Morgunblaðið - 14.12.2001, Síða 71

Morgunblaðið - 14.12.2001, Síða 71
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 71 Eyjarslóð 9 (út á Granda) Sími 588 2759 HEILDSÖLUVERÐ Á ÖLLUM VÖRUM LAUGARDAGINN 15. DES kl.11 - 18 Mini Quiches 1,5 kg 12 Mini Krem kex 12 Eclairs Chocolat/Café 40 Mignardises (NÝTT) Foret Noire Quorn Pieces, Quorn Mince og margt fleira Verið velkomin Hátíðargleraugu Hver einasta umgjörð frá Daniel Swarowski eyewear er lítið meistaraverk. Umgjarðirnar eru 23 kt. gullhúðaðar með handsettum kristöllum. Gleraugnasalan, Laugavegi 65 - Sími 551 8780 TEKIN var fyrsta skóflustungan að íþróttahúsi og auknu kennslu- rými við Grunnskólann í Vík á fimmtudag. Hreppsnefnd Mýrdals- hrepps tók fyrstu skóflustunguna í sameiningu með sérhannaðri skóflu sem Smári Tómasson hann- aði og smíðaði. Athöfnin hófst með fundi sveit- arstjórnar fyrir framan grunnskól- ann. Helga Þorbergsdóttir oddviti flutti ávarp og síðan var væntanleg framkvæmd blessuð af Haraldi M. Kristjánssyni prófasti. Þá lék Lúðrasveit tónskólans undir stjórn Zoltán Szklénár tvö lög. Það er byggingarfélagið Klakk- ur sem byggir húsið sem verður rúmir 1.000 fermetrar úr stein- steypu og stálgrind og hannað af Alark arkitektastofu. Það á að hýsa íþróttahús og þegar það er fullbúið flyst allur grunnskólinn undir eitt þak en hingað til hefur verið kennt á tveim stöðum, bæði á Ketilsstöðum og í Vík. Einnig flytur tónskólinn í þetta nýja hús- næði. Þá er gert ráð fyrir að sund- laug rísi síðar. Húsið á að vera tilbúið haustið 2002. Það hefur verið langþráður draumur hjá mörgum Mýrdæling- um að fá almennilega íþróttaað- stöðu en hingað til hafa Leikskál- ar, félagsheimili Mýrdælinga, gegnt hlutverki íþróttahúss og öll leikfimikennsla farið fram þar við ófullnægjandi aðstæður. Húsið mun fullbúið kosta rúmlega hundr- að milljónir en á þó ekki eftir að auka rekstrarkostnað hreppsins vegna hagræðis sem skapast við að hafa skólann á einum stað. Vegna þess hve húsið mun kosta mikið var ákveðið að hrinda af stað söfnun til að fjármagna gólfið í íþróttasalnum og hafa þegar borist margar góðar gjafir frá einstak- lingum, fyrirtækjum og félagasam- tökum. Í tilefni af þessum viðburði gáfu margar verslanir afslátt og margir flögguðu íslenska fánanum. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hreppsnefndin með fyrstu skóflustunguna: Bryndís Harðardóttir, Guðrún Jónsdóttir, Steinþór Vigfússon, Helga Þorbergsdóttir oddviti, Guðmundur Pétur Guðgeirsson, Svanhvít Sveinsdóttir og Sigurður Harðarson. Bygging íþróttahúss hafin í Vík Fagridalur SVEITARFÉLAGIÐ Árborg hefur ákveðið að draga sig út úr viðræðum við Hitaveitu Suðurnesja og Bæjarveitur Vestmannaeyja um samein- ingu hita- og rafveitna. Á fundi sínum í gærmorgun staðfesti bæjarráð Árborgar niðurstöðu vinnufundar bæjar- stjórnar og stjórnar Selfoss- veitna þessa efnis og fól bæj- arstjóra og veitustjóra að kanna möguleika á öðrum val- kostum. Vilja eiga hita- veituna áfram „Við viljum kanna betur þann möguleika að selja raf- veituna og athuga hvaða verð má fá fyrir hana en það var vilji allrar bæjarstjórnarinnar að eiga áfram hitaveituna,“ sagði Kristján Einarsson, for- seti bæjarstjórnar Árborgar. Hann sagði ennfremur að í frumvarpi að nýjum orkulög- um sem nú liggja fyrir á Al- þingi væri gert ráð fyrir að- skilnaði þessara eininga hjá veitufyrirtækjum. Vill kanna sölu raf- veitunnar Árborg Dregur sig út úr viðræðum um Suðurveitu Á FYRSTA degi aðventunnar er jólatré sett upp í Grund- arfjarðarbæ. Tréð er í mið- bænum og er til mikillar prýði og vekur góða jólastemningu hjá bæjarbúum. Þetta er ár- viss viðburður sem allir hlakka til. Það er einnig ár- viss viðburður að einhvern tímann á aðventunni fellur tréð um koll fyrir suðaustan eða suðvestan ofsaveðrum sem svo algeng eru á norðanverðu Snæfellsnesi. Í ofsaveðrinu um síðustu helgi var komið að falli trésins þetta árið en strax og lægði fóru menn af stað, reistu tréð við aftur og njörv- uðu það vandlega niður í von um að það fyki ekki aftur á þessum jólum. Árviss viðburður í Grundarfjarðarbæ Grundarfjörður FYRSTU íbúarnir í nýrri 20 íbúða blokk við Fossveg 6 á Selfossi fengu íbúðir sínar afhentar 10. desember. Um er að ræða fyrstu íbúðablokkina í Fosshverfi við Eyraveg á Selfossi. „Fyrsta skóflustungan var tekin 9. apríl á þessu ári og við erum auðvit- að dálítið roggnir yfir því að geta staðið við tímasetningarnar,“ sagði Gísli Ágústsson, einn eigenda JÁ- verktaka sem byggðu húsið. Húsið þykir sóma sér vel í hinu nýja hverfi og vekur athygli þá ekið er um Eyraveginn en hönnuður þess er Sigurður Þorvarðarson, Teikni- stofunni Strandgötu 11 í Hafnarfirði. Það var Fasteignasalan Bakki á Sel- fossi sem annaðist sölu íbúðanna í blokkinni og eru þær allar seldar sem ásamt öðru þykir bera vott um þá fjölgun sem er á Selfossi og í ná- grenni. Fyrsta íbúðablokkin risin í Fosshverfi Morgunblaðið/Sig. Jóns Hin nýja íbúðablokk þykir sóma sér vel í nýja Fosshverfinu á Selfossi. Selfoss Morgunblaðið/Sig. Jóns Frá afhendingu íbúðanna. Þröstur Valdimarsson fast- eignasali, Gísli Ágústsson, JÁ- verktökum, Sveinn Sigursveins- son, Gísli Hermannsson, Hólm- fríður Sigurðardóttir og Elín- borg Kjartansdóttir. MENNINGARMÁL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.