Morgunblaðið - 23.03.2002, Síða 48
MINNINGAR
48 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Örn Þorláksson
skólabróðir minn og
félagi hefur verið kall-
aður héðan langt fyrir
aldur fram. Hann var
einstaklega vinsæll og
traustur samferða-
maður, sem ávallt var tilbúinn að
rétta hjálparhönd og gefa góð ráð.
Leiðir okkar lágu fyrst saman í
MR árið 1965 þegar við vinkonurnar
úr Vogaskólanum lentum þar í fé-
lagsskap með fjörugum og atkvæða-
miklum nemendum úr Hagaskóla.
Það var litskrúðugur hópur sem
nýtti hverja stund til að njóta lífsins
og láta að sér kveða. Önni var í þeim
hópi traustur sem klettur, hvort
sem um var að ræða sumarbústaða-
eða Selsferðir, skólaböll eða gleð-
skap í heimahúsum, ávallt var hægt
að leita til hans ef eitthvað bjátaði á.
Hann var sálusorgari margra, sér-
staklega stelpnanna. Þetta var á
þeim árum þegar Bítlarnir og Roll-
ing Stones voru ómissandi í hverju
samkvæmi og margt ógleymanlegt
var brallað. Við útskrifuðumst sam-
an stúdentar í einum stærsta ár-
gangi menntaskólans árið 1969.
Menntaskólavinirnir voru því marg-
ir og mynduðust þar vináttubönd
sem varað hafa alla tíð.
Önni fór í Háskóla Íslands og síð-
an til Þýskalands til náms. Hann
hafði nokkur afskipti af stjórnmál-
um og var mikill jafnaðarmaður.
Hann fylgdi Vilmundi Gylfasyni
ÖRN
ÞORLÁKSSON
✝ Örn Þorlákssonfæddist í Reykja-
vík 21. júní 1948.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Landspít-
alans 17. febrúar síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Dóm-
kirkjunn 25. febrúar.
skólabróður okkar í
baráttunni gegn spill-
ingu í þjóðfélaginu og
var virkur félagi í Al-
þýðuflokknum.
Við Önni hittumst
fyrir átta árum á póli-
tískum vettvangi er-
lendis og áttum saman
nokkra skemmtilega
daga. Þá rifjaði Önni
upp margt frá skólaár-
unum á sinn einstaka
kímna hátt og var glatt
á hjalla. Eftir það vor-
um við í góðu sam-
bandi og lá Önni ekki á
liði sínu í að ráðleggja mér og segja
sína meiningu um það sem var að
gerast hjá okkur jafnaðarmönnum í
stjórnmálunum.
Hann var einnig fastagestur á ’68-
böllunum á nýárskvöld og var hann
óvenju hress og kátur um síðustu
áramót þegar ég hitti þau Ingi-
björgu þar, hamingjan geislaði af
þeim og ekki hægt að sjá að nokkuð
amaði að honum. Því var það áfall að
frétta að hann væri meðvitundar-
laus á sjúkrahúsi nokkrum vikum
síðar og að útlitið væri ekki gott.
Það kom á daginn, ekki átti hann
afturkvæmt þaðan.
Ég sendi móður hans, dætrum,
Ingibjörgu og öðrum ástvinum hans
mínar innilegustu samúðarkveðjur
um leið og ég kveð góðan dreng.
Ásta R. Jóhannesdóttir.
Hlustið á, ég heyri vagnaskrölt.
Heyrið, brátt er stundin runnin
hjá … söng Matti múraði, þrumandi
raust, á sviði Þjóðleikhússins vet-
urinn 1968.
Við vorum að leika Betlara-
óperuna á Herranótt og það var Örn
Þorláksson sem lék Matta múraða,
foringja bófaflokks Macheat kaf-
teins. Það var okkar ágæti og
skemmtilegi enskukennari Sverrir
Hólmarsson sem hafði þýtt „óperu“
Johns Gays. Mér finnst aðeins örfá-
ar vikur síðan Sverrir kvaddi og nú
er Önni einnig horfinn á braut. Örn
fór á kostum í þessu hlutverki og
kannski ekki síður veturinn á eftir
þegar hann birtist aftur á sviði
Þjóðleikhússins á Herranótt í
Bubba kóngi sem konungur Pó-
lands.
Bubbi kóngur (Davíð Oddsson)
steypir Pólandskonungi af stóli og
rænir völdum. Bylting Bubba var
einn af hápunktum skrípaleiks Jarr-
ys og dauða konungs lék Önni þann-
ig að ég sé hann enn ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum. Það fór ekki á
milli mála að Örn hafði hlotið leik-
hæfileika í vöggugjöf, þótt hann
legði ekki leiklistina frekar fyrir sig
á lífsleiðinni, frekar en svo margir
ágætir Herranæturleikarar. Lista-
mannstaug Arnar var römm og fáir
sögðu betur sögur svo hlustað væri;
hann lék sögurnar með látbragði
sem breytti honum í hinar ýmsu
persónur sögunnar.
Mér finnst svo örstutt síðan ég
var á Herranótt að leika með þess-
um glaða hópi og samt hafa fleiri
kvatt; Sjöfn Magnúsdóttir, sem lék
frú Peachum af mikilli röggsemi á
móti Matta, kvaddi, að því mér
finnst, fyrir fáeinum mánuðum – svo
hratt rennur stundin hjá.
Við Örn höfðum kynnst löngu fyr-
ir Herranótt. Þegar foreldrar mínir
fluttu í Vesturbæinn á Dunhagann
og ég þekkti engan í nýja umhverf-
inu varð á vegi mínum strákur, sem
var öllum öðrum strákum hávaxn-
ari, þannig að maður þurfti að líta
upp til hans – alvöru töffari að því
mér fannst. Það var Önni. Og ég
kynntist fljótt Gyðu og Þorláki, for-
eldrum hans, sem sýndu ungum ær-
ingjum hlýju og umburðarlyndi.
Gyða bauð mann alltaf velkominn
þegar spurt var eftir Önna. Her-
bergið hans varð brátt annar nafli
alheimsins og á árunum í Mela- og
Hagaskóla brugguðum við margt
saman; gerðum vísindalegar land-
búnaðartilraunir (til að komast und-
an því að þurfa að puða við að moka
moldardrullu) og beittum í því skyni
dýnamíti til að taka upp kartöflur,
sem flugu í moldroki inn um brostna
glugga heima hjá Palla í Steinnesi
eða lentu sem kartöflustappa úti á
sjó í miðjum Skerjafirði! – fórum til
Færeyja ásamt Vimma og Ingó í
bindindisleiðangur til að kynna okk-
ur vínmenningu eyjaskeggja og af-
skekkt ástalíf – hlökkuðum klógulir
yfir silungum uppi í sumó við Hellu-
vatn ásamt Helga – og þannig gæti
ég lengi rifjað upp atvik sem við
upplifðum saman og gátum hlegið
látlaust að, þótt aðrir botnuðu ekk-
ert í þeirri fyndni okkar: en þannig
eru einmitt bestu minningar
bernskunnar; uppspretta einskærs
galsa og gleði.
Á háskólaárunum skildi leiðir
nokkuð, en Örn kom samt eitt sinn
og heimsótti mig til Stokkhólms og
ég galt þá heimsókn með ferð til
München. Það voru dýrlegir dagar.
Allt sem var ógerlegt virtist gerlegt.
Rússnesk vinkona mín, sem bjó á
sama stúdentagarði og ég, Forum,
og er nú fín ríkisbubbafrú í Am-
eríku, spyr gjarnan: How is your
energetic big viking-friend, he was
so charming and fantastic person!
Og víst var Örn sérstök persóna; fór
stundum um með arnsúgi svo sum-
um þótti nóg um, en samt alltaf hug-
ljúfi og það var gott að vera í nær-
veru hans; hann var örlátur á
sjálfan sig og tilfinningaríkur; næm-
ur á spaugileg atvik lífsins og hló
þessum dillandi, smitandi hlátri með
öllum líkamanum. Hann kunni að
gleðjast með öðrum og þau eru ekki
svo fá skeytin og e-mailin í seinni tíð
sem ég hef þegið frá honum; alltaf
til uppörvunar, jafnt í blíðu sem
stríðu; fyrir það hef ég oft verið
þakklátur, og fundið að ég átti ríka
vináttu þar sem Örn var.
Ég var því miður staddur á Kúbu
við spönskunám í háskólanum í
Havana er Örn féll frá, og því eru
þessar línur nokkuð seint á ferðinni.
En þegar ég sit hér við tölvuna og
hugurinn reikar verður mér ósjálf-
rátt hugsað til þess hversu mikið
hópurinn sem var oft samferða í
skólann frá Högunum og Skjólunum
týnir nú tölunni: Jón Ármann,
Gubbi, Vimmi, Malla, Atli Gunnars,
Sjöfn – öll hafa þau kvatt – og mér
finnst ég nánast einn eftir þegar þú
ert horfinn.
En Önni minn, þú einstaki æsku-
vinur, ég ætla að vona, að ef það bíð-
ur okkar eitthvað hinumegin, þá
getum við hist öll aftur og fylgt
raddsterkum forsöng þínum aftur
eins og á Herranótt forðum, þegar
þú brýndir raustina í hlutverki
Matta múraða og söngst:
Fyllið glösin góðir hálsar
gerum hressa daufa lund,
látum vínið ylja okkar
innanmein í góða stund.
Við Edda færum Ingibjörgu unn-
ustu þinni, Gyðu móður þinni, börn-
um, systkinum og öðrum vanda-
mönnum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Hrafn Gunnlaugsson,
kvikmyndaleikstjóri og
rithöfundur.
Ég held það hafi verið rétt fyrir
1990 sem ég gekk í Félag frjáls-
lyndra jafnaðarmanna. Á þeim ár-
um var jafnan litið á það innan Al-
þýðuflokksins sem einskonar leifar
af því góða bandalagi sem lifði og
hrærðist í kringum Vilmund heitinn
Gylfason. Gamlir eðalkratar kölluðu
það stundum Vilmundarfélagið.
Einn af innstu koppum í því búri var
þá Örn Þorláksson, stór og bjartleit-
ur, glaðlega vaxinn og fullur af trú á
framtíðina. Ég hafði nokkrum sinn-
um hitt hann á Grandanum á þeim
árum þegar ég daðraði við trygg-
ingaheiminn um sinn í kompaníi við
Gísla Örn, gamlan félaga og skóla-
bróður Arnar, og varð þess þá strax
áskynja hversu ástríðufullur jafnað-
armaður Önni var í hjarta sínu.
✝ Jónas GuðbjörnGuðbjörnsson
fæddist á Ísafirði 20.
mars 1932. Hann lést
á heimili sínu 16.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðbjörn Jón Jóns-
son, f. 13. júní 1905,
d. 28. febrúar 1995,
og Magnúsína Guð-
mundsdóttir, f. 1. júlí
1904, d. 15. júlí 1993.
Systkini Jónasar eru:
Gunnar Jóhannes, f.
28. október 1934,
Oddur Jón, f. 27. júlí
1933, d. 1934, Aðalheiður Hall-
dóra, f. 9. nóvember 1938, Viktor
Sveinn, f. 18. júní 1942, og Guð-
björg Magnúsína, f. 13. júní 1944.
Jónas kvæntist Sólveigu Sörensen,
f. 24. desember 1943, 3. september
október 1963, börn þeirra eru Erla
Lilja, f. 3. janúar 1983, Sólveig, f.
29. júlí 1985, og Sveinn Snær, f. 7.
desember 1990. Sólveig Sigríður,
f. 9. júlí 1965, í sambúð með Kjart-
ani Jónssyni, f. 2. maí 1960, en þau
eiga soninn Jónas Hákon, f. 14. maí
2001. Jónas kvæntist öðru sinni 29.
desember 1990 Arnheiði Símonar-
dóttur, f. 5. nóvember 1942, en þau
hófu sambúð 1979. Fyrir átti hún
dótturina Lindu Björgu Þórðar-
dóttur, f. 14. jan. 1959, gift Gunn-
ari Abrahamssyni, sonur þeirra er
Nicklas Símon, f. 30. júní 1994, en
fyrir átti Linda synina Patrik, f.
20. apríl 1981, og Andreas Leifs-
syni, f. 6. nóv. 1985.
Jónas Guðbjörn starfaði lengst
af sem vörubifreiðastjóri á Ísafirði
og síðan verkstjóri hjá Ísafjarðar-
kaupstað síðustu árin þar, en hann
flutti til Reykjavíkur 1979. Í
Reykjavík starfaði hann hjá
Skýrsluvélum ríkisins og Reykja-
víkurborgar og seinna SKÝRR.
Hann lét af störfum 1997.
Útför Jónasar Guðbjörns fór
fram í kyrrþey að ósk hins látna.
1955, þau skildu 1979.
Dætur þeirra eru
Anna Kristín, f. 15.
mars 1956, í sambúð
með Erni Jónssyni, f.
29. mars 1953, börn
þeirra eru Helena
Björk, f. 8. september
1987, og Aron Örn, f.
26. mars 1990, en fyrir
átti Anna Kristín
Magnús Ófeig, f. 8.
ágúst 1976. Ásgerður,
f. 15. nóvember 1957,
gift Guðmundi Einars-
syni, f. 16. febrúar
1957, börn þeirra eru
Jónas, f. 8. mars 1976, dóttir hans
er Saga Matthildur, f. 25. ágúst
1998, Einar, f. 11. maí 1981, og
Tinna Björg, f. 15. júní 1984. Erna
Björk, f. 15. mars 1963, gift Krist-
jáni Gunnari Kristjánssyni, f. 3.
Ég skil ekki upphafið ég skil ekki ástina
ég skil ekki dauðann.
Óverðskuldað er þetta þrennt.
(Sigfús Daðason.)
„Hann pabbi okkar er dáinn“
hljómar í höfði okkar systranna
þessa dagana, sár stingur í brjóst-
inu fylgir. Reiði og sorg fyllir hug-
ann, þetta var alltof snemmt og við
verðum lengi að sætta okkur við að
hann er farinn.
Síðustu dagarnir áður en hann dó
höfðu farið í að hugsa um og und-
irbúa sjötugsafmælið hans, hinn 20.
mars og þar var hann fremstur í
flokki. Addý hans hafði bakað fyrir
hann heilu dunkana af kleinum og
ástarpungum alveg eins og hann
vildi hafa það en svo sitjum við bara
eftir, slegnar með sorgina og minn-
ingarnar hrúgast upp.
Við erum fjórar stelpurnar hans
pabba og ólumst allar upp á Engja-
veginum á Ísafirði. Þetta voru góð
ár, allar eigum við minningar úr
notalega eldhúsinu þegar pabbi
hrærði í pottum fullum af kjötsúpu
sem entist út vikuna eða sauð kál-
böggla sem voru bundnir saman
með snæri undan vörubílssæti, og
mamma hristi hausinn brosandi yfir
aðförunum. Rúmfrekar eru líka
minningarnar úr vörubílunum, lykt-
in af sólbökuðu mælaborði, ekið í ró-
legheitum endalausar ferðir með
möl og grjót inn í krús og fram í hlíð,
lítil kók í hendinni og veröldin hjúp-
uð alveg sérstökum blæ, utan um
pabba og mig.
Það voru ákveðnir þætti í uppeld-
inu sem skiptu miklu máli hjá
pabba, kannski ekki endilega þeir
sömu og mamma lagði áherslu á, en
það var til dæmis enginn maður með
mönnum að mati pabba nema geta
hreinsað ýsu sómasamlega, við syst-
urnar grínumst með það enn í dag
að pabbi dæmi tengdasynina eftir
því hvernig þeir hreinsi ýsuna. Og
að tálga með eigin vasahníf var al-
gjört skilyrði fyrir því að fullorðn-
ast. Allar munum við eftir fyrsta
vasahnífnum okkar og kennslu-
stundinni í að beita honum. Þetta
voru háalvarlegar stundir og árang-
urinn varð pabbi síðan að sjá og
dæma.
Hann var enn að tálga síðustu
dagana sína og vikurnar, búinn að
koma sér upp fyrirtaks smíðaher-
bergi á Kleppsveginum þar sem
hann tálgaði litla hluti sem hann síð-
an gaf okkur og barnabörnunum.
Hann var alltaf að gefa, oft keypti
hann sér forláta munnhörpur í út-
löndum en gaf þær jafnharðan til
barnabarnanna. Þau gátu gengið að
honum vísum þegar kom að
kennslustundum í tálgun eða munn-
hörpuleik. Sá yngsti og annar nafni
hans átti einn eftir að kynnast afa
sínum enda svo til splunkunýr og lít-
ið með vasahnífinn að gera strax.
Það er sárt að horfa á þennan sorg-
mædda hóp í dag sem hefur misst
svo mikið en líka gleðilegt að vita að
flest eiga þau hlýjar og dýrmætar
minningar um afa sinn og langafa.
Hann pabbi var einn af allra
skemmtilegustu mönnum, um það
geta allir sem hann þekktu vitnað.
Hann sagði sögur þangað til við
veltum niður af stólunum af hlátri,
sannar og lognar skipti ekki máli.
Það voru nefnilega gæði sögunnar
sem réðu ferðinni, ekki sannleiks-
krafan. „Sagan er betri svona“ sagði
pabbi og hló ef einhver vildi leið-
rétta. Svo var hann líka meinstríð-
inn, það var ekki alltaf auðvelt að
ganga með honum um bæinn sem
unglingur og margoft hét ég því að
fara aldrei aftur með honum inn í
verslanir. Hann gat gert afgreiðslu-
fólkið gráhært þegar hann rölti inn í
fataverslun í rólegheitum og pantaði
sviðakjamma og þóttist bara alls
ekki skilja að kjammann fengi hann
ekki. En alltaf í góðu því síst af öllu
hefði hann viljað koma einhverjum í
vandræði, nema kannski bara svona
rétt sem snöggvast, því hann hafði
gaman af að kanna viðbrögð fólks og
fá það til að líta á hlutina á nýjan
hátt. Að fara með honum í bíó var al-
gjört ævintýri þegar við vorum
stelpur, Chaplin og Olsen-gengið
voru í uppáhaldi og hann hló hátt,
mjög hátt. Seinna þegar við uxum
úr grasi áttaði maður sig á því að
hann hafði í raun kennt okkur að líta
á tilveruna með sínum sérstöku
kímnisaugum. Á sjötugsafmælis-
daginn hans var hann kistulagður
og við kvöddum hann í hinsta sinn.
„Við verðum að minnast hans eins
og hann var,“ sagði ein okkar og
með tárvotu brosi og útskeifum fót-
um, með vísan í Chaplin lifðum við
systur af erfiða stund í kirkjunni.
Þótt hann væri eins og aðrir
pabbar af þessari kynslóð, alltaf í
vinnunni, þá kenndi hann okkur
samt svo margt, lognið í fjörðunum
fyrir vestan er honum til dæmis
ævarandi tengt í gegnum minningar
um veiðistöng og gúmmíbát á kyrr-
um sumarkvöldum. Það er enda-
laust hægt að rifja upp sögurnar
hans og af mörgu að taka í minn-
ingasafninu. Útilegur og skíðaferð-
ir, hlýjar hendur á köldum tám,
matmaðurinn pabbi með reykta
rauðmagann og grilluðu gráslepp-
una, pjattrófan pabbi í nýjum skóm
úr mjúku leðri frá útlöndum, grín-
istinn glamrandi Óla Skans á píanó-
ið eða þúsundþjalasmiðurinn sem
reddaði öllu, „við fixum þetta“ var
svarið ef eitthvað bilaði eða fór af-
laga og hann var mættur með verk-
færin, dýrgripina sína til að spá og
spekúlera.
Hann pabbi var „litríkur karakt-
er“, átti margar hliðar og skemmti-
legar. Þessi orð lýsa honum kannski
best enda notaði hann þau oft sjálf-
ur þegar hann vildi lýsa einhverjum
einstaklega skemmtilegum. „Þú ert
litríkur karakter og ég elska þig,“
eru orð sem hann sagði gjarnan við
okkur systur þegar honum fannst
við uppátækjasamar í seinni tíð. Líf
pabba var gott, fullt af ást og hlýju,
hann átti góða og trygga vini og var
umkringdur fólki sem elskaði hann.
Síðustu árin með Addý blómstraði
hann í annað sinn, tók upp heilbrigð-
an lífsstíl og ferðaðist mikið. Auðvit-
að voru stundum erfiðar stundir en
ég veit að pabbi hefði frekar viljað
halda upp á þær góðu því eins og
sannleikann í sögunum þá er „sagan
betri svoleiðis“.
Elsku pabbi, við söknum þín sárt;
hlýju orðanna, glettninnar og stóru,
hlýju handanna. Takk fyrir allar
minningarnar, þær munu lifa í
hjarta okkar og allra hinna sem þú
snertir með hlýju þinni og húmor.
Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið
sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er
sér góðan getur.
(Hávamál.)
Stelpurnar þínar,
Anna, Ása, Björk og Veiga.
Mig langar að minnast tengdaföð-
ur míns, Jónasar G. Guðbjörnsson-
ar, sem lést óvænt laugardaginn síð-
astliðinn.
Ég kynntist honum fyrir þrjátíu
árum er ég kom inn í fjölskylduna
þegar við Ása dóttir hans hófum
okkar samband. Það var reyndar
smákvíði sem fylgdi minni fyrstu
heimsókn til tengdaforeldranna þar
JÓNAS GUÐBJÖRN
GUÐBJÖRNSSON