki útiloka kaup í ís- lensku flugfélagi, þ.e. Flugleiðum. Í viðtali við The Financial Times segir Jørgen Lindgaard, forstjóri SAS, að stefnan sé að SAS stækki um 50% á næstu fimm árum og verði þá með sterka markaðshlut- deild á flugleiðunum í Norður-Evr- ópu. „Ég lít svo á að SAS verði í framtíðinni sjálfstætt flugfélag sem kaupi minni flugfélög á heimamark- aði sínum til þess að ná að vaxa.“ Lindgaard skilgreinir heimamarkað SAS sem Skandinavíu, Eystrasalts- löndin, Pólland og norðurhluta Þýskalands. Hann segir að ekki verði komist hjá frekari samþjöpp- un á evrópskum flugmarkaði til þess að ná niður kostnaði og auka arðsemi flugfélaganna. Lindgaard segir að SAS sé það stórt félag að það geti staðið eitt, það hafi mjög sterka stöðu í Skandinavíu og hafi fjárhagslega burði til þess að stækka. Heimamarkaðurinn teygir sig í vestur og austur Í samtali við Morgunblaðið sagði Henrik Stensen, upplýsingafulltrúi SAS, að markmið nýrrar yfirstjórn- ar SAS séu skýr, þ.e. að SAS verði eitt af þeim flugfélögum sem muni taka virkan þátt í endurskipulagn- ingu evrópsks flugmarkaðar á næstu fimm til tíu árum. „Við ætl- um okkur að taka frumkvæðið í stað þess að verða ef til vill fórn- arlamb annarra félaga í þessum geira.“ Aðspurður um hugsanleg kaup á öðrum flugfélögum á heima- markaði SAS segir Stensen að fyrsta markmiðið sé að auka umsvif SAS eins og það er nú. „Við munum síðan meta þau tækifæri sem bjóð- ast varðandi kaup á öðrum flug- félögum og við viljum fyrirfram ekki útiloka nokkuð í því sambandi heldur halda öllum möguleikum opnum.“ Stensen segir að SAS vilji ekki skilgreina heimamarkað sinn mjög nákvæmlega, það sé ljóst að hann taki til Eystrasaltssvæðisins en hann teygi sig líka bæði í austur- og vesturátt. Aðspurður um hugs- anleg kaup SAS á bréfum í Flug- leiðum segir Stensen að ekki liggi fyrir beinar áætlanir um slíkt. „Og ef við hefðum slík áform myndi ég að sjálfsögðu ekki segja frá þeim. Við höldum öllum möguleikum opn- um.“ SAS stefnir að því að kaupa minni flugfélög á heimamarkaði Útilokum ekki kaup í íslensku flugfélagi Reuters SAS stefnir að því að vaxa um 50% á heimamarkaði á næstu fimm árum. FJÁRFESTINGARBANKINN Morgan Stanley Dean Witter birti í gær endurskoðað álit sitt á de- CODE genetics, móðurfélagi Ís- lenskrar erfðagreiningar. Morgan Stanley mælti áður með kaupum á hlutabréfum í deCODE, en nú hef- ur það hlutlausa afstöðu til þess hvort fjárfestar skuli kaupa eða selja bréfin. Fjárfestingarbankinn segir tekjur fyrsta ársfjórðungs um það bil helming þess sem hann hafði spáð og stafi það af töfum í sam- starfi við Roche Holding. Bankinn segir að vegna innri endurskipu- lagningar hjá Roche sé ekki hægt að útiloka frekari tafir á tekjum de- CODE. Fjárfestingarbankinn Lehman Brothers, sem ásamt Morgan Stanley Dean Witter sá um útboð deCODE, birti í fyrradag álit sitt á gengi félagsins. Álit bankans var jákvætt, hann mælir með kaupum í deCODE og telur rétt verð vera 15 Bandaríkjadali. Í samtali við Morgunblaðið sagði Páll Magnússon, blaðafulltrúi Ís- lenskrar erfðagreiningar, að félag- ið hefði ekki lagt í vana sinn að lýsa skoðun sinni á mati greiningaraðila og það mundi ekki setja fram skoð- un sína á þessu mati nú. Morgan Stanley lækk- ar mat sitt á deCODE NORSKA símafyrirtækið Telenor staðfesti í gær að viðræður sínar við bandaríska fyrirtækið SBC um kaup á hlut þess í danska símfyrirtækinu TDC væru farnar út um þúfur. Segir í Financial Times að ástæðan sé ósætti TDC, áður TeleDanmark, og SBC um framtíð símafyrirtækisins en SBC hafði áhuga á að halda eftir hlut í fyrirtækinu. Talsmaður Tele- nor, Dag Melgaard, tók í gær fram að ekki hefði verið rætt um samruna fyrirtækjanna þótt slíkt hafi verið fullyrt í fjölmiðlum. Sagði hann Tele- nor ekki einu sinni hafa rætt við TDC, heldur aðeins bandaríska fyr- irtækið. Þá ítrekaði hann að um óformlegar viðræður hefði verið að ræða, alls enga samningagerð. Melgaard sagði að með viðræðuslit- unum væri jafnframt tekið fyrir áhuga Telenor á danska símafyrir- tækinu, Norðmenn myndu ekki eiga frumkvæði að frekari viðræðum. SBC er hins vegar reiðubúið til að ræða sölu á hlut sínum í TDC. Frétt- in um viðræðuslitin varð til þess að hlutabréf í TDC lækkuðu lítillega en þau hafa hækkað talsvert frá því að áhugi Telenor var upplýstur. Hluta- bréf í norska fyrirtækinu tóku aftur á móti kipp upp á við, um 3,9%, en þau féllu í verði um 2,4% þegar frétt- in um viðræður við SBC lak út. Telenor hættir við kaup á TDC Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.