Morgunblaðið - 14.12.2001, Side 31

Morgunblaðið - 14.12.2001, Side 31
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 31 BÖKUNARTILBOÐ ... fyrir jólabaksturinn! KSM 90 Ultra Power hrærivél (hvít) ásamt hakkavél og smákökumótum með 5.200 króna afslætti! Spennandi MILTISBRANDSDUFT var fram- leitt í Dugway, tilraunastofu Banda- ríkjahers, í Utah í tilraunaskyni frá árinu 1992. Duftið var síðan flutt til herstöðvar í Maryland, að því er bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá í gær. Eru þessar upplýsingar, sem komið hafa fram í rannsókn bandarísku alríkislögregl- unnar, FBI, á póstsendingum miltis- brands, fyrsta staðfesting sem fram hefur komið á að Bandaríkjastjórn hafi látið framleiða miltisbrand eftir að stjórnin lýsti því yfir 1969 að þróun sýkla- og efnavopna yrði hætt. Að sögn yfirmanna hersins var það magn miltisbrands sem framleitt var í Dugway innan marka alþjóðlegra sáttmála, auk þess sem þau miltis- brandsgró sem flutt voru til Detrick- virkis í Maryland hefðu verið í deig- formi til að draga úr hættu. Talmenn hersins viðurkenna þó að miltisbrand- ur í duftformi hafi einnig verið búinn til, en í litlu magni, í tilraunaskyni árið 1998 og hafi hann verið af annarri gerð en Ames-gerðin sem fannst í póstsendingunum. Yfirmenn Dugway hafa síðan viðurkennt að miltis- brandsduft hafi verið framleitt þar oftar en í umrætt skipti, en neita að segja hvort um Ames-gerðina sé að ræða. Ames-gerðin til í Dugway Skýrslur ríkisstjórnarinnar sýna hins vegar að Ames-gerðin hefur ver- ið til í Dugway allt frá 1992. „Þessar fréttir eru töluvert áfall, sagði Jonathan Tucker, sem tilheyrði sendinefnd Sameinuðu þjóðanna er rannsakaði efnavopnabirgðir Íraka eftir Persaflóastríðið. Doktor Barb- ara Hatch Rosenberg, efnavopnasér- fræðingur við fylkisháskóla New York sem er stjórnarformaður um- ræðuhóps um efnavopn hjá félagi bandarískra vísindamanna, telur a.m.k. 15 bandarískar stofnanir hafa unnið nýlega með Ames-gerð miltis- brands. Hefur dagblaðið New York Times eftir henni að fjórar þessara stofnana „séu líklegri en aðrar til að búa yfir kunnáttu til að geta nýtt sér gróin í hernaðarskyni.“ Að mati Ros- enberg er líklegt að árásarmaðurinn starfi annað hvort hjá einni stofnan- anna 15, eða hafi tengilið þar. Innlendir hryðjuverkamenn Yfirmenn hersins hafa þegar til- kynnt að herinn geti gert grein fyrir öllum sínum miltisbrandsbirgðum og að FBI njóti fullrar samvinnu þeirra við rannsókn sína. Talsmenn FBI hafa neitað að tjá sig um miltis- brandsframleiðsluna í Dugway. En staðfesting á innlendri framleiðslu miltisbrands þykir þó renna stoðum undir þá tilgátu starfsmanna FBI að miltisbrandsárásirnar séu verk bandarískra hryðjuverkamanna. Bandaríkjaher játar fram- leiðslu miltisbrandsdufts AP Póstur flokkaður í New York. Starfsmenn eru með hanska og grípa stundum til annarra ráða til að forðast hugsanlegt smit.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.