Morgunblaðið - 14.12.2001, Side 57

Morgunblaðið - 14.12.2001, Side 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 57 Jólastemmning á Laugaveginum Hin eina sanna jólastemmning er á Laugaveginum og mikið verður um að vera um helgina fyrir börn jafnt sem fullorðna. Verslanir eru fullar af vörum fyrir jólin og bjóða upp á frábær tilboð í tilefni helgarinnar. Uppákomur: Laugardagur 15. desember Kl. 13-16 Jólasveinar skemmta krökkum jafnt sem fullorðnum Kl. 13-15 Stúlknakór Háteigskirkju syngur jólalög Kl. 13-18 Skífan verður með tónleika og áritanir Kl. 14-16 Jóhanna Guðrún áritar diskinn sinn í versluninni Teeno, Laugavegi 56 Kl. 14-16 Jólakvintett spilar jólalög Kl. 14-16 Vox Academica kórinn syngur jólalög Kl. 15 Jólasveinn verður í versluninni Liverpool, Laugavegi 25 Kl. 17 Tónlistaruppákoma í versluninni Stíll, Laugavegi 53 Kl. 19.30 Álafosskórinn syngur jólalög frameftir kvöldi Kl. 19.30 Jólasveinar og jólakvintett halda uppi jólastemmningu fram eftir kvöldi Sunnudagur 16. desember Kl. 13-16 Jólasveinar skemmta krökkum jafnt sem fullorðnum Kl. 14-16 Jólakvintett spilar jólalög Kl. 14-16 Stúlknakór Háteigskirkju syngur jólalög Ókeypis í bílastæði í bílastæðahúsum á verslunartíma á laugardag og allan sunnudaginn. Afgreiðslutími Opið alla daga til jóla til kl. 22 Þorláksmessu til kl. 23 • Þýsk jakkaföt • Blazerjakkar (svartir og bláir) • Ullarflauelsbuxur 7.900 • Hneppt peysuvesti • Náttföt frá kr. 2.400 • Skyrtur kr. 1.990 • Einlit polyester-slifsi kr. 800 • Silki-slifsi kr. 2.200 • Leðurhanskar kr. 2.900 • Ullartreflar frá kr. 1.100 GÆÐAVARA Á GÓÐU VERÐI Laugavegi 34, sími 551 4301 ÍTALSKIR ullarfrakkar og úlpur Laugavegi 54, sími 552 5201 3000 kr. jólagjöfin til þín                                  Taktu auglýsinguna með og fáðu 3.000 kr. afslátt af síðkjól Gildir fös. og lau. vegna sérhæfðra þunglyndislyfja á árinu 2000 var hann 658 milljónir, 11% af heildarkostnaði þjóðfélags- ins vegna þunglyndisraskana, ef miðað er við lágmarkstöluna í rannsóknarniðurstöðu Tinnu. Af þessu dæmi ætti að vera ljóst að þegar litið er til bæði beins og óbeins kostnaðar í samfélaginu, getur heildarkostnaður vegna ým- issa sjúkdóma auðveldlega verið af stærðargráðunni 10 sinnum meiri en lyfjakostnaður vegna sama sjúkdóms. Allir sem fylgjast með heilbrigð- ismálum vita að ný og nýleg lyf ásamt með betri (og „dýrari“) meðferðarúrræðum af ýmsu tagi hafa á undanförnum árum stór- fækkað innlögnum og legudögum á sjúkrahúsum landsmanna sem vissulega er sá hluti sem dýrastur er kerfinu. Sparnaðurinn sem felst í að nota öflug og góð lyf er ekki eingöngu í beinum kostnaði. Það er ekki síst óbeinn kostnaður sem lækkar. Ástæðan er sú að í krafti nýrra og öflugra lyfja verða sjúklingar, sem ella þyrftu að leggjast inn, þjóðfélaginu ekki baggi, heldur tekjulind vegna lítt skertrar starfsorku. Þessi einföldu sannindi meðtekur heilbrigðiskerf- ið þó treglega, sakir þess að svo virðist sem forsvarsmenn mismun- andi fjárveitinga talist ekki við. Hver ber ábyrgð á heildarmynd- inni? Sláandi dæmi Insúlínóháð sykursýki er dæmi um sjúkdóm sem er samfélaginu dýr, ekki vegna „hinna dýru lyfja“ (kostnaður lyfjanna samkvæmt rannsókn lyfjafyrirtækisins Glaxo- SmithKline var í átta Evrópulönd- um allt að 7% af heildarkostnaði sjúkdómsins) heldur sakir ýmissa sjúkdóma sem fylgja í kjölfar syk- ursýki og valda fleiri heimsóknum til heimilislækna og sérfræðinga og innlögnum á sjúkrahús. Með betri sykursýkismeðferð (væntan- lega nýjum og „dýrari“ lyfjum) má stórlækka heildarkostnað sam- félagsins af sykursýki! Notkun blóðfitulækkandi lyfja hefur fram til þessa verið íhalds- söm hér á landi sakir kostnaðar. Þó hefur verið margsýnt fram á beinan sparnað þessara lyfja. Í hinni norrænu 4S rannsókn var sýnt fram á að notkun þessara lyfja sparaði allt að 380.000 ISK. Í beinum kostnaði á sjúkling! Fleiri dæmi mætti nefna. En at- hygli verðasta spurningin er lík- lega: „Hvað kostar það þjóðfélagið að meðhöndla ekki?“ Upphlaupa-stjórnsýsla Sú hróplega skammsýni yfir- valda að hindra aðgang sjúklinga að bestu mögulegu meðferðarkost- unum, og þar með auka annan kostnað en beinan lyfjakostnað upp úr öllu valdi, er að mínu áliti stórmerkileg og dæmi um upp- hlaupa-stjórnsýslu þá sem stunduð er hér á landi. Undirritaður er sannfærður um að meiri notkun réttra (og stundum „dýrari“) lyfja geti sparað íslenska heilbrigðis- kerfinu umtalsvert fé. Það er heildarkostnaðurinn sem skiptir skattgreiðendur máli. Höfundur er lyfjafræðingur og markaðsstjóri AstraZeneca.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.