Morgunblaðið - 23.03.2002, Side 59

Morgunblaðið - 23.03.2002, Side 59
ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI í gömlum dönsum fór fram sunnu- daginn 17. mars sl. Keppt var í 6 flokkum, eftir aldri. Íslandsmeist- arakeppni í gömlum dönsum hefur verið haldin í mörg ár og er skemmtileg tilbreytni við keppnis- flóruna. Eins sýnir þetta ákveðna virðingu fyrir gömlum hefðum. Gömlu dansarnir „okkar“ komu flestir til Íslands frá Danmörku á fyrstu árum 20. aldarinnar, með námsmönnum sem höfðu lært þá í Kaupmannahöfn. Þá útgáfu af döns- unum dönsum við enn í dag. Hún er kannski ekki endilega rétt, ef litið er til skráningar dansanna, en hefðin hér hefur verið látin ráða. Hvort það er faglegt eða ekki, séð með augum danskennara, er umdeilanlegt. Upphaf gömlu dansanna má rekja til austurríska dansins Laandler og ballets. Fyrir þá sem hafa áhuga á Laandler, þá geta þeir séð þann dans í myndinni Tónaflóð (The Sound of Music) en það er dansinn sem Kapt. Von Trapp og Maria dansa á svölunum í veislunni miklu. Fyrir nokkrum árum tóku ís- lenzkir danskennarar sig til og gerðu sameiginlegar reglur til að dæma eftir í gömludansa keppnum. Eftir þeim reglum hefur verið farið hingað til. Svolítið bar á því á sunnu- daginn að ekki var farið eftir regl- unum eða dansar þá vitlaust dans- aðir. Þetta bar jafnvel við hjá reyndum keppnisdönsurum og fannst mér það svolítið súrt í broti. Eftir reglum á að fara og er það skilyrðislaus krafa að kennarar og þjálfarar sendi keppendur sína á gólfið með rétt og lögleg spor. Samhliða Íslandsmeistarakeppn- inni í gömlum dönsum var boðið uppá keppni í mambó. Mambó var á árum áður ákaflega vinsæll dans og hafa vinsældir hans aukist aftur á síðasta áratug. Mambó er skemmti- legur dans og ef hann er rétt dans- aður er hann einnig tæknilega nokk- uð erfiður. Hann er forveri þess dans sem í dag er kallaður cha cha cha. Skemmst er að minnast laga eins og mambo nr 5 og fleiri laga sem Lou Bega gerði fræg ekki alls fyrir löngu. Gömludansakeppnin á sunnudag var frekar stutt en engu að síður nokkuð skemmtileg. Almennt finnst mér að keppendur mættu vera mun nákvæmari þegar dansaðir eru gamlir dansar. Reglur eru fáar og ætti að vera auðvelt að fylgja þeim. Annað var það sem ég hjó eftir. Ein- ungis voru dansaðir 5 dansar allt í allt, polki, ræll, skottís, vínarkrus og skoski dansinn. Mér þætti alveg við hæfi að hafa fleiri dansa, þá sér- staklega í eldri hópunum, dansa eins og marzúrka og svensk maskerade svo einhverjir séu nefndir. Það hvort gömludansakeppni verði hald- in áfram um ókomin ár veit enginn, en mér þykir það tilhlýðileg virðing við dansmenningu þjóðarinnar að viðhalda þessum dönsum. Keppendur og kennarar ættu að sameinast um það að gera veg þess- ara dansa meiri og stærri. Úrslit í Íslandsmeistara- keppninni í gömlum dönsum Börn I 1. Alex F. Gunnarss./Vala B. Birgisd. DÍK 2. Davíð Ö. Pálss/Elísabet Jónsd. DÍK 3. Atli Þ. Einarss/Elísabet Halldórsd. GT 4. Rúnar Sigurðss./Björk Guðmundsd. GT 5. Pétur G. Magnúss./Jóna K. Benediktsd. DÍK 6. Kristján E. Auðunss/Ingibjörg A. Bergþórsd. GT Börn II 1. Magnús A. Kjartanss/Ragna B. Bernburg DÍK 2. Hörður Ö. Harðars/Guðrún Arnalds DÍK 3. Sigurþór Björgvinss/Telma R. Sigurðard. DÍK 4. Sigtryggur Haukss/Eyrún Stefánsd GT 5. Ólafur B. Tómass/Telma Ýr Arnarsd. DÍK 6. Njáll P. Þorsteinss/Telma Einarsd. DÍH Unglingar I 1. Stefán R. Víglundss/Andrea R. Sigurðard Ýr 2. Adam E. Bauer/Þóra B. Sigurðard. GT 3. Fannar H. Rúnarss/Edda G Gíslad. GT 4. Jón G. Guðmundss/Þórunn A Ólafsd. DÍK 5. Sigurður Brynjólfss/Rakel Magnúsd. DÍK 6. Valdimar Kristinss/Rakel Guðmundsd ÍR Unglingar II 1. Friðrik Árnas/Sandra J. Bernburg ÍR 2. Baldur K. Eyjólfss/Anna K. Vilbergsd. GT 3. Stefán Claessen/María Carrasco ÍR 4. Steinar Ólafss/Ólöf Á. Ólafsd. Ýr 5. Ásgeir Erlendss/Hanna M. Óskarsd. GT 6. Anita T. Helgad./Ragnheiður Árnad. Ýr Áhugamenn I 1. Davíð M. Steinarss/Sóley Emilsd. GT 2. Grétar A. Khan/Jóhanna B. Bernburg ÍR 3. Sara B. Magnúsd/Birna R. Björnsd. DÍH Fullorðnir 1. Ómar Ö. Sæmundss/Jacqui McGreal DÍK 2. Jens Kristjánss/Klara Einarsd. DÍK Úrslit í mambókeppni 1. Þorleifur Einarss/Ásta Bjarnad ÍR 2. Friðrik Árnas/Sandra J. Bernburg ÍR 3. Stefán Claessen/María Carrasco ÍR 4. Aðalsteinn Kjartanss/Erla B. Kristjánsd. ÍR 5. Jón E. Gottskálkss/Elín H Jónsd. ÍR 6. Valdimar Kristinss/Rakel Guðmundsd ÍR 7. Pétur Kristjánss/Ása K. Jónsd. ÍR Virðing fyrir hefðum, en ná- kvæmni vantar DANS Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði GÖMLU DANSAKEPPNI Haldin sunnudaginn 17. mars. Jóhann Gunnar Arnarsson Alex Freyr og Vala Björg sigurveg- arar í flokki börn I. Morgunblaðið/Jón SvavarssonBaldur Kári og Anna Kristín unnu til silf- urverðlauna í flokki unglingar II. Davíð Már og Sóley, sigurvegarar í flokki áhugamanna, dansa skottís. meistar inn. is ÁBYRGÐ ÁREIÐANLEIKI Victoria Antik Síðumúla 34  Sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Opið mán.-fös. kl. 12-18, lau. kl. 11-16. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 59 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.