Morgunblaðið - 19.05.2001, Side 21

Morgunblaðið - 19.05.2001, Side 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 21 ALLTAF er stór stund í lífi foreldra og barna þegar kemur að því að út- skrifast úr leikskóla. Við tekur tíu ára skólaganga í grunnskóla og því mikið til að hlakka til. Krakkarnir 34, sem fædd eru ár- ið 1995, voru að útskrifast nú á dög- unum úr leikskólanum við Dalbraut í Grindavík og færðu skólanum sín- um peningagjöf af því tilefni. Að sögn Albínu Unndórsdóttur aðstoðarskólastjóra er hér á ferð- inni sérlega stilltur og prúður hóp- ur sem hefur verið að vinna í vetur verkefni tengd heimabyggðinni. Gott samstarf hefur verið við Grunnskóla Grindavíkur og senni- lega með því betra sem gerist. Krakkarnir buðu foreldrum sínum upp á kaffi, djús og kökur sem þau höfðu bakað ásamt því að taka á móti útskriftarmöppu sinni. Að sjálfsögðu sungu þau lög fyrir við- stadda og fyrir valinu urðu það lög- in „Í Grindavík“ og „Hafið bláa, hafið“. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Börnin í árganginum 1995 frá leikskólanum við Dalbraut eru stillt og syngja vel. Prúður hópur út- skrifast Grindavík KJARASAMNINGUR Starfs- mannafélags Suðurnesja og launa- nefndar sveitarfélaga hefur verið samþykktur. Á kjörskrá voru 453, 130 greiddu atkvæði. Þar af sögðu 105 já en 25 sögðu nei. Starfsmanna- félagið á enn ósamið við ríkið fyrir hönd starfsmanna við Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja og við Hita- veitu Suðurnesja. Samningur samþykktur Suðurnes BÆJARSTJÓRN Grindavíkur hef- ur ráðið nýjan byggingarfulltrúa og samþykkt starfslokasamning við menningarfulltrúa. Á síðasta bæjarstjórnarfundi í Grindavík var samþykkt tillaga bæj- arráðs að ráða Odd Thorarensen sem byggingarfulltrúa. Jafnframt var samþykktur starfs- lokasamningur við Guðmund Emils- son, menningarfulltrúa bæjarins. Menningar- fulltrúi hættir Grindavík ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ LAGT er til að parket verði lagt á gólf Íþróttahúss Keflavíkur en dúk- urinn hefur skemmst og er auk þess talinn of harður. Íþróttahús Keflavíkur er heima- völlur Keflvíkinga í körfuboltanum. Húsið er rúmlega 20 ára gamalt og á gólfi þess er gúmmídúkur sem kvartað hefur verið undan. Í skýrslu sem VSÓ gerði fyrir tómstunda- og íþróttaráð Reykja- nesbæjar kemur fram að gólfefnið er víða sprungið og rifið. Við þvotta á vatn greiða leið niður í gúmmílag- ið. Auk þess er talið líklegt að fjöðr- un þess hafi minnkað með árunum. Á fundi TÍR fyrir skömmu kemur fram að það muni taka mið af þess- ari skýrslu við stefnumörkun um uppbyggingu íþróttamannvirkja en mælir með því að parketgólf verði fyrir valinu. Að sögn Stefáns Bjarkasonar íþróttafulltrúa er von- ast til að hægt verði að ráðast í þessa framkvæmd þegar á næsta ári. Parket á gólf íþrótta- hússins Keflavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.