Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ  GUÐBJÖRN Freyr Jónsson varði doktorsritgerð sína í hagnýtri stærð- fræði við Cornell University í New York ríki í Banda- ríkjunum 28. september sl. Ritgerðin nefn- ist „Eigenvalue Methods for Acc- urate Solution of Polynomial Equa- tions“. Þar er fjallað um út- reikninga á lausn- um margliðujafna þar sem vanda- málið er þýtt yfir í eigingildisvandamál sem síðan er leyst með þekktum aðferðum. Í fleiri en einni breytistærð byggist þetta á útkomandafylkjum (e. resultant matrices) sem er um 100 ára gömul aðferð til að fækka breytistærðum í margliðujöfnum. Lausnaraðferðin er endurbætt til að draga úr áhrifum af þeim villum sem óhjákvæmilega verða við rauntöluútreikninga í tölv- um. Ritgerðin sýnir fram á að með þessum endurbótum, og að gefnum ákveðnum skilyrðum, skilar aðferðin nákvæmum lausnum. Leiðbeinandi Guðbjörns var Stephen Vavasis, prófessor í tölv- unarfræði við Cornell University, og andmælendur voru Lars Wahlbin, prófessor í stærðfræði, og Thomas Coleman, prófessor í tölvunarfræði við sama skóla. Guðbjörn fæddist 18. september 1969. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri vorið 1989 og lauk B.S.-prófi í stærðfræði frá Há- skóla Íslands 1992. Veturinn eftir kenndi hann við Tækniskólann í Reykjavík. Guðbjörn lauk M.Sc.-prófi í stærðfræði frá University of Illinois í Urbana-Champaign 1995 og síðan doktorspófi frá Cornell University 2000. Hann starfar nú hjá Íslenskri erfðagreiningu. Guðbjörn Freyr er frá Lindarhvoli í Borgarfirði. For- eldrar hans eru Guðrún Ása Þor- steinsdóttir og Jón G. Guðbjörnsson. Doktors- ritgerð í hagnýtri stærðfræði FÓLK Guðbjörn Freyr Jónsson SAMTÖK atvinnulífsins, SA, kynntu helstu áherslur sínar á aðalfundi í vik- unni og í kaflanum um efnahagsmál er að finna harða gagnrýni á Sam- keppnisstofnun. Hvetja samtökin stjórnvöld til þess að endurskoða samkeppnislögin og vilja þau að heimild Samkeppnisstofnunar til að ógilda samruna fyrirtækja verði af- numin. Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, segir þetta sjónarmið SA ekki koma sér verulega á óvart. Það hafi legið fyrir þegar Al- þingi breytti samkeppnislögunum á síðasta ári. Samtök atvinnulífsins segja það mikilvæga forsendu fyrir kröftugum hagvexti og bættum lífskjörum landsmanna að íslenskt efnahagslíf búi við virka samkeppni á öllum svið- um. Vönduð löggjöf um samkeppnis- mál sé þýðingarmikil til að stuðla að samkeppni sem tryggi góða þjónustu og lágt vöruverð. Samtök atvinnulífs- ins telja hins vegar að það sé ekki í verkahring samkeppnisyfirvalda að stjórna því með boði og bönnum á hvern hátt atvinnulíf í landinu þróist. „Samkeppnislög þarf að endur- skoða, einkum heimildir Samkeppn- isstofnunar til að ógilda samruna fyr- irtækja ef hann telst leiða til markaðsráðandi stöðu. Samkeppnis- stofnun á fyrst og fremst að beita sér gegn misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Á mörgum mörkuðum hér á landi starfa fá fyrirtæki á hverju sviði og því getur ógilding samruna á grundvelli markaðsráðandi stöðu, án þess að um misbeitingu sé að ræða, hamlað gegn hagræðingu, aukinni framleiðni og bættum lífskjörum. Íslensk samkeppnisyfirvöld hafa sýnt tilhneigingu til að skilgreina markaði mun þrengra en eðlilegt get- ur talist. Þau hafa vanmetið síbreyti- leika þess umhverfis sem er undir- orpið markaðslögmálum og taka ekki nægjanlegt tillit til mögulegrar er- lendrar samkeppni í úrskurðum sín- um. Íslenskir markaðir og fyrirtæki eru örsmá í alþjóðlegum samanburði og sameining fyrirtækja er til þess fallin að styrkja íslenskt atvinnulíf í síharðnandi alþjóðlegri samkeppni við margfalt stærri fyrirtæki,“ segir m.a. í áliti samtakanna um sam- keppnismál. Að mati SA er afar mikilvægt að fullkomið traust ríki á störfum sam- keppnisyfirvalda. Það verði æ mikil- vægara eftir því sem þeim séu fengin meiri völd til þess að hafa afskipti af fyrirtækjum og hegðun þeirra á markaði. Gera verði mjög ríkar kröf- ur um að jafnræðissjónarmiða og andmælaréttar sé gætt við meðferð mála hjá samkeppnisyfirvöldum. Að mati Samtaka atvinnulífsins gerir nú- verandi skipan mála það ekki. Þau hvetja því stjórnvöld til að taka sam- keppnislögin til heildarendurskoðun- ar. Staða stofnunarinnar hefur batnað með nýjum lögum Georg Ólafsson sagði við Morgun- blaðið að það hefði sýnt sig hér á landi og víðar að ýmsum erfiðleikum væri bundið að beita samkeppnisreglum á markaðsráðandi fyrirtæki. Með breytingum á samkeppnislögum í desember sl. hefði Samkeppnisstofn- un fengið ríkari heimild til þess. Staða stofnunarinnar hvað það varð- aði hefði því batnað en breytingin kæmi ekki í staðinn fyrir þörfina á því að samkeppnisreglur væru áfram fyrir hendi. „Eftirlit með samruna felst í því að koma í veg fyrir að upp komi mark- aðsráðandi staða sem hægt er að mis- nota en erfitt að sannreyna og taka á. Þegar samruni er einu sinni um garð genginn, og markaðsráðandi staða komin upp, verður ekki aftur snúið til fyrri stöðu,“ sagði Georg. Forstjóri Samkeppnisstofnunar sagði að í fæstum tilvikum hefði ástæða þótt til íhlutunar í samruna fyrirtækja hér á landi, en það drægi ekki úr þörfinni á því að fylgjast með samrunum til að hindra að þeir fáu sem bæru með sér alvarlega hættu fyrir samkeppnina yrðu að veruleika. Þó að samkeppnisyfirvöld hefðu hagsmuni neytenda að leiðarljósi gæti hver slíkur samruni einnig reynst atvinnulífinu dýrkeyptur. „Það er að sjálfsögðu ekki hlutverk samkeppnisyfirvalda að hindra fyrir- tæki í að taka upp nýbreytni og hag- ræða og þar með talið að renna sam- an,“ sagði Georg. Varðandi alþjóðavæðinguna, sem Samtök atvinnulífsins koma inn á, sagði hann að ekki mætti líta framhjá þeirri staðreynd að við værum fá- menn þjóð og byggjum enn við vissa fjarlægðarvernd frá öðrum mörkuð- um. „Erlend fyrirtæki hafa ekki sýnt mikinn áhuga á að hasla sér völl hér, reynslan segir okkur það, hvað sem gerist í framtíðinni. Þessu til viðbótar er fákeppni al- gengari hér en víða annars staðar og stjórnunartengsl, eignatengsl og önnur tengsl manna á milli eru það einnig. Þetta hefur þau áhrif að eft- irlit með samkeppnishömlum ætti að mínu mati, ef eitthvað væri, að vera virkara hér á landi en hjá nágranna- þjóðunum,“ sagði Georg. Samtök atvinnulífsins hvetja til endurskoðunar á samkeppnislögunum Vilja afnema heimild til að ógilda samruna MAÐUR á fertugsaldri hefur í Hæstarétti verið dæmdur í sex mán- aða fangelsi fyrir að hafa í tvígang brotist inn í húsnæði og stolið þaðan verðmætum. Hluti þýfisins fannst í fórum mannsins sem eigi að síður neitaði sök en frásögn hans af atvik- um þótti ótrúverðug. Með dómnum var dómur héraðsdóms staðfestur. Með tilliti til langs sakaferils var mað- urinn dæmdur í sex mánaða fangelsi. Fyrra innbrotið sem sannað þykir að maðurinn hafi átt þátt í var í Antik- búðina í Reykjavík í september 1999. Maðurinn bar því við að hafa verið staddur í samkvæmi um nóttina sem hann var handtekinn og hafa tekið munina þar. Hitt innbrotið var framið á Hótel Sögu í júní 2000. Kvaðst mað- urinn fyrir rétti hafa verið búinn að drekka í tæpa tvo daga og ekki vitað af sér fyrr en hann vaknaði í stein- inum. Dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innbrot SAMKVÆMT viðhorfskönnun, sem Gallup hefur gert fyrir Samtök hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki, eru um 70% svarenda hlynnt því að heilbrigðisyfirvöld greiði að hluta lyf sem hjálpa fólki við að hætta að reykja. Um fjórð- ungur svarenda er því andvígur. Þá telja um 47% reykingamanna að niðurgreiðsla heilbrigðisyfirvalda á meðferð gegn reykingum myndi hvetja þá til að hætta að reykja, en 52% að slíkar niðurgreiðslur hefðu engin áhrif. Könnunin fór fram 19. apríl til 2. maí sl. og var hringt í fólk á öllu land- inu á aldrinum 16–75 ára. Endanlegt úrtak var 1.132 manns og var svar- hlutfall 70,5%. Samkvæmt greiningu niðurstaðna eru þeir, sem hafa skemmri skóla- göngu og þeir sem reykja, að jafnaði hlynntari kostnaðarhlutdeild heil- brigðisyfirvalda í lyfjum gegn reyk- ingum. 72% hugsa sér að hætta að reykja innan árs Fram kemur í niðurstöðum könn- unarinnar, að um 72% þeirra sem reykja hafa hugsað sér að hætta inn- an árs, en um fjórðungur svarenda taldi sig til reykingafólks. Þá taldi ríflega þriðjungur að dagsskammtur af lyfjum gegn reykingum sé dýrari en einn pakki af sígarettum og um 40% töldu að slíkur dagsskammtur væri á svipuðu verði og sígarettu- pakkinn. Fjórðungur taldi dags- skammt af reykingalyfjum vera ódýrari sígarettupakkanum. Í tilkynningu frá Samtökum hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki, kemur fram að athygli vekur, hversu hátt hlutfall svarenda er hlynnt því að heilbrigðisyfirvöld greiði að hluta kostnað lyfja gegn reykingum. Þá vekur jafnframt at- hygli að mati samtakanna, að um helmingur reykingafólks telur að niðurgreiðsla á meðferð við reyking- um muni hvetja það til að hætta að reykja. Benda samtökin á, að sam- kvæmt niðurstöðum Gallup-könnun- ar frá því í ágúst á síðasta ári, hafa um 40% reykingamanna reynt að hætta að reykja 3 til 5 sinnum og tæp 9% hafa reynt það 6 til 10 sinnum. Tæplega helmingur reykingafólks telur sig því eiga í verulegum erf- iðleikum með að hætta. Telja tóbaksfíkla ekki fá stuðn- ing til jafns á við aðra fíkla Samtök hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki taka enn fremur undir þá gagnrýni sem komið hefur fram, bæði meðal heilbrigðis- starfsfólks og hjá erlendum sérfræð- ingum sem kynnt hafa sér tóbaks- varnir hér á landi, að þeir sem haldnir eru tóbaksfíkn hljóta ekki stuðning stjórnvalda í sama mæli og t.a.m. þeir sem haldnir eru áfengis- eða annarri vímuefnafíkn. Þá vekja samtökin athygli á að í frumvarpi til breytinga á lögum um tóbaksvarnir, sem heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis hefur til meðferðar, er ekki gert ráð fyrir sér- stökum stuðningi við það reykinga- fólk sem vill hætta að reykja, þrátt fyrir aukin framlög til tóbaksvarna. „Sjúkdómar af völdum reykinga hafa vaxandi kostnað í för með sér fyrir heilbrigðiskerfið og ljóst er að sá kostnaður mun margfaldast á næstu tveimur áratugum verði ekk- ert að gert, samfara hækkandi aldri stórra reykingaárganga, sem fæddir eru á sjöunda áratugnum,“ segir í til- kynningu samtakanna. 70% svarenda hlynnt niður- greiðslu á reykingalyfjum HJÓNIN Marit og Örn Einarsson sem eiga og reka garðyrkjustöðina Silfurtún á Flúðum hafa síðastliðin sjö ár ræktað jarðarber í 1.500 fermetra gróðurhúsi. Upp- skerutíminn stendur í um átta vikur í senn, vor og haust. Jarðarberin eru send á markað undir nafninu Silfurber. Norska stúlkan Lin Larsson tínir jarðarberin gómsætu. Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds Jarðarber á 1.500 fermetrum SJÚKRAFLUGVÉL frá Flugfélagi Íslands sótti í fyrrinótt tvö börn til Scor- esbysunds á Grænlandi. Börnin sem eru 7 og 9 ára höfðu verið bitin illa af sleða- hundum og var óttast um líf annars þeirra vegna áverka á hálsi. Vélin lenti með þau á Akureyri og voru börnin flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri þar sem þau gengust undir aðgerð í gær. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu er hvorugt barnanna í lífshættu en líðan þeirra var sögð eftir atvikum. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar fór Metro-flugvél FÍ frá Akur- eyri um kl. 1 í fyrrinótt og með fóru svæfingalæknir og svæfingahjúkrunarfræðingur frá FSA auk neyðarflutninga- manns frá Slökkviliði Akur- eyrar. Vélin lenti á Akureyr- arflugvelli um kl. 5:30. Tvö slösuð börn sótt til Grænlands Höfðu verið bitin af sleða- hundum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.