Morgunblaðið - 14.12.2001, Side 40

Morgunblaðið - 14.12.2001, Side 40
GREINASAFNIÐ Guð á hvíta tjaldinu er að mörgu leyti forvitni- legt verk. Í fyrsta lagi er kvikmynda- fræði á íslensku ung fræðigrein og því ánægjulegt að sjá rit sem þetta stinga upp kollinum í bókaflóðinu fyrir jólin. Í öðru lagi er hér um þver- faglega nálgun að ræða því greina- höfundar eru nær allir menntaðir í guðfræði og sambland þessara greina hefur ekki verið ýkja áber- andi í fræðaheiminum. Það er því spennandi að sjá hvaða áherslur guð- fræðingarnir koma með inn í kvik- myndaumræðuna. Í bókinni eru tæplega fimmtán greinar eftir tíu höfunda en uppruni verksins, eins og hann er rakinn í inngangsspjalli ritstjóra, er áhuga- verður. Kemur þar fram að hér á landi hefur verið starfræktur rann- sóknarhópur um trúar- og siðfræði- stef í kvikmyndum er nefnist Deus ex cinema. Hópurinn hittist vikulega í heimahúsum og skoðar kvikmyndir í guðfræðilegu ljósi. Greinarnar í bókinni eru afrakstur þessarar starf- semi. Upplestrafundir ljóða- og bókavina hafa löngum verið haldnir með ofangreindum hætti og er gam- an að sjá að sama á við um kvik- myndina. Í upphafi bókar er bent á þá stað- reynd að Biblían, eins og mörg önnur trúarrit, sé frábrugðin bókmennta- verkum að því leyti að hún er ekki að- eins hluti menningar stórs hluta mannkyns heldur er hún í raun grunnur menningarinnar. Þetta þýð- ir að þótt trúmál séu almenningi kannski ekki sérlega ofarlega í huga er kristilegur boðskapur samofinn menningu hins daglega lífs en birtist þá gjarnan í eins konar dulbúningi. Ritstjórar benda t.d. á að ef áhorf- andi er ekki þeim mun betur að sér í Biblíufræðum kunni söguþráður kvikmynda eins og The Matrix og Gestaboð Babettu að fara fyrir ofan garð og neðan. Þá er rannsókn á birt- ingarmyndum trúarhugmynda verk- efni sem hefur ekki verið sinnt sem skyldi, kannski vegna þess að meðan biblíufræðingar rannsaka Biblíuna af miklum krafti sökum áhrifa hennar á menningu okkar hefur gleymst að gæta betur að áhrifunum sjálfum. Viðfangsefni og áhersluatriði greinahöfunda eru ólík. Bókinni er þó skipt í fjóra hluta eftir efni. Í fyrsta hlutanum er fjallað um krist- gervinga á hvíta tjaldinu en með orð- inu „kristgervingur“ r átt við per- sónu sem skírskotar á allverulegan hátt til persónu eða lífs Jesú Krists. Arnfríður Guðmundsdóttir beinir sjónum að bókstaflegum framsetn- ingarmyndum Krists á hvíta tjaldinu áður en hún fjallar um kvenkyns kristgervinga í myndunum Brimbrot og Dead Man Walking. Þá er fjallað sérstaklega um Babettu sem krist- gerving meðan Pétur Pétursson skoðar kúrekahetjuna eins og hún er túlkuð af Clint Eastwood sem (of- beldishneigðan) kristgerving. Í öðr- um hluta bókarinnar er nánar gætt að einstökum myndum; fjallað er um Cast Away, Magnolia, Kolja og Blade Runner í greinaröð þar sem tengsl myndanna við kristna hug- myndafræði eru dregin fram. Í þriðja hluta eru viðhorf gagnvart kristnum boðskap og trúarhreyfing- um skoðuð í víðara samfélagslegu ljósi og í þeim fjórða eru trúarstef í kvikmyndum Krzysztofs Kieslowski gaumgæfð. Þegar best lætur í fræðiriti þessu, eins og í greiningu Gunnars J. Gunn- arssonar á kvikmynd P.T. Ander- sons, Magnoliu, er um skýran og greinagóðan kvikmyndalestur að ræða þar sem trúarleg tengsl eru dregin fram í dagsljósið sem dýpka myndina. Áherslan, sem þar er lögð á að flétta greiningu á tónlistinni sem prýðir myndina sjálfu efninu, er til fyrirmyndar. Afar áhugaverð fannst mér svo grein Bjarna Randvers Sig- urvinssonar „Heilaþvottur, hug- stjórnun eða sjálfstæð ákvörðun: Umdeildar stjórnmálahreyfingar og trúarhreyfingar í kvikmyndum“ en eins og titillinn gefur skýrt til kynna er þar fjallað um afmarkaða kvik- myndagrein sem Bjarni kynnir til sögunnar og lýsir með dæmum um lykilmyndir. Þarna hefur áhugaverð- ur flötur fundist sem gefur höfundi færi á að skoða trúarleg stef í víðu kvikmyndalegu samhengi. Þá er að finna fróðlega útlistun á kenningum og viðbrögðum við hugmyndum um heilaþvott og skaðleg áhrif ofsa- trúarhópa. Bjarni gætir hlutleysis og gagnrýnir einfeldningsleg viðbrögð við trúarlegri reynslu, eins og þau birtast t.d. í hetjusögum af afforrit- urum á hvíta tjaldinu. Ég held að óhætt sé að segja að Guð á hvíta tjaldinu sé gott framlag til kvikmyndaumræðu á Íslandi. Flestar greinarnar eru fróðlegar af- lestrar og sýna hversu ríkt sjónar- horn trúarlegur lestur á kvikmyndir getur verið. Það rýrir þó fræðilegt gildi bókarinnar að nafna- og hug- takaskrá vantar og frekar heldur en að beina sjónum að Kieslowski í síð- asta hlutanum hefði mér fundist eðli- legt að setja íslenskar kvikmyndir undir smásjána. Meðan ljóst er að kvikmyndir Hrafns Gunnlaugssonar og Friðriks Þórs eru afar opnar fyrir lestri af þessu tagi, svo aðeins tveir leikstjórar séu nefndir, er ekki fjallað um eina einustu íslenska mynd í bókinni, og telst það helsti galli verksins. Trúarleg stef í kvikmyndum BÆKUR Kvikmyndafræði Ritstjórar eru Bjarni Randver Sig- urvinsson, Gunnlaugur A. Jónsson og Þorkell Ágúst Óttarsson. Háskóla- útgáfan, 2001. 290 bls. GUÐ Á HVÍTA TJALDINU, TRÚAR- OG BIBLÍUSTEF Í KVIKMYNDUM Björn Þór Vilhjálmsson LISTIR 40 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁRNI Larsson sendi frá sér fyrstu ljóðabók sína 1974. Þá voru umbrotatímar, svo í ljóðlistinni sem í þjóðfélaginu. Gömul gildi voru afskrifuð. Þjóðlegar hefðir voru teknar til úreldingar. Heimsmyndin var í upplausn, ljóðlistin varð sjálfhverf, skáldin tóku að líta í eigin barm og velta fyrir sér áhrifamætti orðanna – eða áhrifaleysi. Hvers mátti sín orðið? Var hægt að treysta merk- ingu þess? Var hægt að endurnýja merkingu þess? Ef flett er ljóða- bókum frá þessum árum hlýtur að vekja furðu hve mörg skáld stóðu frammi fyrir þeim spurdaga. Tíðum heyrðust orð eins og þanþol – þanþol málsins. Var hefðbundin málvenja hótinu skárri en annað hefðbundið? Varð ekki að skapa nýtt mál handa nýjum heimi? Því aðeins er þetta rifjað upp hér og nú að orðsins máttur er enn á dag- skrá í þessari síðustu ljóðabók Árna. Í ljóðinu Kveðjustund á Járnbraut- arstöð talar hann um »fræðimennsku lyginnar«. Stundum skiptir hann á milli lína samsettum orðum og leitast þannig við að bregða nýju ljósi yfir inntakið, »ljós / brot« og »staf / róf« svo dæmi séu tekin. Ljóðum hans mun ætlað að vekja hugrenningar fremur en að kveikja hugmyndir. Til þess beitir skáldið margvíslegu lík- ingamáli. Heiti bókarinnar, Sólar- geislarnir í vindhörpunni, býr sjálft yfir frumlegri líkingu. Myndmál Árna er þó ekki alltaf jafn vel til fund- ið. Tilraunir hans til að stilla upp ein- hvers konar andstæðum heppnast svona og svona, stundum betur, stundum miður. Ein dögun og önnur heitir til að mynda eitt ljóðið. Það hefst svona: dögunin kemur með birtu orðanna Þetta er notalegt upphaf og ljós- gjafi í orðsins fyllsta skilningi. Í fram- haldi af þessu koma svo hugdettur um ljóðið, hvað sé ljóð eða réttara sagt hvað sé ekki ljóð. Því orðin eru þó efni í ljóð, ekki svo. En um það framhalds- efnið segir að lokum: þau hafa ekki spreiað vofur Þessi uppstilling hug- takanna er svo sem nógu nýstárleg. Í besta falli getur þetta heitið sniðugt. Skylt er þó að geta þess að dæmi þetta er valið sem sýnishorn þess hvernig skáldið teygir sig lengst til að hnýta saman andhverf hugtök – hugtök sem að dómi und- irritaðs eiga slaka samleið. Miklu oft- ar er líkingamál Árna nærtækara – eðlilegra er manni óhætt að segja – og þar með áhrifameira. Til að mynda er sjálfsagt að staldra vel við eftirfar- andi ljóð sem skáldið nefnir stutt og laggott Kvíðalíferni: hringrásin hefur hrokkið í sundur kyrkislöngur atvika skríða um hjartarætur ljós ormar éta skugga minn Þegar öllu er á botninn hvolft eru Sólargeislarnir í vindhörpunni ekki þess konar bók að hún verði afgreidd með einu lýsingarorði. Sumt er þarna misheppnað, annað gott, stöku ljóð eftirminnilegt; gæti sómt sér í hvaða safnriti sem er. Sumt má kenna við tilraunastarfsemi, annað getur skoð- ast klárt og fullburða. Ætli megi ekki líta til Árna sem dæmigerðs fulltrúa skáldakynslóðar sem lagði af stað til að breyta heiminum en endaði í leit að sjálfri sér? Orðsins máttur BÆKUR Ljóð Eftir Árna Larsson. 82 bls. Ljóðasmiðjan sf. Prentun: Oddi hf./Offset. Reykjavík, 2001. SÓLARGEISLARNIR Í VINDHÖRPUNNI Árni Larsson Erlendur Jónsson Í ÍSHERRANUM erum við leidd aftur til ársins 1913 þegar áhöfn á skipinu Karluk er að leggja upp í norðurheimskautsleiðangur fyrir kanadísku stjórnina undir stjórn Vilhjálms Stefánssonar. Um borð eru nafntogaðir vísindamenn og þaulvanir leiðangursmenn í bland við óreynda þátttakendur, sem segir þó ekki mikið um hversu þrautgóðir menn eiga eftir að reynast á rauna- stund síðar. Skipið lætur úr höfn í Viktoríu í júní 1913, siglir yfir Alaskaflóa, í gegnum Beringssund og norður fyrir Alaska þar sem það festist í ís eftir sex vikna siglingu, nálægt norðurströnd Alaska. Skipið rekur næstu fimm mánuðina stjórn- laust vestur um haf langt norðan heimskautsbaugs og brotnar loks og sekkur. Skipverjar eru staddir skipslausir úti á ísnum um hávetur og taka ákvörðun um að ganga yfir ísinn í suðurátt, um 80 mílna leið að eyju, Vrangeleyju, sem er á stærð við Vestfjarðakjálkann. Þeir komast á eyjuna eftir ægilegt harðræði á ísnum og koma sér upp búðum. Eyjan er um 200 mílum norðan Síb- eríu og til að freista þess að ná í hjálp, leggur skipstjórinn, Robert Bartlett af stað gangandi yfir ísinn upp að meginlandinu. Honum tekst ætlunarverk sitt og kemst að lokum til Alaska og sendur er út björg- unarleiðangur. Í september 1914, eftir sex mánaða harðræði á eynni sem kostaði nokkra skipbrotsmenn lífið, er þeim loks bjargað og eru þeir nær óþekkjanlegir eftir ömur- lega vist á eyðilegasta stað sem menn geta ímyndað sér. Höfundurinn byggir söguna m.a. á dagbókum skipbrotsmannanna og leggur sig fram um að segja ógleym- anlega sögu og skapa einstæðar per- sónur. Þetta er fyrst og fremst glæsilegt sköpunarverk höfundar, sem lætur mann sannarlega ekki ósnortinn, þrátt fyrir ýmsa rann- sóknargalla sem Gísli Pálsson pró- fessor segir í ítarlegri grein sinni (Mbl. 7. janúar 2001) að séu í verk- inu. Hann bendir á að sagan tilheyri þeirri bókmenntategund sem fjalli um hetjur og þorpara, með Bartlett skipstjóra og Vilhjálm Stefánsson í aðalhlutverkum. Sagan varpar litlum ævinýra- ljóma á Vilhjálm sem fór frá borði skömmu eftir að skipið festist í ísn- um. Hinir, sem eftir urðu, sökuðu hann um að hafa yfirgefið leiðang- urinn samkvæmt orðanna hljóðan. Vilhjálmur sagðist ætla í veiðiferð og koma aftur í skipið tíu dögum síð- ar. Tveim dögum síðar brestur á óveður og skipið rekur með ísnum langt frá landi. Bartlett skipstjóri fer síðan að gruna Vilhjálm um að hafa yfirgefið leiðangurinn undir því yfirskini að fara í veiðiferð. „Ef þetta var í raun og sann veiðiferð, af hverju var Hadley, gildruveiðimað- urinn mikli, ekki tekinn með? Eða Chafe, skyttan góða? Af hverju var Kuraluk, langbesti veiðimaðurinn, eftir í Karluk en tveir minni spá- menn fóru í hans stað?“ (67). Sex mánuðum síðar, þegar skipið er sokkið, á Vilhjálmur að hafa sagst sannfærður um að Karluk væri óhultur sem og mennirnir um borð. Enginn vissi hins vegar neitt um af- drif áhafnarinnar og stjórnvöld vildu hvorki vekja falskar vonir né slökkva þær. Höfundur kennir Vilhjálmi ekki um að skipið hafi yfirhöfuð fest í ísn- um, enda tók Bartlett skipstjóri ákvörðun um að færa sig frá strönd- inni inn í ísbreiðuna í því skyni að elta íslænur og komast þannig áfram. Vilhjálmur vildi hins vegar vera nær strönd og hafa landsýn en við því óaði Bartlett þar sem hætta var á að veikburða skipið laskaðist í rekís. Þrátt fyrir allt harðræðið tóku skipbrotsmenn ljósmyndir úr leið- angrinum, sem birtast víða í bókinni og gera frásögnina enn áhrifaríkari. Jafnvel þótt engar væru myndirnar væri sögunni óhætt því textinn er svo stórfínn að það er ekki annað hægt en að lifa sig inni í þessa mjög svo áhrifaríku sögu. BÆKUR Slysafrásagnir Jennifer Niven. Íslensk þýðing: Rúnar Helgi Vignisson. PP Forlag, Ísland, 2001, 432 bls. ÍSHERRANN. HIN AFDRIFARÍKA SJÓFERÐ KARLUKS Vísindamenn kanadíska norðurskautsleiðangursins árið 1913. Örlygur Steinn Sigurjónsson Áhrifamikil saga skip- brotsmanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.