Morgunblaðið - 14.12.2001, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 14.12.2001, Qupperneq 63
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 63 um?“ Morgunblaðið skrifar hins vegar í leiðara 27. nóvember: „Á undanförnum árum hefur hvað eftir annað komið upp neikvæð um- ræða hér á landi í kjölfar frétta um aukna notkun geðlyfja af ýmsu tagi. Geðlæknar hafa sætt gagnrýni af þessum sökum og spurt hefur verið hvers vegna notkun þessara lyfja sé meiri hér en í sumum nálægum lönd- um. Í þessum umræðum hefur jafn- vel verið gengið svo langt að tala um þessi lyf sem „gleðipillur“.“ Þá mæltist blaðið til þess af nokkru yf- irlæti að fjölmiðlar, stjórnmálamenn og embættismenn, sem fjalla um þennan kostnaðarlið í heilbrigðis- kerfinu gæti að sér í umfjöllun um geðdeyfðarlyf: „Það er hvorki ástæða til að hafa þau að gamanmáli né gefa í skyn að læknar stuðli að of- notkun þeirra. Það getur þvert á móti verið til marks um að við Ís- lendingar stöndum framar sumum öðrum þjóðum í meðferð geðsjúkra, að notkun þessara nýju lyfja sé meiri hér en annars staðar.“ Morgunblað- ið tekur þarna í sama streng og heil- brigðisráðherra nýlega í ávarpi í blaðinu „Okkar mál“ og formaður Geðhjálpar í Morgunblaðinu 26. október. En málið snýst ekki bara um geð- deyfðarlyf. Notkun róandi lyfja, eða öllu heldur svefnlyfja, hefur einnig aukist gífurlega. Árið 1991 voru þau minna notuð hér en á öðrum Norð- urlöndum, en nú miklu meira, kring- um 27% meira en í því landi er næst kemur. Ávanahætta fylgir þessum lyfjum. Og þau slæva hæfni manna til að stjórna bíl. Þúsundum saman aka morgunhressir Íslendingar um götur sljóir af lyfjum. Er það til marks um gæði geðlækninga hér á landi? Könnun á 16–19 ára fram- haldsskólanemum hefur leitt í ljós að tíundi hluti þeirra hefur einu sinni eða oftar notað svefnlyf. Af þeim fjölda hafa 4,6% notað þau þrisvar eða oftar. Vitnar svefnpilluát ung- linganna einnig um það hve fram- arlega við stöndum í meðferð geð- sjúkra? Ekki er víst ráð nema í tíma sé tekið! Reyndar hefur heilbrigð- isráðherra áhyggjur af þessu. Loks er það staðreynd að notkun geð- deyfðarlyfja meðal aldraðra er hlut- fallslega mjög mikil þó tíðni þung- lyndisraskana sé ekki meiri í þeim hópi en annarra. Í alvöru talað: Er ekki eitthvað meira en lítið bogið við þetta taum- lausa pilluát? Geðlyfjanotkun Íslendinga hefur sem sagt margfaldast frá því kring- um 1993. Nákvæmlega ekkert bend- ir hins vegar til þess að á sama tíma hafi meðferð geðsjúkra á Íslandi tekið þvílíkt framfarastökk að hún hafi skotist langt fram úr öðrum Norðurlöndum. Þvert á móti. Notk- un annarra geðdeyfðarlyfja en SSRI hefur staðið í stað eða aukist lítil- lega, tíðni geðraskana hefur ekki minnkað, sjálfsvígum ekki fækkað, innlagnir á geðspítala og komur til geðlækna hafa lítið breyst, öryrkjum hefur fjölgað. Það eru reyndar heilsugæslulæknar en ekki geðlækn- ar sem ávísa mestu af geðdeyfðar- lyfjum „og ætla má að þunglyndis- raskanir hafi ekki verið greindar nema hjá hluta þeirrra sem fengu geðdeyfðarlyf“. (Skýrsla, bls. 4). Gæfulegar lækningar það! Þannig hrynur sú kenning, sem sett hefur verið fram, að aukin neysla geð- deyfðarlyfja sýni að þunglyndissjúk- lingar séu nú loks að brjótast út úr hlekkjum fordóma og þori að leita sér lækninga. Í ljósi hinnar miklu aukningar á róandi lyfjum og svefn- lyfjum er það með ólíkindum að nokkur skuli halda því blákalt fram að hin gífurlega notkun geðdeyfðar- lyfja sýni einna helst hve framarlega við stöndum í meðferð geðsjúkra. Staðreyndirnar benda fremur til þess að geðlyf af ýmsu tagi séu hér á landi notuð í stórum stíl, án raun- verulegrar greiningar á geðdeyfð eða öðrum alvarlegum geðröskun- um, til þess einfaldlega að slá á ým- iss konar eðlilegan sársauka og and- streymi sem fylgir því að vera til. En lyfsalar græða. Og allt er gert til að þagga niður gagnrýna umræðu um málið. Það er ekki aðeins sjálfsagt að spyrja hvers vegna stór hluti þjóð- arinnar, jafnt börn sem fullorðnir, sé orðinn háður geðlyfjum heldur ber ábyrgum mönnum að leita heiðar- legra svara við spurningunni í stað þess að saka spyrjendur um for- dóma og skilningsleysi á geðsjúkum eða óvild í garð lyfsala. Geðdeyfð Er ekki eitthvað meira en lítið, spyr Sigurður Þór Guð- jónsson, bogið við þetta óseðjandi pilluát? Höfundur er rithöfundur. GLÓANDI GULL H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA ÍSLENSK HÖNNUN TIL JÓLAGJAFA Rauðarárstíg 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 Smáralind, 535 0400 www.myndlist.is — Halla Boga — Pipar og salt kvarnir Mikið úrval Klapparstíg 44, sími 562 3614
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.