Morgunblaðið - 14.12.2001, Page 30

Morgunblaðið - 14.12.2001, Page 30
ERLENT 30 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ OSAMA bin Laden hreykti sér af hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september og honum virtist skemmt er hann sagði, að sumir flugræningjanna hefðu ekki vitað hvert ætlunarverkið væri „fyrr en rétt áður en þeir fóru um borð“. Kemur þetta fram á myndbandi, sem Bandaríkjamenn sýndu í gær. Myndbandið, sem var líklega tekið í Kandahar en fannst í borg- inni Jalalabad, í húsi, sem hafði verið yfirgefið í skyndi, sýnir bin Laden á fundi með þremur mönn- um, Ayman al-Zawahri, næstráð- anda hans í al-Qaeda, Abu Ghaith, talsmanni samtakanna, og ónefnd- um Sádi-Araba. Þar ræða þeir um hryðjuverkin og segja allir frá draumum, sem þá og aðra dreymdi fyrir 11. september og þeir túlkuðu sem góðan fyrirboða. „Höfðu fengið sína þjálfun“ „Allt, sem bræðurnir vissu, var, að þeirra biði píslarvætti, og við sögðum þeim að fara til Bandaríkj- anna. Þeir vissu ekkert um það, sem til stóð, en þeir höfðu fengið sína þjálfun. Við sögðum þeim ekk- ert frá aðgerðinni fyrr en rétt áður en þeir fóru um borð,“ sagði bin Laden. „Þeir, sem höfðu fengið flugþjálfun, vissu ekki hver af öðr- um. Einn hópur vissi ekki um hina.“ Bin Laden segir, að árangur hryðjuverkaárásarinnar hafi farið fram úr „björtustu vonum“ og hefði hann þó verið „bjartsýnastur allra“. „Við reiknuðum út fjölda óvin- anna, sem myndu drepast, og bjuggumst við, að flugvélarnar myndu hitta þrjár eða fjórar hæð- ir. Vegna þekkingar minnar bjóst ég við, að hæðirnar þar fyrir ofan myndu hrapa ofan á þær, sem yrðu fyrir flugvélunum. Við gerðum okkur ekki vonir um meira,“ sagði bin Laden og bætti við, að hann hefði vitað það frá því á fimmtu- deginum áður, að hryðjuverkaárás- in yrði gerð þriðjudaginn 11. sept- ember. Síðan lýsti hann því er þeir biðu eftir fréttunum. Mohamed Atta var foringinn „Við höfðum lokið störfum þenn- an dag og höfðum opið fyrir út- varpið. Þá var klukkan hálfsex að kvöldi hjá okkur. Við heyrðum strax, að flugvél hefði verið flogið á World Trade Center og stilltum þá á fréttir frá Washington. Þar var verið að lesa upp fréttir en ekki minnst á árásina fyrr en undir lok- in,“ sagði bin Laden og hló dátt. Fréttirnar komu strax í sjón- varpi og Abu Ghaith, talsmaður bin Ladens, kom inn í sal þar sem bin Laden var ásamt tugum manna sinna og reyndi að segja honum frá því, sem hann hefði séð. „Ég veit, ég veit,“ sagði bin Lad- en og segir frá því, að Ghaith hafi ekki vitað um aðgerðina. Það hafi ekki allir gert. „Mohamed Atta í egypsku fjölskyldunni (Egypta- landsdeild al-Qaeda) stjórnaði hópnum.“ Á myndbandinu segir bin Laden, að hann hafi sagt sínum mönnum eftir fyrstu árásina, að ekki væri allt búið enn. „Þeir réðu sér ekki fyrir fögnuði þegar fyrri flugvélin lenti á bygg- ingunni svo ég sagði við þá: Bíðið bara rólegir,“ sagði bin Laden og brosti. „Blessunarríkt verk“ Sádi-Arabinn á fundinum óskar bin Laden til hamingju með afrek- ið: „Allir lofa þig og þína miklu dáð, sem var fyrst og fremst möguleg vegna velþóknunar Allah. Þetta var blessunarríkt verk og guðlegur ávöxtur hins heilaga stríðs.“ Bætti hann síðan við, að þetta hefði verið „mikill sigur og Allah mun blessa okkur og gefa okkur fleiri sigra í þessum helga föstu- mánuði. Þú hefur gefið okkur vopn og von og við þökkum Allah fyrir þig“. Föstumánuði múslíma eða ramadan lýkur nú um helgina. Aby Ghaith líkti hryðjuverkun- um við sigur í knattspyrnuleik. „Sjónvarpið sagði frá þessum stór- atburði,“ sagði hann. „Það sýndi egypska fjölskyldu, sem hreinlega trylltist af fögnuði. Það var sams konar fögnuður og brýst út þegar liðið okkar vinnur í knattspyrnu.“ „Sálar- og sam- viskulaus maður“ Í fyrri viðtölum við bin Laden neitaði hann margsinnis að bera ábyrgð á hryðjuverkunum, sem urðu um 3.300 manns að bana í World Trade Center og Pentagon, bandaríska varnarmálaráðuneyt- inu. Vonast Bandaríkjastjórn til, að myndbandið muni verða til að efla og auka alþjóðlegan stuðning við baráttuna gegn hryðjuverkamönn- um. „Þeir, sem sjá myndbandið, átta sig á, að bin Laden er ekki aðeins sekur um ótrúleg morðverk, heldur einnig, að hann er sálar- og sam- viskulaus maður, fulltrúi alls hins versta,“ sagði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, í gær. Dick Cheney varaforseti og aðrir banda- rískir embættismenn sögðu, að nú þyrfti enginn að efast framar um sekt bin Ladens. Stimplað 9. nóvember Myndbandið, sem er hátt í klukkutíma langt, er ekki í réttri tímaröð og sýnir lok fundarins fyrst. Að auki eru myndir af braki úr bandarískri þyrlu og öðru, sem enga þýðingu hefur. Bandarískir embættismenn segja, að myndbandið hafi fundist í húsi í Jalalabad er andstæðingar talibana höfðu náð borginni á sitt vald. Var það stimplað með dag- setningunni 9. nóvember en þann dag náði Norðurbandalagið borg- inni Mazar-e-Sharif undir sig. Er það mjög viðvaningslega tekið og oft er erfitt að skilja það, sem sagt er, og stundum er það með öllu óskiljanlegt. Það var því tafsamt verk að ganga frá þýðingunni. Myndbandið með Osama bin Laden sýnir að hann lagði á ráðin um hryðjuverkin Vissu aðeins að þeirra biði píslarvætti AP Líbanar á kaffihúsi í Sídon fylgjast með myndbandinu. Það var sýnt samtímis um allan heim í gær. AP Bin Laden brosir er hann segir frá því er hann hlustaði á fyrstu fréttir frá Bandaríkjunum af hryðjuverkunum.  Talsmaður bin Ladens vissi ekki fyrirfram um árásina  Árangur árásarinnar fram úr „björtustu vonum“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.