Morgunblaðið - 14.12.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 14.12.2001, Síða 2
Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÍBV og HK skildu jöfn í Vestmannaeyjum / C3 Glæsilegur árangur Jakobs á EM í sundi / C1 4 SÍÐUR Morgunblaðinu í dag fylgir aug- lýsingablað frá Leonard, „Form í tíma“. Blaðinu verður dreift í Reykjavík og ná- grenni. 8 SÍÐUR Sérblöð í dag FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á FÖSTUDÖGUM HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað ís- lenska ríkið af kröfu Lífeyrissjóðs sjómanna um 1,4 milljarða króna bætur vegna lagabreytinga sem gerðar voru árið 1981 og sjóðurinn taldi hafa leitt til þess að eignir hans skertust. Vísaði sjóðurinn til ákvæða stjórnarskrár um eignarétt og taldi að ríkisvaldinu bæri að bæta þessa eignaskerðingu að fullu. Hæstiréttur taldi hins vegar að umrædd laga- breyting hefði ekki leitt til þess, að fjármunir væru teknir frá Lífeyris- sjóði sjómanna heldur hefðu greiðsl- ur hans aukist til ákveðinna sjóð- félaga á kostnað heildarinnar. Lagabreytingarnar, sem um var deilt, leiddu til hækkunar lífeyris- greiðslna til sjóðfélaga sem hófu töku lífeyris fyrir 65 ára aldur og því aukinna lífeyrisskuldbindinga Líf- eyrissjóðs sjómanna. Sjóðurinn höfðaði mál á hendur ríkinu og krafðist, með vísan til 72. gr. stjórn- arskrárinnar, fjárhæðar sem sam- svaraði auknum greiðslum sjóðsins og greiðsluskuldbindingum vegna breytinganna. Hafi lagasetningin leitt til skerðingar á eignum sjóðsins sem aðrir lífeyrissjóðir hafi ekki þurft að sæta. Undirbúningur frumvarps- ins talinn óvandaður Hæstiréttur féllst á það með líf- eyrissjóðnum, að undirbúningur frumvarpsins hefði verið óvandaður. Full ástæða hefði verið til þess að láta tryggingafræðing reikna út hvað ætla mætti að breytingin kost- aði lífeyrissjóðinn og þann útreikn- ing hefði síðan átt að leggja fyrir Al- þingi og skýra frá því hvort og þá hvaða aðgerðir væru fyrirhugaðar til þess að mæta auknum útgjöldum. Segir Hæstiréttur að hvorki í yf- irlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 6. desember 1980 né athugasemdum við lagafrumvarpið sé nokkuð að finna um það hvernig fjármagna átti þessa breytingu. Því var ekki fallist á að skýra hafi mátt aðgerðir ríkis- stjórnarinnar svo að hún ætlaði rík- issjóði að standa straum af kostnað- inum sem af þessu leiddi. Jafnvel þótt stjórn lífeyrissjóðsins hafi talið að í gerðum ríkisstjórnarinnar hafi verið að finna einhvers konar fyrir- heit um að greiða kostnaðinn, hafi ekki falist í þeim bindandi loforð að lögum um greiðslur úr ríkissjóði. Til þess hefði þurft lagaheimild. Taldi Hæstiréttur að umrædd lagabreyting, sem aðilar voru sam- mála um að hafi verið til komin vegna óska sjómanna, hafi ekki leitt til þess að fjármunir væru teknir frá Lífeyrissjóði sjómanna heldur juk- ust greiðslur hans til eigin sjóð- félaga, sem hófu töku lífeyris fyrir 65 ára aldur, á kostnað heildarinnar. Því hafi lagabreytingin í raun þýtt tilfærslu réttinda milli félaga í lífeyr- issjóðnum. Breytingin hafi verið al- menn og náð til allra sem eins voru settir. Þar skipti ekki máli að lögin náðu aðeins til félaga í lífeyrissjóðn- um, enda höfðu lífeyrisþegar ann- arra sjóða ekki viðlíka réttindi að lögum. Í ljósi þessa var ríkið sýknað. Ríkið sýknað af 1,4 milljarða króna kröfu Lífeyrissjóðs sjómanna Fjármunir ekki teknir af sjóðnum með lagabreytingu MAÐURINN, sem lést í árekstri á Eyrarbakkavegi á fimmtudag, hét Siggeir Pálsson, bóndi á Baugsstöð- um í Stokkseyrarhreppi. Siggeir var 76 ára gamall, fæddur 6. júlí 1925. Hann lætur eftir sig eig- inkonu og fimm uppkomin börn. Lést í árekstri Siggeir Pálsson JÓLATRÉ Mæðrastyrksnefndar í Kringlunni fékk heimsókn frá ófáum barna- og unglingabókahöf- undum í gær, þegar þeir lögðu bækur sínar undir tréð sem munu gleðja skjólstæðinga Mæðrastyrks- nefndar á jólunum. Höfundarnir eru sammála um að ekkert barn eigi að vera bókarlaust á jólum hvort heldur um ræðir nýútkomna bók eða eldri. Óþarft er að nefna að gjafirnar voru innpakkaðar og árit- aðar til viðtakanda, t.d. með ósk um gleðileg jól til drengs eða stúlku á tilteknum aldri. Öllum er frjálst að leggja jólagjöf undir tréð í Kringlunni og hefur Mæðrastyrksnefnd komið upp að- stöðu til að pakka inn gjöfum við tréð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ekkert barn bók- arlaust á jólum HÆSTIRÉTTUR þyngdi í gær, um eitt og hálft ár, fangelsisdóm yfir Kristni Óskarssyni, sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun, líkamsmeiðingar, eigna- spjöll, húsbrot og gripdeild í Héraðs- dómi Reykjavíkur 3. júlí sl. Kynferðisbrot ákærða og mis- þyrmingar hans á þáverandi unn- ustu sinni voru framin í sumarbústað í Helgafellssveit í ágúst 1999. Hæstarétti þótti ljóst að atlaga ákærða að stúlkunni, sem þá var 17 ára, var óvenju hrottafengin. Hefði ofbeldi hans og hótanir um frekari ófarnað staðið yfir í á þriðju klukku- stund. Ákærði þröngvaði stúlkunni ítrekað til samræðis og annarra kyn- ferðismaka, hrinti henni niður bratt- an stiga og veitti henni stórfellda lík- amsáverka. Með langvinnri atlögu ákærða að henni hafi hún verið svipt kynfrelsi sínu á svívirðilegan hátt. Hafi hún hlotið stórfellda líkams- áverka og ekki síður andlegt áfall, sem reynst hafi henni erfitt viðfangs og þungbært. Rúmri viku eftir at- burðina hafði ákærði sjö sinnum í al- varlegum hótunum við stúlkuna með SMS-skilaboðum um ofbeldi í henn- ar garð og nánustu ættingja hennar. Að mati Hæstaréttar átti ákærði sér engar málsbætur. Hann á að baki langan sakaferil og þótti hæfi- leg refsing hans fjögurra og hálfs árs fangelsi. Ákærði var ennfremur dæmdur til að greiða stúlkunni eina milljón króna með vöxtum í miska- bætur og allan áfrýjunarkostnað sakarinnar. Hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlends- dóttir Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Pétur Kr. Haf- stein dæmdu málið. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sótti málið. Verjandi ákærða var Kristján Stefánsson hrl. Dæmdur í fjög- urra og hálfs árs fangelsi Refsing vegna hrottafenginnar nauðgunar þyngd um eitt og hálft ár ROSKIN kona lést á mánudag af áverkum sem hún hlaut þegar hún féll niður stiga í íþróttaverslun við Hafn- argötu í Keflavík á laugardag. Konan hét Elínbjörg Ormsdóttir, 72 ára að aldri, fædd 29. maí 1929, fyrrverandi sjúkraliði. Hún lætur eft- ir sig eiginmann og uppkomna dóttur. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Keflavík féll konan um fjóra metra niður stigann og missti meðvitund við fallið. Hún var flutt á Landspítala – háskólasjúkrahús í Fossvogi þar sem hún lést á mánudag af völdum höfuðáverka. Ekki er að fullu ljóst hvernig slysið vildi til en engir sjónarvottar voru að aðdraganda þess en málið er í rann- sókn hjá lögreglunni í Keflavík. Jafn- framt var byggingafulltrúi kallaður til að leggja mat á umbúnað við stigann. Lést eftir fall í stiga HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði tvítugan mann í gæslu- varðhald til 21. desember í gær- kvöld að beiðni lögreglunnar í Reykjavík vegna rannsóknar á nokkrum innbrotum sem hann er viðriðinn. Maðurinn var handtekinn í gær- morgun fyrir tilraun til innbrots á rafmagnsverkstæði við Súðarvog. Hafði maðurinn náð að vinna skemmdir á karmi og hurð, auk þess sem hann hafði brotið upp hengilás á annarri hurð verkstæð- isins áður en hann var handtekinn. Maðurinn viðurkenndi tilraunina, en við húsleit heima hjá honum í framhaldi af yfirheyrslum fundu lögreglumenn úr Reykjavík og Hafnarfirði mikið af rafmagnsverk- færum og handverkfærum, auk geisladiska, myndbanda, staðsetn- ingartækis, talstöðva, hárgreiðslu- stofuverkfæra o.fl. Viðurkenndi maðurinn ennfremur innbrot í nokkrar bifreiðir í Hafnarfirði, auk þess sem hann er grunaður um að- ild að fleiri innbrotum á höfuðborg- arsvæðinu að undanförnu. Úrskurðaður í gæsluvarð- hald vegna innbrota Margs konar þýfi fannst við leit hjá þeim grunaða. ♦ ♦ ♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.