Morgunblaðið - 14.12.2001, Side 10

Morgunblaðið - 14.12.2001, Side 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÍKISSTJÓRNIN var í gær sökuð um kæruleysi í efnahagsmálum en þá fór fram á Alþingi önnur umræða um frumvarp hennar um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Þriðja umræða um málið verður væntanlega á dagskrá þingsins í dag og það í framhaldi sam- þykkt sem lög frá Alþingi. Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hafði mælt fyrir nefndaráliti meirihluta nefndarinnar á miðvikudag en meiri- hlutinn mælti með samþykkt frum- varpsins. Gat Vilhjálmur þess m.a. þá að vísitöluáhrif af hækkun innritun- argjalda skólafólks væru aðeins um 0,02%, en ekki 0,14% eins og haldið hefði verið fram. Jóhanna Sigurðardóttir, sem mælti fyrir nefndaráliti minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar, sagði hins vegar í gær að aðgerðirnar fælu í sér margháttaðar álögur sem ríkis- stjórnin hygðist leggja á almenning í því skyni að auka tekjur ríkissjóðs um einn milljarð kr. Verst kæmu þessar aðgerðir niður á þeim sem síst mættu við því, s.s. sjúklingum, námsmönnum og bif- reiðaeigendum, auk þess sem seilst væri í vasa kirkjunnar. Jafnframt yrðu álögur á ferðamenn auknar, vegna hækkunar á vopnaleitunar- gjaldi. „Með þessum bandormi er verið að reyna að stoppa í götin í fjárlögum næsta árs, reyna að skila þar afgangi þó að allir viti að í raun er það bara í orði en ekki á borði,“ sagði Jóhanna. Sagði Jóhanna að verðlagsáhrif af þessum aðgerðum myndu skv. niður- stöðu Þjóðhagsstofnunar verða um 0,35%, þ.e. aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar myndu hækka verðbólguna um 0,35%. Og væri þó ekki á bætandi. Jó- hanna sagði skynsamlegra að fara aðrar leiðir. Í stað þess að auka álög- ur á námsmenn þyrfti t.a.m. ekki að hækka verð á tóbaki svo ýkja mikið til að ná tvöfalt meiru í kassann, um 200 milljónir kr., en með þeim innritunar- gjöldum, sem leggja ættu á náms- menn, og sem eiga að skila um 100 millj. króna. Frekari erlend lánataka í bígerð? Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, tók undir gagn- rýni Jóhönnu á frumvarpið. Hann spurði hvort í bígerð væri að efna til frekari lánatöku erlendis til að setja fé inn í hagkerfið hér heima í því skyni að styrkja gengi krónunnar. Spurði Steingrímur hvort þannig ætti að leysa vandann. Spurði hann einnig hvort ríkisstjórnin hygðist eyða sölufé vegna Landssímans hér heima og „moka“ því þannig inn í hagkerfið. „En af hverju eru menn ekki löngu búnir að þessu, ef það er svo einfalt?“ spurði hann. Taldi Steingrímur lausnir sem þessar ekki góðar til langs tíma litið. Svaraði Davíð Odds- son forsætisráðherra spurningum þingmannsins síðar við umræðuna er hann tjáði sig m.a. um það samkomu- lag sem náðist í gær milli aðila vinnu- markaðarins. Steingrímur benti á að hækkanir á afnotagjöldum útvarps og á mjólkur- vörum væru væntanlegar. Verðbólg- an væri því ekki á niðurleið. „Þannig að ég verð bara að segja alveg eins og er að því miður get ég ekki deilt þess- ari miklu bjartsýni manna um að þetta verði allt í lagi,“ sagði Stein- grímur. „Ríkisstjórnin er hins vegar svo kærulaus að hún er hér með frumvörp sem valda umtalsverðum vísitöluáhrifum upp á við.“ Sverrir Hermannsson (FF) gagn- rýndi ríkisstjórnina einnig og sagði að henni hefði ekki tekist að sýna að- haldssemi í ríkisútgjöldum, þau hefðu aukist og aukist þó að tilefni hefði verið til að stíga á bremsuna. „Þannig að beiting fjárlaganna, ríkisfjármál- anna, er alveg öfug við það sem þurft hefði að vera, gjörsamlega öfug, og hefur leitt til stóraukinnar spennu í efnahagsmálum,“ sagði Sverrir. Hækkun innritunargjalda ekki í samræmi við verðlagsþróun Sigríður Anna Þórðardóttir, þing- flokksformaður sjálfstæðismanna, lagði áherslu á að innritunargjald á námsmenn, sem fer úr 25.000 í 32.500 kr., væri þjónustugjald. „Sú þjónusta sem Háskóli Íslands veitir nemend- um og fjármögnuð er með skrásetn- ingargjöldum er mun dýrari en nem- ur tekjum af gjöldunum í dag,“ sagði hún. Gat Sigríður Anna þess að gjöldin hefðu hækkað mjög lítið á undanförn- um árum. Þessi hækkun væri aðeins 30%, ekki eins há og verðlagsþróun gæfi tilefni til. Ásta Möller (D) gerði að umtals- efni þá tillögu, sem gerð er í frum- varpinu, að haldið verði eftir í ríkis- sjóði hluta af sóknar- og kirkju- garðsgjöldum sem eiga að koma í hlut Þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga annars vegar og kirkjugarða hins vegar. Lagði hún áherslu á að hér væri að- eins um frystingu að ræða, ekki væri gert ráð fyrir að um frekari skerð- ingu yrði að ræða. Niðurstaða hennar væri sú að óheppilegt væri að skerða fé kirkjunnar með þessum hætti en það væri hins vegar ekki óeðlilegt að gera kröfu til þjóðkirkjunnar um að hún tæki þátt í því aðhaldi sem standa þyrfti fyrir. Gjaldtaka á sjúkrahóteli gagnrýnd Margir fleiri þingmenn tóku þátt í umræðunni í gær. Þær Þuríður Back- man (VG) og Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir (S) gerðu t.a.m. báðar athugasemdir við þau orð Ástu Möll- er að ekki væri óeðlilegt að menn greiddu vægt gjald vegna dvalar á sjúkrahóteli. Sagði Ásta Ragnheiður að um væri að ræða samþykkt 700 kr. gjalds á dag, sem gerði um 21.000 kr. á mán- uði hjá þeim sjúklingum sem þarna þyrftu að dvelja, t.d. krabbameins- sjúklingum utan af landi. Gagnrýndi hún þessa gjaldtöku, sem og að taka ætti þakið af kostn- aðarhlutdeild sjúklinga vegna ýmissa læknisaðgerða. Nefndi hún dæmi um bæklunaraðgerð, sem sjúklingur hefði áður þurft að greiða fyrir sex þúsund kr. að hámarki en þyrfti nú að borga rúmar 28 þúsund kr. Jónína Bjartmarz (B), formaður heilbrigðis- og trygginganefndar, setti hins vegar spurningarmerki við útreikningana og sagði Ástu Ragn- heiði lítt hafa getið þess að hvað varð- aði afnám kostnaðarhlutdeildarþaks- ins gilti sérregla um elli- og örorku- lífeyrisþega sem og um börn. „Verið að stoppa í göt fjárlaganna“ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra lýsti á Alþingi í gær ánægju sinni með það samkomulag sem náðst hefði milli aðila vinnumarkaðarins um frestun á uppsagnarlið kjara- samninga. Lýsti hann því með þeim hætti að menn hefðu af miklum myndugleik tekið höndum saman um að treysta undirstöður efnahags- lífsins og stuðla að því að gengi krónunnar yrði með þeim hætti er svaraði til raunveruleikans að mati flestra. Eðlilegt gengi krónunnar myndi síðan hafa jákvæð áhrif á verðlagsþróun í landinu. Davíð nefndi að ríkisstjórnin hefði gefið út yfirlýsingu af þessu tilefni, sem og Seðlabanki Íslands. Sagði hann að það mætti lesa úr yfirlýs- ingu Seðlabankans að þessir atburð- ir sem nú hefðu orðið væru til þess fallnir að styrkja krónuna á næstu vikum og mánuðum og því væri lík- legt að þær verðbólguspár sem menn gæfu sér gætu staðist. „En auðvitað er það samt svo að margt getur á dagana drifið, það sér eng- inn algjörlega fyrir og við getum ekki fullyrt að allt muni það ganga eftir,“ sagði hann. Menn vilja að fjármunir skili sér inn í íslenskt efnahagslíf Davíð ræddi einnig um hugsan- legar erlendar lántökur ríkissjóðs. „Það sést einmitt á þeim þætti hversu fljótt veður skipast í lofti efnahagsmálanna,“ sagði hann. „Þegar okkur var sem allra mest umhugað um að draga úr þenslunni voru ráðagerðir ríkisstjórnarinnar og hæstvirts fjármálaráðherra þær að þeir fjármunir sem kynnu að fást fyrir sölu á stórfyrirtækjum ríkisins, m.a. til erlendra aðila, yrðu notaðir til að borga niður erlendar skuldir fyrst, en láta aldrei það fjármagn koma inn í hið íslenska efnahagslíf á því stigi máls. En nú er augljóst að viljinn stendur frekar til þess að þeir fjármunir skili sér inn í íslenskt efnahagslíf fyrr og séu notaðir til þess að greiða frekar upp innlendar skuldir en erlendar.“ Þetta þýddi að menn hefðu um hríð ákveðið að hverfa frá því meg- inmarkmiði að greiða frekar niður skuldir ríkisins erlendis en heima við. Í staðinn væri horft til annarra þátta, þ.e.a.s. skammtímaþátta er vörðuðu gengi krónunnar. Seðlabankinn hefði fram að þessu metið það svo þegar til lengri tíma væri litið að gott væri fyrir þjóðina að grynnka sem mest á erlendum skuldum. Mat bankans núna væri hins vegar það að réttlætanlegt væri að horfa nú til skemmri tíma við mótun á lántökustefnu ríkisins. Hefur þýðingu að fjárlög skili þeim afgangi sem að var stefnt „Ég hygg að það sé rétt mat hjá Seðlabankanum,“ sagði Davíð, „að það hafi verið nauðsynlegt að rík- isstjórnin og þingmeirihlutinn gengi nú undir það jarðarmen hér, sem er nú ekki það skemmtilegasta sem við gerum, að bregðast nú, tveimur til þremur mánuðum eftir að fjárlaga- frumvarp var lagt fram, við breyt- ingum, bæði tekju- og útgjalda- breytingum, og tryggja að fjárlögin yrðu afgreidd með sama afgangi og að var stefnt. Ég hygg að það hafi afar mikla efnahagslega þýðingu en ekki síður tilfinningalega þýðingu, en eins og menn hafa nú séð í um- fjöllun að undanförnu skipta tilfinn- ingarnar máli.“ Kvaðst Davíð vænta þess að frum- varp ríkisstjórnarinnar um ráðstaf- anir í ríkisfjármálum, sem líklega verður að lögum í dag, fjárlögin, sem urðu að lögum um síðustu helgi, og samningar aðila vinnumarkaðar, auk yfirlýsinga ríkisstjórnar og Seðlabanka, yrðu til þess að tryggja þolanlega verðbólgu á næsta ári, og að með því mætti tryggja kaupmátt fólksins í landinu. Í framhaldi af því gæti hafist nýtt hagvaxtarskeið á þeim grundvelli sem nú hefði verið lagður. Forsætisráðherra ánægður með sam- komulag aðila vinnumarkaðarins Hægt verður á greiðslu erlendra skulda FJÖLDI þeirra sem sýkst hafa afklamýdíu á þessu ári stefnir í yfir tvö þúsund manns. Þetta er tals- verð fjölgun en að meðaltali hafa um 1.600 tilfelli greinst árlega undanfarin fimm ár. Þetta kom fram í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur, þing- manns Samfylkingar, á Alþingi í gær. Margrét spurði m.a. hversu margir hefðu greinst með kynsjúk- dóma hér á landi undanfarin fimm ár. Sagði Jón að lekandi og sára- sótt væru um þessar mundir sjald- gæfir sjúkdómar á Íslandi. Árlega greindust færri en tíu tilfelli að meðaltali af þessum sjúkdómum. „Hins vegar er stóra vandamálið klamýdía en alls hafa greinst að meðaltali um 1.600 tilfelli á ári. Hefur þeim fjölgað mjög sem smit- ast hafa af sjúkdómnum á liðnum fimm árum og stefnir í að fjöldi sýktra fari yfir 2.000 manns á þessu ári.“ Getur valdið viðvarandi bólgu Jón gat þess hversu alvarlegur sjúkdómur væri hér á ferð, einkum fyrir konur, en klamýdía getur valdið viðvarandi bólgu og vanda- málum í grindarholi með þeim af- leiðingum að allt að 10% sýktra kvenna munu stríða við frjósem- isvandamál síðar á ævinni. „Hlutfallslega fleiri Íslendingar eru sýktir af klamýdíu en gerist með frændþjóðum okkar annars staðar á Norðurlöndunum, en hafa verður í huga að greining og til- kynning um þennan sjúkdóm kann að vera nákvæmari hér á landi og kann því munurinn að skýrast af því.“ Fram kom einnig hjá ráðherra að frá ársbyrjun 1997 hefðu 50 greinst með HIV-smit hér á landi, þar af hefðu ellefu greinst með sjúkdóminn á þessu ári. Á sama tímabili hefði verið tilkynnt um 5 sjúklinga með alnæmi, sem er lokastig sjúkdómsins, þó engan það sem af er þessu ári. Fjöldi klamýdíu- sýktra yfir 2.000 á árinu SLYSAVARNAFÉLAGIÐ Lands- björg telur að notkun handfrjáls símabúnaðar í ökutækjum hafi ekki aukist sem skyldi eftir setningu laga þar að lútandi 1. nóvember sl. Af því tilefni færði Landsbjörg öll- um þingmönnum slíkan búnað að gjöf í hvatningarskyni. Formenn allra þingflokka eða staðgenglar veittu gjöfinni viðtöku fyrir hönd sinna manna. Jón Gunnarsson, formaður Landsbjargar, segir að sala á hand- frjálsum búnaði hafi ekki tekið þann kipp sem menn vonuðust eftir í kjölfar lagasetningarinnar. Telur hann að ein ástæða þess að fólk sé ekki farið að nota handfrjálsan búnað við stýrið sé sú að ekki verði farið að beita sektum fyrr en að ári. Þuríður Backmann Vinstri grænum og Hjálmar Árnason, varaformaður þingflokks Framsóknarflokks, ásamt Jóni Gunnarssyni, formanni Landsbjargar, og Kristbirni Óla Guðmundssyni framkvæmdastjóra. Þingmenn fengu hand- frjálsan símabúnað Í TILLÖGU til þingsályktunar sem lögð hefur verið fram á Alþingi er lagt til að heilbrigðisráðherra verði falið að sjá til þess að þverfagleg þjónusta þeirra sem hafa sérþekkingu á át- röskunum verði sameinuð þannig að bjóða megi upp á sérhæfða meðferð fyrir átröskunarsjúklinga á öllum aldri. Það eru fjórtán þingmenn úr öllum flokkum sem standa að tillögunni, en Katrín Fjeldsted, Sjálfstæðisflokki, er fyrsti flutningsmaður hennar. Í greinargerð með tillögunni segir að nauðsynlegt sé að leiða saman þá fag- aðila sem þekkingu hafa á meðferð sjúklinga með lystarstol, lotugræðgi og offitu svo að heilbrigðisyfirvöld fái yfirsýn yfir umfang vandans og bæta megi þjónustu við þennan hóp sjúk- linga. Kemur einnig fram að offita og aðr- ar átraskanir færist í vöxt og við þeirri þróun þurfi að sporna. Aukin offita barna sé áhyggjuefni. Engin heildstæð meðferðarstefna sé hins vegar til vegna átvanda og þrátt fyrir ýmsar rannsóknir sé ekki ljóst hvaða meðferð sé árangursríkust eða hvaða meðferðarþættir skipti mestu máli. Sérhæfð meðferð vegna átröskunar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.