Morgunblaðið - 19.05.2001, Side 24

Morgunblaðið - 19.05.2001, Side 24
VIÐSKIPTI 24 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Vandaðar og vel skipu- lagðar 4ra-5 herbergja íbúðir á góðum stað í Reykjavík til sölu. Íbúðirnar eru með stór- um svölum á móti suðri, þvottahús í íbúð- inni, rúmgott baðher- bergi, stór barnaher- bergi, rúmgott eldhús og fallegt útsýni. Upplýsingar í síma 896 1606 og 557 7060 Vönduð og vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á góð- um stað í Reykjavík til sölu. Íbúðin er með stórum svölum á móti suðri, þvottahús í íbúðinni, rúm- gott baðherbergi, stór barnaherbergi, rúmgott eldhús og fallegt útsýni. Upplýsingar í símum 896 1606 og 557 7060. DELTA hf. hefur náð samkomulagi um kaup á öllu hlutafé lyfjafyrirtæk- isins Pharmamed á Möltu fyrir 10,5 milljónir Bandaríkjadala, eða rúm- lega einn milljarð króna, og var skrif- að undir samning þess efnis á Möltu í gær. Undirritun kaupsamnings fór fram í húsakynnum Pharmamed á Möltu að viðstöddum bæði fjármála- ráðherra og heilbrigðisráðherra Möltu. Samningarnir eru undirritaðir með fyrirvara um tæknilegar og lagalegar samþykktir á Möltu. Þeim fyrirvörum verður aflétt fyrir 31. maí næstkomandi. Gefur forskot í þróun nýrra samheitalyfja Með kaupunum er Delta að renna enn styrkari stoðum undir framtíð- arvöxt og rekstur fyrirtækisins og tveir meginþættir gera fjárfestingu á Möltu að mjög áhugaverðum kosti að mati stjórnenda Delta. Annars vegar að nýta hagstæða einkaleyfalöggjöf á Möltu sem gefur forskot í þróun nýrra samheitalyfja og hins vegar að auka framleiðslugetu þar sem fram- leiðslukostnaður er lægri á Möltu en á Íslandi. Þannig skapast tækifæri fyrir Delta til að auka samkeppnis- hæfni fyrirtækisins á núverandi mörkuðum félagsins sem og á nýjum mörkuðum sem Delta hefur ekki lagt áherslu á hingað til, t.d. lönd A-Evr- ópu og Miðausturlönd. Pharmamed var í eigu Hollenska lyfjafyrirtækisins IDA. Pharmamed hefur yfir að ráða tveimur verksmiðj- um á Möltu með hæfu starfsfólki. Annars vegar 5.000 m² töfluverk- smiðju, sem hefur framleiðslugetu upp á 3,6 milljarða taflna og svipaðan framleiðslubúnað og Delta, og hins vegar nýlega 6.000 m² verksmiðju þar sem fyrirtækið framleiðir stungulyf. Verksmiðjur Pharmamed eru þegar samþykktar í nokkrum löndum V-Evrópu. EBITDA Pharmamed á árinu 2001 verður um 120 milljónir samkvæmt áætlunum, hagnaður af rekstrinum um 20 millj- ónir og veltufé frá rekstri um 100 milljónir. Áætluð velta félagsins á árinu 2001 er um 2 milljarðar. Í tilkynningu frá Delta kemur fram að á árinu 2000 varð ekki hagn- aður af rekstri Pharmamed, enda hafi það ekki verið markmið hol- lensku eigendanna, IDA, sem er hjálparstofnun. Þeirra hlutverk hef- ur fyrst og fremst verið að sjá stofn- unum á borð við UNICEF og Lækna án landamæra fyrir lyfjum á hag- stæðu verði. Í samningi Delta hf. og IDA skuld- bindur IDA sig til að halda áfram að kaupa hluta framleiðslu Pharmamed á næstu árum sem tryggja mun tekjugrunn verksmiðjunnar. Auk þess munu verkefni úr framleiðslu- deild Delta í Hafnarfirði verða færð yfir í verksmiðju Pharmamed þegar á þessu ári, enda er verkefnastaða Delta með þeim hætti að núverandi framleiðslugeta dugir tæpast til. Lögfræðistofan LOGOS, Íslands- banki FBA ásamt Deloitte & Touche hafa unnið að samningagerð með stjórnendum Delta. IDA naut aðstoð- ar ráðgjafarfyrirtækisins CDI og lögmannastofu Baker & McKenzie. Samkomulag um kaup Delta á Pharmamed á Möltu G. Pratt, stjórnarformaður IDA, og Róbert Wessman, framkvæmdastjóri Delta, við undirritunina á Möltu í gærmorgun. ● ALLS hafa 2.700 starfsmenn sænska fyrirtækisins Ericsson fengið uppsagnarbréf í samræmi við áætlanir fyrirtækisins um end- urskipulagningu og sparnað vegna afkomu undir væntingum. Um er að ræða starfsmenn í Svíþjóð og geta 1.300 starfsmenn til viðbótar búist við uppsagnarbréfi fyrir lok næsta mánaðar. Í fréttatilkynningu segir að markmiðið sé að starfs- menn fyrirtækisins verði færri en 90 þúsund í lok þessa árs. Auk þeirra 4.000 starfsmanna fyrirtæk- isins í Svíþjóð sem fá uppsagn- arbréf núna og í næsta mánuði, verður 4.000 ráðgjöfum fyrirtæk- isins í Svíþjóð sagt upp á sama tíma. Eins og kunnugt er, lagði Er- icsson fram áætlun um end- urskipulagningu á rekstri fyrirtæk- isins 27. mars sl. Þar var m.a. sett fram það markmið að draga úr árlegum kostnaði um sem nem- ur 200 milljörðum íslenskra króna. Áætlun Ericsson fylgt ● SÆNSKIR sérfræðingar segja að merkja megi aukinn áhuga fjár- festa á líftæknifyrirtækjum og þar í landi séu m.a. mörg spennandi fyr- irtæki í þessum geira. Líftæknifyr- irtækjum almennt er einnig spáð bjartari framtíð, sérstaklega þar sem nokkur niðursveifla hefur orð- ið í netgeiranum. Frá þessu er greint á viðskiptafréttavefnum ekonomi24. Hlutabréf nokkurra lyfja- og líf- tæknifyrirtækja verða skráð í Kauphöllinni í Stokkhólmi á þessu ári, eftir nokkurt hlé á skráningum slíkra fyrirtækja. Meðal þeirra fyr- irtækja sem verða skráð í Kaup- höllinni í Stokkhólmi í ár er líf- tæknifyrirtækið Bioinvent. Forstjórinn segir í samtali við e24 að hann verði var við mikinn áhuga fjárfesta og telji fyrirtækið vel búið undir skráningu á markaði. Annika Espander, sérfræðingur hjá Enskilda-verðbréfafyrirtækinu, segir að skilyrði á fjármálamark- aðinum séu nú betri en fyrir nokkr- um mánuðum. Nú ríki sú skoðun að botninum sé náð á hlutabréfa- markaðnum og uppgangur sé í nánd. Vaxtarmöguleikar líftæknifyr- irtækja séu miklir þar sem bæði stofnanafjárfestar og aðrir sýni slíkum fyrirtækjum mikinn áhuga. Annar sérfræðingur segir að bæði lyfja- og líftæknifyrirtæki geti búist við betri tímum ef þau taki saman höndum og geri með sér samstarfssamninga um rannsóknir og þróun. Aukinn áhugi á líf- tæknifyrirtækjum ● NORSKA lyfjabúðakeðjan Apo- kjeden mun hefja rekstur lyfjabúðar á Netinu innan skamms. Í fyrstu verða aðrar vörur en lyf til sölu í net- versluninni en forsvarsmenn Apokj- eden hyggjast einnig selja lyf á Net- inu í framtíðinni, að því er fram kemur í Dagens Næringsliv. Um er að ræða samstarf Apokj- eden og E-Line Group og í byrjun nóv- ember verður netapótekið orðið að veruleika á slóðinni www.apo- tek1.no. Í fyrstu verða viðbrögð við- skiptavina könnuð til að ganga úr skugga um að markaður sé fyrir apó- tek á Netinu, að sögn yfirmanns hjá Apokjeden, Bjarte Reve. Norskt netapótek STUTTFRÉTTIR HAGNAÐUR Skýrr hf. fyrir tíma- bilið 1. janúar til 31. mars nam 15,7 milljónum króna eftir skatta, en á síðasta ári nam hagnaður sama tíma- bils 103 milljónum króna. Þá var um 70 milljóna króna hagnaður af sölu á örbylgjukerfi. Rekstrartekjur tíma- bilsins námu alls 391 milljón króna, að meðtöldum söluhagnaði að fjár- hæð 12 milljónir króna. Á síðasta ári námu tekjurnar á sama tímabili 502 milljónum króna að meðtöldum 160 milljóna króna söluhagnaði, að því er segir í tilkynningu frá Skýrr. Rekstrartekjur félagsins, án sölu- hagnaðar, eru því að aukast um 11% á milli ára. Rekstrargjöld tímabilsins nema samtals 383 milljónum króna, samanborið við 370 milljónir króna árið áður og aukast um 4% á milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir, það er EBITDA, nemur 35 milljónum króna, samanborið við 154 milljónir króna árið áður. Hreinar fjármuna- tekjur nema 22,8 milljónum króna, samanborið við 23,4 milljónir króna árið áður, en áhrif dóttur- og hlut- deildarfélaga eru neikvæð um 9,1 milljón króna, samanborið við 5,9 milljónir árið áður. Fram kemur í tilkynningu Skýrr hf. að verkefnastaða félagsins hefur verið góð á tímabilinu og hafa tekjur aukist á flestum sviðum. Tímabilið hefur þó einkennst af mikilli þróun á nýjum vörum og þjónustu, en þar vegur þyngst aðlögun á Oracle e- Business Suite fyrir íslenska mark- aðinn, uppbyggingu á þjónustuveri vegna VeriSign og áframhaldandi þróun á Kerfisleigu Skýrr. Viðtökur á markaðnum fyrir þessar nýju af- urðir hafi verið mjög góðar og miklar væntingar bundnar við þær í fram- tíðinni. Jafnframt hafi útboð ríkisins á nýjum fjárhagskerfum verið fyr- irferðarmikið í rekstri félagsins að undanförnu. Þessi uppbygging leggst þungt á rekstur félagsins, bæði í formi minni tekna við útselda vinnu og mikils þróunarkostnaðar. Upphafleg rekstraráætlun félags- ins fyrir árið 2001 gerði ráð fyrir að almennar rekstrartekjur myndu vaxa um 15% milli ára og hagnaður ársins yrði um 120 milljónir króna. „Ljóst er að fyrstu þrír mánuðir árs- ins eru töluvert undir áætlun. Gert er ráð fyrir því að áætlunin verði tek- in til endurskoðunar við sex mánaða uppgjör félagsins,“ segir í tilkynn- ingu félagsins. Hagnaður Skýrr hf. undir áætlun INGVAR Kristinsson, formaður Samtaka íslenskra hugbúnaðarfyr- irtækja, segir að málefni grein- arinnar heyri nú undir þrjú ráðu- neyti, þ.e. iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, samgöngu- ráðuneyti og forsætisráðuneyti. Ingvar segir það ósk iðnaðarins að málefni greinarinnar séu öll á einum stað. Það væri eðlilegast að þau væru í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneyti. Það væri mjög mikil- vægt að það væri einn aðili sem fylgdist með öllum málefnum iðn- aðarins, svo sem laga- og reglu- gerðasetningu innan alls stjórnar- ráðsins og öðrum hagsmunamálum. Sá aðili væri í nánu sambandi við iðnaðinn og léti vita að hvaða málum væri unnið og hvar. Það væri til mikilla hagsbóta fyrir upplýsingaiðnaðinn að geta fylgst með öllu á einum stað, að sögn Ingvars. Upplýsingaiðn- aðurinn í þremur ráðuneytum REKSTRARNIÐURSTAÐA Tæknivals hf. fyrir fjármagns- liði og afskriftir (EBITDA) sýnir 28 milljóna króna tap á fyrsta ársfjórðungi 2001, í stað 16,7 milljóna króna hagnaðar í fyrra. Rekstrartekjur eru nán- ast hinar sömu og í fyrra eða 1.040 milljónir króna í stað 1.030 milljóna, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. Þá eru fjármagnsliðir neikvæð- ir um 45,4 milljónir króna. Á sama tíma í fyrra voru fjár- magnsliðir neikvæðir um 8 milljónir kr. en þá var gengis- hagnaður 8,8 milljónir kr. Unnið að endurskoðun á áætlun og rekstri Að teknu tilliti til afskrifta nemur því heildartap á fyrsta ársfjórðungi 88,5 milljónum króna. Í tilkynningu félagsins segir að rekstrarafkoman valdi að vonum vonbrigðum en hún skýrist m.a. af neikvæðum áhrifum örrar lækkunar gengis frá áramótum. Þá fellur mikill kostnaður á fyrsta ársfjórðung af opnun Office 1-verslana, en tekjur tóku að skila sér á öðrum ársfjórðungi. Einnig er um 20% samdráttur í tölvusölu frá sama tíma í fyrra. Velta BT jókst á fyrstu þrem mánuðum ársins en kostnaður hækkaði einnig. Unnið er að endurskoðun á áætlun og reksti félagsins fyrir þetta ár og munu niðurstöður verða kynntar fljótlega. Heildartap Tæknivals 88,5 millj- ónir króna ♦ ♦ ♦ ● YFIRMANNI sænska ríkissjón- varpsins SVT, Mariu Curman, hefur verið sagt upp störfum vegna þess að hún átti hlutabréf í fjölmiðlafyr- irtækinu MTG sem rekur m.a. sjón- varpsstöðvar í samkeppni við SVT. Allan Larsson, stjórnarformaður SVT, kallaði til stjórnarfundar í fyrri- nótt vegna skrifa dagblaðsins Vi- sion um málið. Eftir rannsókn málsins komst stjórnin að þeirri niðurstöðu að Curman skyldi sagt upp störfum samstundis. Curman hefur gegnt starfi yfirmanns SVT frá janúar á síðasta ári. Hún hafði ekki gefið stjórn SVT upplýsingar um hlutabréfaeign sína í MTG en seldi bréfin í fyrradag fyrir sem samsvarar 1,8 milljónum íslenskra króna. Í samtali við Aftonbladet segir Curman að hún feli verðbréfafyr- irtæki að sjá um hlutabréfa- viðskipti sín og geti því ekki vitað í hvaða fyrirtækjum hún eigi hluta- bréf á hverjum tíma. Sama blað greinir frá því að Curman fær greitt sem samsvarar 33 milljónum ís- lenskra króna við starfslokin. Forstjóra SVT sagt upp vegna hlutabréfaeignar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.