Morgunblaðið - 23.03.2002, Síða 7

Morgunblaðið - 23.03.2002, Síða 7
Til hamingju Norðlendingar! Hraðbraut yfir hálendið Fyrir hönd Rannsókna- og háskólanets Íslands hf. og í samvinnu við Fjarska og Norður- orku hefur Lína.Net nú tengt Háskólann á Akureyri við allar helstu rannsóknar- og háskólastofnanir landsins. Um leið eru norðanmenn komnir í beint samband við háskólastofnanir beggja vegna Atlantshafsins, á hraða ljóssins. Með tengingu Háskólans á Akureyri við RH-netið, og um leið ljósleiðarakerfi Línu.Nets, hefjast öflugir gagnaflutningar á nýjum ljósleiðarastreng yfir hálendi Íslands. Starfsfólk Línu.Nets óskar Akureyringum og öðrum Norðlendingum til hamingju með þennan merka áfanga á sviði samskipta og upplýsingatækni. Bylting í aðgengi að upplýsingum og samskiptum innan mennta- og rannsóknargeirans er orðin að veruleika. Við erum hreykin af því að leggja þar hönd á plóg. Fjarski ehf. sá um lagningu ljósleiðarakapals yfir hálendið. Innan Reykjavíkur er notaður ljósleiðari frá Línu.Neti en innan Akureyrar er notaður ljósleiðari sem lagður var í samstarfi Fjarska og Norðurorku. A B X / S ÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.