Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Valur í úrvalsdeild eftir árs fjarveru / B2–B3 Lilleström kaupir Davíð Þór Viðarsson / B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r23. m a r s ˜ 2 0 0 2 STEFNT er að því að ný miðstöð leitar- og björgunaraðgerða taki til starfa á næsta ári samkvæmt sam- starfssamningi ríkislögreglustjóra, Flugmálastjórnar og Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Miðstöðin mun heita Landsbjörgunarmiðstöð Íslands og verður starfrækt vegna leitar loftfara og leitar- og björgunar- aðgerða á landi. Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri í samgönguráðu- neytinu, skýrði frá þessu í gær á ráð- stefnu á vegum yfirstjórnar leitar og björgunar á hafinu og við strendur landsins undir yfirskriftinni Ný tækni – aukið öryggi. Fram kom í erindi Jóns Birgis að Flugmálastjórn hyggist leggja til flugstjórnarvinnustöð í björgunar- miðstöðinni og ríkislögreglustjóri muni setja upp vinnustöð fyrir lög- regluaðgerðir í miðstöðinni auk þes sem Landsbjörg muni setja upp vinnustöðvar. Flugmálastjórn fer með forræði í miðstöðinni vegna leit- ar að loftförum en ríkislögreglustjóri fer með forræði vegna leitar- og björgunaraðgerða á landi. Á sama hátt hafa ríkislögreglu- stjóri og Almannavarnir gert með sér samkomulag um samnýtingu á hús- næði o.fl. þar sem Landsbjörgunar- miðstöð Íslands verður til húsa. Sagði Jón Birgir að samstarfssamn- ingar þessir væru mikill áfangi í sam- starfi þeirra aðila sem vinna að leitar- og björgunarstörfum og stuðlaði að auknu samstarfi og bætti verulega skipulag leitar- og björgunarað- gerða. Fram kom í erindinu að skipurit leitar- og björgunarmála breyttist verulega með væntanlegum sam- starfssamningum. Aðgerðastjórnstöðvar renna saman í eina miðstöð Samkvæmt núgildandi skipuriti munu þrjár aðskildar aðgerðastjórn- stöðvar hjá ríkislögreglustjóra, Flug- málastjórn og landstjórn björgunar- sveita renna saman í Miðstöð leitar- og björgunaraðgerða með samræm- ingarstöð Almannavarnaráðs. Eftir sem áður mun Landhelgisgæslan verða með sér aðgerðastjórnstöð. Kom fram hjá Jóni Birgi að stjórn- unarferli eftir breytinguna muni batna verulega og verða bæði örugg- ara og hagkvæmara. Þrátt fyrir umræddar breytingar geta fimm stjórnendur verið í stjórn- stöð. Ætlað að bæta verulega stjórnun leitar og björgunar Landsbjörgunar- miðstöð á næsta ári Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá ráðstefnunni í flugskýli Landhelgisgæslunnar. Boðaðar eru breyt- ingar í skipulagi leitar og björgunar með samstarfssamningum. MÉR finnst vera meiri hugur og al- vara í mönnum á þessari ráðstefnu en ég átti von á og menn eru raunar einnig að koma sér saman um raun- hæfari tillögur,“ segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra sem situr fund þjóðarleiðtoga um þróunarað- stoð í Monterrey í Mexíkó. „Mér sýnist greinilegt að Bandaríkjamenn leggi mikla áherslu á þessa ráð- stefnu sem verður að teljast frekar óvenjulegt um svona málefni. Hér eru bæði forseti Bandaríkjanna og utanríkisráðherrann og raunar fjár- málaráðherrann líka og þeir hafa lagt fram miklar hugmyndir og til- kynningar um áform sín í þessum efnum. Hér eru einnig framkvæmda- stjórar stóru alþjóðlegu stofnananna eins Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Al- þjóðabankans og Alþjóðaviðskipta- málastofnunarinnar.“ Geir segir það óvenjulegt að öllum þessum aðilum skuli safnað saman á svona vettvang og það gefi ákveðin fyrirheit um nánara samstarf og að menn taki vandamál fátækra ríkja fastari tökum. „Ætlunin er að sam- þykkja sérstaka yfirlýsingu, sem verður kennd við fundinn hér í Mont- errey, um fjármögnun þróunarmála eða þróunaraðstoðar. Um það virðist vera góð samstaða. En það eru margar hliðar á því verkefni að auka tekjur og bæta lífskjör í fátækustu löndum heimsins. Hér er ekki ein- ungis verið að fjalla um framlög og þróunarhjálp heldur einnig aðra mjög mikilvæga þætti eins og frjáls viðskipti, fjárfestingar í þróunar- löndunum og einnig um atriði eins stefnu þessara ríkja heima fyrir í efnahagsmálum, stjórnarfar og bar- áttu þeirra gegn spillingu og raunar margt fleira.“ Ekki breytingar á framlögum Íslendinga Hvað framlög Íslands varðar segir Geir að það muni varla koma neitt nýtt fram í þeim efnum af hálfu Ís- lands annað en það að tekið verði al- mennt undir þau markmið sem verið sé að leggja fram á fundinum. „Þetta er frekar ítrekun á því sem sam- þykkt var á fundi þjóðarleiðtoga árið 2000 og fundurinn nú byggist á því starfi.“ Geir segir að á fundinum sé ein- göngu verið að ræða þróunaraðstoð í beinu fjárhagslegu samhengi: „Það er verið að ræða um miklu flóknara samhengi og það sem er ánægjulegt, að því er mér finnst, er að það er ákveðin viðhorfsbreyting í röðum þróunarríkjanna sjálfra gagnvart því hvernig eigi að vinna úr svona málum. Þeir eru opnari fyrir því að nota frjáls viðskipti sem tæki í þessu skyni og að opna löndin fyrir fjár- festingum. Og reyndar líka að taka til í eigin ranni að því er varðar stjórnarfar og efnahagsstefnu. Þetta er allt mjög breytt í ljósi þess að hin alþjóðlega hugmyndasamkeppni milli frjálsa markaðskerfisins og miðstýrðra búskaparhátta er ein- faldlega horfin af sjónarsviðinu.“ Geir segir að á fundinum sé aðeins ein rödd sem tali fyrir miðstýrðum búskap og það sé rödd Fidels Castr- os. Hann sé mælskur og steli sen- unni en hann njóti mjög lítils stuðn- ings. „En það var auðvitað dálítið gaman að hafa hann þarna á fund- inum í græna búningnum sínum.“ Fundur þjóðarleiðtoga um þróunaraðstoð í Monterrey í Mexíkó Meiri alvara þjóðarleiðtoga Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri, Þorsteinn Ingólfsson, sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, og Geir H. Haarde fjármálaráðherra. MORGUNBLAÐINU í dag fylgir auglýs- ingablað frá Rétti dags- ins ehf. Blaðinu verður dreift á höfuðborg- arsvæðinu. LIÐ Menntaskólans í Reykjavík hafði betur í úrslitaviðureign við lið Menntaskólans við Sund í spurn- ingakeppni Ríkisútvarpsins og framhaldsskólanna, Gettu betur, sem fram fór í íþróttahúsinu í Smáranum í gær. Þetta er í tíunda skiptið í röð sem lið MR sigrar í keppninni. „Þetta gat farið á báða vegu, en endaði með sigri okkar,“ sagði Snæbjörn Guðmundsson, einn liðsmanna, í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Ástæðan fyrir þessari sigurgöngu MR er góð og mikil þjálfun og hefðin sem er orðin fyrir því að vinna.“ Keppnin var jöfn framan af og byrjaði lið MS-inga betur, var fimm stigum yfir þegar mest var. Liði MR tókst hins vegar að jafna í bjöllu- spurningum og sigraði að lokum með 22 stigum gegn 18 stigum MS- inga. Að venju var mikil stemmning meðal áhorfenda og fagnaðarlát- unum ætlaði aldrei að linna er úr- slitin réðust á síðustu stundu. Lið MR er skipað, auk Snæbjarn- ar, Atla Frey Steinþórssyni og Oddi Ástráðssyni, sem allir eru nem- endur í 4. bekk og að keppa í fyrsta sinn í Gettu betur. Þeir segjast því eiga tvö ár eftir í keppninni. 22 lið framhaldsskóla víðsvegar um landið hófu keppni þetta árið í Gettu betur sem var fyrst í stað út- varpað á Rás tvö. Markús Örn Ant- onsson útvarpsstjóri afhenti sig- urliðinu Hljóðnemann, farandbikar keppninnar, sem hlýtur að vera orðinn frekar hagvanur í húsa- kynnum MR í miðbænum. Morgunblaðið/Sverrir Sigurlið MR ásamt liðsstjóranum Helga Hrafni Guðmundssyni. Liðið var að keppa í Gettu betur í fyrsta sinn. MR sigraði í tíunda sinn TVEIR lögreglumenn í Reykjavík hafa stefnt lögreglustjóra sínum, dómsmálaráðherra og fjármálaráð- herra fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, vegna vangreiddra launa sem nemur rúmlega einni milljón króna. Annar mannanna krefst greiðslu vangreiddra launa að fjárhæð 577 þúsund kr. en hinn 443 þúsund kr. Málavextir eru þeir að lögreglu- mennirnir, sem störfuðu í upplýs- inga- og eftirlitsdeild lögreglunnar í Reykjavík, voru í fyrravor lánaðir í ár yfir á aðrar deildir sem glímdu við mikinn málafjölda og manneklu. Áð- ur en til þessa kom, í janúar 2001, hafði verið samið við lögreglumenn í upplýsinga- og eftirlitsdeild um greiðslu 50 yfirvinnustunda á mán- uði óháð vinnuframlagi. Þegar lögreglumennirnir voru lánaðir var þeim tilkynnt að ekki yrði greitt samkvæmt samningum frá og með 1. júní 2001. Telja lögreglu- mennirnir að brotið hafi verið á þeim þegar þeir lækkuðu í launum við um- ræddan flutning. Stefna vegna van- greiddra launa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.