Morgunblaðið - 14.12.2001, Side 37

Morgunblaðið - 14.12.2001, Side 37
LISTIR/KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 37 ER NEFIÐ HREINT? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum Nefþurrkur, kvef eða ofnæmi! STERIMAR er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Háskólabíó frumsýnir Amélie með Audr- ey Tautou, Mathieu Kassovitz, Yolande Moreau, Dominique Pinon Á DÖGUNUM vann franska myndin Amélie, helstu evrópsku kvikmyndaverðlaunin, hlaut Felix sem besta mynd ársins og Jean- Pierre Jeunet, besti leikstjórinn. Jeunet hefur vakið geysimikla at- hygli á síðasta áratug, allt frá því að Delicatessen, leit dagsins ljós, árið 1990. Jeunet fylgdi henni eftir með mjög ólíkum myndum; Borg hinna týndu barna og Alien: The Resurrec- tion. Amélie er af allt öðrum toga, ljóð- ræn, með keim af ævintýrum bernskunnar. Björt yfirlitum og gleðjandi. Titilpersónan er ung stúlka (Tautou), sem lifir í sínum þrönga heimi í Parísarborg. Nýbúin að missa móður sína og eftir fráfall hennar hefur faðirinn verið henni fráhverfur. Amélie verður því að leita skjóls í eigin heimi, sem er eink- um vinnufélagar hennar á kaffihúsi í borginni, og sundurleitir nágrannar. Einn góðan veðurdag finnur Amélie kassa með leikföngum í íbúð sinni. Hún finnur einnig eitthvað til að fást við, dreifa huganum frá grá- leitum hversdagsleikanum. Hefur leit að eigandanum sem finnst eftir ærna fyrirhöfn. Úr fjarlægð hrífst hún af ósvikinni gleði mannsins er hann endurheimtir gullin sín og Amélie fær köllun í lífinu: Hún ætlar að bæta líf allra þeirra sem hún get- ur með einhverju móti hjálpað. Amélie sendir m.a. garðálf föður síns í hnattferð mönnum til huggun- ar, bætir og lagar ástamál nágrann- anna og vinnufélaganna og dag nokkurn kemst hún á spor undarlegs náunga sem á eftir að breyta lífi þeirra til hins betra. Amélie fær umbun erfiðis síns. Leikkonan Audrey Tautou, er Frökkum að góðu kunn, hefur leikið í vinsælum myndum á síðustu árum, en hún er aðeins 23 ára gömul. Mótleikari hennar Mathieu Kassovitz er hins vegar með þekkt- ari leikurum og leikstjórum Frans- manna. Leikarar: Audrey Tautou (Vénus Beauté; Dieu est grand, je suis toute petite; Voyous voyelles). Mathieu Kassovitz (The Fifth Element, Mon homme). Leik- stjóri: Jean-Pierre Jeunet (Delicatessen, Borg hinna týndu barna, Alien 4). Amélie er engri lík Amélie leitar skjóls í eigin heimi. Smárabíó og Stjörnubíó frumsýna Glass House, með Leelee Sobieski, Trevor Morgan, Stellan Skarsgård, Diane Lane, Bruce Dern. ÞEGAR systkinin Ruby (Sob- ieski) og Rhett (Morgan), missa foreldra sína í bílslysi, eru þau tekin í umsjá bestu vina fjöl- skyldunnar, hjónanna Erin (Diane Lane), og Terry Glass (Skarsgård). Þau lofa systkinun- um því besta sem völ er á; dá- semdarlífi í sólbakaðri Kaliforn- íu, svo þau komist sem fyrst yfir missinn. Allt sem þau þurfa að gera er að setjast upp í límósínu Glasshjónanna og stefna á Mal- ibuströndina. Glasshjónin virðast ætla að standa við orð sín, að gera allt sem í þeirra valdi stendur til hjálpar ungmennunum. Ruby fær nóg af tískufatnaði, Rhett vídeóleiki og sjónvarp fyrir sig. Þeim kemur því á óvart að deila með sér herbergi, en hjónin segja að það verði aðeins til bráðabirgða. Og lögmaður systkinanna (Bruce Dern), full- vissar þau um að fjárhagslegar áhyggjur séu víðsfjarri, þau eigi 4 milljónir dala. Það virðist því ekkert að ótt- ast, eða hvað? Ruby fer smám saman að gruna að ekki sé allt með felldu. Er það hugarburður eða eru systkinin í lífshættu í glæstum húsakynnum Glass- hjónanna? Leikhópurinn er blanda ungra og upprennandi leikara, og eldri fagmanna í fremstu röð. Leele Sobieski vakti geysilega athygli í Eyes Wide Shut, síðustu mynd Kubricks, og hefur haft yfirdrif- ið nóg fyrir stafni síðan. Hún fer hér með aðalhlutverkið. Skarsgård er viðurkenndur, al- þjóðlegur leikari, sænskur að ætt og uppruna og leikur ýmist í Evrópu og Hollywood. Diane Lane hefur verið áberandi í Hollywood í áraraðir og á að baki myndir á borð við The Per- fect Storm og gamlar Coppola myndir. Bruce Dern er eitt af stóru nöfnunum sem farin eru að taka því rólega. Ólst upp með Jack vini sínum Nicholson, hjá B- myndasmiðnum Roger Corman, en hefur birst í mýmörgum hlutverkum í gegnum árin. Leikarar: Leelee Sobieski (Eyes Wide Shut, Joy Ride); Stellan Skarsgård (Óbærilegur léttleiki til- verunnar, Good Will Hunting, The Wind); Diane Lane (Rumble Fish, The Outsiders, The Cotton Club, The Perfect Storm); Bruce Dern (Coming Home, The Great Gatsby, The Family Plot, The King of Marv- in Gardens) Leikstjóri: Michael Sackheim (frumraun). Ekki allt með felldu Er Ruby í lífshættu í glæstum húsakynnum Glass-hjónanna? Sambíóin í Reykjavík og Akureyri, frum- sýna Rock Star, með Mark Wahlberg, Jennifer Aniston og Jason Flemyng. FYRRUM hip hop-tónlistarmað- urinn og ofurmódelið Mark Wahl- berg, er kominn á lista með vinsæl- ustu og dýrustu stjörnum Hollywood. Ævintýrið hófst er hann sló, mjög svo óvænt, í gegn sem klámmyndastjarn- an í Boogie Nights. Hann er alhliða leikari, síðast sáum við hann sem ósvikna, alameríska ofurhetju í Apaplánetunni. Í ljósárafjarlægð frá klámmyndaleikaranum. Í Rock Star sýnir hann á sér enn eina hlið. Chris Cole (Wahlberg), er fæddur rokkari. Þvert á vilja Emily (An- iston), vinkonu sinnar, sem er þess fullviss að hann geti samið og flutt eigin tónlist og farið út á sólóferil, er hann tryggur gamla rokkbandinu sínu. Þá stælir hann Bobby Bears, forsprakka rokkgrúppunnar Steel Dragon, goðsögn í rokkheiminum, sem hefur ofurtök á öllu lífi Cole. Í einkalífinu er Cole á hinn bóginn ró- legaheita náungi, heimakær og fjöl- skylduvænn. Liggur í gamla Dods- inum sínum og slæst við bróður sinn. Allt er líkt og vant. Sú ímynd hverfur gjörsamlega af Cole er hann treður upp á sviðinu með rokkhljómsveit sinni, Blood Pollution; þá verður Cole að Bobby Bears og heltekur áheyrendur í full- kominni efirlíkingu í sviðsframkomu og söng. Engu að síður er Cole rekinn úr gamla bandinu og heimurinn hrynur saman. Þegar neyðin er stærst fær Cole símhringingu, hann beðinn um að taka stöðu Bears í hinni sögufrægu Steel Dragon. Hringingin breytir öllu lífi hans um aldur og æfi. Hann fær allt sem hann óskaði sér. Á skammri stundur breytist hann úr gutlara í ofurstjörnu. Rokkguðinn sem hann hefur ætíð dreymt um. Hvað gerist þegar ósköp venjulegur strák- ur fær allt sem hann óskar sér – og kemst að því að það er ekki nóg? Leikarar: Mark Wahlberg (Basketball Diaries, The Perfect Storm, Planet of the Apes). Jennifer Aniston (Office Space, The Iron Giants, sjónvarpsþættirnir Friends); Jason Flemyng (Snatch, The Body). Leikstjóri: Stephen Herek (Critt- ers, Mr. Holland’s Opus, 101 Dalmat- ians). Úr gutlara í goðsögn Chris Cole (Mark Wahlberg) er fæddur rokkari. Laugarásbíó, Sambíóin og Borgarbíó Akureyri frumsýna Zoolander með Ben Stiller, Owen Wilson, Milla Jov- ovich og Jon Voight. ZOOLANDER (Ben Stiller), er heimsins mesta karlkyns ofurmód- el og hefur haldið þeim titli í þrjú ár samfleytt. Á fjórða árinu kemur köttur í ból bjarnar sem er hinn ít- urvaxni Hansel (Owen Wilson). Zoolander á erfitt með að kyngja þeim bitra sannleika að vera ekki lengur manna glæstastur í tísku- heiminum svo hann hverfur aftur heim á leið, á æskuslóðirnar, í New Jersey. Þar er sýningarmaðurinn kom- inn af kolanámumönnum að lang- feðgatali og sá eini sem hefur svik- ist undan merkjum. Karl faðir hans (Jon Voight), er satt að segja ekkert of hrifinn af því að son- urinn stundi jafn teprulegt „kvennastarf“ og tískusýningar og er ekki seinn á sér að reka Zool- ander niður í kolaryk undirdjúp- anna. Skaðinn er skeður, kola- námumenn gera óspart grín að „kerlingunni“, pabbinn skammast sín og Zoolander heldur á ný yfir Hudsonfljótið, til fyrri starfa. Nú er Zoolander ekki lengur á toppnum og verður að taka að sér sýningarstörf fyrir fatahönnuðinn Mugatu (Will Ferrell), sem er ekki allur þar sem hann er séður. Án þess að hafa grænan grun er verið að misnota hann, gera sýningar- manninn að hjálpartæki í djöful- legum áætlunum Mugatus. Málin þróast því á annan veg hjá módelinu. Nú þarf hann sann- arlega að taka á honum stóra sín- um. Vaska af sér ilmefni og feg- urðarmálningu og gerast ofurhetja. Ben Stiller er í hópi vinsælustu gamanleikara Hollywood og sýndi hæfileika sína í myndum eins og There’s Something About Mary og Meet the Parents, og hefur að auki leikstýrt nokkrum gamanmyndum. Aðalmótleikari hans, Owen Wilson, er einn „heitasti“ leikarinn af yngri kynslóðinni í dag, er m.a. í aðalhlutverki (á móti Gene Hack- man), í stríðs- myndinni Behind Enemy Lines, sem er ein af toppmynd- unum vestra um þessar mundir. Leikarar: Ben Stiller (Empire of the Sun, Your Friends and Neighbours, Keep- ing the Faith, Meet the Par- ents), Owen Wil- son (Shanghai Noon, Meet the Parents, Cable Guy), Will Ferrell (Jay & Silent Bob Strike Back), Milla Jovovich (The Fifth Element, Joan of Arc). Leikstjóri: Ben Stiller (Reality Bites, The Cable Guy). Köttur í bóli bjarnar Ben Stiller er heimsins mesta karlkyns ofurmódel.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.