Morgunblaðið - 23.03.2002, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 23.03.2002, Qupperneq 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 23 SAMKEPPNISSTOFNUN gerði hinn 8. febrúar síðastliðinn verð- könnun á grænmeti og ávöxtum í 12 matvöruverslunum á höfuðborgar- svæðinu. „Ríkisstjórnin ákvað í febrúar síðastliðnum að fella niður magn- og verðtolla á ýmsar tegundir græn- metis til þess að lækka verð til neytenda. Meðal annars var felldur niður 30% verðtollur af útiræktuðu grænmeti, sveppum og kartöflum. Þá var einnig ákveðið að fella niður tolla af innfluttum agúrkum, tómöt- um og paprikum. Til þess að fylgj- ast með því hvernig þessi aðgerð ríkisstjórnarinnar skilar sér í lægra grænmetis- og ávaxtaverði til neyt- enda ákvað Samkeppnisstofnun að fylgjast með þróun smásöluverðs á ávöxtum og grænmeti næstu mán- uði,“ segir í frétt frá Samkeppn- isstofnun. Kannanir gerðar mánaðarlega Fyrsta verðkönnunin var gerð í 12 verslunum á höfuðborgarsvæð- inu hinn 8. febrúar síðastliðinn eins og fyrr segir, áður en tollar voru af- numdir, og verður meðalverð úr þeirri könnun notað til samanburð- ar á verðþróun á þessum markaði næstu mánuði, en til stendur að gera slíka verðkönnun einu sinni í mánuði og birta niðurstöður á með- alverði þannig að hægt verði að fylgjast með verðþróun, segir Sam- keppnisstofnun ennfremur. Fram kemur að ýmsum erfiðleik- um sé háð að fylgjast með verði á ávaxta- og grænmetismarkaði. „Til dæmis er verð á grænmeti og ávöxt- um sveiflukennt og ræðst meðal annars af verði á erlendum mörk- uðum, uppskeru og árstíma. Ein af forsendum þess að geta gert verð- samanburð á þessum markaði er að allar verslanirnar selji ávexti og grænmeti samkvæmt kílóverði en ekki miðað við stykkjaverð, svo dæmi sé tekið. Fyrir nokkrum árum gerði Samkeppnisstofnun átak í að koma þessum málum í lag í mat- vöruverslunum en þá var orðið tölu- vert um að verið væri að selja grænmeti og ávexti í stykkjatali, búnti og svo framvegis. Í könnun Samkeppnisstofnunar hinn 8. febr- úar síðastliðinn kom í ljós að í flest- um verslunum er farið að reglum stofnunarinnar og þessi vara seld samkvæmt kílóverði. Á þessu eru þó undantekningar og sem dæmi má nefna að vorlaukur var í flestum verslunum seldur samkvæmt kíló- verði. Kílóverðið var á bilinu 882– 931 króna. Í einni verslun á höf- uðborgarsvæðinu var vorlaukurinn seldur miðað við búnt og kostaði það 189 krónur. Þegar búntið var vigtað reyndist það 90 grömm sem þýðir að kílóverð á þessu vorlauks- búnti var 2.100 krónur,“ segir Sam- keppnisstofnun. Verðlækkun á nokkrum inn- fluttum tegundum grænmetis Í töflu hér á vinstri hönd er birt meðalverð á nokkrum tegundum af ávöxtum og grænmeti eins og það var 8. febrúar síðastliðinn og það borið saman við meðalverð í sömu verslunum 5. mars síðastliðinn. Gef- ið er upp hæsta og lægsta verð og segir Samkeppnisstofnun oft um verulegan verðmun að ræða milli verslana. „Á heildina litið hefur meðalverð haldist mjög svipað en töluverð verðlækkun sést á nokkr- um innfluttum tegundum, til dæmis á blómkáli, spergilkáli, kínakáli, blaðlauki og selleríi.“ Loks segir að við upptöku verðs sé gerður mjög skýr greinarmunur á innlendu og erlendu grænmeti svo ávallt sé verið að bera saman sam- bærilegar vörur. „Það reyndist hins vegar oft ekki auðvelt fyrir starfs- menn Samkeppnisstofnunar að fá svo sjálfsagðar upplýsingar í versl- ununum, hvort um væri að ræða innflutta eða íslenska vöru.“ Dæmi um að kíló af vorlauki kosti 2.100 krónur NÝKAUP í Kringlunni efnir til kynningar á reyktum skoskum laxi í versluninni næstkomandi mánudag, þriðjudag og miðviku- dag. Um er að ræða lax frá dótt- urfyrirtæki SÍF í Frakklandi, SIF France, sem seldur er undir merki Delpierre. Árni Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Nýkaupa, segir að lax hafi „lengi verið dýr“ á Íslandi og að SÍF hafi orðað við forsvars- menn verslunarinnar hvort áhugi væri á þessum innflutningi. „Hér er um að ræða vöru á umtalsvert lægra verði en við eigum að venj- ast. Skoski laxinn er seldur í sneiðum í 360 g pakkningum á 499 kr. Sambærilegur íslenskur lax kostar um 900 kr. í sama magni. Kíló- verðið er því 1.386 krónur á þeim skoska,“ segir Árni. Um 300 kíló, eða 1.000 sölu- einingar, komu til landsins í fyrstu atrennu og segir Árni að skoski laxinn sé „mjög góður“. „Hann er aðeins bragðmeiri en við eigum að venjast, örlítið meira reyktur og hæfilega saltur. Þetta er hágæðavara,“ segir hann að síðustu. Skoskur lax á 1.300 kr. kílóið Morgunblaðið/Sverrir Siggi Hall kynnti innfluttan skoskan lax fyrir við- skiptavinum Nýkaupa í Kringlunni í gær og Inger Friðriksson fékk sér bita. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S BL O 17 13 4 03 /2 00 2 Blómstrandi Páskaliljur í potti 299 kr. Blómstrandi Páskagreinar 2 stk. 299 kr. Páskabegonia 599 kr. Páska-krýsi 499 kr. Reykjavík sími 580 0500 Selfossi sími 480 0800 www.blomaval.is Heimsækið Páskalandið. Ís og lítið páskaegg m. málshætti, 99kr. Páskar LJÓSMYNDIR mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.