Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 57
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 57 ÆÐRULEYSISMESSA Dómkirkj- unnar tileinkuð fólki í leit að bata eft- ir tólfsporakerfinu verður í Dóm- kirkjunni í Reykjavík sunnudags- kvöldið 20. maí kl. 20:30. Þar eru allir velkomnir til tilbeiðslu og æðruleys- is. Lofgjörðina leiðir söngkonan lífs- glaða, Anna Sigríður Helgadóttir, við undirleik bræðranna Birgis og Harð- ar Bragasona. Mirjam Óskarsdóttir hjálpræðishersforingi og gospel- söngkona syngur einsöng. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir stundina og sr. Anna Sigríður Páls- dóttir predikar og Bryndís Valbjarn- ardóttir guðfræðingur leiðir fyrir- bæn. Jafnframt verður reynslusögu deilt með viðstöddum. Í lok stund- arinnar verður fyrirbæn og smurn- ing upp við altari Dómkirkjunnar. Æðruleysismessur eru einstakar og helgar stundir þar sem fólk kemur og leitar af heiðarleika og einlægni eftir samfélagi við Guð og meðbræð- ur sína. Það sem einkennir messurn- ar er létt sveifla í helgri alvöru. Æðruleysismessur eru 21. aldar messur og það eru allir velkomnir. Eldri fermingarbörn heimsækja Hafnarfjarðarkirkju Á BÆNADAG þjóðkirkjunnar, sunnudaginn 20. maí, munu 50, 60 og 70 ára fermingarbörn Hafnarfjarðar- kirkju sækja hana heim en þau voru fermd í henni vorin 1931 í upphafi kreppu, 1941 í byrjun stríðs og svo 1951 í byrjun kalda stríðs og end- urreisnarára. Þau munu taka þátt í messu sem hefst kl.14.00 og sr. Gunnþór Ingason sóknarprestur annast og hittast eftir messuna í kaffisamsæti í Hásölum Strand- bergs, hins nýja Safnaðarheimils kirkjunnar, og rifja upp fyrri tíð og kynni. Sungið verður lag í messunni eftir Árna Gunnlaugsson sem er í hópi 60 ára fermingarbarna við texta afa hans, sr. Árna Björnssonar pró- fasts, er var fyrsti þjónandi prestur Hafnarfjarðarkirkju. Tíðkast hefur undanfarin ár að af- mælisárgangar Hafnarfjarðarkirkju hittist á slikum tímamótum á bæna- degi þjóðkirkjunnar og hafa endur- fundir þeirra jafnan verið gleði- og blessunarríkir. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Hve bjart er veður... VORTÓNLEIKAR Barna- og ung- lingakórs Hallgrímskirkju verða sunnudaginn 20. maí kl 17.00 í Hall- grímskirkju. Kórarnir flytja fjölbreytta efnis- skrá, m.a. 2 þætti úr Mesa Basse eft- ir Gabriel Fauré. Einsöngvari er Hrund Ósk Árnadóttir. Lára Bryndís Eggertsdóttir spilar á orgel með kórnum en stjórnandi er Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. Ferð eldri borgara úr Garðasókn og Bessastaðasókn FERÐ eldri borgara úr Garða- og Bessastaðasókn verður á uppstign- ingardag, 24. maí 2001. Lagt er af stað kl. 10:00 um morg- uninn og ekið um Dragann að Reyk- holti. Þar er staðurinn skoðaður und- ir leiðsögn sr. Geirs Waage og snæddur léttur hádegisverður. Þaðan verður farið að Hvanneyri, ekið um þorpið, búvélasafnið og ull- arselið skoðuð og drukkið kaffi. Sr. Flóki Kristinsson veitir svo fararblessun við helgistund í kirkj- unni á Hvanneyri áður en haldið er heim á leið. Ferðin kostar 1000 krónur á mann. Innifalið í því verði er auk ferðarinn- ar: Léttur hádegisverður að Reyk- holti, aðgangur að Snorrastofu, að- gangur að söfnunum á Hvanneyri og eftirmiðadagskaffið þar. Skráning í ferðina stendur yfir til 22. maí í síma 565-6380, frá kl. 10-15. Athugið að ef einhverjir eiga erfitt með að bóka sig með svo löngum fyr- irvara, þá er allt í lagi að láta sjá sig á brottfarardaginn. Sjáumst glöð og biðjum þess að öll séum við eitt í Kristi. Sóknarprestur Garðaprestakalls. Kirkja og börn í borg KIRKJA og börn í borg er yfirskrift sumarnámskeiða Dómkirkjunnar í Reykjavík í sumar. Námskeiðin eru fjögur að tölu og verða haldin á eft- irfarandi tímabilum: 1. Námskeið 5. – 8. júní kl. 9:00-13. 2. Námskeið 11. – 15. júní kl. 13-17. 3. Námskeið 30.júlí – 3. ágúst kl. 9-13. 4. Námskeið 7. ágúst – 10. ágúst kl. 9-13. Þessi námskeið munu einkennast af mikilli útiveru, kristinni fræðslu, sögum, tónlist og þroskandi leikjum. Hverju námskeiði lýkur með stuttu grillferðalagi. Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 6-10 ára. Bolli Pétur Bollason æskulýðsfulltrúi Dómkirkj- unnar hefur yfirumsjón með nám- skeiðunum og honum til aðstoðar er Gerður Bolladóttir söngkona en hún hefur ríka og góða reynslu á sviði tónlistar og kemur til með að miðla því til barnanna. Nokkrir unglingar munu einnig aðstoða við námskeiðin. Dómkirkjan hefur lagt upp úr því að bjóða foreldrum þessi námskeið á lágmarksverði. Hvert námskeið kostar barn 1500 kr. en hafi það tekið þátt í barnastarfi Dómkirkjunnar yf- ir veturinn greiðir það 1000 kr. Hámarksfjöldi í námskeið er 25 börn og skráning hefst 15. maí og verður fyrir hádegi alla virka daga fram á sumar í síma: 5622755 / 8645372. F.h. Dómkirkjunnar, Bolli Pétur Bollason. Strands minnst í Landakirkju Á MORGUN, sunnudag, verður þess minnst í messu að 16. maí síðastliðinn voru liðin 100 ár frá því að Björgólfur fórst við strönd Vestmannaeyja að mörgum mönnum ásjáandi. Þennan dag fórust 27 manns, þar af 8 konur. Einum karlmanni var bjargað en ýmislegt benti til að ákveðnir aðilar hefðu verið búnir að fá aðvörun um yfirvofandi hættu. Hvet ég alla sem áhuga hafa á sögu sjóslyssins að fjöl- menna í kirkju þennan morgun. Athygli er vakin á að nú er sum- artími í messuhaldi hafinn. Messað er hvern helgan dag klukkan 11 ár- degis. Séra Bára Friðriksdóttir. Eþíópíuför prófasts VORFUNDUR í Áhugahóp Hall- grímskirkju um kristniboð og hjálp- arstarf verður mánudaginn 21. maí kl. 20. Efni fundarins verður frásögn sr. Jóns D. Hróbjartssonar af för hans til Eþíópíu í mars sl. Hann heimsótti bróður sinn, Helga, sem starfað hefur í Eþíópíu í 17 ár við kristniboð og hjálparstarf. Með Jóni Dalbú voru bróðir hans og mágur, Friðrik, og Karl Benedikts- son. Sýndar verða myndir frá starfs- svæði íslenska og norska kristni- boðsins og því svæði sem Hjálparstarf norsku kirkjunnar hef- ur starfað á og Helgi hefur stýrt. Hjálparstarf kirkjunnar á Íslandi hefur styrkt mörg verkefni í Eþíópíu og heimsótti Jón flesta þá staði einn- ig. Vorfundur Áhugahópsins er síð- asti fundur vetrarins og er öllum op- inn. Þrifadagur Langholtskirkju ÞRIFADAGUR í Langholtskirkju sunnudaginn 20. maí. Eins og und- anfarin ár munu sóknarbörn Lang- holtssafnaðar ásamt starfsfólki sam- einast eftir guðsþjónustu einn sunnudag í maí til að taka til í Lang- holtskirkju, bæði innan húss og utan. Fólk er því beðið um að mæta í vinnugallanum í guðsþjónustuna sunnudaginn 20. maí. Margar hendur vinna létt verk. Heitt verður á grill- inu. Hinn frábæri kór Graduale Nob- ili syngur við guðsþjónustuna ásamt einsöngvurnum Árnýju Ingvarsdótt- ur og Maríu Mjöll Jónsdóttur. Umhverfis- og útivistardagur í Garðabæ UMHVERFIS- og útivistardagur fjölskyldunnar í Garðabæ verður sunnudaginn 20. maí við Vífilsstaða- vatn. Þessi dagur er liður í 25 ára af- mælishátíð Garðabæjar á þessu ári og í tengslum við alþjóðlegan dag fjölskyldunnar. Dagskrá útivistar- dagsins er í höndum umhverfis- nefndar Garðabæjar, Skátafélagsins Vífils og kirkjunnar, fjölskyldu- nefndar Garðasóknar. Boðið verður upp á dagskrá fyrir alla fjölskylduna frá kl. 13. – 16. Þar verður fjallahjólakeppni í tveimur aldurshópum drengja og stúlkna. Leikir fyrir yngri börnin og veiði í Vífilsstaðavatni. Bjarni Jónsson vist- fræðingur verður við vatnið og fjallar um lífríki þess. Kaffi, kakó, gos og grillaðar pyls- ur. Þessi skemmtilegi atburður er samvinnuverkefni Garðabæjar, Skátafélagsins Vífils og kirkjunnar. Styrktaraðilar varðandi veitingar eru Nói og Síríus, Ölgerðin og Ryd- enskaffi. Rútuferðir verða frá Flataskóla, Vídalínskirkju og Hofsstaðaskóla að Vífilsstaðavatni frá kl. 12:30 og á meðan dagskrá stendur. Fjölskyldunefnd Garðasóknar. Samkór Kópavogs í Kópavogskirkju ÞAÐ ER fastur liður í helgihaldi Kópavogskirkju að hinir ýmsu kórar koma í heimsókn og syngja. Næst- komandi sunnudag, 20. maí, kemur Samkór Kópavogs í heimsókn og syngur í guðsþjónustu kl. 14. Sam- kórinn er öflugur kór og hefur starf- að af þrótti mörg undanfarandi ár og því er tilhlökkunarefni að heyra hann syngja. Stjórnandi kórsins nú er Juli- an Hewleett. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Safnaðarstarf Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir 8., 9. og 10. bekk kl. 20-23. KEFAS: Samkoma í dag laugardag kl. 14. Ræðumaður Björg R. Páls- dóttir. Þriðjud: Almenn bænastund kl. 20.30. Miðvikud: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Allir hjart- anlega velkomnir. Fíladelfía. Almenn samkoma kl. 20. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu syngur. Ræðumaður Aril Edvardsen frá Noregi. Allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skóli kl. 11. Æðruleysis- messa Dóm- kirkjunnar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Dómkirkjan í Reykjavík. NAFN vinningshafa í GSM-get- raun, sem viðskiptavinir Símans þreyttu í síðasta mánuði á heima- síðu Símans, hefur verið dregið út. Það var Sesselja Sigurðardóttir sem hafði heppnina með sér og hlaut hún Ericsson T20 GSM-síma auk Frelsiskorts með 10.000 króna inneign. Fimm þátttakendur vermdu annað sætið og fengu þeir allir handfrjálsan búnað í versl- unum Símans. Alls tóku 1.592 manns þátt í getrauninni og af þeim höfðu 707 manns öll svörin rétt. Þátttakendur kynntu sér þær margvíslegu upplýsingar sem er að finna á heimasíðunni og geta komið viðskiptavinum að gagni. Að því loknu svöruðu þeir nokkr- um laufléttum spurningum. Dreg- ið var úr öllum innsendum svör- um. Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Sím- ans, afhendir vinningshafanum, Sesselju Sigurðardóttur, símann góða. Vann Ericsson T20 GSM-síma ÞÝSKA ferðaskrifstofan Studiosus Reisen hefur fært Akureyrardeild Rauða kross Íslands vandaðan skjávarpa til fræðslustarfa deildar- innar í þakkarskyni fyrir aðstoð við þýskan ferðahóp sem lenti í rútu- slysi á Norðurlandi síðastliðið sum- ar. „Tækið mun nýtast vel við fyr- irlestra- og námskeiðahald á vegum Rauða krossins“ segir Hafsteinn Jakobsson, hjá Akureyrardeild Rauða kross Íslands. Starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða krossins aðstoðuðu þýsku ferðalangana síðastliðið sumar eftir rútuslysið, meðal annars með því að hlúa að fólkinu í fjöldahjálparstöð og sjá því fyrir gistingu. Fulltrúi Studiosus Reisen var á Íslandi ný- lega og tilkynnti þá um gjöfina. „Þessi rausnarlega gjöf sem og allar þær hlýju þakkir sem deild- inni bárust eftir slysið munu án efa efla deildina og virka sem hvatning til góðra verka í framtíðinni,“ segir Hafsteinn. Þýsk ferða- skrifstofa styður Rauða krossinn VEGGSPORT við Gullinbrú efnir í dag, laugardaginn 19. maí kl. 17:00, til hjólreiða á spinninghjólum við undir- leik hljómsveitarinnar Buttercup. Komið hefur verið fyrir 150 fer- metra tjaldi á planinu fyrir framan líkamsræktarstöðina. 60 hjólreiða- menn munu spretta úr spori undir dúndrandi Buttercup. Hjólað verður í 1 1/2 tíma ef menn hafa úthald. Á eftir verður grillað. „Spinning“ með Buttercup FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir sunnudaginn 20. maí til gönguferð- ar í þriðja áfanga í raðgöngu um Reykjaveginn, gönguleiðar eftir Reykjanesskaganum til Þingvalla. Í fyrstu tvo áfangana mættu 229 manns. Farið verður með rútu kl.10.30 frá BSÍ og ekið út að borholu Hita- veitu Suðurnesja hjá Eldvörpum þar sem öðrum áfanga lauk. Rútan stansar á leiðinni, m.a. við kirkju- garðinn í Hafnarfirði. Frá Eldvörpum liggur leiðin eftir stikuðum Reykjaveginum austur yfir Sundvörðuhraun um Baðsvelli, norðan Þorbjarnarfells, yfir á gos- dyngjuna Vatnsheiði, en efst á henni er skoðunarverður gígur. Staldrað er við hjá Drykkjarsteini, en sagt er að drykkarvatn sem safnast fyrir í holu í honum þrjóti aldrei. Komið er niður á þjóðveg neðan misgengisins Méltunnuklifs austan Ísólfsskála. Göngutími er áætlaður um 5 klst. og fararstjórar eru Kristján M. Baldursson og Kristján Helgason. Gengið er um mishæðalítið land, en að venju er nauðsynlegt að þátttakendur séu vel búnir og með gott nesti. Útivist með þriðja áfanga Reykjavegarins INNLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.