Morgunblaðið - 14.12.2001, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 43
arða úr einu skuldaformi í annað.
Slíkar aðgerðir lúta lögmálum fjár-
málamarkaðarins og eiga ekki að
valda uppnámi. Ég tel að það sé
nægilega skýrt talað í þessum efn-
um,“ segir hann.
Spurður hvort gengi krónunnar
mundi styrkjast í framhaldi af
samkomulaginu sagði Ari að enginn
gæti vitað um það hvernig gengið
kæmi til með að þróast frá degi til
dags. „Það sem ég geri mér vonir
um er að þetta framlag geti stuðlað
að því að menn telji það sennilegra
en áður að það verði friður á vinnu-
markaði, efnhagslegur stöðugleiki
og verðbólga minnki. Það hlýtur að
hafa áhrif á væntingar manna til
framtíðar. Það er lykilatriði,“ sagði
Ari.
Forsendur fyrir hækkun á
gengi krónunnar hafa styrkst
Seðlabankinn fagnar samkomu-
laginu í yfirlýsingu sem birt var í
gær. ,,Með því hefur dregið úr
óvissu í launa- og verðlagsmálum.
Bankinn telur jafnframt að forsend-
ur fyrir hækkun á gengi krónunnar
hafi styrkst og líkur aukist á að verð-
bólgumarkmið bankans náist,“ segir
í yfirlýsingu Seðlabankans.
,,Vaxtabreytingar Seðlabankans
hafa áhrif á verðbólgu með töf.
Vaxtastefnan getur því úr þessu
ekki haft afgerandi áhrif á hvort vísi-
tala neysluverðs verður undir verð-
lagsviðmiðun aðila vinnumarkaðar-
ins í maí nk. Viðmiðunin samrýmist
hins vegar nokkurn veginn verð-
bólguspá Seðlabankans frá því í
byrjun nóvember síðastliðins.
Hærra gengi og áhrif lægra græn-
metisverðs á verðlag auka líkur á að
verðlagsviðmiðunin náist.
Til lengri tíma ráðast verðlags-
horfur af aðhaldi peningastefnunnar
í samspili við eftirspurn í þjóðarbú-
skapnum. Mikilvægt er að fjárlög
voru samþykkt með sama afgangi og
fjárlagafrumvarp gerði ráð fyrir
þrátt fyrir verri horfur í efnahags-
málum. Afar brýnt er að fram-
kvæmd fjárlaga gangi eftir. Seðla-
bankinn telur mikilvægt að lánamál
ríkissjóðs á næsta ári stuðli við
ríkjandi aðstæður að hærra gengi
krónunnar og verðbólgumarkmiði
bankans. Til að svo geti orðið þarf að
gæta jafnt að langtímaáhrifum lán-
töku ríkissjóðs á innlenda eftirspurn
og verðbólgu sem og
skammtímaáhrifum
hennar á gengi krónunn-
ar.
Nýgert samkomulag
aðila vinnumarkaðarins
stuðlar að því að sú hjöðnun verð-
bólgu sem spáð hefur verið á næsta
ári gangi eftir. Í nóvember sl. spáði
Seðlabankinn því að verðbólga yrði
rúm 4% frá upphafi til loka næsta
árs. Styrkist gengið á næstunni, eins
og allar forsendur eru til, gæti verð-
bólga orðið minni. Gangi þessi þróun
eftir mun hún að öðru óbreyttu
skapa forsendur fyrir frekari lækk-
un vaxta,“ segir í yfirlýsingu Seðla-
bankans.
Spurður hvað samkomulagið
muni kosta atvinnulífið sagði Ari að
það væri tilraun til þess að hafa áhrif
á verðlag og það kæmi ekki til
neinna breytinga á samningi nema
að slíkt næðist. „Ef svo er er verið að
festa aðra prósentuna af tveimur
sem atvinnurekendur eru skuld-
bundnir til þess að greiða á móti sér-
eignasparnaði starfsmanns. Með því
að gera það án sparnaðar starfs-
manns getur það kostað í kringum
hálft prósent og launabreyting 1.
janúar 2003 er 0,4% hærri en hún
átti að vera,“ segir hann.
Segir yfirlýsingu ríkisstjórnar
gegna lykilhlutverki
Ari sagði að yfirlýsing ríkisstjórn-
arinnar gegndi lykilhlutverki og
kæmi til með að styðja að samkomu-
lag næðist. „En það reynir líka á rík-
isstjórnina að stuðla að því áfram að
markmið náist. Efnahagsstjórnin á
tímabilinu hefur að sjálf-
sögðu áhrif á að þetta
náist eða ekki,“ sagði
hann.
Ari sagði að þó að
mönnum fyndist að yfir-
lýsing ríkisstjórnarinnar vegna
samkomulags ASÍ og SA hefði al-
mennt yfirbragð væri um að ræða
stefnumörkun sem væri mikilvægt
að staðið yrði við, um aðhald í rík-
isfjármálum svo hægt yrði að stuðla
að stöðugleika og lægri vöxtum.
„Hvað varðar stefnumörkun í
lánamálum er ekki við því búist að
rætt sé um slík mál með glanna-
legum hætti þegar verið er að flytja
til dæmis milljarða eða tugi millj-
félagi, sem hafa mikil áhrif og við
einfaldlega treystum því að þeir taki
þátt í þessari vegferð,“ segir Grétar.
– Er verið að skapa nýja þjóðar-
sátt? ,,Menn mega kalla þetta þjóð-
arsátt og ef þetta tekst þá má
kannski segja að svo hafi verið. En
það sem við vorum að staðfesta hér
er það sem fjölmennur fundur for-
manna aðildarfélaga Alþýðusam-
bandsins var í raun efnislega að
samþykkja sl. mánudag með rífandi
meirihluta,“ segir Grétar.
Stuðla að friði á
vinnumarkaði
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, kveðst gera
sér vonir um að samkomulagið á
milli ASÍ og SA geti stuðlað að friði á
vinnumarkaði, efnhagslegum stöð-
ugleika og minni verðbólgu. Ari
kvaðst ánægður með niðurstöðuna
og að það skyldi vera jafn víðtæk
sátt um hana og raun ber vitni.
Hann benti á að mikil áhersla var
lögð á að niðurstaðan yrði trúverðug
sem gæti þess vegna haft áhrif á
væntingar til framtíðarþróunar fyrir
fleiri heldur en þá sem að máli komu.
„Mér sýnist á viðbrögðunum að
það hafi tekist,“ sagði Ari og kvaðst
bjartsýnn á að samkomulagið héldi.
Ari sagði að launaliðurinn væri upp-
segjanlegur í maí með þriggja mán-
aða fyrirvara, í stað febrúar áður.
Hann sagði að breytingar á samn-
ingum, atriði er lúta að lífeyrismál-
um, meiri hækkun launa 1. janúar
2003 og breytingar á trygginga-
gjaldi, væru háðar því að samkomu-
lagið héldi.
sem þýðir
% á næstu
ta ári verði
ins undir
ta trúverð-
m raunhæft
ræða þrí-
lst í því að
nars vinna
msetningu
ess að það
fjárhæðir
deyrisinn-
jafnframt
ttir til að
þannig að
ukist ekki.
ð lækkun
kaðinum,“
skipti hvað
numörkun
í samstarfi
rhæðirnar
m á gjald-
lla
t“
ndi líkur á
ð okkur í
ptir okkur
áli,“ sagði
ina reynir
öld og þau
ssu og við
um að þau
. Við mun-
Samtök at-
lega gera
eta, en svo
essu sam-
rinnar um samstilltar aðgerðir til að ná tökum á verðbólgu
komi með
a vegferð“
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
mulags ASÍ og Samtaka atvinnulífsins í gær. F.v. Hannes G. Sigurðsson, aðstoð-
A, Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, Finnur Geirsson, formaður SA, Grétar Þor-
steinsson, forseti ASÍ, og Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ.
Mikilvægt að
aðgerðir verði
trúverðugar
HÉR fer á eftir í heild yfirlýsing
sem ríkisstjórnin gaf út í gær
vegna samkomulags Alþýðu-
sambands Íslands og Samtaka at-
vinnulífsins:
1. Stöðugleiki í efna-
hagsmálum
„Efnahagsstefna ríkisstjórn-
arinnar sem meðal annars er lögð
til grundvallar í fjárlögum ársins
2002 miðar að því að tryggja
stöðugleika í efnahagsmálum,
styrkja undirstöður atvinnulífsins
og stuðla að bættum lífskjörum.
Mikilvægt er að þessi sjónarmið
séu einnig höfð að leiðarljósi við
ákvarðanir í launa- og verðlags-
málum. Ríkisstjórnin lýsir stuðn-
ingi við þau markmið sem aðilar
vinnumarkaðarins hafa náð sam-
komulagi um.
2. Aðhald í ríkisfjármálum
Ríkisstjórnin telur afar mik-
ilvægt að áfram verði fylgt að-
haldssamri stefnu í ríkisfjár-
málum. Í fjárlögum fyrir árið
2002 er gert ráð fyrir sama af-
gangi og ákveðinn var í fjárlaga-
frumvarpinu þrátt fyrir að staða
efnahagsmála hafi heldur færst
til verri vegar að undanförnu.
Með þessari ákvörðun eru send
afar skýr skilaboð til allra aðila
um að meginmarkmið stjórnvalda
í efnahagsmálum nái fram að
ganga. Áform ríkisstjórnarinnar
um sölu ríkisfyrirtækja, upp-
byggingu stóriðju og fyrirhug-
aðar breytingar á skattalegu um-
hverfi einstaklinga og atvinnulífs
styðja þessi markmið.
3. Lánamál ríkissjóðs
Stefnan í lánamálum ríkissjóðs
tekur einkum mið af almennri
þróun efnahagsmála, og mun taka
tillit til markmiða samkomulags
aðila vinnumarkaðarins, og stöð-
unni á innlendum lánamarkaði.
Þetta getur falið í sér breytingar
á lánasamsetningu ríkissjóðs án
þess að um aukningu heild-
arskulda verði að ræða. Rík-
issjóður hefur á þessu ári aukið
lántökur sínar á erlendum mark-
aði í því skyni að styðja við gengi
krónunnar og hamla gegn verð-
bólgu. Á innlendum lánamarkaði
verður áfram stefnt að því að
styrkja vaxtamyndun og auka
skilvirkni markaðarins. Á árinu
2002 verður þannig horft jafnt til
áhrifa lánamála ríkissjóðs á gengi
krónunnar og langtímaáhrifa á
innlenda eftirspurn og verðbólgu.
4. Lækkun á grænmetis-
verði og verðkannanir
Ríkisstjórnin mun í samræmi
við tillögur nefndar fulltrúa
stjórnvalda, aðila vinnumarkaðar-
ins og bænda beita sér fyrir því
að tollar á grænmeti verði felldir
niður á nokkrum mikilvægum af-
urðum og í öðrum tilvikum lækk-
aðir verulega. Í staðinn verða
m.a. teknar upp beingreiðslur til
framleiðenda. Þessar ráðstafanir
munu leiða til verulegrar lækk-
unar á grænmetisverði til neyt-
enda og stuðla að lækkun verð-
bólgu. Þessu verður fylgt eftir
með öflugri upplýsingagjöf um
verðmyndun á þessum vörum.
Verðkannanir ASÍ á öðrum svið-
um eru einnig mikilvægar til þess
að hafa áhrif á verðlag og verður
sú starfsemi efld.
5. Efling starfsfræðslu
í atvinnulífinu
Ríkisstjórnin mun í samstarfi
við Alþýðusamband Íslands og
Samtök atvinnulífsins beita sér
fyrir endurskipulagningu á
starfsfræðslu í atvinnulífinu.
Markmiðið er bæði að auka fram-
boð á starfsfræðslu og tryggja
starfsemina. Samhliða því verði
þessum málum komið í fastari
skorður með skilvirkari samvinnu
þeirra aðila sem sinna þessum
verkefnum.
6. Lækkun tryggingagjalds
Gangi verðlagsmarkmið kjara-
samninganna eftir mun rík-
isstjórnin beita sér fyrir lækkun
tryggingagjalds um 0,27%, eða úr
6% í 5,73%, á árinu 2003. Rík-
isstjórnin leggur áherslu á að
áfram verði ýtrasta aðhalds gætt
í ríkisfjármálum til þess að
tryggja stöðugleika í efnahags-
málum til frambúðar. Þessi mark-
mið verða höfð að leiðarljósi við
undirbúning og gerð fjárlaga fyr-
ir árið 2003.“
Yfirlýsing
ríkisstjórnar-
innar vegna
samkomulags
ASÍ og SA
vikum þar sem lög- og samnings-
bundin lífeyrisframlög vinnuveit-
anda eru samtals 7% eða hærri.
Framlag þetta greiðist til sér-
eignardeildar þess lífeyrissjóðs
sem viðkomandi launamaður á að-
ild að, nema launamaður ákveði
annað.
3. Almenn launahækkun
1. janúar 2003
Samkomulag er um að almenn
launahækkun hinn 1. janúar árið
2003 verði 0,40% hærri en ella.
Framangreindar viðbætur við
kjarasamninga um viðbótarfram-
lag í séreignarsjóði og almenna
launahækkun 1. janúar 2003 eru
háðar því að verðlagsviðmiðun
samkvæmt 1. tl. hér að framan
standist í maí 2002 og að ekki
komi til uppsagnar launaliðar
kjarasamninga. Verði launalið
kjarasamninga sagt upp í maí
2002 koma viðbæturnar ekki til
framkvæmda.“
gegn 2% viðbótarsparnaði launa-
manns og leiðir þessi viðbót ekki
til hækkunar á því. Framangreind
breyting gildir þó ekki í þeim til-
endur greiða 1% framlag í sér-
eignarsjóð launamanns án fram-
lags af hálfu launamanns. Áfram
gildir reglan um 2% mótframlag
viðbótarframlagi launamanns.
Samkomulag er um breytingar á
þessu ákvæði þannig að frá og
með 1. júlí 2002 munu vinnuveit-
lagi:
nds, fyrir
nna, ann-
tvinnulífs-
komist að
randi:
k
sammála
ysluverðs
maí 2002
a kjara-
Standist
launaliðir
nga upp-
ð þriggja
við mán-
lag
ð
arasamn-
skylt frá
a 2% mót-
(eða eftir
gegn 2%
ands Íslands og Samtaka atvinnulífsins
!
"
!
"
#
$
!
"
"
"
""
)
.
/0
1 2!
!
1 2!
!
/0 3&
3"(
"(
+!
8
33 3$
3 3=8
-+!*
%%% 8
F+< & 4&)))S""
.
(
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
gaf út yfirlýsingu í gær í tengslum
við samkomulag ASÍ og Samtaka
atvinnulífsins, um mismunandi kjör
starfsmanna ASÍ og opinberra
starfsmanna. Yfirlýsing fjármála-
ráðherra er svohljóðandi:
,,Að undanförnu hafa farið fram
viðræður milli fulltrúa ASÍ og fjár-
málaráðuneytisins vegna tiltekinna
vandamála sem tengjast mismun-
andi kjörum starfsmanna í stéttar-
félögum ríkisstarfsmanna og aðild-
arfélaga ASÍ. Af hálfu ráðuneyt-
isins er fullur vilji til þess að halda
þessum viðræðum áfram og freista
þess að ná ásættanlegri niðurstöðu.
Í ljósi fyrirhugaðrar endurskoðun-
ar á lögum um kjarasamninga op-
inberra starfsmanna er mikilvægt
að ná frambúðarlausn í þessum
málum í samráði við Alþýðusam-
band Íslands.“
Yfirlýsing
fjármála-
ráðherra